Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 10
10 Van Morrison Föstudagur 11. mars 1983 ,rinn Söngvarinn Van Morrison er fæddur í Belfast árið 1945. Það má eiginlega segja að hann hafi strax í upphafi drukkið í sig tón- listina með móðurmjólkinni, því móðir hans var söngkona, en fað- ir hans var plötusafnari mikill og safnaði hann einkum blues og jazzplötum og mun t.d. Leadbelly hafa verið í miklum metum hjá honum. Þrettán ára gamall var Morri- son farinn að leika á gítar, munn- hörpu og saxófón. Fimmtán ára varð hann atvinnutónlistarmaður og næstu þrjú árin flæktist hann víða. Einkum léku hljómsveitir hans í Þýskalandi og þar var hann fenginn til að leika jazzleikara í kvikmynd. Árið 1963 varð hljómsveitin Them til og náðu þeir fljótlega töluverðum vinsældum í Belfast og nágrenni. Eitthvað hlýtur hróður hljómsveitarinnar að hafa borist víðar, því önnur litla platan sem þeir gáfu út, innihélt Big Joe Williarps lagið Baby Please Don’t Go, komst í áttunda sæti breska vinsældarlistans í janúar 1965. Vegna þessa flutti hljómsveitin sig um set, frá Belfast til London, og komst þá í kynni við enska upp- tökustjórann Bert Berns. Berns þessi hafði m.a. samið lögin Hang On Sloopy, fyrir The McCoye, og TWist & Shout, fyrir Isley Brothers, en síðarnefnda lagið er líklega þekktara hér á Iandi í flutningi Bítlanna. Berns samdi líka lagið Here Comes The Night Them, en það fór í annað sæti breska listans og í 24. sæti þess bandaríska í apríl 1965. Þegar kom að því að Them skyldu gera stóra plötu, þá var sem Berns vantreysti þeim á ein- hvern hátt, því hann réði session menn til að leika inn á hana með Morrison og var t.d. Jimmy Page einn þessara manna. Fór þetta mjög fyrir brjóstið á Morrison og má eiginlega segja að þetta hafi verið upphaf stríðs þess, sem hann hefur alla tíð síðan átt í við hina svokölluðu „músik bísness menn”. En það eru verur sem hann telur gjörsamlega óþarfar og einhver hvimleiðustu sníkju- dýr veraldar. Them gerðu aðra plötu og heitir hún Them Again. Þeir ferðuðust mikið en eftir hljómleikaferð um Bandaríkin vorið 1966, hætti Morrison í hljómsveitinni og hélt heim til Belfast að nýju. Það má einnig geta þess að upphitunarhljóm- sveit Them í þessari síðustu ferð þeirra var ung og upprennandi bandarísk hljómsveit sem bar nafnið The Doors. I dag er Iagið Gloria Iíklega þekktasta lag Them, en það hefur verið flutt af hundruðum hljómsveita og söngvara víðsvegar um heim, en það náði hins vegar aldrei neinum verulegum vinsældum með Them á sínum tíma. í næstum heilt ár tók Morrison það rólega á heimaslóðum sínum í Belfast en í mars 1967 kom kall frá Bert Berns, sem þá var fluttur til Bandaríkjanna, um að koma nú vestur um haf og hefja að nýju plötugerð og nú hjá nýstofnuðu fyrirtæki Berns, sem hafði fengið nafnið Bang Records. Eitt af þeim lögum sem Morrison þá gerði var Brown Eyed Girl, sem komst inn að topp tíu bæði vestan hafs og austan. Bang fylgdi plötu þessari eftir með útgáfu stórrar plötu, sem heitir Blowin’ Your Mind. Var Morrison hinn óhressasti yfir út- gáfu þessari, því hann hafði sung- ið lögin inn í þeirri trú að einhver þeirra yrðu gefin út á litlum plöt- um en alls ekki á stórri plötu. Til að bæta fyrir þetta gaf Bang hon- um frjálsar hendur um gerð ann- arrar