Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 14
jpfístl /r/nn 'Föstudagur 11. mars 1983 Gunnlaugur Stef- ánsson fór úr guö- fræöideiiáinni á sjó inn, þaðan í stöðu fræðslufulltrúa Hjálparstofnunar kirkjunnar (Mynd: Jim Smart). „Aðsíoð innanlands hefur farið vaxandi” — segir Gunnlaugur Stefánsson fræðslu- fulltrúi Ærkjöt til Póllands og hjálpar- starf vegna flóttamannanna til Ghana og uppbyggingarverkefni í S-Súdan undir heitinu „Hjálp til sjálfsbjargar”. Þetta eru verkefn- in sem Hjálparstofnun kirkjunn- ar sér um erlendis um þessar mundir. Aðstoðarverkefni þessarar kirkjulegu stofnunar meðal nauð- staddra þjóða eru orðin æði mörg siðan hún var stofnuð árið 1969, fleiri en hægt var að rifja upp í fljótu bragði. En meðal þeirra sem notið hafa eru þau geymd en ekki gleymd. En það eru ekki bara útlending- ar sem njóta aðstoðar islensku kirkjunnar í þessu hjálparsam- starfi hennar við aðrar kirkju- deildir í Alkirkjuráðinu. „Undanfarin misseri hefur hjálparstarf farið mjög vaxandi innanlands. Það er aðstoð við fólk sem býr við neyðaraðstæður og Hjálparstofnunin er þar í sam- vinnu við líknarfélög og sóknar- presta, sem sækja um stuðning við skjólstæðinga sínaý segir Gunnlaugur Stefánsson, fræðslu- fulltrúi Hjálparstofnunar kirkj- unnar frá því síðastliðið sumar. Sjálfur er hann guðfræðingur að mennt, lauk prófi síðastliðið vor, og það var ekki fyrr að baki en eiginkona hans, Sjöfn Jóhann- esdóttir, hóf nám við guðfræði- deildina. „Eftir prófið fór ég út á sjó um tíma, en seinna um sumarið sá ég þetta starf auglýst, sótti um það og fékk þettal’ heldur Gunnlaug- ur Stefánsson áfram. „Mér datt ekki í hug að sækja um brauð, enda hefði ég þá orðið að fara út á land og það leyfa að- stæður mínar ekki nú. En ég hafði hug á að starfa innan kirkjunnar og öðlast víðtækari reynslu af störfum hennaf á breiðum grund- velli. Að sjálfsögðu er þó ekki úti- lokað að ég fari í prestskap seinna,” segir Gunnlaugur. Hann sat á Alþingi fyrir Al- þýðuflokkinn um skeið, missti það sæti í kosningunum 1979. „Ég tók þátt í síðasta prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi og varð að lúta í lægra haldi. Þeirri niðurstöðu uni ég, en framtíð- in verður að leiða i ljós hvort ég held áfram þátttöku í pólitík. En sem almennur borgari held ég á- fram að taka þátt í umræðum um þjóðfélagsmál, ég hef ekki tekið ákvörðun um að breyta i þeim efnuml’ segir Gunnlaugur, þegar við spyrjum hann út í pólitíkina. — En þetta starf sem þú ert i núna — í hverju er það fólgið? „Það er fyrst og fremst fólgið í því að fræða fólk um málefni stofnunarinn'ar, og þá líknarþjón- ustu sem kirkjan hefur á hendi. Þetta er gert með því að undirbúa og vera með dagskrár um Hjálpar- stofnunina hjá söfnuðum, frjáls- um félagasamtökum og skólum. Ég annast líka almenna kynningu út á við, meðal annars í gegnum kynningarrit kirkjunnar, en þetta tengist að sjálfsögðu mikið þeim söfnunum og verkefnum hjálpar- starfs sem stofnunin er með hverju sinni. Þetta reyni ég að tengja þeim kristilega grundvelli sem hún starfar á.” Hjálparstarfið kostar mikið. Mest fjármagn kemur úr þeim söfnunum sem allir þekkja, en innanvið 10% fjárins leggur ríkis- sjóður og Kristnisjóður