Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 3

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 3
BJ ARKI. 3 annan fyrir ári, hinn fyrir 4 árum, en hef ekki lesið þá síðan. Jeg man því ekki svo vel sem skyldi gáng sögunnar frá upphafi. En það man jeg, að jeg hef altaf haft skemtun af að lesa söguna. Það mætti sjálfsagt með rökum finna að ýmsum einstökum atriðum í henni, t. d. kann jeg ekki við byrjunina á þessum síðasta þætti. En í heild sinni finnst mjer sagan vel sögð. Sjálfsagt hefði hún mátt vera nokkru styttri, án þsss að tapa sjer. En söguefnið er fjölbreytilegt. Þar eru raktir viðburðirnir í æfi dreings, sem fæðist hjer á Fljótsdalshjeraði, flytur vestur til Ameríku á barnsaldri og flæk- ist þar aftur á bak og áfram, ýmist meðal landa sinna eða ókunnugra, þar til hann er fulitíða maðar, en þá tekur hann sjer jörð í Manitoba, sest um kyrt óg fer að búa. Með því likur sögunni. Margt er það sem drífur á daga Eiríks Hanssonar á hrakníngum hans, og þessu er lýst eins og það kemur dreingnum fyrir sjónir frá því hann var barn. Það er barnsins auga sem skoðar það sem fyrir ber. Aðalhugsun höf. er þó ekki að sýna þroska söguhetjunnar frá bertrsku til fullorðinsára; Eiríkur Hansson er barn framundir sögulokin. En frá mörgu af því sem drífur á daga hans er vel sagt. Smásögurnar um vistarveru hans á þessum og þessum stað eru margar skemtilegar. Og lýs- íngarnar á ýmsum persónum, sem koma við söguna hvað eftir annað, eru margar góðar; t. d. Sandford gamli, Lalla Sandford, Mr. Reykjavík o. fl. En tvennt fellur mjer ekki í bókinni, og kemur hvorugt af því sjálfri sögunni við. Jeg skii ekki, hvað smáerindin, sem stráð er fram- an við hvern kafla í sögunni, eiga þar að gera, stundum aðeins eitt og eitt vísuorð innan úr kvæðum eftir hin og þessi íslensk skáld. Mjer finnst þetta eingin prýði á bókinni. Hitt er tileinkanirnar. Þær eru alltaf leiðinlegar. En hjer fylgir tileinkun hverjum þætti. C. Kúchler, hinn þýski vinur íslenskra bókmennta, varfyrsti hvatamaður þess, að sagan kæmi út, og læt jeg það vera, þótt hans sje þar minnst með einni tiieinkuninni. En síðasta tileinkun- in er ekki sem smekklegust, þar sem höf. snýr sjer til »hinna trygglyndu, ósjerplægnu og hreinhjörtuðu« landa sinna í Nýaskotlandi. Tvö kvædi EFTIR STEFÁN G. StefÁNSSON. —o— í BÁTNUM. Jeg vinina fáa en viðfeldna á: Þau vötnin blá, hjer norður frá, Sem glitra og gljá Sem tindrandi augu í andlit sett, Sem án þeirra væri ljótt og grett. Mjer virðist að skógurinn skynji það þó, Að skemtun sje ávalt að dálitlum sjó, I roki og ró — Hann grunar samt vart, að inn víðfeðmi sjór Sje veraldar-fegurðin, nógu stór. Á höfðunum lágu hann tyllist á tá, Og tifandi smáöldu starir svo á Og ijóðar við lá: Mjer finnst það svo girnilegt, góða mín, Að gægjast í bláu augun þín! Jeg sit hjer og dreymi um sólbjartan heim Og sælogn; jeg gleymi’ allri dýrð nema þeim Á grund og um geim! Hvert ljóðin mín berast mjer innan að Eða utan úr djúpi, jeg veit ei