stórrar plötu, sem hlaut nafnið The Best Of Van Morri- son. Raunar segir hann nú að bet- ur væri við hæfi að kalla hana The Worst Of Van Morrison. Ekki urðu plöturnar fleiri sem hann gerði fyrir Bang, því fyrir- tækið lognaðist út af við dauða Bert Berns seint á árinu 1967. Morrison gerði þá samning við Warner Brothers og fyrsta plata hans hjá því fyrirtæki var Astral Weeks, sem var fyrst í röð margra meistaraverka Morrisons. Astral Weeks var tekin upp á 48 tímum, sumarið 1968 og er hún enn þann dag í dag, að áliti margra, meðal merkustu rokkplatna allra tíma. Raunar er ákaflega erfitt að telja plötu þessa til rokkplatna, því á henni ægir saman ýmsum tónlist- arstefnum og líklega fer minnst fyrir því sem kalla mætti rokk. Tónlistin er órafmögnuð að mestu eða öllu leyti og undir mikl- um áhrifum þjóðlagatónlistar, en mikið fer einnig fyrir áhrifum blúesins. Ofan á þetta bætast svo jazzáhrif, sem gætir helst i notk- un blásturshljóðfæra. Já, þetta og Astral Weeks er vissulega sérstæð plata. í febrúar 1970 kom svo út plat- an Moondance, sem af mörgum er álitin jafnvel enn betri plata en Astral Weeks og er ég einn þeirra sem þeirrar skoðunar er. Morri- son var þó ekki alls kostar ánægð- ur með árangurinn en hann hefur alltaf verið alveg einstaklega gagnrýninn á verk sín. Tónlistin á Moondance er all ólík þeirri sem er á Astral Weeks. í útsetningunum voru það nú málmblásturshljóð- færin sem voru mest áberandi, þar sem strengir höfðu að miklu leyti borið Astral Weeks uppi. Segja má að Moondance gefi tón- inn að þvi sem Van Morrison átti eftir að senda frá sér næstu árin. Næsta plata var His Band And His Street Choir, sem út kom í september 1970, en hún olli mörg- um nokkrum vonbrigðum. Á henni er þó að finna eitt allra vin- sælasta lag Morrisons, en það heitir Domino. Sjálfur'segist hann hafa misst tökin á gerð plötunnar einhvers staðar í miðju kafi. Á næstu plötu var hann þó aftur í topp formi. Hún heitir Tupelo Honey en lög hennar voru ástar- óður til konu hans. Vinsældir Morrissons jukust með hverri plötunni sem hann gaf út og næstu plötur, St Domino Preview (1972) og Hard Noise To Highway (1973), gerðu ekkert nema bæta þar við. Á St. Domin- ics Preview er t.d. að finna lagið Jackie Wilson Said, sem Dexý’s gerðu vinsælt í fyrra, en sú hljóm- sveit sækir alls ekki svo lítið í tón- list Morrisons. Þegar hér var komið sögu ferð- aðist Morrison um með 11 manna hljómsveit, sem hann nefndi Caledonian Soul Orchestra, en hún innihélt m.a. strengjasveit. Hljómsveit þessi ferðaðist víða við góðar undirtektir og í febrúar 1974 sendi hún frá sér tveggja platna hljómleikaalbúm, sem heitir It’s Too Late Too Stop Now og eru plötur þessar taldar með bestu hljómleikaplötum sem út hafa komið. Plöturnar gefa líka rétta mynd af tónleikum því Morrison neitaði algerlega að „dubba” eða yfirtaka einn einasta tón. Árið 1974 leysti Morrison skyndilega upp hljómsveit þessa og stofnaði þess í stað fimm manna hljómsveit. Platan Veed- on Fleece leit dagsins ljós en með henni má segja að vissum kapitula í sögu Morrisons ljúki. Ný plata kom ekki frá honum næstu þrjú árin. Sagt er að Veedon Fleece sé sú plata sem Morrison hafi verið ánægðastur með frá því hann gerði Astral Weeks. Sögur segj a að f rá því að Morri- son gerði