til, auk þess sem yfir 700 manns eru styrktarfélagar Hjálparstofnun- arinnar og leggja til mismunandi háar upphæðir ársfjórðungslega, og prestar landsins greiða til Hjálparstofnunarinnar 1% af tekjum sínum. „Og það vil ég taka skýrt fram, vegna margra fyrirspurna sem við höfum fengið, að allt þetta fé nýt- ist til hjálparstarfsins. Hjálpar- stofnunin hefur reynt að stórefla allt eftirlit með því að peningarnir renni til þess sem þeim er ætlað. Það er meðal annars tryggt með því, að stofnunin hefur hvort- tveggja með höndum, öflun fjár- ins og notkun þess. Öll aðstoð sem hún veitir er svokölluð lokuð aðstoð, sem þýðir, að kirkjan hef- ur sjálf framkvæmd hjálpar- starfsins á hendi í viðkomandi landi eins og t.d. í S-Súdan og hef- ur frelsi til athafna í hjálparstarf- inu með samningum við stjórn- völd þar að lútandi”, segir Gunn- laugur Stefánsson, fræðsluflull- trúi Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. ÞG. Búðin í Punktinum opnuð á ný: Hallur Stefánsson (t.v.) og Björgvin Magnússon hafa opnaö verslunina Svalbarða við Framnesveg á ný og sérhæfa sig í vestfirskum harðfiski (Mynd: Jim Smart). og margir nýir viðskiptavinir, flykktusí hingað inn eftir að við opnuðum og lýstu yfir ánægju sinni með að Svalbarði skyldi vera opinn á ný”, segir Hallur við Helgarpóst- inn, en hann keypti Svalbarða af Gesti árið 1970 og rak þessa gömlu nýlenduvöruverslun til ársins 1980, Þá hugðist hann draga við sig vinn- una, lokaði búðinni og fór að vinna sem verslunarstjóri hjá JL-húsinu, en þar var þá verið að opna nýja stórmarkaðinn. „Þar kynntist ég Björgvin, en hann var deildarstjóri í markaðin- um. Okkur fannst báðum að vinnu- tíminn þar væri orðinn of langur fyrir menn komna á okkar aldur og það endaði með því að hann gekk til liðs við mig,” segir Hallur. Björgvin er heldur enginn nýliði í verslunarrekstri. Hann er einn af Urval af vestfirskum harðfiski í Svalbarða við Framnesveg Lífið er harðfiskur. Að minnsta- kosti hjá þeim Halli Stefánssyni og Björgvin Magnússyni, sem nýlega opnuðu á ný Svalbarða við Fram- nesveg eftir að verslunin hafði verið lokuð í nærri þrjú ár. Aðal verslunarvaran er vestfirsk- ur harðfiskur, barinn og óbarinn, ýsa, þorskur, lúða og steinbítur. Einkaumboð Hallur Stefánsson fyrrum sjómaður á Önundarfirði. Verslunin er sú sama og búðin í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik. Þá hafði hún verið óbreytt frá því Gestur Guðmunds- son opnaði hana árið 1941, innrétt- ingarnar smíðaðar af gömlum manni sem var orðinn nær blindur. En hún stendur fyrir sínu, inn- réttingin sú. Þeir félagar Hallur og Björgvin, gerðu ekkert annað en mála hana og lakka þegar þeir opn- uðu á ný. Og setja í hillurnar þær vörur sem eru á boðstólum i öllum „sjoppum” — eða eigum við kannski frekar að segja „söluturn” í þessu tilfelli. Að sjálfsögðu auk harðfisksins. En þeir eru líka með mikið af nýjum ávöxtum og niður- suðuvörum, og hafa opið til átta á kvöldin alla daga vikunnar. „Fólk sem hafði verslað hér áður, Vestmannaeyingunum sem sneru ekki aftur eftir gos, en í Eyjum hafði hann rekið tvær verslanir, Þingvelli og Borg. Það er harðfiskurinn sem Skipar heiðurssessinn i hinum nýja Sval- barða. í búðargluggunum