Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 4

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 4
4 BJ ARKI. Acetylen-gasljós. Sr. Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði hefur sent Bjarka prentað skjal, þar sem skýrt er frá notkun þessa gas- ljóss, og í „Norðurland" 24. f. m. hefur hann ritað grein um sama efni. Hann er umboðsmaður sænsks fjelags, sem verslar með acetylengasljóssáhöld. Þetta gasljós kvað vera að ryðja sjer mjög til rúms. Það er bjartara en annað gasljós, hjerumbil jafnbjart rafmagnsljósi, en mörgum sinnum ódýrara. Það er jafnvel ódýrara en steinolíuljós. Það líkist sólarljós- inu meir en nokkurt annað ljós og læknar segja að það sje hin hollasta ljóstegund næst sólarljósinu. Efnið, sem notað er til þess að framleiða þetta ljós, heitir Carbid. Telur sr. Bjarni líklegt, að með tím- anum verði fossaaflið hjernotað til að framleiða það. Unnið Carbid líkist grófu púðri og er flutt í loft- þjettum blikkílátum og má væta ekki komast að því. Pundið kostar ll-12aura. Á Carbid fyrir 2 kr. að nægja til þess að láta 25 acetylengasljós lifa og lýsa í 8 klukkutíma; kostar þá hvert ljós 1 eyri um klukku- tímann. Ljósáhöldin eru dýr nokkuð; fyrir 6 ljós munu þau kosta með öllum útbúnaði og tilkostnaði um 300 kr., fyrir 10 Ijós um 760 kr. og-svo meir og meir eftir því sem ljósin eiga að vera fleiri, fyrir 50 ljós um 1500 kr. Viðhald og hirðíng á þessum ljós- áhöldum er miklu mínni en á olíuljósáhöldum, ijós- maturinn einnig ódýrari og ljósið betra. Telur síra Bjarni að þegar tillit sje tekið til alls verði þetta ljós ódýrara. Ekki er kunnugt að nokkur hjer á landi hafi enn pantað þessi ljósáhöld nema W. O Breiðfjörð kaup- maður í Reykjavík. Nasreddin skólameistari Eingar sagnir í þjóðsögum Tyrkja hafa náð annari eins almenningshylli og sagnirnar um Nasreddin Khodja, eða: Nasreddin skólameistara. Öld eftiröld hafa menn skemt sjer við keskni hans, sjervisku og fyndni, og enn í dag eru sögurnar um hann á hvers manns vörum svo lángt sem tyrknesk túnga nær. Nasreddin var skólakennari í smábænum Akschehir í Litluasíu, fæddist þar nálægt 1360 og liggur þar grafinn. Leiðí hans, með minnismerki og múrgirð- íngu í kríng, er enn sýnt þar í kirkjugarði bæjarins. í fyrra kom út á dönsku dálítið safn af sögum um Nasreddin skólameistara og hefur tyrkneskur maður, Ali Nouri, sjeð um útgáfuna á því. Nokkrar af sög- unum í þessu safni koma í þýðíngu hjer í blaðinu. -----—---------- Á ferð. Eftir Guy de Maupassant. — 0 — Niðurl. ívan skildi ekkert, hvernig í þessu gæti legið; hann rjetti henni húfuna og svo kápuna án þess að segja eitt orð; hann var vanur að hlýða skilyrðislaust. Hann þekkti dutlúnga frúarinnar og vissi að hún þoldi eingin mótmæli' Hann gekk burt með tárin í augunum. Lestin hjelt aftur á stað á leið til landamær- anna, Greifafrúin sagði við förunaut sinn: »Þetta er handa yður; þjer eruð Ivan, þjónn minn. Jeg set aðeins eitt upp sem laun fyrir það sem jeg gjöri fyrir yður, og það er, að þjer talið aldrei til mín, ekki eitt orð, hvorki til að þakka mjer nje til nokkurs annars.* Lestin nam aftur staðar og lögreglu menn á einkennisbúníngum rannsökuðu vagnana. Greifa- frúin rjetti þeim ferðaskírteini sín og benti á manninn, sem sat í horninu á vagninum: »Þetta er þjónn minn, Ivan; hjerna er passinn hans.« Lestin fór aftur á stað. Alla nóttina sátu þau þegjandi hvort á móti öðru. Um morgunin nam lestin staðar við þýska járnbrautarstöð. Þar fór gesturinn út, en stan's- aði í dyrunum og sagði: »Fyrirgefið frú, að jeg brýt loforð mitt; enjeghef svift yður þjóni yðar og verð því að íaka að mjer hans verk. Þarfnist þjer einkis?« Hún svaraði kuldalega: »Kallið þjer á her- bergisjómfrúna!« Hann gerði það. Svo hvarf hann. Seinna gekk hún eitthvað frá vagnstöðinni og sá þá að hann stóð áleingdar og horfði á hana. Frúin hjeit til Mentone eins og ráð- gert var. Læknirinn þagnaði sem snöggvast, en tók svo aftur til máls: »Einn dag þegar jeg tók á móti sjúklíngum heima hjá mjer, kom inn til mín úngur maður hár vexti. Hann sagði: »Jeg kem til að spyrja um hvernig það gángi með heflbrigði Maríu Baranow greifafrúar. Jeg er vinur manns henn- ar, þött hún sjálfþekki mig ekki.« Jeg svaraði: »Hún er ólæknandi. Hún kcm- ur aldrei til Rússlands framar.