Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 6

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 6
6 B J A R K I. Auðvitað, sagði Ayscha Kadin, það er bara okkar í milli! Eins og þú getur skilið fer jeg ekki að . . . . Ja, hvað segirðu um það? Er það ekki ótrúlegt? sagði kona Nasreddins. Jeg hefði aldrei getað trúað því, ef jeg hefði ekki sjeð það með mínum eigin aug- um. Nú skaltu heyra . . . Eins og þú getur skilið sýndist mjer eitthvað gánga að honum í gær, þó hann segði altaf sjálfur að það væri ekki neitt. En svo í nótt, sjáðu til, þá sagði hann mjer, að hann hefði verpt eggi í gær! Jeg vissi ekki’ hverju jeg átti að trúa og sofnaði ekki einn dúr alla nóttina. En snemma í morgun varð jeg vör við að hann eingdist sundur og saman. Pað var hræðilegt að horfa á það. Og loks- ins settist hann alveg eins og hæna .... alveg eins og hæna .... jeg get ekki sannara orð talað .... því jeg horfði á það með mínum eigin augum . . . og svo verpti hann þessu eggi .... hjerna er það . . . sjáðu til. Ja, er það ekki merkilegt! Hefurðu nokkurntíma heyrt annað eins? Hún Fatma Hanem verður að fá að heyra þetta, sagði Ayscha Kadyn. Það vantaði nú ekki annað en að hún heyrði það, kjafta- kindin sú! sagði kona Nasreddins. Þetta verður að vera eingaungu okkar í milli; það er leyndarmál! En nú verð jeg að flýta mjer heim áður en maðurinn minn kemur úr skólanum. Seinna í dag finnumst við aftur og þá getum við talað betur um þetta. Nú verð jeg að fara heim. Seinna í dag . . . svaraði Ayscha Kadyn. Já, en láttu mjer þá ekki bregðast að þú komir .... jeg hef ekki frið í mínum beinum fyr en jeg fæ meira að heyra um þetta. Undir eins og kona Nasreddins var komin út úr dyrunum, kastaði Ayscha Kadyn skýlu um höfuðið og hljóp til Fatmu Hanem. Þegar hún fór þaðan voru egg Nasreddins orðin þrjú, og Fatma Hanem var ekki leingi að bæta því fjórða við. jg, Sagan var nú í góðum höndum og breiddist út um bæinn eins og logi yfir akur. Hvar sem Nas- reddin fór gláptu menn á hann og stúngu saman nefjum; á því sá hann, að sagan mundi nú komin vel á veg og að hún vakti athygli. Hann hafði mik- ið gaman af þessu, en ljet sem siggrunaði ekkert og var jafnvel enn alvarlegri og hátíðlegri í framgaungu en hann átti að sjer. Um kvöldið, þegar hann opnaði dyrnar á kaffisölu- húsinu, heyrði hann að nafn hans var nefnt þar inni S sambandi við orðin „að verpa", og hann heyrði að einhver sagði „sjötíu og fjögur egg." Hann kastaði kveðju á gestina með hátíðlegum róm og tók sjer sæti þar sem hann var vanur að sitja. Við komu hans hættu samræðurnar allt í einu, og höfðu þó áð- ur verið fjörugar. En eftir litla stund fóru menn að hvislast á og hann heyrði aítur orðin „að verpa." Forvitnin var nú auðvitað á hæsta stigi, en einginn þorði að spyrja hann. Sjálfur sat hann þegjandi og virtist vera í þúngum hugsunum. Að lítilli stundu liðinni stóð hann upp og gekk út, fyr en venja hans var, án þess að láta bera á því, að hann hefði veitt hvíslíngunum nokkra eftirtekt. Næstu daga var eggjasagan aðalumræðuefnið í þorp- inu og þaðan barst hún fljótt út um Iandið, en eggja- talan varð stöðugt hærri og hærri. Loks náði hún eyrum soldánsins og hann lángaði þá til að sjá þennan merkilega mann. Þeg3r Nasreddin fjekk boð soldáns brosti hann og bjóst skjótt til ferðar. Hann fór í nýan frakka, sett- ist upp á asna sinn og hjelt á stað með sendimanni soldáns áleiðis til höfuðborgarinnar. Þegar hann kom til hallar soldánsins glápti hirð- fólkið á hann eins og eitthvert furðuverk, en það heyrði hann út undan sjer, að nú áttu eggin að vera orðin sex hundruð níutíu og níu. Nasreddin var leiddur fram fyrir soldán og heils- aði honum með mikilli hæversku. Soldán tók vel kveðju hans og mælti: Fregnirnar um afreksverk þín og hrekkjabrögð hafa borist híngað til hásætis míns. Segðu mjer nú eins og er: Er það satt, að þú hafir verpt sjöhundruð eggjum? Ouð hjálpi okkur, soldán, svaraði Nasreddin. Rjett áðan voru eggin ekki nema sex hundruð níutíu og níu. En nú hefur þú sjálfur orpið í hreiðrið sjöhundr- aðasta egginu. Soldán vissi hve mörg eggin áttu að vera, hló og mælti: Nú, jæja, en þessi sex hundruð níutíu og níu? Hvernig stendur á þeim? Nasraddin sagði nú, til mikillar gleði fyrir soldán og alla hirðina, frá því, hvernig sagan hefði fyrst orðið til og síðan aukist og margfaldast í meðferð- inni hjá konu sinni og öðrum kaffikerlíngum. Hann kvaðst í fyrstu hafa skrökvað upp sögunni til þess að hegna konu sinni fyrir forvitni og lausmælgi. Ef sagan hefði reynst sönn, þá mundi sjálfur hann hafa orðið til athlægis frammi fyrir öllum almenníngi, en nú