Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 21. september 1979 —helgáfposfurinrL. NAFN: Hinrik Bjarnason HEIMILISFANG: Langagerði 21 FÆDDUR: 8 júní 1934 HEIMILISHAGIR: Giftur Kolfinnu Bjarnadóttur og eiga þau tvö börn BÍLL: Simca árgerð 1978 ÁHUGAMÁL: Veiðiskapur, garðrækt, söfnun ýmiskonar, leikhús, kvikmyndir og félagsmál. Ég hef alltaf haft fleiri áhugamál en ég hef komist yfir að sinna Starf forstööumanns lista- og skemmtideildar sjónvarpsins er aö öllu jöfnu nokkuö f sviösljós- inu, enda hefur sjónvarpiö meiri áhrif á lifshætti aimennings f landinu en aliir aörir fjölmiölar I sameiningu. Þaö er þvf eölilegt aö þegar nýr maöur tekur viö þessari stööu, aö forvitni vakni og spurt sé á hverju von sé. Hinrik Bjarnason tók viö þessu starfi I ágústbyrjun af Jóni Þórarinssyni, sem gegnt hafði starfinu um árabil. Hinrik er I yfírheyrslu Helgarpóstsins I dag. Þú ert búinn aö vera forstöðu- maöur lista- og skemmtideildar i einn og hálfan mánuö. Hefuröu aörar hugmyndir um starfiö en þegar þú byrjaöir? Nei, ég get ekki sagt að þaö hafi komiö mér á óvart. Þetta er stjórnunar- og skrifborösvinna, eins og ég vissi fyrir aö miklu leyti. Er dagskráin i dag nálægt þvi aö vera þín óskadagskrá? Ætli nokkur fái nokkurntíma aö sjá sina óskadagskrá? Þaö eru svo mörg ytri áhrif sem veröur aö hafa hliðsjón af þegar gerö eru innkaup eöa búiö til annaö efni. Þetta er spurning um mannafla, peninga og fleira. Hvaö mina óskadagskrá snertir er ég ekki svo grænn aö halda ab ég þurfi ekki lengri tlma hér innan stofnunarinnar til aö geta tjáö mig sterkt og skynsamlega um hana. Hvernig er óskadagskráin þin? Þú gætir eins vel spurt: Hvers vænta áhorfendur. Þaö er ebli- legt aö hver og einn áhorfandi vilji hafa sem mest efni 1 sjón- varpinu viö sitt hæfi. Vandinn er fólginn i því aö fara meöalveg- inn. Kjarni dagskrárinnar á aö vera efni sem höföar til mjög margra, en síðan á aö reyna aö bjóöa annaö sem höföar til smærri hópa. Þar má benda á ýmsa efnisþætti innan hverrar listgreinar. Þarf aö gera endurbætur á sjónvarpsdagskránni? Þaö mundi áreiðanlega hver og einn sjónvarpsáhorfandi vilja gera endurbætur þar á. Mér sjálfum er sérstaklega um- hugað um verulegt framboö á vönduöu innlendu efni. Þá vil ég endurskoöa nákvæmlega hvern- ig er háttaö barnaefni I sjón- varpinu. Þaö hefur veriö sýnt talsvert af ágætu efni fyrir börn, en ef til vill er nauösynlegt að koma á markvissará fyrir- komulagi á þessu en veriö hef- ur, og þaö þarf aö leggja mikla vinnu I aö athuga framtiöarfyr- irkomulag á þessu. Hver er þi n skoðun á ofbeldi i sjónvarpi? Þaö hefur veriö stefna sjón- varpsins aö foröast þaö eins og unnt er. Ég er þeirri stefnu fylgjandi. En kynllfi. Vilt þú haröara eftirlit meö sliku? Þaö dylst engum aö frá þvi sjónvarpiö hóf göngu sina hefur viökvæmni fyrir nekt útaf fyrir sig minnkað verulega, þótt kyn- lifssenur hafi aldrei ráöiö efnis- vali. Þaö geta verið gildir og góöir