Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 6

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 6
UM SAFNASTOFNANIR OG FJÓRÐUNGSMINJAVERÐI Gunnlaugur Haraldsson ÞaS er kunnara en fró fró þurfi aS greina, aS svo mjög hefur fjórveitingarvald þessa lands haldiS f fé viS ÞjóSminjasafniS sem og aSrar menningarstofnanir, aS þaS hefur langt fró þvf nœgjanlega getiS risiS undir lagalegu hlutverki sfnu. Vegna peningalegrar vannœringar og alltof fómenns starfsliSs hefur starfsemi safnsins veriS einangruS aS mestu viS úrlausn brýnustu verkefna daglegs reksturs, en olnbogarými til markvissrar minjaverndunar og rannsókna innan safns og utan hefur IftiS gefist. Svo rammt hefur kveSiS aS getule/si safnsins af þessum sökum, aS meSal almennings gerast þœr raddir œ hóvœrari, sem gagnrýna stofnunina fyrir marghóttaS- ar vanrœkslusyndir ó sviSi minjavemdunar f landinu. ÞaS er hart fyrir hiS fómenna starfsliS, sem vinnur eftir bestu getu, aS liggja undir þvflíku ómœli, sem þvf er meS öllu óviSróSanlegt. f sama feni sitja einstök byggSa- og minjasöfn úti um 'andsbyggSina. Um raunverulegt og virkt safn- og frœSslustarf fyrir skóla og almenning er naumast aS rœSa, og undantekningalfriS eru söfnin eingöngu geymslur, mismunandi aSlaSandi. Samstarf og samvinna milli einstakra safna innan fjórSunga hefur aS sama skapi veriS Iftil sem engin um lausn sameiginlegra viSfangs- efna og heildarskipulag um söfnun eSa verkaskipting milli safna er f sama lógmarki. AS minni hyggju stöndum viS safnamenn frammi fyrir tvlþœttum vanda, sem stendur öllu okk- ar starfi og minjaverndun f landinu fyrir þrifum: f fyrsta lagi er um aS rœSa tilfinnanlegan fjór- magnsskort sem aftur leiSir af sér marghóttaS aSstöSuleysi, en f annan staS ónógt og úrelt heildarskipulag þessara móla. HaustiS 1977 skipaSi þóv. menntamólaróSherra, Vilhjólmur Hjólmarsson, nefnd til aS móta tillögur um endurskoSun ó núgildandi þjóSminjalögum og skyldi hinn skipulagslegi þóttur gjör- vallrar minjavemdunar landsins vera gildasti liSur f afhugun þeirrar nefndar. Ennþó hafa engar tillögur veriS lagSar fram, þótt liSin séu rúm tvö ór fró skipan nefndarinnar. Slík vinnubrögS eru f sjólfu sér ómœlisverS ósamt meS hinu, aS nefndin hefur mér vitanlega ekki haft samróS viS safnamenn eSa neina þó aSila aSra, sem ó þvf sviSi vinna, er slik endurskoSun hlýtur til aS tako. HeildarendurskoSun laga ó borS viS þjóSminjalögin er enginn daglegur viSburSur. ÞaS er þvf afar mikilvœgt, þegar til slíks kemur, aS menn leiti fanga sem vfóast og hagnýti sér alla þó reynslu og þekkingu, sem aS gagni mœtti koma til endurbóta ó gildandi lögum. Þótt lög ein sér tryggi ekki framgang góSra móla, eru þau þó nauSsynleg forsenda fyrir veitingu fjórmagns og samrœmdri nýtingu þess f þurftarfrek mólefni. MeS þessum Ifnum er œtlun mfn aS reifa lauslega nokkur atriSi, sem grandskoSa þarf viS yfirstandandi lagaendurskoSun. Er hér um aS rœSa vangaveltur varSandi heildarskipulag minja- 6

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.