Veedon Fleece og þar til næsta plata hans, A Period Of Transition, kom út, hafi hann að minnsta kosti lokið við gerð fjög- urra platna sem hann vildi þó ekki að litu dagsins ljós. A Period Of Transition var heldur ekki nógu góð en á næstu plötu þar á eftir, sem heitir Wavelength, er hann á ný í fínu. formi. Næstu tvær plötur Into The Music (1979) og Comm- on One (1980) eru einnig ágætar, þó er ég þeirrar skoðunar að sú síðarnefnda sé kannski heldur í daufara lagi. Fyrir um það bil ári síðan kom svo út platan Beautiful Vision, sem er líklega besta plata Morri- sons síðan Veedon Fleece, þó Wavelength standi henni mjög nærri hvað gæði varðar. Á plötu þessari gætir ýmissa áhrifa, svo sem frá keltneskri tónlist en í mörgu minnir þó tónlistin á gull- aldartima Morrisons. Hún er í senn ljúf en þó ekki of fínpússuð og rödd Morrisons hefur alltaf yfir sér vissan harðneskju blæ og kraft, enda maðurinn af mörgum talinn besti hvíti soul söngvari sem uppi hefur verið og get ég heils hugar tekið undir það. Væntanleg er ný plata frá Van Morrison og hefur heyrst að það gæti orðið hans síðasta plata. Af hverju Morrison hefur látið þau boð út ganga veit líklega enginn enda hefur hann oftast farið eigin leiðir. Hann gaf snemma skít í tónlistarbíssnessinn og hefur ver- ið sinn eigin herra í mörg ár. Það er þó vonandi ekki rétt að hann sé í þann veginn að setjast í helgan stein, því það væri óbætanlegur skaði. IITVAKP Föstudagur 11. mars. 07.10 Gull í mund. Hringahrund hringar sig á kodda. Stefán Jón er góður maður. Svo hlær hann lika alveg eins og viö hin. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Þá er það lögformlega staðfest, að maðurinn (Einar frá Hermundar- felli) er orðinn lítillar stúlku afi. Til hamingju Einar minn. 14.30 Vegurinn að brúnni. En brúin var brend að baki. Saga eftir Stefán Jónsson. 16.20 Hvitu skipin. Þau sigla og sigla um heimsins höf, þau sigla oft fram á ystu nöf. Barnasaga. 22.40 Um vináttu. Vertu vinur vina þinna og óvina þeirra. Því frændur eru frændum verstir. 23.05 Kvöldgestir. Jónas Jónasson leiðir okkur enn á ný inn i töfraheim mannlegra samskipta. Laugardagur 12. mars. 07.25 Leikfimi. Jónina, hún er sæí. 09.30 Óskalög sjúklinga. Lóa ér líka sæt'. 11.20 Hrimgrund. Barnatiminn. Sverrir er líka sætur. 15.10 f dægurlandl. Svavar Gest sér um sætan þátt. Er hann líka sætur? 16.40 íslenskt mál. Mörður Árnason og móðurmálið. Heilög tvennd, sem vert er aö bera virðinau fvrir. 20.30 Kvöldvaka. Bræöingurinn á fullu. Nútiminn og sá gamli. 21.30 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson segir okkur frá tónsnill- ingum og bregður tóndæmum fyrir sig. 23.05 Laugardagssyrpa. Þorgeir og Páll velja nýjustu lögin. Skemmtilegur þáttur. Sunnudagur 13. mars 8.35 Morguntónleikar. Andleg upp- lyfting i hálfbirtu helgidagsins. éach, Mozart og Rossini. Mér liður snökktum betur. 10.25 Út og suður. Ekki versnar liðanin nú, er ég læt mig dreyma og svíf um á filseyrum minum. Ferðalagaþátt- ur Friöriks Páls. 11.00 Messa. Sunnansjávarmenn sinn skammt og skal ekki amast við þvi, enda komast þeir næst guðs eigin landi allra landsmanna. 13.10 Fráliðlnniviku. Léttrabbmeð bliðri tónlist. Hvaö fór framhjá mér? Páll Heiðar Jónsson. 