Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 2

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 2
2 B J A R K I. stjórnina sjálfa, hvernig sem hún verður skipuð, að byrja ráðsmennsku sína ineð ný- kjörnu þíngi. Bækur. MATTH. JOCHUMSSON : LJÓÐMÆLl I—II. Útg. D. Östlund. Seyðisfirði. Prentsmiðja Seyðisfjarðar. Bjarki gat stuttlega um útgáfu þessara ljóð- mæla þegar fyrsta bindið kom út, í fyrra haust. Nú er annað bindið fyrir nokkru komið. Utgáfa ljóðmæla sr. Matthíasar er þarft verk, því áður voru þau á tvístríngþ innanum nær öll blöð og tímaritj sem út hafa komið á ís- lensku, bæði austan hafs og vestan, — það er að segja: allt sem hann hefur kveðið síðan eldri útgáfan af ljóðmælum hans kom út, 1884. I þessa útgáfu á að safna saman öllum smærri kvæðum hans, frumsömdum og þýddum. Hjer verður því að finna margt af fegurstu og til- komumestu kvæðunum, sem komið hafa fram á íslensku síðustu 30—40 árin. Annars er hjer ekki rúm til að dæma um kveðskap sr. Matthíasar yfir höfuð. Ætlunin er hjer aðeins að minnast á þessa nýu útgáfu af ljóðmælum hans. Hún er, eins og þegar er sagt, þarft verk, sem öllum Íslendíngum, sem góðum bókum unna, mun vera kærkomið. Útgefandinn hefur ráðist þar í kostnaðarsamt fyrirtæki og á skilið að fá það vel launað, enda kvað salan gánga vel. Utgáfan er vönduð að því er ytri frágáng snertir, pappír og prentun; tvær myndir af höfundinum fylgja fyrsta bindinu, önnur frá því hann var á besta aldri, hin tekin fyrir nokkrum árum. Siðasta bindinu á að fylgja æfiágrip hans og ritgerð um skáldskap hans. Vondur prófarkalestur á I. bindi er aftur á móti lýti á útgáfunni. Innra snið útgáfunnar, niðurskipun kvæð- anna, líkar mjer ekki. Efnisniðurskipunin hefði átt að vera allt önnur, enda virðist hún vera algerlega af handahófi. Þýddum kvæðum og frumsömdum er jafnvel blandað saman í I. bindi. Hjer var um tvennt að velja: annað- hvort að skifta kvæðunum í kafla eftir aldri, eða þá að raða eftir efni, Hvort um sig hefði mátt vel fara. En hjer er hvorugt gert, eingri reglu fylgt í niðurskipuninni. Og þó er kvæð- unum skift í kafla. í 1. bindinu er þessi skift- íng: 1. Frá ýngri árum; 2. Við tímamót og tækifæri, ort áárunumi865 — 75; 3. Frá seinni árum, ort á árunum 1887—1902; 4. Sýnis- horn af lýrískum kveðskap Norðmanna. Bæði í 1. og 3. kaflanum er þýðíngum og frum- ortum kvæðum blandað saman og hefði slíkt alls ekki átt að vera, að minnsta kosti ekki í 3. kaflanum; í 1. kaflanum getur það stað- ist, þar sem í hann er safnað til þess að sýna kveðskap höfundarins frá æskuárunum. Og þeim kafla hefði verið rjett til sætis skipað, ef kvæðunum hefði gegn um allt verkið verið raðað eftir aldri. En eins og niðurskipunin nú hefur orðið, hefði fremur átt við, að hann hefði staðið síðastur, sem viðbót við verkið. Því að skáldlegu gildi er þessi kafli lángrír- astur, eins og líka er eðlilegt. Hann nær yfir tímabilið frá því höfundurinn er 15 ára þar til hann er 30. Eftir því að dæma hefur sr. Matthías verið mjög seinþroskaður sem skáld. En kaflaskiftíngin er ef til vill að þessu leyti villandi. Skuggasveinn mun vera saminn fyrir í865 Og hefðu því kvæðin úr honum að rjettu lagi átt heima í þessum kafla. I síðara bindinu eru þessir kaflar: I. Við 1000 ára afmæli Islands; 2. Kvæði frá árun- um 1865 — 80; 3. Kvæði ort eftir 1880; 4. Úr leikritum; 5, Þýðíngar og stæld kvæði. Hjer er ýmist í kafla skift eftir aldri kvæð- anna eða efni. 1. og 4. kaflinn eru teknir út úr eftir efninu. 