Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 1

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 1
BJARKI Vlll,43-44 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Seyðisíirði 19. növ. Uppsögn skrifl., ógild nema komin sje til útg. fyrir l.okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. 1903 Lífsábyrgðarfjelagið „D A N 99 / Xaupmannahöfn tekur að sjer lífsábyrgðir á íslandi fyrir lægra iðgjald en nokkurt annað fjelag. í þessu fje- lagi geta menn með góðum kjörum tryggt sjálfum sjer ellistyrk, eða ættíngjum sfnum lífrentu, og hvergi er eins ódýrt að vátryggja börn, á hvaða aldri sem er, og í þessu fjelagi. Af ágóða fjelagsins eru 3/4 hlutar borgaðir fjelagsmönnum í bonus. Vátryggið því líf yðar eða barna yðar, eða kaupið yður lífrentu eða ellistyrk í DAN! Aðalumboðsmaður fjelagsins á íslandi gefur allar frekari upplýsíngar. . tDh. Jónsson Seyðisf/rði. NYUTKOMIÐ : Jf. Jlngell: SVARTFJALLASYNIR. Sögun fró íDonfenegnó. IVleð nál. 60 myndum. Verð 2 kr. Til sölu hjá bóksölunum og í Prentsmiðju S e y ð i s f j a r ð a r. Nýútkomið: L JÓÐMÆLI eftir Sy/Íatífiias ffjocflumsson 2. bindi um 300 bls. ástærð, Verðið er þetta: Fyrir áskrifendur, sem skuld-binda sig til að kaupa öll bmdin: 2 kr. pr bindi, heft, en í skrautbindi 3 kr. pr. bindi. í lausasölu: heft eint. 2 kr. og 50 au., í skrautbindi 3 kr. og 50 a u. Þegar öll bindin eru út komin, verður verðið hækkað að mun, Til sölu hjá öllum bóksölum og í PRENTSMIÐJU SEYÐISFJARÐAR. Q Q Stúkan xAldarhvöt no. 72» ‘ heldiu fund í hinu nýa húsi sínu á Búðareyri á hverjum sunnudegi kl. 4 síðdegis. — Meðlimir mœti. Nýir meðlimir velkomniir. Til auglýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum í Bjarka og semur um verð á þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Færsla þíngtímans. Það hefur oft verið talað um að þíngtíminn sje óheppilega ákveðinn á miðju sumri. Þjóð- ólfur flytur grein um þetta í haust og leggur til að þíngtíminn sjc færður til haustsins, að alþíng komi saman I. okt. og standi yfir þa; til í nóvemberlok. I hinni nýu stjórnarskrá er þíngtím- inn lögákveðinn 8 vikur. lín blaðið vill, að um leið verði þíngtíminn leingdur f io vikur og, ef svo verði, þá byrji það 15. sept. Eftir hinni nýu stjórnarskrá má breyta báðum þessum atriðum með einföldum lögum. Allt virðist mæla með því að þíngtíminn sje færður, en ekkert á móti. Hitt er álitamál, hvort haustmánuðirnir sjeu heppilegast valdir. Mundi ekki rjettast að velja miðsvetrarmánuð- ina, láta þíng t. d. hefjast um áramót og standa fram í mars? Gætu þá þíngmenn farið heim með fyrstu vorferðum kringum landið, en þær væru látnar hefjast frá Reykjavík. Eftir tillögu Þjóðólfs eiga þíngmenn að fara frá þíngi í desember, og telur blaðið, eins og rjett er, eingin vandkvæði á því ferðalagi. En jafn- hægt væri þíngmönnum þá að komást til Reykjavíkur, á þíng, í desember. Og Væri gott, ef sú venja kæmist á, að þeir kæmu allir til Reykjavíkur nokkrum tíma áður en þíng er sett, til þess að bera saman ráð sín og búa sig undir þíngstörfin. Þann tíma mundu þeir menn eingu síður starfa sem á annað borð eru starfsmenn á þíngi. Og á þessum tíma munu allflestir eiga hægast með að leggja fram vinnu sína til þíngstarfa. Nýar þíngkosníngar Eins og kunnugt er á nú fyrir næsta þíng að auka tölu þjóðkjörinna þíngmanna með 4, er kaupstaðirnir eiga að kjósa, sinn þingmann- inn hver. Liklegt er að kosníng þessara nýu þíngmanna verði látin fara fram næsta haust, í seftember. Þjóðviljinn leggur til, að nýa stjórnin rjúfi þíngið og láti almennar kosníngar fara fram næsta haust, og skuli þá kosið eftir hinum nýu kosníngalögum. Með þessu mælir það óneitanlega, að með nýu stjórnarskránni fá margir menn kosníngarrjett, sem ekki hafa haft hann áður, og geta þeir að öðrum kosti ekki haft áhrif á skipun þíngsins fyr en á þriðja þíngtímabili hjer frá. En með því er þeim varnað rjettinda, sem stjórnarskráin heim- ilar þeim og hægt er að veita strax, Það gæti og verið heppilegast fyrir nýu

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.