Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 4

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 4
Hún sagði einnig að uppi hefðu verið hugmyndir um landsbyggðar safn í Árbæjarsafni til að sýna bakgrunn þess fólks sem flutti til Reykjavíkur á sínum tíma og því var Silfrastaðakirkja £ Skagafirði flutt í safnið 1964. Ætlunin er að koma upp safn- hverfi í Árbæjarsafni sem á að gefa hugmynd um gamalt bæjar- hverfi, þó að það sé ekki eftirmynd reins raunverulegs hverfis Hún nefndi að það væru 4 fastar stöður á Árbæjarsafni, en að auki væru 4 menn í hluta eða fullri stöðu, lausráðnir. Því næst var Árbæjarsafn skoðað undir leiðsögn starfsfólks þar og síðan var snæddur hádegismatur. Eftir hádegi flutti Mjðll Snæsdóttir safnvörður á Árbæjar- safni fyrirlestur um fornleifarannsoknir. Ræddi hún um hvernig fornleifarannsóknir færu fram og hvaða spurningum þær gætu svarað. Nefndi hún að það væri miklvægt að hrófla ekki við rústum áður en þær væru rannsakaðar. Umræður. Rætt var um varðveisluskilyrði í bæjarstæðum, hvað hægt væri að gera við kirkjugarða sem væru að eyðast , um nauðsyn fornleifaskráningar og að bændur vissu um verndaðar rústir á landi sínu. Því næst flutti Þórður Tómasson safnvörður á Skógum erindi sem hann nefndi: Um endurbyggingu húss á Skógum. Hann sagði frá sögu safnsins að Skógum, ræddi um byltingu í húsagerð síðan 1930 og nauðsyn þess að vernda gömul hús. Síðan iýsti hann flutningi húss frá Holti sem flutt var að Skógum 1979, há 100 ára,og verið er að reisa og gera upp. Umræður. Rætt var um hvort ekki væri æskilegt að nokkur söfn svo sem bókasöfn, skjalasöfn og byggðasöfn væru í sama húsi og töldu ýmsir að það kæmi slr vel, bæði fjárhags- lega og eins væri það þægilegt fyrir þá sem ætluðu í fleira en eitt safn. Gísli Gestsson vakti athygli á samnorrænni orðabók sem gott er að nota við skráningu hluta og er hægt að panta hana á Þjóðminjasafninu. Guðmundur ólafsson vakti athygli á ritinu Ljóra sem stendur til að gefa út og hægt er að gerast áskrifandi að á Þjóðminja- safninu. Þór Magnússon vakti athygli á Árbók Fornleifafélagsins. Gioan.var haldið til Hafnarfjarðar og hús Bjarna riddara Sívertsen skoðað og þegið kaffi og konfekt. Þaðan var haldið til Bessastaða í boði forsetahjónanna og Bessastaðakirkja var skoðuð undir leiðsögn Kristjáns Eldjárns. Seinni daginn hófst fundur kl. 9.30 og var rætt um aðgangseyri Voru uppi ýmsar skoðanir um hvernig ætti að innheimta aðgangs- e.yri og hve hár hann ætti að vera, ef hann væri á annað borð einhver. Hölluðust sumir að því að hafa kassa við innganginn og gæti fólk þá ýmist sett frjáls framlög í hann eða fastan aðgangseyri. Var upphæð aðgan^seyris mjög mismunandi, allt frá því að vera enginn og upp £ 800 kr. 4

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.