Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 3
3 -fygft /rynr,; Föstudagur hlelgai---- posturínn Blað um þjóðmál, listirog menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórs- dóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tón- list,) Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guðbergur Bergsson (mynd- list), Gunnlaugur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz), Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigur- pálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun- um, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi, Ólafur Engilbertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. 11. mars 1983 Þjóðin vill bjór Skoðanakannanir hafa sýnt og sannað að þær eru ágæt aðferð til að niæla strauma og tilhneigingar í þjóðfélaginu. Nægiieg reynsla hef- ur fengist á skoðanakannanir hér- lendis til að slá þessu föstu — ein- staka kannanir hafa jafnvel verið svo nærri úrslitum næstu kosninga á eftir, að furðulegt má teljast. Ekki dugar að halda fram að skoðana- kannanir hafi afgerandi áhrif á nið- urstöðu kosninga eða afstöðu al- mennings til þeirra flokka, sem kjósa skal; þótt ljóst megi telja að kannanir geti haft smávægileg áhrif á lítinn hóp kjósenda má ekki dæma meirihluta landsmanna þá aula að þeir fylgi straumnum blint í þessum efnum. Og auðvitað hafa flokkar og for- ystumenn þeirra hvað eftir annað sýnt vilja sinn og viðleitni til að túlka niðurstöður skoðanakannana sér í hag. Fari flokkar vel út úr könnunum eru þær taldar góðar; bendi kannanir aftur á móti til slakrar stöðu flokka eru þær ó- marktækar og vafalaust gerðar af illum hug. En það eru ekki bara stjórnmálaflokkar og stjórnmála- foringjar, sem túlka kannanir sér I hag. Ný fjölmiðlakönnun auglýs- ingastofa er gott dæmi um hvernig blöð og útgáfufyrirtæki túlka kannanir sér í hag. Ekki verður annað séð af umfjöllun flokksblað- anna en að þau séu öll mest lesnu blöð landsins. Og á meðan samtök auglýsingastofa kynna ekki nema glefsur úr könnuninni verður vita- skuld engin leið fyrir almenning að átta sig á hver fer með satt mál og hver er einfaldlega að monta sig. Eins og dæmi eru til um. Helgar- pósturinn hefur ekki tekið þátt í þessum montdansi af þeirri ein- földu ástæðu, að samkvæmt slitr- óttum upplýsingum um niðurstöð- ur könnunarinnar heldur Helgar- pósturinn sínum hlut. Helgarpóst- urinn er enn þriðja mest lesna helg- arblaðið á helsta markaðssvæðinu, Reykjavík og nágrenni — á eftir Morgunblaðinu og DV — og ekk- ert blað selst meira í lausasölu en einmitt Helgarpósturinn. Að þessu er vikið hér í tilefni af skoðanakönnun, sem birt er i dag og gerð er af fyrirtækinu Skoðana- kannanir á íslandi. Allar niður- stöður hennar liggja Ijósar fyrir, ekki er reynt á einn eða annan hátt að setja á hana vísindalegra eða ná- kvæmara yfirbragð en fullt tilefni er til. Sterkar og veikar hliðar könn- unarinnar eru kynntar lesendum sem sjálfir fá að draga af þeim sínar niðurstöður. Könnun þessi er um afstöðu landsmanna til mikils eilífðarmáls — bjórsins. Og niðurstöður könn- unarinnar eru mjög afdráttarlaus- ar: Meirihluti íslendinga, sem á annað borð hefur leyfi til að kaupa áfengi, vill að áfengur bjór sé seldur í landinu. Heildarniðurstaðan er sú, að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna hefur myndað sér skoðun á málinu, eða nær 85 af hverjum hundrað. Og af þeim eru nær 58 af hverjum hundrað fylgj- andi því, að hér verði seldur áfengur