14.00 Hver var Karl Marx? Andlegur faðir Stalins, sem lofsunginn var hér um daginn? Pétur Gunnarsson ætlar aö reyna aö svara þvi á 100 ára ártið Kalla litla með skeggiö. 15.00 Ríkharður Wagner. Haraldur G. Blöndal kemur I fjórða sinn. 18.00 Það var og. Þráinn er engum líkur. Og ekki einu sinni sjálfum sér. 19.25 Veistu svarlð? ??? spurðana Málmfriði, hún veit hvortsemer allt. 21.30 Kynni mfn af Kína. Ragnar Bald- ursson fer aö verða kominn meö heila bók i orðum mælt, ekki orð- um. 23.00 Kvöldstrengir. Margfræg rúsina i margfrægum pylsuenda. Hilda Torfadóttir býr enn að Laugum i Reykjadal. SJÓKVAKI* Föstudagur 11. mars. 20.40 Með nefinu. Birna Hrólfsdóttir sýnir okkur hverju næmt þefskyn getur áorkaö. Menningarviðburð- irnir eru að sliga þjóðina. Hún sýnir okkur fram á það, en þó ekki með vilja. 20.50 Skonrokk. Dægurfluguþáttur. Ný íslensk náttúrulífsmynd um fjöl- skrúðugt Iff i stofugluggum allra venjulegra húsa. Þorgeir Ástvalds- son annaðist stjórnina. 21.20 Kastljós. Vikan tekin og sneidd í sundur, skoöuö og greind. Margrét Heinreksdóttir og Sigurveig Jóns- dóttir eru greindar stúlkur. 22.20 Örlagabraut (Zwischengleis). - Þýsk biómynd frá siöustu misser- um. Leikendur: Mel Ferrer, Pola Kinski, Martin Lxitge. Leikstjóri: Wolfgang Staudte. Fyrir tuttugu árum. Kona ætlar að stytta sér ald- urogvið fáum aðsjá hvaö ligguraö baki þessari ákvörðun hennar. Raunasaga, sem hefst í striðslok með flótta undan Rauða hernum. Þjóðverjar eru engum líkir, þegar þeir bregða sér í kvikmyndagerð- ina. Laugardagur 12. mars. 16.00 íþróttir. Þróttmiklir kraftlyftinga- menn reyna með sér á skautasvell- inu. 18.00 Hildur. Páfrem með danskeunder- visningen. 18.25 Steinl og Olli. Þegar ég var polli. Hættessu skrolli.1 Steini og Olli. Álíka fyndið og þetta. 18.45 Enska knattspyrnan. Búbú. Búbú. 20.35 Þriggjamannavist. Greiðum birn- inum með bjarnargreiðu. Það er hálfgerður bjarnargreiði. 21.00 Hálfnað er verk þá hafið er. Blátt eins og augaö eygir. Kanadísk teiknimynd. 21.15 Suöur-Kyrrahaflð (South Pacific). Bandarísk bíómynd, árgerð 1958, gerö eftir söngleik Rogers og Hammerstein. Leikendur: Mitzi Gaynor, RossanoBrazzi, Ray Wals- ton, John Kerr. Leikstjóri: Joshua Logan. Sungið og dansaö á meðal bandarískra hermanna I siðasta heimsstríði. Hver segir svo aö hernaöur sé ömurlegur? Hér er málstaöurinn góður. Logan stóð sig bara vel. Sunnudagur 13. mars. 16.00 Sunnudagshugvekja. Þórhallur Höskuldsson prestur á Akureyri kallar til okkar aö norðan. Hrópandi i eyðimörkinni. 16.10 Húsið á sléttunni. Nýr bandariskur barnamyndaflokkur um tvöfalt sið- gæði, hræsni og annan undirlægju- skap. Morgunbænirnar i heiðri hafðar. 17.00 Ó, mín flaskan fríða. Hættu mér að striða. Áfengismálamynd endur- sýnd. Ekki veitir nú af. Spillingin gegnsýrir þjóðfólag okkar. Ég er bara farinn i klaustur ef svona held- ur áfram. 18.00 Hundurinnokkar. BryndisogViðar segja okkur hryllingssögur. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Hallelúja. 20.50 Glugginn. Skýggnst innum skitug- ar rúöur menningarvitanna. Þeir • eruaðbrennaút.Tölvanleysirþáaf hólmi. 21.35 Kvöldstund með Agötu. Fjórði maðurinn veldur undarlegum hlut- um. Undarlegt samband tveggja stúlkna. 22.25 Chico Hamilton. Djass fyrir mig, djass fyrir þig. Djass fyrir Venna vin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.