Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 42

Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 42
32 BREIÐFIRÐINGUR Þú heldur nú líklega að ég sé að gera gabb að þér, en svo er ekki. Líttu á. Hann hneppti frá sér kápunni. Eg stökk upp ur sætinu í ofboði. Þetta var sannarlegur gervilíkami, ógeðslegur og hlaupkenndur. Ég sá bókstaflega í gegnum hann. Ef ég ætti að reyna að lýsa þessari sjón, þá væri það helzt með því móti, að ég hugsaði mér vasaúr með tveim baklokum og innra lokið væri úr gleri, svo að hver hluti sigulverksins sæíst í gegnum það. Ytra lokið væri þá kápa Svipdags. Svipdagur beið rólegur þangað til að ég hafði jafnað mig, þa hneppti hann að sér kápunni og mælti: Arið þúsund var kristni lögtekin hér á landi, eins og þú veizt, en mörgum voru goðin kær svo áratugum skipti, eftir kristnitökuna. Þegar ég var fimmtan ára, gaf amma mín mér fagurlega gert líkneski af Þór, og voru þá liðin sextíu ár frá kristnitökunni. Gamla konan sagði, að oft hefði Þór reynzt sér vel, þegar annað hefði brugðizt, og bað mig að láta Þór aldrei ganga úr minni eigu, en leynt yrði ég að fara með þetta. Mér varð nú á að fá nokkuð traust á þessu skurðgoði, sem hafðí reynzt gömlu konunni svona vel. Að lokinni greftrun var sál mín eins og ósjálfbjarga barn, og var allt hennar ráð á reiki. Ég sveif einhverja óraleið í geimnum og fannst mér, sem ég gæti engu ráðið í þessari för, en mín heit- asta ósk vaí sú að komast sem fyrst til himnaríkis, og loksins komst ég þangað. Ég bjóst nú við að sankti Pétur yrði mildur við mig, því engar stórsyndir hafði ég á samvizkunni, að minni vitund, og vonaði ég að héðan af þyrfti ég engu að kvíða. Ég hélt nú rakleiðis að dyrum himnaríkis, en mér brá í brún. Við dyrnar stóð Ólafur konungur Tryggvason, í stað sankti Pét- urs, sem var í orlofi. Sál mín var nú heldur vesaldarleg eftir allt ferðavolkið, en þo stamaði ég fram beiðni um inngöngu, en við það var ekki kom- andi. Konungur sagðist þekkja mig ósköp vel, og sér væri kunn- ugt um átrúnað minn á Þór, og margir Islendingar væru ennþá trúlausir og verra en það. Ég var nú illa upplagður til að malda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.