Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.09.1979, Blaðsíða 15
15 helgarpósturinru Föstudag ur 21. september 1979 Borðvín á litlu matsölumar? Eigendur Nessýjar gefast ekki upp — Viö erum búnir a6 endurnýja umsóknina um leyfi til aft hafa borövin á boöstólnum í Nessý, og gerum okkur vonir um aö i þetta sinn fari hún i gegn, segir Jón Hjaltason i óöali sem er einn eigenda staöarins, viö Heigarpóstinn. t þetta sinn færa þeir ítarlegri rök fyrir umsókn- inni og útlista betur stööu sina en 1 þeirri fyrri sem var synjaö af Matsnefnd vinveitingahúsa — en samþykkt af borgarráöi. Matsnefndin hafnaöi umsókn- inni á þeim grundvelli aö á veitingastaönum væri ekki fyrsta flokks aöbúnaöur né nægilegt úr- val á matseölinum. Viöbrögö Jóns viö þessari niöurstööu eru „Mér finnst þetta fáránlegt. Þarna er annarsvegar um aö ræöa bókstafstrú og hinsvegar aö vinna i anda laganna”, sem aö hans áliti eru úrelt og hæfa ekki i nútima þjóöfélagi. Hinsvegar gefa þau tilefni til ýmiskonar túlkunar sem Matsnefndin hefur alveg i höndum sér. Þaö er heldur ekki ætlunin aö gera neinar breytingar á Nessý til þess aö fullnægja gildandi kröfum til aö fá vinveitingaleyfi. — Þaö er ákveöiö sniö á fyrir- tækinu þaö er hugsaö innan ákveöins ramma fyrir fólk sem vill vin meö ódýrari mat en fæst á dýru véitingastööunum. Og ef ekki er hægt aö fá þetta leyfi án þess aö umbylta öllu saman höf- um við ekkert viö þaö að gera, segir Jón. Auk eigenda Nessýjar sótti eigandi Kirnunnar viö Laugaveg 21! ogSkrinunnar viö Skólavöröu- stig um leyfi til að veita léttvin, en fengu synjun. Ekki tókst aö afla vitneskju um hverjar ástæö- ur voru fyrir þvi, hvorki hjá eigandanum né nefndarmönnum i Matsnefnd vinveitingahúsa. En gera má ráö fyrir aö þær séu svipaðs eölis og hjá Nessý. Hjá Svövu Bernhöft hjá ATVR fengum viö þær upplýsingar aö sala á léttvinum hefur aukist nokkuö aö undanförnu. Þetta á einkum viö um borövin en einnig sterkari léttvin og „apertiver”. A meöan hefur brennivinssala dregist eitthvað saman. Aö ein- hverju leyti má vera að ástæöunnar sé aö leita til vin- skortsins sem varö vegna far- mannaverkfallsins sem enn gætir þannig, aö skortur á vissum vin- tegundum leiöir til aukinnar sölu á öörum. Þetta kann aö benda til aö Islendingar séu loks aö komast upp á aö drekka létt vin i staö brennivins. 1 þessum anda er frumvarp til laga um rýmkun á vinveitingaleyfi til litilla veit- ingahúsa, sem nokkrir alþingis- menn lögöu fram á sföasta þingi. Þaö hlaut ekki afgreiðslu en hins- vegar var opnunartima vin- veitingahúsa breytt eins og kunn- ugt er. Þaö atriöi var einnig inni i fyrrnefndu frumvarpi, en þaö var dómsmálaráöherra sem ákvaö þessa einu breytingu — eftir aö þingi lauk. ÞG Borgin er óöum aö taka á sig haustsvip. Sumum finnst jafnvel aö sumariö hafi aldrei almennilega komiö vegna þess hve kalt hefur veriö. En engu aö siöur — þegar laufin fara aö falla af trjánum er ekki lengur um þaö aö villast aö haustiö