þættir sem innihalda of- beldi eöa kynlifslýsingu, og þaö er alltaf matsatriöi hvaö á aö sýna af sllku. Sum prógröm sem alls ekki eru heppileg börnum eiga fullt erindi til fulloröins fólks. Þab er hins vegar vitað mál að börn horfa viöa á þaö lika. En ég held aö sjónvarpiö hafi fylgt réttri stefnu i þessum málum og ég er henni fylgjandi. Ég kem ekki til meö aö leita uppi slíkar myndir. Mótar þú dagskrána? Ég hef auövitaö min áhrif á dagskrárstefnu. Útvarpsráö hefur aö sjálfsögöu mest aö segja i þvi tilviki, en dagskrár- stjórar móta aö sinu leyti dag- skrána i samráöi viö aöra yfir- menn og starfslið stofnunarinn- ar. Nú dettur þú útúr þægilegu kontóristastarfi I kerfinu inni þetta starf. Ertu undir þaö bú- inn aö móta slfka stefnu. Sú staöa sem ég var I, og þú kallar þægilega kontóristastööu I kerfinu, er minni kontórstaða en þessi hérna. Þaö er báöum þessum stööum sameiginlegt aö þær eru viðkvæmar, — I þeim er fengist viö viöfangsefni sem snerta ákaflega marga. I þeim báöum er fengist viö dagskrár- gerö, sitt á hvorn máta. Þetta er auövitað sitt hvaö, en þaö er enginn vandi aö finna skyldleika milli þessara starfa. Ef þú átt viö aö ég hafi farið úr minna stressandi starfi yfir 1 annaö meira stressandi, þá legg ég þaö nú aö jöfnu. Ertu ráörlkur og vilt stjórna hér sem einvaldur, eöa viltu vinna I hópvinnu? Ég hef ekki haft þá skoðun á sjálfum mér aö ég væri sérlega ráörikur. Mér fellur betur aö vinna i samvinnu viö fólk en aö skipa þvi blákalt fyrir verkum. Þann tima sem ég var hjá Æskulýösráöi haföi ég náiö samband viö mina samstarfs- menn og viö tókum meiriháttar ákvaröanir á samræöufundum. Ég tel ekki heppilegt aö fólki sem vinnur erfib skapandi störf sé sifellt sagt fyrir verkum. Þaö er hinsvegar þörf á þvi aö setja viss mörk, bæöi málefnaleg og fjármálaleg og samræma verk manna þannig aö ekki sé um skörun aö ræöa. Þab gengur fjöllunum hærra aö veruleg togstreita sé milli lista- og skemmtideildar og frétta- og fræösludeildar. Hef- uröu oröiö hennar var? Ég hef ekki orðiö var við þaö. Ertu fyigjandi þessari skipt- ingu? Þessi deildarskipting, eins og hún hefur veriö, er nokkuö raunhæf aö mlnum dómi þótt ó- þarft sé aö binda sig við eitt- hvert eiliföarfyrirkomulag. Þó er vert aö benda á þaö aö i ná- grannalöndunum hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um þessi mál, og á fundi nýlega hitti ég mann frá sænska sjónvarp- inu, sem taldi sig vera eina kol- lega minn á Noröurlöndunum. Þaö er aö segja hann haföi sama verksviö og ég. Hans staöa varö til eftir mikla endurskipulagn- ingu hjá sænska sjónvarpinu. Þannig er þróunin þar. Berö þú ábyrgö á sjónvarps- dagskránni eöa skýturöu þér bakviö útvarpsráö? Það bera auövitaö margir á- byrgö á sjónvarpsdagskránni eins og sagt var áöan. Þaö er enginn að skjóta sér bakvið út- varpsráö. Þótt þar séu sam- þykktar tillögur veröa þeir sem i ráöinu sitja aö treysta yfir- mönnum stofnunarinnar fyrir þvi