2. kaflinn er kvæði frá 15 ára tímabili, 1865 — 80, án þess þó að þar sje fullkomið safn af kveðskap höfundarins frá þessum árUm, því í 1. bindi var einn kaflinn merktur með áratölunni 1865 — 75. í 4. kafl- ann eru þýðíngarnar valdar af handahófi. Hugsunin, sem hjer hefur ráðið, mun hafa verið sú, að gera hvert bindi um sig sem fjölbreyttast að efni og þar af leiðandi út- geingilegast í lausasölu. En til þessa þurfti ekki að blanda saman t. d. þýðíngum og frum- ortum kvæðum í hvert bindi. Hvortveggja er hjér að efni til nægilega fjölbreytilegt, og hvorttveggja hefur nægilegt gildi til þess að fylla sjerstakar bækur. Bækurnar hefðu orðið útgeingilegri í lausasölu ef efnisniðurskipunin hefði verið reglubundnari. Ekkert af erfiljóðum höf. er komið í þessum tveim bindum. En þar er margt af fegurstu kvæðum hans. Síðari bindin, sem enn eru óút- komin, eiga því eftir að færa okkur mikið af besta kveðskap sr. Matthíasar. B. H. BARMBY: GÍSLi; SÚRSSON. Sjónleikur. Matth. Jochumsson íslenskaði. Akureyri 1902. Prentsmiðja O. B. Höfundur þessa sjónleiks er ensk kona, Beatrice Helen Barmby , fædd 1868, dáin 1899. Hafði hún tilsagnarlaust numið fslensku í úngdæmi og tekið að lesa fornsögurnar með miklum áhuga, enda sýnir þessi sjónleikur, að hún hefur skilið þær furðuvel, skilið mennina og tímann, sem þær lýsa. I sjónleiknum eru dregin fram höfuðatriðin úr sögu Gísla Súrs- sonar og hefur höfundinum tekist mætavel að ná aðalþræðinum í sögunni og að koma megin- efni hennar fyrir f sýníngunum. Sögunni er nákvæmlega fylgt, en lítið skapað inn í hana. Persönurnar koma skýrt fram. Sam- tölinn eru stutt, kjarnyrt og eðlileg. Þýðandinn hefur haldið málinu sem næst því sem er á fornsögunum. Ofmikið er þó sagt með því sem þýðandinn hefur eftir enskum ritdómara í formála fyrir þýðíngunni, þar sem þessi sjónleikur er jafn- vel tekin framyfir sjónleiki þá sem Ibsen hefur skapað út úr fornsögum okkar. En þetta leikrit hefur sína kosti. Það er sagan, færð með list í sjónleiksins búníng, og ekkert annað. Hvorki sagan nje leikurinn afsakar til fulls eða rjett- lætir það verk söguhetjunnar sem er höfuð- atriðið, morð Þorgríms. Þetta morð slær skugga á Gísla, þótt það sje unnið til hefnda og hve hart sem hann verður úti fyrir það. Hann verður ekki fyrir útlegðardóminum ósekur. Auður, kona Gísla, er aftur á móti einhver göf- ugasta konan sem lýst er í fornsögunum. Ef til vill gefur eingin af fornsögunum betra efni í sorgarleik en saga Gísla Súrssonar. I.eikfjelag Reykjavíkur ætti að sýna þennan leik á leiksviðinu. Hann er vel þess verður. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: STREING- LEIKAR. Rvík. Isafoldarprentsmiðja. 1903. Þetta er flokkur af samstæðum kvæðum, alls 30. það eru ástaijóð; höfundurinn syrgir látna unnustu sína. Efnið er því ekki óaigeingt. En það er vel farið með það. Hin leikandi lip- urð í ríminu er nær einstök. Tónarnir eru mjúkir og hreinir, leiknir á titrandi fína streingi. Höfundurinn er meistari í því að finna upp. nýa háttu og smekk hans skeikar þar ekki. Rímlist hans minnir helst á Holgeir Drach- mann. Sem dæmi má taka 2. kvæðió : Gígjan mín góða, guð minna Ijóða, fíngrunum titrandi á streing þinn jeg styð, — stormarnir kveinandi hljóða. Hvar á jeg griðastað? hvar á jeg frið? — Hvergi’, ef hannfinnst ekki ómdjúp þitt við? — stytt mjer við streingjanna klið stundirnar örlítla bið, gígjan mín góða, guð minna dýrustu ljóða! Eða þá 15. kvæðið: Komum, tínum berin blá I bjart er norðurfjöllum á, svanir fljúga sunnan yfir heiði. Hjer er laut og hjer er skjól, hjer er fagurt, — móti sól gleðidrukkinn fsginsfaðm jeg breiði. Sko, hvar litla Ióan þaut lángt í geiminn frjáls á braut, — þröstur kveður þarna’ á grænum meiði! Ertu’ að sýngja’ um ástvin þinn, elsku litli fuglinn minn, eru nýir saungvar enn á seyði? Þú ert úngur eins og jeg, elskar, þráir líkt og jeg, — förum seinast sama veg, sýngjum, deyjum, þú og jeg, — litli vin á lágum, grænum meiði lángt uppi’ á heiði! Lík þessu eru öll kvæðin, ekki efnisþúng og íburðarmikil, en skær, dillandi lýrík frá upphafi til enda. Utgáfan á þessari litlu bók er óvenjulega vönduð. Verðið er 50 au. MAGNÚS J. BJARNASON: EIRÍKUR HANS- SON. Skáldsaga frá Nýaskotlandi. Akureyri. Prentsmiðja O. B. Þetta er þriðji þátturinn, eða bindið, af sög- unni um Eirík Hansson og er henni nú lokið. Fyrri þættina las jeg um leið og þeir komu útt

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.