Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 5
■ rjypi’. < Jp'Ssturinn. Föstudagur 11. mars 1983 undirbúið. Og ráðuneyti hans hefur verið virkt og stuðningsgott í sambandi við rafiðnaðinn. Hann fær því heildareinkunnina 7.0!’ Steingrímur Hermannsson „Tveir komma núll er alveg nóg handa Steingrími!’ sagði flugmálamaður, sem við ræddum við um samgöngu- og sjávarútvegsráðherrann. Fiskimálamaður vildi fara enn neðar og gaf ráðherr- anum 1.0 og annar af þvi sviði sagði ekki manneskju- legt að fara niður fyrir fjóra. Embættismaður á sviði landsamgangna sagðist hins vegar gjarnan vilja gefa Steingrími nokkuð háa eink- unn. „Hann hefur verið fljótur að átta sig á málum og bregst jákvætt við þeim. Hann hefur staðið sig vel og á hiklaust skilið 8.0,” sagði hann. Annar flugmálamaður sagðist gefa einkunn rétt ofan við meðallag eða 6.5. „Hann hefur vantað frum- kvæði,” sagði þessi viðmæl- andi okkar,” en það á að vísu við alla aðra í ríkisstjórn- inni. Það hefur engin fram- þróun orðið í flugmálum í heild í hans ráðherratíð, fjár- magn til þeirra hefur ekki aukist og vinnubrögð eru óbreytt. En það verður að segjast eins og er, að þegar hann hefur tekið ákvarðanir, þá hafa þær yfirleitt verið efnislega skynsamlegar.” Ingvar Gíslason „Ferill hans hefur verið einsdæmi!’ sagði skólamað- ur á Reykjavíkursvæðinu, sem gaf Ingvari 4.0 í eink- unn. Stéttarbróðir hans gaf heldur lægra,3.5,sem hann sagði hálfum fyrir ofan fall- einkunn. Fáir ráðherrar hafa verið gagnrýndir jafn harkalega og Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra. Hann er sakaður um að hafa stungið öllum helstu málum í skúff- ur eða eins og einn þing- fréttamanna sagði: „Ingvar? Er hann ráðherra? Með hvaða ráðuneyti fer hann?” Embættismaður einn benti á að menntamálaráð- herrar hefðu ekki góðan að- gang að peningahirslum ríkisins og hlyti það ævin- lega að setja mark á emb- ættisferil þeirra. Forystu- maður í menningarmálum sagði ráðherrann hins vegar hafa staðið sig vel gagnvart t.d. leiklistarlífi í Iandinu og því gæti hann hiklaust gefið 8.5. Annar þingfréttamaður lét þau orð falla að Ingvar hefði verið „miður sín síðan hann tók við embætti menntamálaráðherra” og vildi ekki gefa honum hærra en 1.0. Friöjón Þórðarson „Friðjón hefur engu máli skipt, hvorki til né frá. Hann fær því núll komma núll” Myndir: Jim Smart sagði embættismaður i dómskerfinu. „Hann hefur engu komið í verk — nema jú að koma út hreppstjóia instrúksinu. Svo hefur hann verið góður fyrir Sjálf- stæðismenn og Gunnars- menn — enda hafa helst ekki aðrir sótt um embætti, sem hann hefur veitt. En þetta er þægilegur maður og ágætur sem slíkurl’ Annar gaf Friðjóni ein- kunnina 6.0 þótt „hann hafi ekki gert mikið í dómsmál- unum. Það hefur ekki verið bryddað upp á mörgu nýju — en hann hefur þó haldið ágætlega á málum í sam- bandi við starfsaðstöðu. Frumkvæðið hefur hins veg- ar vantað!’ Kunnáttumaður gaf hon- um einkunnina 3.0 og sagði að það hefði ekki verið reisn yfir dómsmálunum í tíð Friðjóns Þórðarsonar. „Hann hefur enga forystu haft um úrbætur og ekki gert þær endurbætur á kerfinu, sem menn bundu vonir við. Lögréttufrumvarpið hefur til dæmis dagað uppi!’ Kirkjumaður sagðist vilja gefa dóms- og kirkjumála- ráðherranum „vinsamlega einkunn, segjum 7.0”. Hann hefur verið vinsamlegur gagnvart kirkjunni en oft nokkuð kjark- og aðgerðar- lítill í dómsmálum. Hann er ekki sterkur ráðherra — en það má gefa talsvert fyrir vinsemd!’ Þijú úr þessum höpl dæmdúrleik Ryöjum hættunum úrvegi þeirra Ýmsar hættur leynast á vegi uppvaxandi kynslóðar. Ein sú skæðasta fylgir ofneyslu áfengis og annarra fíkniefna. U.þ.b.tíundi hver einstaklingur lendir í erfiðleikum - jafnvel hörmungum af þessum sökum. Þetta jafngildir þremur einstaklingum í meðal skólabekk. íslendingar þúsundum saman standa nú í baráttu við að losa sig úr greipum áfengis- sýkinnar. Margfalt fleiri standa í skugga þeirrar baráttu: börnin, makarnir, ætt- ingjarnir, vinirnir. Árangurinn er háður markvissu hjálpar- starfi. Brýnasta verkefnið í því er að Ijúka byggingu nýrrar sjúkrastöðvar SÁÁ við Grafarvog í Reykjavík. Þar fá áfengis- og fíkniefnasjúklingar hvaðanæva af landinu tækifæri til að stíga fyrstu skrefin á nýrri lífsbraut. Jafnhliða eflum við fræðslu- og varn- aðarstarf í skólum landsins. Baráttan er hörð og hana verður að heyja á öllum víg- stöðvum. Við minnum á gjafabréf SÁÁ — framiag þitt til betra lífs í þessu landi. Reisum saman sjúkrastöð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.