Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 17
—helgarpásturinrL. Föstudag -- «-<aui jjujiumi n i_ i usiuudyur 21. september 1979 JistapósturinrL ELVIS- — besta skinn Austurbæjarbió: Elvis BandaristArgerö 1978. Fram- leiðandi og höfundur handrits Anthony Lawrence. Leikstjöri John Carpenter. Aöalhlutverk Kurt Russel, Season Hubley og Shellev Wiiters. Það var óumflýjanlegt að gerö yrði mynd eftir ævi Elvis Presley. Líf hans, hin opinbera hliö þess aö minnsta kosti, var vandlega skráö i fjölmiölum samtimans, allir vissu hver hannvar, og hvenær og margir elskuðu kappann. Þegar hann dó á besta aldri varö vart meiri háttar hysteriu, sem hlaut fyrr eöa seinna aö enda i kvikmynd. Þaö var kannski fyrst og fremst gerö myndarinnar, og hvernig aö henni varstaöiö sem kom á óvart — og þá einkum og sér I lagi aö sjónvarpsmynd skyldi vera gerö. En f jármála- menn þeir sem aö henni stdöu þurfa ekki aö sjá eftir þvi — myndin sló fyrri sýningarmet i sjónvarpi og skaut bæöi „Gaukshreiörinu” og „A hverf- anda hveli” aftur fyrir sig. Og Season Hubley og Kurt Russel i hlutverkum slnum. Carpenters.Myndineraö mestu hnökralaus, og heldur áhorf- andanum við efniö. Þaö fer þó ekki á milli mála aö hún er gerö meö bandariska sjónvarpsáhorfendur i huga. Ævi Elvis eru gerö skil i' ein- stökum dæmum, sem öll viröast einfölduö og — þvi miður — dá- litiö ódýr. Myndin hefst i Las Vegas áriö Kvikmyndir eftir Guöjón Arngrimsson hefur gengiö vel sem blómynd i Evrópu. Þeir fengu John Carpenter, sem gerö voru nokkur skil I siö- asta Helgarpósti (hann leikstýr- ir mynd Háskólabiós), til liös viö sig, og hann skilaði verki sinu litlu seinna. Carpenter hefur hæfileika sem hrifur mjög peningastjórnendur kvik- mynda; hann klárar verk á met- tima. Elvis, til dæmis, tók hann á þrjátiu og einum degi. Sé tekið miö af þvi, er ekki annaö hægt en aö dást aö fagmennsku 1969, réttáöur en Elvis á aö fara aö skemmta þar i annaö sinn. Og rétt áöur en lif hans fór aö veröa alvarlega sjúklegt. Af- gangur myndarinnar er slöan eitt allsherjar „flashback”, en hiin endar á sama staö og hdn byrjaöi. Brugöiö er upp myndum af einstökum atburöum úr barn- æsku hans, unglingsárum, og atburðum sem leiddu til frægö- ar hans. Talsveröur glans- myndablær er á þeim og sum eru sérlega væmin — liklega til aö falla i' kramiö hjá bandarisk- um almenningi sem vanur er ó- teljandi sápuóperum Ur sjón- varpinu. Myndin er þvi talsvert fráhrindandi I upphafi. Þaö merkilega er hinsvegar, aö þegar upp er staöiö finnst manni maöur einhvers visari um persónuna Elvis. Þessi stundum barnalegu atriöi mynda nefnilega ansi sterka heild. Þaö er ekki sist aö þakka afbragðsgóöum leik Kurt Russ- el i hlutverki kóngsins, sem dregur upp mynd af besta skinni, sem tilfinningalega er allsendis ófær um að taka frægöinni og fylgifiskum hennar. Hann ber sig vel, en brestirnir veröa sifellt fleiri og fleiri, og augljósari fyrir hann og aðra. Hann getur bara ekkert aö þvi gert. Russel likir nákvæmlega eftir röddog tali Elvis og látbragöiö er einnig þaö sama. Leikarar i minni hlutverkum standa lika undir þvi sem þeim er ætlaö. Þetta er ekki mynd sem hægt er aö hvetja alla til aö sjá, en hafi fólk ekkert sérstakt aö gera, er margt vitlausara en aö bregöa sér i Austurbæjarbió. Myndin er bærileg afþreying, og færir mann aðeins nær Elvis Presley, sem alltaf var soldiö spes. Þjóðleik- húss tjóri semur frið við F.