bjór. Fyrri kannanir, sem gerðar hafa verið hér á landi á afstöðu manna til bjórsins, hafa smám sam- an veriö að færast í þessa átt: Nú eru bjórmenn fleiri en nokkru sinni áður. Væntanlega kemur sá tími fyrr en síðar, að þingmenn taka tillit til óska þjóðarinnar, um bjórmál og önnur mál. Helgarpósturinn hvetur þá til að opna augun við 20. öldinni og viðurkenna staðreyndir lífsins. Burt með hið tvöfalda siðgæði í á- fengismálum! Bjórinn inn i landið — og beina leið í Ríkið, þannig að fullvalda fólki í lýðfrjálsu landi leyfist að velja á milli áfengisteg- unda á annan hátt en aðeins þann að gera upp á milli ákavítis og brennivíns. Um áfengisbölið eða bjórhömlunina og þroskaheftanirnar Undanfarin misseri hef- ur mikið borið á félagsskap eða sértrúarflokki sem kallar sig SÁÁ og er á góðri leið með að verða ríki í rik- inu. Þessi söfnuður gengst nú fyrir peningasöfnun til þess að byggja sér heilsu- hæli. Allir virðast gapa upp í þessa ameríkaníseruðu móralista. Fyrirfólk þjóðarinnar leikur sjálft sig i stuttum kvikmyndum, svo við pöpullinn og verð- andi alkóhólistar tökum þessa góðu menn til fyrir- myndar, gefum öll aura í „stöð“ kennda við Alkó- hól. Þá getum við öll lagst þar inn með sóma, rænu- laus, stolt af þessu sam- eiginlega átaki. A.fhverju þarf öll ís- lenska þjóðin að hafa alkóhól sem áhugamál? Afhverju eigum við öll að hafa aðgang að Hæli? Drykkjuspítali ætti ekki að hrinQboröiö í dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir hljótum við að eiga aflögu til að hleypa vatni á sund- laugarræfil ríkishælisins í Kópavogi. Fyrir mörgum árum hljóp enskur plötusnúður kringum landið, sveimér- þá, til að safna fyrir sund- laug handa tæplega 200 vistmönnum Kópavogs- hælis. En framtak út- lendingsins dugði ekki til. Það vantar örlítið fé til að koma lauginni í gagnið. Síðan hefur hún fengið að grotna niður í friði. Það er nú svo, að fátt er fatlaðri manneskju meiri hvíld og hollusta en yndislegt þyngdarleysi bæklaðra lima í volgu vatni. Og margir íslendingar halda aldrei þungu höfðinu, nema í vatni. Hafirðu séð það sem gerist í svip fatlaðrar manneskju þegar hún er látin síga í vatn með örkumlin sín, veistu hvað átt er við með sundlaug. lausir og eiga ekki annan bakhjarl en foreldra sína. Það er ekki hér með sagt að sumu fólki skuli hjálpa i lífsbaráttunni á kostnað annars. Það er sorgleg staðreynd að við skulum vera svona háð tískusveifl- um í öllu, meira að segja mannúðarmálum. Það lýs- ir hugsunarleysi og kaldlyndi. ísland gæti verið sæluríki öryrkjans. Allt það fólk sem sinnir þörfum öryrkja er úrvalsfólk, sem fórnar sér af gamaldags íslenskri hjartagæsku fyrir skjól- stæðinga sína. Húsin hér eru björt og hlý, landrýmið nóg, kjét og smjér í haug- um, heitt vatn í jörðinni, fordómar litlir. En afskip- taleysið skammarlegt. Stundum er sagt að verð- leik þjóðar eigi að meta eft- ir því hvernig hún annast sameign sína, lítilmagnann. X gamla daga voru vöntun arfólk eða „niðursetning- ar“ á hverjum bæ. Niður- setningur gat verið margt; munaðarlaust barn, fáviti, geðveik manneskja, floga- veik, lömuð, gömul.Mann- eskja sem gerði gagn eða ógagn, en kom öllum við. Þá var nú ekki alkóhólið eða sundlaugarnar. Eina stofnun vangefinna þekki ég, þar sem reynt hefur verið að blása á aura- leysið. Drengirnir sem þangað komu lítil börn, ganga nú til vinnu full- orðnir menn, vaskiegir og glaðir, sjá um fjós og fjárhús, girðingar og hross, slá garða og þvo bíla og njóta þess jafnframt