Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 9

Ljóri - 01.11.1980, Blaðsíða 9
STARFSMANNA- OG FJÁRÞÖRF ÞJÖÐMINJASAFNSINS GUÐMUNDUR ÓLAFSSON ÞjóSminjasafnið og endurskoðun fornminjalaganna hefur veriS mörgum hugleikið um- rœðuefni að undanförnu, enda mun vfst flestum safnmönnum það Ijóst, hve br/n nauðsyn það er orðin að gagnger breyting verði gerö d skipan minjavörslunnar f landinu. Gunnlaugur Haraldsson fjallar um þessi mól á öðrum stað hér f blaðinu, og útskýrði hugmyndir sfnar reyndar nónar á safnmannafundinum sem haldinn var f Árbœjarsafni fyrir skömmu. Þó að ég sé f flestu sammóla Gunnlaugi, t.d. um safnastofnanir og fjóröungsminjaveröi, þd langar mig til að gera athugasemd við þd hugmynd hans, sem hann reifaði d fundinum, að nauðsynlegt sé að koma d fót nýrri stofnun, Þjóðminja- stofnun, til að stjórna allri minjavörslunni, vegna þess að þjóðminjasafnið sé ekki fœrt um að gera það. Þessu get ég ekki verið sammdla. Allflestir sem hugsað hafa um þessi mdl munu vera þeirrar skoðunar að Þjóðminja- safnið sinni ekki nema broti af þvf sem þvf f raun ber að gera, og sd gognrýni er f mörgu réttmœt. En þd md ekki gleyma, að getuleysi Þjóðminjasafnsins stafar fyrst og fremst af þvf dtakanlega fjdrsvelti sem það hefur þurft að bda við frd upphafi vega. Það segir sig alveg sjdlft, að hinir fdu starfsmenn Þjóðminjasafnsins komast ekki yfir öll þau feiknamörgu verkefni sem alls staðar kalla að. Aðalvandinn stafar sem sagt af þvf, að of fdir eru að vinna störf of margra. Lausnin til drbóta er einföld: að tiTalda starfsliðið. Þd vœrum við farin að nólgast hina raunverulegu starfsmannaþörf safnsins. Meinið er bara það, að okkar blessaða rfkis- vald hefur alla tið haft Iftinn dhuga d jafn "óarðbœrum" fja'rfestingum og t.d. minja- varslan er. En ef svo fœri, að heimild fengist fyrir nýjum stöðum til minjavörslunnar, þd tel ég eðlilegra að þœr fœru til að efla starfsemi Þjóðminjasafnsins, fremur en að bda til nýja stofnun sem einnig yrði mannfœð og fjdrsvelti að brdð. Minjavarslan hefur verið fró upphafi f höndum Þjóðminjasafnsins og margir þœttir hennar eru svo samtengdir safninu að það orkar mikils tvfmœlis að œtla að greina þetta tvennt f sundur. Hér þarf oð vera til stofnun þar sem sérfrœðiþekking er til staðar og önnur söfn geta leitað til eftir aðstoð, og sem jafnframt er miðstöð minja- vörslunnar f landinu. Eg tel að þetta hlutverk eigi að vera f höndum Þjóðminjasafnsins. En til þess að valda þvf hlutverki er nauðsynlegt að fjölga starfsfólki verulega, og um leið koma betra skipulagi d starfsemina. Á nœstu blaðsfóu enj sett upp f töflu drög að hugsanlegri deildaskiptingu innan Þjóðminjasafnsins, sem ég vona að geti orðið kveikjan að umrœðu um þessi mdl,en deildaskiptingu safnsinstel ég vera eitt af frumskilyrðum fyrir þvf að stofnunin nói að þróast eðlilega. 9

x

Ljóri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóri
https://timarit.is/publication/1306

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.