Litli Bergþór - 01.07.2016, Side 35

Litli Bergþór - 01.07.2016, Side 35
Litli-Bergþór 35 Það hefur verið nóg að gera á Krummakletti, eldri deild Leikskólans Álfaborgar, í vetur. Höfum við verið að gera ýmis skemmtileg verkefni sem við tengjum við alla þá grunnþætti sem aðalnámskrá leikskóla fjallar um. Í febrúar unnum við að fuglaverkefni þar sem börnin fengu fræðslu frá fuglavinum í Reykholti um það hvernig fóðra ætti fuglana yfir veturinn. Börnin hafa verið að læra um líkamann og allt sem honum tengist. Febrúar var mánuður vináttunnar og lögðum við mikla áherslu á það að vera fyrirmyndir barnanna í þeim efnum. Við höfðum kaffi fyrir foreldra, samstarfsfólk og eldriborgara og enduðum mánuðinn á sýningu í Bjarnabúð þar sem börnin höfðu útbúið hjörtu og skrifað á þau hvað vinátta er. Í mars var vísindavika, þar sem gerðar voru ýmsar skemmtilegar tilraunir. Núna erum við að vinna verkefni um himintunglin og stjörnumerkin. Fyrir utan þetta eru börnin að læra í gegnum leikinn alla daga og vikulega er verið í tónlist, myndlist og íþróttum. Við erum farin að hlakka til að komast meira út þegar vorar og gera fullt af fleiri skemmtilegum verkefnum. Ef þið lumið á endurnýtanlegum efnivið erum alltaf tilbúin að taka á móti, hver veit nema að það geti orðið að flottu listaverki. Guðbjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri á Krummakletti. Krummaklettur Í Bjarnabúð. F.v Anna Lára, Adda Sóley, Bjarni, Unnsteinn og Ignacy Rúnar. Eldri borgurum boðið í kaffi. Kristbjörg Sigvalda og Hildur Inga með dúkkuvagn á verkstæði.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.