Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 23
1983 ^pústurinnl^^L 11. mars Bjórinn 93.5% þeirra sem spurðir voru afstöðu til bjórsins en 6.5% vildu ekki tjá sig um málið eða neituðu að svara spurningunni. í þessari könnun var leitast við að greina afstöðu landsmanna til bjórsins eftir kynferði, aldri og búsetu. Greint var á milli fjögurra aldurshópa: 1) 20 ára til 29 ára, 2) 30 ára til 44 ára, 3) 45 ára til 59 ára og 4) 60 ára og eldri. Þessi flokkun er gerð með hlið- sjón af mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar. Varðandi dreifingu úrtaksins eftir búsetu var annars vegar litið á Reykjavík og hins vegar á íbúa utan Reykjavíkur, eins og þegar hefur komið fram. Urtakið utan Reykjavík- ur var unnið frá kaupstöðum og kauptúna- hreppum fyrir hvert kjördæmi séstaklega og var þetta úrtak hlutfallslega hið sama og fyrir Reykjavík. Ef Iitið er á íbúatölu lands- byggðarinnar í heild (þ.e. þeir sem eru 20 ára og eldri) verður úrtakið að sjálfsögðu minna, sem því nemur, eða 0.84%í staðinn fyrir 1.03%. Þegar niðurstöður þessarar könnunar eru skoðaðar er nauðsynlegt að hafa í huga þessar staðreyndir. Óákveðnir Fjöldi óákveðinna í skoðanakönnunum hefur alla tíð vakið nokkra athygli. Þetta hefur sérstaklega komið fram í könnunum, sem beinast að pólitískum viðhorfum manna. Fjöldi óákveðinna hefur, að því er virðist, farið vaxandi og má ætla að þessi afstaða (að vera óákveðinn) sé raunveruleg, 'en ekki undanbrögð frá þvi að láta í ljós skoðun sína. Óákveðni hópurinn í þessari könnun er ekki ýkja stór. Af 1.369 er þetta 89 manns, eða 9.4% af úrtakinu. Athyglis- vert er að þetta hlutfall er nákvæmlega hið sama í Reykjavík (57 af 605 manns, þ.e. 9.4%) og þegar Iitið er á landið í heild. Aftur á móti verður annað uppi á teningnum ef gerður er samanburður á afstöðu karla og kvenna. Fram kemur að konur eru mun ó- ákveðnari en karlar og á það jafnt við um landið í heild og Reykjavík sérstaklega. Þó er þessi munur enn meiri ef Reykjavík er tekin sérstaklega (12.5% konur og 3.6% karla). Á landsvísu er hann einnig verulegur, eða 12.1% á móti 5.%. Ef litið er á óákveðna hópinn með tilliti til aldurs kemur einnig fram nokkuð skýr mynd, þ.e. að hinum óákveðnu fjölgar yfir- leitt eftir því sem þeir eldast en fækkar svo yfirleitt aftur eftir að þeir ná 60 ára aldri. Þessi breyting kemur t.d. mjög glöggt fram hjá konum í Reykjavík. Meðal þeirra yngstu eru 9.3% óákveðnar, í næsta aldursflokki þar fyrir ofan (30-44 ára) eru þær 11.9%,í 3. aldursflokknum (45-59 ára) eru þær 19.2% og í efsta flokknum (60 ára og eldri) eru þær 12.2%. Margvíslegan samanburð má gera á hinum óákveðnu en þar sem fjöldi þeirra er lítill í þessari könnun verður ekki farið nánar út í það hér. En hvert er þá álit þeirra, sem hafa afger- andi skoðun á bjórnum? Ef litið er á heildar- úrtakið kemur í ljós að 84.1% landsmanna hefur ákveðna skoðun á bjórnum, af eða á. Þá eru ekki meðtalin þau 6.5% sem ekki vildu tjá skoðun sína af einhverjum ástæð- um. Það má því ætla að rétt innan við 90% landsmanna hafi mótað sér ákveðna skoðun á þessu máli. Eins og áður hefur komið fram voru hinir óákveðnu hlutfallslega jafn margir í Reykjavík og yfir landið í heild. Hins vegar voru nokkuð færri í Reykjavík sem vildu ekki svara (5.1% á móti 6.5%) þannig að Reykjavíkur-hlutfall þeirra sem taka afgerandi afstöðu er aðeins hærra en landsmeðaltalið (85.6% á móti 84.1%). Gefur þetta nokkra vísbendingu um að þeir sem neita að svara séu líklegri til að hafa afgerandi skoðun heldur en að vera ó- ákveðnir. Meirihlutinn með Ef litið er á þann stóra hóp, sem tók afstöðu til bjórsins (1.150 manns) kemur i ljós að 57.8% vilja bjórinn en 42.2% vilja hann ekki. Þetta hluttall er aöeins minna i Reykjavík en fyrir landið í heild, þ.e.a.s. 14.0% munur á móti 15.6% mun á lands- vísu. En samanburður af þessu tagi segir ekki alla söguna. Kynferði og ekki síður aldurs- dreifingin varpa nýju ljósi á stöðuna í þessu máli. Ef litið er á þessa fjóra aldurshópa, sem áður eru nefndir, er rétt að hafa í huga að þeir eru misstórir miðað við mannfjöld- ann í heild, þ.e. 20 ára og eldri. Fyrstu tveir aldurshóparnir, 20 ára til 44, eru t.d. rúm- lega 57% af heildarfjöldanum, en eldri aldurshóparnir tveir, þ.e. 45 ára og eldri eru tæplega 43% af heildarfjöldanum frá tvítugu. Ef gerður er samanburður á aldurs- dreifingu Reykvíkinga og fyrir landið í heild kemur í Ijós að yngri hóparnir eru hlutfalls- 23 lega minni í Reykjavík (um 2% munur). Elsti hópurinn, 60 ára og eldri er hins vegar stærri