sem þeir samþykkja að gert veröi. Yfirmenn stofnunar hljóta aö bera a.m.k. fram- kvæmdalega ábyrgö á þvi sem stofnunin gerir. Alveg eins og ritstjóri ber ábyrgö á efni blaðs. Hverjir eru þá yfirmenn stofnunarinnar i þessu tilviki? Æöstu embættismenn Rikis- útvarpsins eru útvarpsstjóri, framkvæmdastjóri hljóövarps og sjónvarps, dagskrárstjórar og aörir yfirmenn deilda. Nú hefur þú á þér hægristimp- il, og hægri menn hafa löngum gagnrýnt hve mikib sé i sjón- varpinu af efni frá Noröurlönd- unum, sérstaklega Sviþjóö. Ætl- ar þú aö þóknast þessu fólki. Minar pólitisku skoöanir eru auðvitaö ekkert leyndarmál, og hef minn rétt til aö hafa þær. Hvaö ég er svo langt til hægri þegar almættiö breiöir út faöm- inn er svo annaö mál. Ég lit ekki á mig sem dagskrárstjóra einnar eöa annarar pólitiskrar stefnu. Annaö mál er og óskylt aö þaö sýnist auövitaö sitt hverjum um efni frá einstökum löndum eöa menningasvæöum, og mér finnst ósanngjarnt aö tala um sænsk prógröm I einum potti. Viö fáum þaðan mikiö efni, sumt gott, meö þvl albesta sem viö fáum. Ég er enginn hat- ursmaður sænsks efnis. Sjónvarpiö er sagt taka geysi- lega mikið mark á allskyns saumaklúbbakjaftæöi og kvört- unum frá fólki úti I bæ. A sjón- varpiö aö vera fribsöm og þægi- leg stofnun eöa á hún aö vekja umræöur og deilur? Ef fólk gerir athugasemdir er hlustaö á þær. Fólk á rétt á þvi. Hitt væri öllu meira mál ef sú regla yröi algild aö þaö bæri aö taka fullt tillit til allrar aö- finnslu. Þá er ég hræddur um aö dagskráin yröi flatneskjuleg. Þýöir þetta aö þú sértánægöur meö dagskrána eins og hún er? Þaö er eðlilegt aö þaö séu hæöir og lægðir I dagskránni. Miöaö viö aðrar þjóöir sem hafa eina rás til umráöa, til dæmis Dani og Norömenn, stöndum viö aö ég held þokka- lega, ef tekiö er miö af ástæö- um, fjármagnsaðstæöum og ööru. Þaö er aldrei hægt aö búa til þannig sjónvarpsdagskrá að fólk finni ekki eitthvaö aö henni. Ef menn stefndu aö þvi aö búa til slika dagskrá, þá fyrst yröi hún flatneskjuleg. Berö þú nokkurt sllkt skyn- bragö á leiklist aö þú sért fær um aö taka ákvaröanir um val verkefna? Þaö var vegna leiklistar sem ég fór fyrst aö vinna viö sjón- varp. Ég stundaöi leiklistarnám I skóla Lárusar Pálssonar á ár- unum 1951 til 1954, og vann, þeg- ar ég var kennari, talsvert viö skólaleiklist, sem ekki er ó- merkari en önnur. Uppúr þess- ari vinnu dróst ég inni Stundina okkar á sinum tíma. Ég er ekki aö segja þetta til aö gefa I skyn aö þaö geri mig sérstaklega hæfan til aö velja og hafna, heldur vegna þess aö þú spuröir. Fyrir utan þetta er ég svo vel staddur aö hafa sérstakan leik- listarráðunaut, Hrafn Gunn- laugsson, til aö leiöbeina mér i þessum efnum. Hver eiga aö vera hlutföllin milli skemmtiefnis og alvarlegs efnis i dagskránni? Ég tel ekki rétt að hugsa si- fellt um þessi hlutföll. Þaö á aö ætla staö I dagskránni fyrir létta framhaldsþætti og aöra af al- varlegra taginu, staö fyrir