standa heilu kassarnir af þessu vestfirska góðgæti, sem þeir fá frá fyrrum sveitungum Halls fyrir vestan. Þeir sjá um dreifingu á harðfiskinum í aðrar búðir, og vilji menn senda vinum og vandamönnum erlendis harðfisk til hátíðabrigða sjá þeir félagar um að pakka honum og senda. ÞG. GLUGGA fyrir fatlaoa — VW ,,rúgbrauð” fyrir tvo hjólastóla upp i 20.100. Það er því ljóst, að þörfin er mikil”, segir Helgi Már við Helgarpóstinn. En þessi ferðaþjónusta borgar- innar við fatlaða er takmörkuð. Fólk þarf að panta bílinn með minnst sólarhrings fyrirvara og dagarnir eru skipulagðir þannig að þetta er líkara strætisvagnasam- göngum en leigubílaþjónusta. „Hugmyndin að þessu fæddist smám saman hjá mér. Það hefur alltaf vantað einhvern sem annast þetta daglega, en samt er alveg óvíst hvernig svona þjónusta gengur. Ég hef hætt öll minu, sett mig í mörg hundruð þúsund króna skuld og sagt upp föstu starfi. En vogun vinnur, vogun tapar”, segir Helgi Már. En hann stendur ekki einn. Fyrr- verandi vinnuveitendur hans líta já- kvæðum augum á framtakið, fjár- málaráðuneytið endurgreiddi hon- um tollana af bílnum, umboðið veitti honum góða fyrirgreiðslu og sama er að segja um þá banka sem hann leitaði til. Auk þess þurfti að kaupa taxta- mæli, talstöð, fá stöðvarleyfi, sem bifreiðastjórafélagið Frami sam- Það er ekki mikiö mál aó aka í leigubíl. Við setjumst inn í bílinn og segjum bílstjóranum hvert á að aka. Vel að merkja séum við fullfrísk. Fatlað fólk hefur að sjálfsögðu eins mikla þörf fyrir að skjótast milli húsa í leigubíl og þeir sem f ull- frískir eru. En fyrir þeim sem eru bundnir við hjólastól getur það ver- ið meiriháttar mál. En nú hefur verið leyst að nokkru úr þessu vandamáli. Þessa dagana er að fara í gang leigubílaþjónusta fyrir fatlaða. Sá sem fyrir þvr stend- ur heitir Helgi Már Haraldsson, og hann ekur Volkswagen Micro- bus, sem tekur tvo hjólastóla. Það er honum reyndar ekkert ný- mæli að flytja fatlað fólk í hjóla- stólum. Þegar Kiwanisklúbburinn í Reykjavík hóf rekstur sendibíls til að flytja fatlaða á sínum tíma var hann fenginn til að vera með þann bíl. Þegar borgin yfirtók þessa þjónustu nokkrum mánuðum síð- ar, 1. janúar árið 1979, hélt hann starfinu áfram og þegar bílunum hafði verið fjölgað í fjóra var Helgi Már orðinn rekstrarstjóri þessarar þjónustu við fatlaða. „Frá því Reykjavíkurborg yfirtók Ferðaþjónustu fatlaðra og þar til nú hefur ferðum fjölgað úr 4400 á ári MMMM PÓSTUR þykkti fyrir sitt leyti, og smíða í bíl- inn útbúnað fyrir stólana. „Ég ætla mér ekki að verða ríkur á þessu. Og komi i ljós á fyrsta ári, að einn bíll sé ekki nóg hika ég ekki við að kaupa annan. Ef ég geri það ekki er ég að svíkja það sem ég er að gera”, segir Helgi Már. Skyndiferðir fyrir fatlaða heitir fyrirtækið. Afgreiðslan er á heimili Helga Más þar sem eiginkona hans, Jóna G. Ásgeirsdóttir,svarar í síma 71215 og kemur pöntunum til skila um talstöð. Taxtinn er 15% yfir leigubílataxta, sem er mun lægra en greitt er fyrir samskonar þjónustu víða í nágrannalöndum okkar — i Kaupmannahöfn kostar slík þjón- usta t.d. tvöfalt meira en venjulegir leigubílar. ÞG fvrir fatlaða

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.