Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 21. september 1979-tlQlQdrfDOSturÍnri— Kirk Douglas fer meö aðalhlutverkið I myndaflokknum auk ýmissa fleiri stjarna Sjónvarp á sunnudagskvöld: SEÐLASKIPTI Arthur Hailey er í hópi hinna mörgu bandarísku rit hófunda sem geta talist öruggir með að skrifa met- sölubækur. Hann er einnig f þeirri aðstöðu að geta selt kvikmyndarétt að bókum sínum áður en hann hefur sett stafkrók á blað. Meðal fyrri metsölubóka hans sem kvikmyndaðar hafa verið eru „Airport" og „Hot- el". Nýjasta bók Haileys rauk upp alla vinsældalista ekki siður en hinar fyrri. Hún heitir „The Money- changers" eða vixlararnir. Strax og kvikmyndaframleiðandinn Ross Hunter, en hann stóð að gerð kvikmyndarinnar „Airport", frétti að Hailey væri byrjaður á nýju verki, tryggði hann sér rétt til að gera sjónvarpskvikmynd eftir sög- unni. Nú um helgina veröur sýndur fyrsti hluti sjónvarpskvikmynd- arinnar um víxlarana eöa „Seölaskipti” eins og myndin heitir á islensku. Bandarikja- menn viröast farnir aö bjóöa sjónvarpsáhorfendum upp á þá nýlundu aö hafa þætti i slikum framhaldsflokkum I biómynda- lengd eöa þvi sem næst. Gömlu 50 og 25 mlnútna smáskammt- arnir eru á undanhaldi. Þetta veröur aö telja góö tiöindi aö vestan. Annan hátt hafa þeir lika á en viö. Þeir sýna þættina kvöld eftir kvöld þar til sagan er búin. Klókir menn, kanar. Margbrotin örlög Söguþráöurinn I bókum Hail- eys er margbrotinn. Persónur eru oftast margar. Lýst er hvernig örlög þeirra fléttast saman og greinast sundur og stigandi vex uns kemur aö loka- uppgjöri. Ekki veröur reynt aö neinu ráöi aö rekja söguna „Seöla- skipti” hér. En upphafiö er eitt- hvaö á þá leiö aö aöalbanka- stjóri Verslunarbanka Banda- rikjanna lætur þau boö út ganga aö hann sé að dauöa kominn af völdum krabbameins. Þar meö hefst togstreita meöal þeirra sem næstir ganga aö völdum. Bráölega kemur i ljós að tveir standa best aö vigi. Þeir eru Alex Vandervoort sem leikinn er af Kirk Douglas, og Roscoe Heyward en hann leikur Christopher Plummer. Þeir kumpánar þykjast upp- fullir af hugmyndum sem geti orðið til þess aö efla hag bank- ans, t.d. meö samvinnu viö grunsamlegan auöjöfur. Þeir þurfa aöeins aö sannfæra bankaráö um ágæti hugmynd- anna. Margt fleira getur skemmti- legt skeö i bankamálum. Striös- glaöir svertingjar hafa i hyggju aö kúga bankann til aö fjár- magna framkvæmdir viö nýja byggingaráætlun i fátækra- hverfunum. Bófaflokkur falsar lánaskirteini meö nafni bank- ans. Ennig má nefna bankastarfs- mann sem orðið hefur uppvis aö fjárdrætti og setiö I steininum fyrir vikiö. Þegar hann losnar er honum boöin staöa öryggis- varðar. Aðalhlutverkin Púöriö var ekki sparaö þegar ráöiö var i hlutverkin. Þar ligg- ur viö aö hver stórstjarnan skyggi á aöra. Kirk Douglas er óþarfi aö kynna nánar en hann hefur aö- eins örgaldan fengist til aö leika i sjónvarpi.Douglas lauk leiklistarnámi áriö 19-iO. Þaöan lá leiö hans beint I herinn og aö loknu striöi starfaöi hann aö langmestu leyti i