Bjarki


Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 7

Bjarki - 19.11.1903, Blaðsíða 7
BJARK I. 7 og spurði byrstur, hvað hann væri þar að gera, Jeg fauk hingað inn í hvirfilbyl, svaraði Nasreddin. Svo! En hvar hefur þú slitið upp allar þessar rófur? spurði maðurinn. Þegar jeg kom niður greip jeg í það sem fyrir hendinni varð, svaraði Nesreddin, en bylurinn var svo sterkur að rófurnar fylgðu með, hvar sem jeg greip niður. Svo ! En hver hefur þá látið þær ofan í pokann ? spurði maðurinn. Ja, það er nú einmitt það sem jeg erað brjóta heilann um, svaraði Nesreddin og virtist mjög hugsandi. Frakkarnir. Einu sinni var Nesreddin boðið í stóru veislu og kom hann þángað í gömlum og gatslitnum frakka. Honum þótti sjer lítill sómi sýndur, kendi frakkanum um, laumaðist heim og klæddi sig í nýan frakka. Þegar hann kom aftur til veislunnar var tekið á móti honum með mestu kurteisi, menn viku úr vegi og hneigðu sig fyrir honum, og við borðið var matnum ýtt til hans og húsbóndinn valdi honum sjálfur bestu skamtana. Nasreddin tók á móti matn. um, en jafnframt því sem hann at mikið, stakk hann öllu því sem best var niður í poka, sem hann hafði hulið undir frakkanum, og sagði um leið: Jettu frakki, jettu! Þessu hjelt hann áfram meðan á máltíðinni stóð. Þegar henni var lokið gekk húsbóndinn til hans og spurði, hvernig á þvi stæði, að hann hagaði sjer svo, en Nasreddin svaraði: Jeg kom hingað fyrst í gamla frakkanum, en eingin vildi þá líta'við mjer. En þegar jeg hafði klætt mig í nýa frakkann koin annað hljóð í strokkinn. Það er því ekki jeg heldur frakkinn, sem hjer er veislugestur! Skip Mjölnir kom fimmtudagskvöldið frá Akureyri. Með skipinu voru Jón Stefánspon Scheving verslun- armaður á Eyjafirði, Ól. D. Daníelsson stúdent frá Khöfn, báðir á leið til útlanda, en hingað D. Östlund. Nýr skipstjóri hefur nú tekið við stjórn skips- ins, danskur maður, Ankersen að nafni, og láta farþegar mjög vel af honum. Hann er reglu- samur og gerir sitt ýtrasta til þess að fylgja áætl- un, og mun að líkindum vinna sjer traust og áiit manna meira en Endersen gerði upp á síðkastið- Endersen liggur sjúkur heima hjá sjer nú sem stendur_ Matarhaldið er í fremur góðu. meðallagi, og verð- ið á matnum hið sama sem á Agli, 2, kr. 50 au. pr dag. Heitan mat fá menn þrisvar sinnum á dag> og er það betra en venja er til á skipunum hjer viðiand. F. Styrkur til búnaðarfielaga. Búnaðarfjeiögum hjer í sýslunni hefur landshöfð- ínginn veitt styrk fyrir yfirstandandi ár sem hjer segir: Bún. fjelagi Skeggjastaðahrepps . . . kr. 60,97 — — Vopnafjarð'ar..................— 79, 47 — — Túngu ......................— 94, 49 - Fella . . , ■ . . -174,54 — — Hjaltastaða ................— 88, 72 — — Borgarfjarðar..................- 174,83 — — Seyðisfjarðar..................— 243,31 Samtals . . Kr. 916,33 Varð úti? Talið er víst að úti hafi orðið nýlega kona áHjer- aði, Þórkatla Víglundsdóttir frá Heiðarseli í Túngu. Hún var ein á ferð bæja á milli, en veður versnaði snögglega. Hefur ekki spurst til hennar síðan. Tíðin hefur verið- góð þennan mánuð, en nokkuð óstöðug; stundum sunnanvindar með allt að 10 st. hita, en nokkur froststirðníngur á milli Snjór er nú einginn neðar en í miðjum fjöllum og stöðug umferð milli Hjeraðs og fjarða. Upphjeraðs- menn komu nýlega með fje og lögðu inn. Afli er góður þegar á sjó gefur, en það er sjaldan. Haustull KARL JÓNASSON kvað eftir mann: Aldurhníginn fjell á fold. — Feldu margan örlög köld. — Sjaldan hef jeg svartri mold Seldan vitað betri höld. Húsfilsölueða leigu. veíður keypt með háu verði við versl. »FRAMTÍÐIN«. í stað sykurs ættu menn að nota hið ágæta, ódýra og bragðgóða Siróp, sem fæst í versl. -FRAMTÍDIN.« FUNDIÐ FJE. Moð því að nota Royal Jest Cakes viðurkennda köku-ger spara húsmæður margar krónur árlega. Fæst í versl. »FRAMTÍÐIN«, Húseign mín »Bjarki« hjer í bænum fæst til sölu eða til leigu með fáheyrilega góðu verði. í húsinu eru alls 8 herbergi og eldhús. Stórt, algirt tún fylgir. Seyðisfirði 18. nóvember 1903. D. ÖSTI.UND. Nýkomið í bókaverslun L. S. Tómassonar: BÓKASAFN ALÞÝÐU 1903 ..... Kr. 2,00 1. Eiríkur Hansson........- 1,25 2. Framtíðar trúarbrögð .... - 0.75 SÁLMASAUNGSBÓK 4 rödduð . ; - 5.00 er gefin út á ísafirði, kemur út einusinni í viku og kostar 3 kr. og 50 aura. VESTRI byrjar III árg. í nóvember í haust (1903) og gefur þá nýjum kaupendum ágætan kaupbætir sem er: Sögusafn I ár, þrjár góðar sögur. Sagan Huldu höfði, Dægradvöl og það sem út verður komið af sögunni Seyðkonan, sem nú er að koma út í blaðinu. Verður þetta allt 20—30 arkir af ágætis sögum, sem verða sendar kaupanda þegar er hann hefur borgað blaðið. VESTRI gefur auk þessa öllum skilvísum kaupendum árlegan kaupbætir þegar þeir borga. VESTRI flytur einsrðar greinar um aliskonar landsmál, greinilegar frjettir, fyrirtakssögur og ágætan fróðleik. VESTRI er eina blaðið sem gefið er út á Vésturlandi. BIÐJIÐ UM »VESTRA«, bara til reynslu; það eru blaðakaup sem borga sig! Fmme Fki — brúkuð ísl. — kaupir lánghæsta verði STEFÁN í STEINHOLTl. LYÐMENNTUN. Hugleiðingar og Tillögur. Eftir Guðmund Finnbogason. Verð 2 kr. Til sölu á Seyðisfirði hjá D. Östlund og L. S. Tómassyni. NOKKUR LJOÐMÆLI EFTIR BALDVIN BEROVINSSON Með mynd höfundarins. 192 bls. — Verð 2 kr. — Til sölu I PRENTSMIÐJU SEYÐISFJARBAR. I I

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.