er komiö. Matstofa Austurbæjar I i ! FYRSTA KAFFITERÍAN f HARÐRI SAMKEPPNI VIO RIKISMÖTUNEYTIN Matstofa Austurbæjar viö Laugaveg 116 er löngu oröin rót- gróin I hugum Reykvfkinga. Enda hefur hún veriö rekin allt frá árinu 1947, og á sér þvi oröiö 32 ára langa sögu. Fyrir 20 árum stóöu þáverandi eigendur matstofunnar fyrir nýbreytni I matsölumálum borgarinnar og settu upp bæjarins fyrstu kaffi- teriu. En siöan þaö geröist hefur Matstofa Austurbæjar breytt mikið um svip. Núverandi eig- andi, og yfirkokkur, Þórir Gunnarsson, keypti fyrirtækiö fyrir rúmum fimm árum og geröi róttæka breytingu á inn- viðum staöarins. Hann hefur raunar veriö viöloöandi þarna allt siöan hann hóf þar kokka- nám, áriö 1963. Siöar hélt hann til Bandarlkjanna og vann þar sem kokkur i fimm ár. Þórir Gunnarsson fyrir utan Matstofu Austurbæjar, ásamt syni sinum, Gunnari Agli. Sá stutti var annars á kafi i vinnu I bakariinu — kannski væntanlegur yfirbakari hjá pabba? Þrátt fyrir að Matstofa Austurbæjar hefur breytt mikiö um svip siöan hún var bæjarins fyrsta kaffiteria, hefur sjálft rekstrarformiö litið sem ekki breyst. En Þórir segist ekki hafa látiö staöar numiö meö breytingar. — Viö erum stöðugt aö breyta og finna okkur farveg, segir hann, og takmarkiö er aö gera þetta aö fjölskylduveitingastaö i milliflokki hvaö snertir verö. Sem viöleitni i þá átt aö fá fjöl- skyldufólkiö hingaö ætlum viö aö prófa þá nýbreytni um helg- ina aö fá hann Tóta trúð til aö skemmta þeim yngstu. En aö minu mati er nauösyn- legt að stefna að þvi aö hægt veröi aö gefa fólki kost á aö fá matinn á boröin. Þannig skapast mikiö betra og skemmtilegra samband milli gestanna og starfsfólksins. Og smám saman ætlum við aö byggja upp staöinn þannig aö viö fyllum allar kröfur sem eru settar fyrir leyfi til aö hafa létt- vin. Þegar þær eru uppfylltar ætla ég aö sækja um leyfiö — fyrr ekki. — Er góöur rekstrargrund- völlur fyrir svona staö? — Þetta hefur gengiö ágæt- lega hingaö til, þaö er mjög góö traffik hérna meöan búöir eru opnar. Hinsvegar er sam- keppnisaðstaöa um fólkiö sem vinnur hérna i kring mjög erfiö. Hérna er nefnilega fjöldinn allur af stofnunum, ekki sist opinberum, sem hver hefur sitt mötuneyti — þar sem maturinn er mikiö niöurgreiddur, eins og menn vita. — Fæ ég kjötsúpu eöa soöna ýsu hjá þér i hádeginu? — Nei, þaö er liöin tiö. Þú færö allavega ekki kjötsúpu, og enginn vill fá heila ýsu á veit- ingastaö núna. Viö veröum aö vera i takt viö tímann og gera matinn kræsilegan. Við reynum aö hafa alltaf þrjá kjötretti og einn fiskrétt, yfirleitt pönnu- steiktan fisk. En verðiö er bara oröiö svo hátt, aö maöur hefur slæma samvisku af aö selja matinn, segir Þórir Gunnarsson aö lokum. Þ..G HÖFUM OPNAÐ glæsilega húsgagnaverslun að SKAFTAHLÍÐ 24 með mikið úrval af húsgögnum HÚSGAG NAMIÐ STÖÐIN SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 31633 HP-mynd: Friöþiolur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.