leikhúsum um tiu ára skeið, en undanfarin 35 ár hefur hann nær eingöngu leikiö i kvikmyndum. Honum hefur veriö sýndur margvislegur sómi, m.a. þrisv- ar verið útnefndur til óskars- verölauna þótt Óskarinn hafi hann enn ekki hlotiö. Christopher Plummer er Kanadamaöur og ólst upp i Que- bec. Hann er jafnvigur á frönsku og ensku. Plummer ætl- aöi sér i fyrstu aö veröa pianó- leikari en hann sá að leiklistin átti betur viö hann. Þaö er meö ólikindum hve af- kastamikill og fjölhæfur leikari Christopher Plummer er. 1 upp- hafi listferils sins starfaði hann aðallega I leikhúsum I Kanada, Bermúdaeyjum, New York og viöar. Hlutverk hans voru margvis- leg á þessum árum en einkum gat hann sér orö sem Shake- speare-leikari. Sir Laurence Olivier hefur mikiö álit á Plummer og þeir hafa oft unniö saman. Þá eru kvikmyndahlutverk hans af margvislegum toga, allt frá, „Sound of Music” til striös- mynda eins og „Orrustan um Bretland” og „Waterloo” og gamanmynda á borö viö „Bleiki pardusinn snýr aftur”. Christopher Plummer hefur veriö sæmdur æösta heiðurs- merki Kanada fyrir störf sin aö leiklist. I öðrum hlutverkum Þaö yröi löng upptalning ef nefna ætti alla þá leikara sem eru I verulegum hlutverkum i „Seðlaskiptum”, en nokkrir skulu taldir. Bankastarfsmanninn sem geröist fingralangur leikur Timothy Bottoms. Hann lék Davið konung ungan I kvikmynd sem sýnd var i islenska sjón- varpinu um slöustu páska. Þótt ungur sé, er hann oröinn frægur. Meöal kvikmynda sem hann hefur leikiö I eru „The Last Pic- ture Show” og „The Paper Chase”. Timothy þykir liötækur ball- ettdansari og Iþróttamaöur er hann góöur. Susan Flannery leikur lög- fræöing i „Seölaskiptum”. Sus- an hefur m.a. leikiö i „Towering Inferno” og „Gumball Rally”. Anne Baxter er gamalkunn leikkona og hóf aö leika þegar á unglingsárum. Meðal kvik- mynda hennar eru „Razor’s Edge” (hún hlaut Óskarsverö- laun fyrir hlutverk sitt þar),,All about Eve”, „Boöoröin tiu”, „The Graduate” og margar fleiri. Hún leikur i kvikmynd- inni „The Turning Point” sem sýnd var til skamms tima i Nýja Biöi. Þá má nefna Lorne gamla Greene, Bonanzapabba. Hann datt ekki aideilis uppfyrir þegar langhundi þeim lauk, hann hef- ur vist aldrei haft meira aö gera en nú og veöur i hlutverkum, bæöi i sjónvarpi og biómyndum. Aörir sem vert er aö geta eru gamlir kunningjar sjónvarpsá- horfenda eins og Joan Collins, Helen Hayes, Patrick O’Neal, Marisa Pavan og siöast en ekki sist Jean Peters sem leikur hér ööru sinni i kvikmynd siöan hún giftist Howard heitnum Hughes áriö 1957. Leikstjórinn Loks er ótalinn sá sem einna mest mæöir á. Þaö er leikstjór- inn en hann heitir Boris Sagal. Einnig hann er Islendingum aö góöu kunnur. Hann leikstýröi m.a. allmörgum þáttum „Gæfu eöa gjörvileika”. Af þessari upptalningu aö dæma getum viö sjónvarpsá- horfendur vænst mikils næstu sunnudagskvöld ef viö setjumst viö tækin, enda kominn timi til. Sjónvarpsdagskráin hefur ekki veriö svo buröug siöustu vikurnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.