Í.L. Deila sú sem Þjóöleikhús- stjóri hefur átt I við Félag is- lenskra leikara vegna uppsagna tveggja leikara við Þjóölcikhús- ið hefur nú ieyst . Þjóðleikhús- stjóri hefur dregið til baka á- kveðna setningu i uppsagnar- bréfi þvi sem hann sendi leikur- unum. Þar var látið að þvi liggja aö það væri að einhverju leyti að kenna löngum uppsagn- arfresti, sem F.l.L. hefði barið I gegn, að leikararnir misstu vinnu sina, en það vildi leikara- félagið ekki sætta sig við. Þó Þjóöleikhússtjóri hafi þannig samiö friö viö F.I.L., þá eru uppsagnirnar . enn i fullu gildi, enda telur félagiö sig ekki hafa vald til þess aö skipta sér af þvi. Leikararnir veröa þvi látnir fara og mun annar þeirra þegar hafa ráöiö sig noröur til Akureyrar. En máliö er ekki þar > meö Ur sögunni, þvi Gunnar Gunnars- son, framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags rikisstofnana hef- ur veriö á fundi meö Sveini Ein- arssyni Þjóöleikhússtjóra til aö ræða þessi mál. Þá hefur einnig heyrst, aö þegar sé búiö aö ráöa leikara i þessar tvær stöður, þó forsend- an fyrir uppsögnunum væri slæm fjárhagsaöstaöa leikhúss- ins. — GB Ný bók eftir Magneu Matthíasdóttur: Um ungt fólk á rangri leið „Göturæsiskandídatar” heitir hún, skáldsagan, sem Magnea Matthiasdóttir sendir frá sér með haustinu. „Þetta er Reykjavikursaga um ungt fólk á rangri leið”, sagöi Magneai samtali viö Helgarpóst- inn. Persónurnar I sögunni eru reykvlskir ungrónar, sjóarar og sukkarar, sem sukka og fara á sjóinn. Magnea sagöi aö hún heföi ekki unniö lengi aö bókinni. Hún heföi byrjaö upp úr áramótum, j en ekki unniö hana aö ráöi nema i sumar. „Hugmyndin var eiginlega sú”, sagöi Magnea, „aö þaö er mikiö talaö um þetta fólk, sem lifir á m Magnea bísanum, og ööru visi en þetta miöstéttarfólk, en þaö er litiö vit- aö um þaö.Þaö er margt gott i þessu fólki eins og hjá flestum öörum, og mig langaöi til aö kynna þetta fólk. Þetta er ekki skemmtilegt liferni eöa upp- byggilegt.” — Er þetta raunsæ skáldsaga? „Eiginlega allt of raunsæ. Þaö er.ekkert beinlinis rómantiskt við j þetta. Ein besta samlikingin sem j eg hef fengiö á svona sukklíf- j erni,er sú, aö þetta er eins og aö 1 vera á togara. Maöur er bara • þarna”. — GB ! Islensk grafík 10 ára: Á UPPLEIÐ Félagiö isle'.sk grafik á tiu ára afmæli á þessu ári og er þess minnst með veglegri sýningu á verkum féiagsmanna i Norræna húsinu. Að sögn Þóröar Hall, formanns félagsins, var það upphafiega stofnað árið 1954, en lognaðist fljótlega útaf. Þaö var siöan endurstofnað árið 1969. Hlutverk félagsins er aö vera hagsmunafélag grafiklistamanna og stuöla aö framgangi grafik- lista á l'síancfi. Þá er þaö og hlut- verk þess, aö gangast fyrir sam- sýningum félagsmanna og kynna erlenda grafik á Islandi, svo og islenska grafik á erlendum vett- vangi. Sýning sú sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, mun fara til allra Norðurlandanna á þessu og næsta ári. HUn hefur þegar veriö opnuð I Finnlandi og hafa viötök- ur finnsku blaöanna veriö mjög jákvæöar. En sýning þessi er ein viöamesta sýning á islenskri graffk, sem félagiö hefur staöiö aö. Gallerliö F 15 i Moss i Noregi, þarsem sýninginveröureinhvern tima á næsta ári, gefur út timarit um listir og menningarmál, og ætlar þaö aö helga íslandi eitt tölublaö. Veröur þar fjallaö um islenska menningu og listir al- mennt. Grafiklist er i miklum upp- gangi hér sem annars staöar og hefurfélagiö I hyggjuaö reyna aö efla samskipti viö fleiri lönd en Noröurlönd. —GB. |M® B Frá grafiksýningunni i Norræna húsinu. Skjaldhamrar í BBC Skjaldhamrar, leikrit Jónasar Arnasonar, verður flutt i breska útvarpinu, BBC, næstkomandi fimmtudag. Með helstu hlut- verk fara Ingibjörg Asgeirs- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, en það kostaði mikið stapp við breska leikarafélagið að fá leyfi fyrir hann, Jennifer