tón- listarefni, leikrit og annaö. Stundum hættir fólki til aö tala af litilsviröingu um þýöingu sjónvarps sem skemmtitækis, en þaö veröur aö viöurkenna aö sjónvarp á líka aö vera tæki sem hægt er aö setjast niöur viö og hafa af hreina dægrastyttingu, sem kannski skilur ekki mikiö eftir. Sllk dagskrá á jafnmikinn rétt á sér og margar aörar. Fólk á ekki sífellt aö þurfa aö vera aö takast á við sjónvarpsefniö. Meövituö niöurrööun á efninu er miöuö viö þetta. Hafa Islenskir dagskrárgerö- armenn nægilega menntun og yfirsýn til aö vera meö á nótun- um I þvl sem er aö gerast I um- heiminum. Viö höfum ágætlega mennt- aöa dagskrárgeröarmenn, sem væru gjaldgengir hvar sem er. Þeir vinna hinsvegar viö aö- stæöur sem kollegar þeirra, er- lendir þekkja ekki, og vinnuálag þeirra er mun meira. Þeir þurfa aö skila fleiri dagskrárþáttum og fá oft styttri tima fyrir hvern. Sjónvarpiö vinnur aö þvi aö byggja upp tækjakost svo þaö standi nokkurnveginn jafnfætis nágrannaþjóöum. Ég lit ekki svo á aö þaö sé dagskrárgeröar- mönnum einum aö kenna þótt eitthvaö fari miöur i dagskrár- geröinni. Sjálfur tel ég starf þeirra hrósvert. Eru miklar breytingar á döf- inni? Ertu byltingarmaður I þeim efnum eöa ihaldssamur? Ég er ekki byltingarmaður og tel ekki ákjósanlegt aö gera neina snögga breytingu. Minar hugmyndir rýmast, viröist mér, innan þess ramma sem sjón- varpið myndar og hann veitir svigrúm til umsvifa I gerö pró- gramma. Þaö skiptir meira máli hvaöa hugmyndir koma fram, úr hvaöa hugmyndum er ákveöiö aö vinna og hversu mikiö f jármagn og tæknigeta er til svo hægt sé aö framkvæma. Ég settist ekki hér til aö breyta breytinganna vegna. Eg vil kynnast sæmilega starfi sem ég tek aö mér áöur en ég álykta hvaöa breytinga er þörf. Til aö meta þá stööu til fullnustu þarf nokkurn tíma. Hversu langan tlma? Þu færö ekki þar á neina dag- setningu. En þó ég komi meö til- lögur um dagskrár, þá lit ég ekki á þaö sem neina breytingu, heldur tilbreytingu, og þaö er kannski aðalatriðið. Þetta starf er pólitlskur bitl- ingur ekki satt? Ef þetta er pólitiskur bitlingur hef ég algjörlega misskilið oröiö bitlingur. Ég hef litið á það sem einhverskonar laun eöa umbun, sem menn fá fyrir lltiö. Þetta er alveg fullt starf og rúmlega þaö. En þú fékkst þetta starf vegna pólitisks þrýstings? Nú veit ég ekki annað en þaö sem stendur I blööunum. En þaö viröist nú ekki vera fyrir at- beina tiltekins flokks sem þaö er. Hvaö Ifður Snorra Sturlusyni, lang viöamesta verkefni sjón- varpsins til þessa? Þaö er ákveöiö hver tekur aö sér stjórn verksins, og sá maöur vinnur aö þvi. Aætlun er fyrir hendi. Annars heyrir þetta verkefni ekki formlega undir þessa deild. Vinnur dagskrárgeröarmaö- urinn viö þetta eingöngu eöa I hjáverkum? Hann vinnur viö ýmislegt annaö, en hans aöalvinna næsta ár verður viö þetta. eftir Guðjón Arngrímsson Ekki dagskrárstióri neimar pólitiskrar stefnu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.