að ganga í skóla. Þessir menn eru orðnir svo sjálfsagt vinnuafl og aufúsugestir á hverjum bæ í, sveitinni sinni, að án þeirra yrðum við nágrannar þeirra af- skaplega handlama. Jrað vill oft gleymast í fermingarveisluamstrinu og skíðalyftustússinu, að á hverju ári fæðast andlega og /eða líkamlega fatlaðir íslendingar. Ogþóþeirgeri ekki annað en draga lífs- andann, þá er löngu viður- kennt að þeir hafa ná- kvæmlega sama rétt til þess að öðíast alla andlega og líkamlega menntun til jafns við aðra andandi íslend- inga. Sumir verða aldrei annað en barnið hennar móður sinnar; því barni þarf að kenna að brosa þegar hún lýtur yfir það. En sárgrætilegast er að fæðast með skarpa greind og ónýtan líkamshluta. Því spyr maður hvað er ein löpp eða eitt auga í tækni- væddu landi, ef höfuðið er á sínum stað? Það er von maður spyrji? Á sama tíma og SÁÁ hefur fengið til liðs við sig alla pótintáta lands- ins með helgislepju og dul- inn alkatendens, þá er ungum manni gefið spark. Manni sem frá blautu barnsbeini hefur gefið blindum samlöndum alla starfsorku sína svo nú „eygja“ þeir von um mannsæmandi líf í myrkri. Þessi maður hefur menntað sig til þess að gera blidum kleift að lifa menningarlífi í þessu hrossaþjóðfélagi. En honum var nær að fæðast blindur. Þvi fær hann ekki embættið sem honum einum ber af öllum lifandi íslendingum. Ein- hverjar konur segjast eiga rétt á því, sennilega af því þær eru með móðurlíf sem hefur tafið þær frá því að „realíséra“ sig, hafi það þjónað tilgangi sínum. Hvað ætti annars að hafa gert okkur svona grimmar? Æuu nú pótintátarnir og kvennaframboðið ekki að tuðrast niðrí blindrafélag að lesa inn á kasettu endur- gjaldslaust; við getum líka skipt liði, þeir sem hafa meira loft í lungunum snara sér suðrí Kópavog og blása upp plastsundlaug- ina sem enski drengurinn keypti um árið. Eg ætla afturámóti að leggja í nokkrar tunnur af bjór fyrir svona átján- hundruð krónur sinnum þrír svo maður hafi eitt- hvað til að skola niður mæjónesunni í fermingar- veislunum dásamlegu, og nota mikinn strausykur. Það er enginn tviskinnung- ur í því. S.H. vera almenningsáhuga- mál. Það er hlægilegt. Drykkjuskapur nútímans er í flestum tilfellum vel- ferðarsjúkdómur, eigin- lega feimnismál sem fjalla á um í sérritum, en ekki allan daginn í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum. Þetta er mál þeirra sem við það eiga að stríða. Það á ekki að fjasa um alkó- hólisma í öllum Iandshorn- um frekar en mígreni eða æðahnúta. Hér er um að ræða óviðkunnanlega auglýsingamennsku. Mætti auglýsa eftir „sexý“ þingmanni að leika í kvikmynd fyrir annað hæli og höfða til betri mannsins í okkur öllum, nefnilega Kópavogshaeli? Ef við eigum nóga peninga i endurhæfingu á lúxus- sjúkdómi velferðarríkisins, övo við tölum um van- gefna, þá var einhverntima haldið upp á þá í heilt ár. Helsti afraksturinn af því var málfræðilegur. Það voru búin til nokkur pjattorð í stað gildrar íslensku, svo sem þroska- heftur, hugfatlaður, greindarskertur, , hreyfi- hamlaður. Það varð nátt- úrlega allt annað líf fyrir alla að fá þetta rósamál. Það vill svo til að van- sköpun og vangefni eru aldrei sjálfskaparvíti, og hvorutveggja ólæknandi. Sundlaug i sjálfu sér er smámál. Stórmálið er, að brot af undirtektum lands manna við „búsgrúpp- unni“ dygði til að byggja sundlaug, þjálfunarstöð og mennta starfsfólk handa vangefnum íslendingum sem eru eignalausir.rétt-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.