í Reykjavík heldur en landsmeðal- talið, eða um 4% stærri. Afstaðan til bjórsins er mjög misjöfn eftir aldurshópum. Hjá yngsta hópnum í þessari könnun (20-29 ára) var yfirgnæfandi meiri- hluti, eða 78.2%, með bjórnum en 21.8% á móti. Ef litið er á þennan aldurshóp eftir kynjum verður skiptingin þannig: Karlar 81.3% með bjór en 18.7% á móti. Konur, 76.1% með bjór en 23.9% á móti. í aldurshópnum 30-44 ára voru 64.0% með bjór en 36.0% á móti. Meðal karla var skiptingin þannig, 73.2% með bjór og 26.8% á móti. Hjá konum voru 58.1% með bjór og 41.9% á móti. Ef litið er á aldurshópinn 45-59 ár koma í ljós greinileg skil. Meðal yngri aldurs- hópanna var stuðningur við bjórinn í mikl- um meirihluta en þegar kemur yfir 45 ára mörkin breytast hlutföllin og andstaðan við bjórinn verður meiri en stuðningur. í þess- um aldurshópi eru 42.9% með bjór en 57.1% á móti. Hjá körlum er þess i munur nokkuð minni, eða 48.5% með bjór og 51.5% á móti, en þeim mun meiri hjá konum, eða 38.8% með bjór og 61.2% á móti. Munurinn eykst síðan í efsta aldurshópn- um, 60 ára og eldri, þar sem 30.5% er með bjórnum en 69.5% á móti. Meðal karla er þessi munur aftur minni, eða 38.8% með og 61.2% á móti bjór. Hjá konum, 60 ára og eldri nær andstaðan gegn bjórnum há- marki, eða 25.4% með bjór en 74.6% á móti. Athugasemd: Til ritstjóra og blaðamanna Helgarpóstsins: Hvurs lags eiginlega yfirmáta dónaskapur veldur því, að þið kall- ið útvarpsþáttinn A Tali „Pólitísk- an viðundraþátt fyrir minnihluta- mellur?“. (Sbr. HP,4.iii. á bls. 10). Lengi má nú á sér sitja, ef ekki for- láta fíflskuna í dagskrárkynningum HP sem barnaskap eða jafnvel ein- feldni af því taginu, sem aldrei eld- ist af mönnum. En hér keyrir þó um þverbak. Út af fyrir sig má taka undir, að þátturinn Á tali sé pólitískur. í þeim orðum ykkar felst e.t.v. einhvers konar viðurkenning á, að margt af því, sem í fyrstu virðist aðeins varða fólk persónulega, sé þó ekki alveg óháð pólitíkinni og því tilheyrardi á þeim vettvangi. Hvað svo er átt við með „viðundraþáttur" er verra skilnings. Með góðum vilja mætti svo sem túlka orðið á þann veg, að þið teljið þáttinn fjalla fyrst og fremst um viðundur, þ.e. dæmigerð karlrembusvín. Mér er þó mikið til efs að það sé ykkur í huga að fella slíkan dóm yfir ykkur sjálfa, við- undur mynduð þið tæpast vilja kalla ykkur, blessaðir. Líklegar sýn- ist mér því að þið teljið þættina samda af viðundrum. Ekki nægir þó sú nafngift ein á þær Eddu og Helgu, heldur þykir hæft að bæta við betur með heitinu „minnihlutamellur“. Sú nafngift mun taka til bæði þeirra beggja og svo allra hinna landskvennanna, sem laugardagskvöld eftir laugar- dagskvöld taka undir ósögð orð stallsystranna um stöðu konunnar og hafa mikið gaman af. Því fer fjarri að sá hlustendahópur sé í minnihluta eins og þið vitið jafnvel og allir aðrir. Og jafnvel þó svo væri, er meiðyrðið mella tæpast viðeigandi. Auðvitað hafa allar konur, sem á einn eða annan hátt r Aóalfundur H. f. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í SúlnasalHótelSögu mánudaginn 21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNJN. EIMSKIP v________________________"_____________ fara út fyrir veg varðaðan af karla- veldinu - að ekki sé nú minnst á þær, sem ganga á hann þveran - mátt þola misyrði fyrir. Svo hefur alltaf verið. Máttur orðanna (og á meðan karlar hafa töglin og hagld- irnar í útgáfu og fjölmiðlun er sá máttur þeirra megin) hefur raunar orðið kvenfrelsisbaráttunni feitari Þrándur í Götu en margt annað. Konur, sem kjósa að selja sig ekki áhrifum karlmanna eru gribbur, kellingar, frekar og yfirgangssamar - oftast ljótar, kynkaldar, brókar- sjúkar eða öfugt! Jafnvel sem ég skrifa þessar línur er mér ljós áhættan, sem felst í því einu að koma einhverjum andmælum gegn dómum karlmanna á framfæri: Til allrar hamingju vex óðum sá hópur kvenna, sem tekur ekki mark á slík- um ummælum og neitar að liggja undir gullhamrinum mikið lengur. Það væri ábyrgari blaðamennska og nær þeim menningar-anda, sem HP þykist blása, að nefna þann hóp öðrum nöfnum en mellur. Sú rúsína í pulsuendanum á ykkur er ekki til annars en að skammast sín fyrir. Með kaldri kveðju Magdalena Schram. Sussusussu. Varast ber rembu og varast ber þembu. Með hlýhug Ritstj. BB. fyrir þá sem byggja ■ ®@0d©CD ■ ■ E£ L13U) BYGGINGAVÖRUR HE Suöurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í ,,standard“ lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN RENNUBÖND ÞAKPAPPA ÞAKSAUM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.