það. Víða, fríða, friðar-blíða, fagurbláa haf! Ekki’ á öldu bólar, Undir vánga sólar Rann hún rósemd af. Særinn væri, sólskins-glæri, sveipar faðmi jörð Heilsar handa-böndum Himinboga, þöndum Ut um ey og fjörð. Væginn ægir ákefð lægir, öllu’í sættir snýr. Svo á friðar-fundi Fram með vog*og sundi Hittast heimar þrír. Strönd og löndin leggja höndu ljúft í skaut þitt sjór! Fjöll á knje-beð krjúpa, Klæði bláu hjúpa Djúpra dala kór. Fljóttu hljótt mitt fley og brjóttu’ ei flóðsins sljettu spaung; Einginn ára-kliður — Einn er djúpsins friður Betri segli og saung. II. Saskatchewan. í jökla-leynum, þc.r jörð er gerð Af málm’ og steinum og mjöllu fergð; I fylgsnum nætur, í fornöld mitt Þú fljettar rætur og upptak þitt. Og austur hleypir um hjalla-tönd — I hlíðum gleypir þú skúra-bönd, þú læki togar í lag þitt inn, Þú lyndir sogar í strauminn þinn. Og kletta hjóstu og slóst af slóð, Og sljettu gröfstu, er fyrir stóð. Þú strauma þýngir, þú stækkar þá, Þjer stórsjór kíngir — en svelgist á. Þú ert sem gripin úr eðli Iands, Með ættar-svipinn þíns heima-ranns! Á kletta-skarir, á blóma-beð Þú bleikgrá starir og dylur geð. Með skóga-klökkum við skriðu-gil, Með skugga-bökkum við lygnu-hyl; í laungum beygjum í svæðið sökkt Hjá sandsteins-eyjum, í mókol dökkt. Með lunda frammi um flötu-nes, Með fagra-hvammi við brekku hljes; Með grónu-löndum, með gljúfra-kleif, Með gull í söndum á víð og dreif. Þú ert sem gripin úr eðli lands, Með ættar-svipinn þíns heimaranns! Ert Vala, er segir upp sögu af þjóð, Sem svarlaus þegir en kann þinn óð. Sú þjóðin lætur við Fornheim fjær Sig festa rætur — þó skilji sær —- Hún til sín sogar hans anda inn, Hún öfl hans togar í hylinn sinn. Af stjórn og frelsi eins stolt og hann Hún steypir helsi á sannleikann; Og venju hirðir þó heimska sje, Og hjátrú virðir og nafn og fje. Með sömu skoðun á sigri’ og frægð, Með sömu boðun um skort og gnægð, Með tök að þola og tápið jafnt: Að tína’ upp mola, en stækka samt. Og kletta hjó hún og sló af slóð Og sljettu gróf hún, er fyrir stóð — En mannheim ýngir ei strit og stjá, Því stórþjóð kíngir — en svelgist á. Heimski. Snorri Sturluson. Það er hugmynd, sem verð er þess, að henni sje haldið vakandi, sem hr. Sveinn Ólafsson kom fram með hjer í blaðinu nýlega, þar sem hann stakk upp á, að Íslendíngar eignuðust fyrir almenn samskot líkneski Snorra Sturlu- sonar. Eins og S. Ól. skýrir frá, er myndin þegar til fullgerð af Einari Jónssyni mynda- smið og verðið er 8000 kr. Einhver góður maður í Reykjavík ætti að taka mál þetta að sjer og senda út samskota- áskoranir. Það er einginn efi á, að þeim yrði ve! tekið. Svo kær mun Íslendíngum vera minníng Snorra Sturlusonar. Sjálfsagt væri, að lfkneskið yrði reist í Reykjavík, á Austurvelli, eða einhverjum stað þar sem fjölfarið er um. Dauði Á jörðunni teljast lifa um 1500 milljónir manna. Af þeim deyja árlega 30 milljónir, eða 57 á mínútu, eða því sem næst einn maður á hverri sekúndu.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.