hlyti hún að verða það, undireins og menn heyrðu, hvernig sagan væri til orðin. Hann kvaðst ætla að hún feingi óþægilega móttöku í kaffifjelaginu næst. Þar að auki kvað hann það hafa veitt sjer margar ánægjustundir aó taka eftir, hve annt kerlíngarnar hefðu látið sjer um að dubba söguna upp og skreyta hana á ýmsan hátt, og nú yki það enn á ánægju sína, að þetta glettnisbragð sitt hefði orðið til þess að skemmta sjálfum soldáninum litla stund. Soldání þótti mikið gaman að sögu Nasreddins og lýsti ánægju sinni yfir þessu bragði hans. Hann bauð Nasreddin að dvelja nokkra daga við hirð sína, gjörði þar vel til hans og gaf honum að skilnaði góðar gjafir. Nasreddin og: asninn. Nasreddin hafði ekkert á móti að lána hjá öðrum þegar hann vanhagaði um eitthvað, en sjálfur var hann allt annað en greiðugur þegar hans var leitað. Einu sinni kom til hans maður og bað um asna hans til láns. Nasreddin hristi höfuðið og svaraði: Því er nú miður að asninn er ekki heima nú sem stendur, annars hefði það verið velkomið. Um leið og hann sleppti orðinu fór asninn að hrína á bás sinum þar rjett hjá, og komumaður mælti: Hvernig ferðu að segja að asninn sje ekki heima meðan hann hrin af öllum kröftum í básnum? Heyrðu til! En Nasraddin setti upp megnan þykkjusvip og svaraði: Aðra eins ósvífni hef jeg aldrei heyrt. Hann stendur þar og kallar mig lygara uppí opið geðið á mér! Heimski, ósvífni durgur! leyfir þú þjer að trúa asn- ar.um mínum betur en sjálfum mjer! Að svo mæltu skellti hann hurðinni aftur fyrir nösunum á manninum. Öðru sinni kom einn af nágrönnum Nasreddins til hans og bað um asnann til láns. Velkomið frá minni hálfu, svaraði Nasreddin, en jeg verð fyrst að spyrja asnann, hvort hann nenni að fara. Síðan gekk hann út til asnans, kom aftur að vörmu og mælti: Asninn vill ekki fara. Hann þverneitaði því. Og þegar jeg spurði um ástæðuna, sagði hann: „Þaðer ekki nóg með það, að þeir berji mig, heldurskamma þeir mig líka, ef þeim fellur ekki við mig, og kalla mig helvítis asna!* Nasreddin flytur sig- Einn dag sat Nasreddin heima og var í þúngum hugsunum. Kona hans var úti að spjalla við vin- konur sínar og hafði skilið við götudyrnar opnar. Þjófar nokkrir notuðu þá tækifærið, geingu inn og stúngu á sig öllu því sem þeir fundu þar fjemætt og gátu flutt. Um nærveru Nasreddins skeyttu þeir ekkert, enda horfði hann á þá með mesta kæríngar- leysi og skeytti ekkert um, hverju fram fór. En þegar þeir voru nýfarnir spratt hann upp, tók nokkuð af því sem þeir höfðu skilið eftir, batt það saman í bagga, lagði hann á bakið og hljóp á eftir þjófunum. Þeir geingu heirn til sín og lögðu þar frá sjer þýfið. Nasreddin gekk inn á eftir þeim og fleygði sínum böggli hjá hinum, settist síðan niður og ljet sem hann vær heima hjá sjer. Þjófunum varð hálfbilt við og spurðu, hvað hann hefði þar að gera. Hvernig getið þið spurt? svaraði Nasreddin. Jeg sem er fluttur híngað! Nasreddin finnur fornzripi. Einu sinni lángaði Nasreddin til að eignast jatð- hús handa asna sínum og byrjaði sjálfur að grafa. En þá hitti hann fyrir neðanjarðarfjós nábúa síns fullt af kúm. Hann kallaði þá upp til konu sinnar: Komdu híngað, kona, og flýttu þjer! Jeg hef fundið gamalt fjós sem grafist hefur í jörð fyrir mörghund- ruð árum, og er fullt af kúm. Hierasúpan. Einu sinni kom bóndi til Nasreddíns og færð honum hjera. Nasreddin þakkaði gjöfina og bauð gestinum upp á súpu. Nokkru síðar kom bóndinn aftur í heimsókn og var þá sett fyrir hann súpa, sem soðin var af hjerabeinunum. Enn nokkru síðar komu tveir bændur og börðu að dyrum hjá Nasreddin. Hann spurði um erindi þeirra, en þeir kváðust vera í ætt við bóndann, sem fært hefði honum hjerann, og væru nú komnir að gamni sínu til þess að heilsa upp á skólameistarann. Hann tók mjög vingjarnlega á móti þeim, en veitingarnar voru ekki aðrar en ný uppsuðu af hjerabeinunum. Ekki leið á laungu áður enn komu nokkrir bænd- ur og vildu fá að gamni sinu að heilsa upp á skóla- meistarann, en kváðust vera í ætt við þá tvo sem áður komu og sagst höfðu væru frændur þess sem kom með hjerann. Rjett er nú það, svaraði Nasreddin, og bauð þeim inn. Ljet síðan setja fyrir þá fat með vatni. Hvað á þetta að þýða, skólameistari ? spurðu þeir. Það er ný uppsuða af hjerabeinunum, sem frændi frænda ykkar gaf mjer, svaraði Nasreddin og brpsti vingjarnlega. Nasreddin í vandræðum. Einu sinni gekk Nasreddin inn í annars manns garð og sleit upp mikið af rófum, ljet þær í poka, sem hann hafði með sjer, og ætlaði síðan á stað með þær. En í því kom eigandi garðsins, þreif til hans

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.