Piercy og Alan Cuthbertson. Leikritið heitir á ensku „Encounter on Shield Rock” og er flutt i BBC að undirlagi Rodney nokkurs Bennett, en hann fylgdist með leikritinu bæði er þaö var flutt hér heima og þó einkum er það var fhitt á leiklistarhátið I Dublin á trlandi fyrir nokkrum árum. Aö sögn Jónasar Arnasonar, þurfti aö breyta leikritinu aö einhverju leyti til aö gera þaö hæft til útvarpsflutnings. Hann sagöi aö þetta hafi veriö i deigl- unni i nokkurn tima og aö flutningurinn hafi veriö ákveð- inn fyrir um hálfu ári. Jónas sagöi enn fremur aö þaö væri alltaf verið aö sýna verkið erlendis, og m.a. hafi þaö veriö sýnt nýlega i Finnlandi. —«B. Um þursaflokkinn í sænskum blöðum: Kraftmikið rokk með alvöru og gálgahúmor í bland „Kraftmikiö og áhrifamikiö rokk, leitandi og háþróað. Bæði alvarlegt og blandið gáiga- húmor”. Þannig lýsir sænska blaðið Svenska Dagbladet tónlist Þursaf lokksins eftir tónleika i „Kulturhusets hörsai” I Stokk- hólmi þrettánda september. Dagblaöiö Dagens Nyheter birti lika umsögn um tónleikana, og þar segir m.a. aö ,, Hinn islenski Þursaflokkur er hug- myndarik hljómsveit, og hefur framfyrir allt á aö skipa söngv- ara meö stóra raddmöguleika'í Svenska Dagblaödet lýsir lika öörum limum flokksins sem frá- bærum hljóöfæraleikurum, og bæöi blöðin eru sammála um aö tónlist þeirra félaga túlki ágæta vel islenskan, og yfirleitt norrænan þjóösagnablæ. Dagens Nyheter tekur sérstak- legafram, aö i þjóölögum þeim, sem Þursaflokkurinn spilar, sé meiri þyngd og sveigjanleiki en i þeirraeigintónlist, sem sé meira svífandi. Svenska Dagbladet finnur lika þjóöfélagslegt sam- hengi i' tónlist flokksins og segir, aö áreksturinn milli hinnar ein- angruöu og viökvæmu islensku menningar, og ameriskra áhrifa frá herstööinni, hafi veriö hjarta- skerandi i túlkun hans. „Hér runnu mótsetningarnar saman i frjósama heild”, segir blaöiö. —ÞG. Hópur myndlistarmanna stofnar nýtt hagsmunafélag Hagsmunafélag myndlistar- manna heita ný félagssamtök myndlistarmanna, sem stofnuð voru siðastliðinn mánudag. Að sögn Ólafs Lárussonar rit- ara félagsins, er aöalmarkmið þess að sameina alla myndlistar- menn i landinu undir einn hatt i stéttarsamband, sem önnur félög myndlistarmanna ættu aðild að. Ólafur sagöi ennfremur aö eitt af markmiöum félagsins væri aö ná þeim listamönnum sem stæöu fyrir utan F.Í.M., graflkfélaginu og myndhöggvarafélaginu. Þetta félag yröi aöili aö stéttarsam- bandinu og myndi sjá um réttindi og kjör sinna manna, þannig aö ekki yröi gengiö á þeirra rétt. Sambandiö yröi svo aöili aö Bandalagi islenskra lista- mahna. Stofnfélagar i hinu nýja Hags- munafélagi voru 38 og þeir eiga rétt til inntöku I félagiö, sem telja myndlistsitt aöalframlag til þjóöfélagsins. Olafur varaö þvi spuröur hvort fariö heföi veriö út i stofnun þessa félags vegna þess aö F.Í.M. rækti hlutverk sitt ekki nógu vel. Hann svaraöi þvl til, aö mikil stöönun heföi rikt I þessum málum og aö F.I.M. hleypti ekki inn i félagið nema ákveöinni tegund af fólki og aö þetta hafi veriö eini möguleik- inn. Þásagöi Ólafur, aö félagiö vildi fá leigu af verkum sem hanga uppi i opinberum stofnunum, þannig aö einhverjar tekjur kæmu inn. Einnig væri til lagp- klásúlaum aö allar opinberar ny byggingar eigi aö verja^ 2% I myndskreytingar. Þetta fé heföi falliö niöur eöa veriö misnotaö og félagiövildi láta endurskoöa þaö. Einnig vildi þaö láta endurskoða tolla af öllum vörum sem mynd- listarmenn nota. Þetta væru bara fá atriöi af þvi sem gera þyrfti, þvi þaö væri sama hvar væri boriö niöur, þaö væri allt i sama ólestri. — GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.