-« Maðurinn tók sjer þetta mjög nærri, slóð á fætur og slángraði út eins og drukkinn mað- ur. Sama kvöldið Sagði jeg greifafrúnni að ó- kunnugur maður hefði komið til mín til þess að spyrjast fyrir um líðan hennar. Hún sagði mjer þá söguna, sem jeg hef sagt ykkur og bætti við: »Jeg þekki þennan mann alls ekkert, en nú fylgir hann mjer eins og skugginn; jeg mæti honum í hvert sinn sem jeg geing út; hann lítur svo undarlega til mín, en hefur aldrei á- varpað mig.« Hún þagnaði snöggvast, en sagði svo: »Jeg þyrði að veðja um það, að hann situr nú hjerna neðanundir glugganum.« Hún reis á fætur, dró gluggtjaldið til hliðar og útifyrir sá jeg sama manninn sem hafði heimsótt mig um daginn. Hann sat þar á bekk og horfði upp til hótelsins. Hann varð okkar var, stóð upp og gekk burtu án þess að hafa augun af glugganum. Jeg hef ekkert þekkt jafn undarlegt og þessa þöglu ást þeirra, sem alls ekkert þekktust. Hann elskaði hana eins og þakklátt dýr, sem bjargað hefur veri frá dauðanum. Hann kom til mín á hverjum degi og spurði, hvernig henni liði. Hann vissi, að jeg hafði skilið hann. Og hann grjet ákaft yfir því að sjá haná gánga framhjá alltaf veikari og veikari eftir því sem dagarnir liðu. Hún sagði við mig: »Jeg hef alls einu sinni talað til þessa undarlega manns, og þó finnst mjer jeg hafa þekkt hann í tuttugu ár.« Hún tók alvarlega en brosandi kveðju hans þegar þau mættust. Jeg fann að henni leið vel, þrátt fyrir það, hve einmana hún var, og þrátt fyrir það, að hún vissi að líf sitt væri bráðum á enda; henni þótti vænt um að vita af svo auðmjúkri og tryggri ást til sín, svo yfirdrifið skáldlegri og einlægri ást. Og samt hjelt hún fast við kreddu sína og neitaði að tala við hann, eða forvitnast um nafn hans. Hún sagði: »Nei, nei, það mundi aðeins spilla þessari einkennilegu vináttu. Við verðum að vera hvort öðru ókunnug eins og áður.« Hann fyrir sitt leyti var án efa eins . konar Don Quichote, því hann gjörði ekkert til þess að nálgast hana. Hann vildi halda loforð sitt út í ystu æsar og aldrei tala til hennar. A hinum laungu veikindatímum hennar stóð hún oft á fætur, gekk út að glugganum og leit út til þess að vita, hvort hann væri þar. Og þegar hún sá hann á bekknum, gekk hún til baka og lagðist aftur á sófann með ánægju- bros á vörunum. Hún dó morgun einn hjer um bil kl. io. Þegar jeg gekk út úr hótelinu, kom hann til mín mjög órólegur að sjá. Hann vissi bvernig komið var. »Jeg vildi jeg mætti líta á hana. sem snöggv- ast í nærveru yðar,« sagði hann. ■ Þegar hann kom að sænginni sem líkið lá í, greip hann hönd hennar og þrýsti á hana laungum kossi. Svo hljóp hann út eins og óður maður. Læknirinn þagnaði aftur, en hjelt svo á- fram: »Þetta er hin undarlegasta saga sem jeg veit til að gjörst hafi á járnbrautarlest. Þess- konar fólk er sannkallaðir sjervitríngar,« Kona ein sagði hálfhátt: »Þau voru ekki eins vitlaus og þið haldið . . . þau voru . . . þau voru. . . .« En hún gat ekki talað út fyrir gráti. Menn fóru hennar vegna að tala um annað og feingu aldrei að vita, hvað það var sem hún hafði ætlað að segja. '~@3 (® Jágæt flofasig/íng. Fyrir skömmu lögðu menn á stað, á tveimur eða þremur bátum, með timburflota frá verslunarstaðnum í Borgarfirði og ætluðu upp í Selfljótsós. í flotan- um var mikið timbur. En þegar út úr firðinum kom gekk í rok á suðvestan og varð svo hvast að mennirnir rjeðu ekki við flotann og dróg hann þá til hafs. Þegar svo hafði geingið um hríð, þótti þeim sem tvísýni mundi á Iífi sínu, ef þeir Ijetu flotann teyma sig Ieingra, rjeðu af að skilja við hann og leita til lands á bátunum. Náðu þeir landi um kvöld- ið í vör utan við tjallgarðinn sem fram geingur milli Borgarfjarðar og Hjeraðs. Þeir lágu þar úti um nóttina, en veður var hlýtt sem á sumri væri. Veðr- inu slotaði um nóttina. Þegar þeir vöknuðu um morguninn ræddu þeir um, að nú mundi floti þeirra kominn margar mílur norðaustur í haf og væri ekki um annað að gera en snúa heim aftur undir eins og birti af degi. Geingu þeir þá ofan til báta sinna. En þegar þángað kom, sáu þeir eitthvað undarlegt framundan sjer í flæðarmálinu, geingu til og fundu þár timburfiota si«n; vildu Ægisdætur kasfa honum á land til þeirra, en gátu ekki, með því að næturlognið hafði dregið úr afli þeirra. En Borgfirðíngar urðu allshugar fegnir komu flot- ans, lofuðu þann sem storminum stýrír og straumi hafsins, hjeldu ferð sinni áfram og komust klaklaust í Selfljótsós.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.