Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 20
20 FöstCJdagur 11. mars 1983 jpifisturirih. eftir Guðlaug Bergmundsson — Hvert er þá leiðinlegast verkefnið, sem þú hefur fengist við? „Djúpavogsmálið. Það hefur orðið þess valdandi, að ég hef sagt upp störfum. Ég sá mér ekki fært að gegna þessu starfi hjá þeim samtökum, sem ég trúi mest á”, sagði Haukur Már, en vildi ekki fara nánar út í þá sálma. — Hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur? „Það er á huldu, en ég vona, að ég geti unn- ið við mitt fag, sem er blaðamennska og út- gáfustarfsemi”, sagði Haukur Már Haralds- son. Hið leiðinlegasta sagði hann vera það að leiðrétta missagnir eða misskilning, sem kæmust á kreik. „Annars er ekkert verkefni í eðli sínu leiðin-^ legt, heldur veltur það á því hvernig skapi maður er í”, sagði Kjartan Stefánsson blaða- fulltrúi Verslunarráðs íslands. Sæmundur Guövinsson, Flugleiöum: Kjartan Stefánsson, Verslunarráði ís lands: „Ekkert verk- efni í eðli sínu leiðinlegt” Kjartan Stefánsson hafði starfað sem blaðamaður og aðstoðarfrétta- stjóri á Vísi og sem ritstjóri Sjávar- frétta áður en hann réðst til Versl- unarráðs íslands í desember 1981. Hann hafði um skeið velt fyrir sér þeim möguleika að prófa eitthvað nýtt og gerast blaðafulltrúi. Þegar hann svo sá almennt orðaða auglýs- ingu í blöðunum, var hann sann- færður um, að þetta væri starf fyrir sig. „Starfið er fyrst og fremst fólgið í því að kynna þá starfsemi og þau sjónarmið, sem hér eru uppi, og líka að eiga hlut að máli í því hvernig, hvar og hvenær við kynnum okkar mál”, sagði Kjartan um starfssvið sitt. Starfið skiptist í þrjá megin þætti. í fyrsta lagi eru það tengsl og samskipti við fjölmiðla, í öðru lagi sjálfstæð útgáfustarfsemi og í þriðja lagi almenn kynning til ýmissa hópa. „Það, sem tekur mestan tíma, er útgáfa á fréttabréfi, sem er sent til félagsmanna og samstarfsaðila, útgáfa og dreifing á kynn- ingarritum, og einnig tekur undirbúningur og kynning á ráðstefnumtalsverðan tíma”, sagði Kjartan. Um eiginleika góðs blaðafulltrúa sagði hann, að hann þyrfti að vera áreiðanlegur, „Fréttafulltrú- anum er fyrst og fremst ætl- að að kynna fyrirtækið en ekki sjálfan sig” Sæmundur Guðvinsson hóf störf sem fréttafulltrúi hjá Flugleiðum h.f. í júlí 1982. Hann starfaði áður sem blaðamaður og síðar frétta- stjóri á Vísi og loks sem fréttastjóri á DV „Fréttafulltrúinn þarf að fylgjast með sem flestum þáttum í starfsemi Flugleiða. Starfið er mjög fjölbreytt og stór hluti þess er frétta- og upplýsingamiðlun. Ég reyni að láta fjöl- miðla vita, þegar eitthvað gerist, sem ég álít fréttnæmt og ég aðstoða einnig þá, sem leita frétta eða eru að skrifa greinar. Ég tek saman upplýsingar um mál, sem þeir spyrja um og ekki síður kem ég þeim í samband við þann aðila hér sem hefur með viðkomandi mál að gera eða veit mest um það”, sagði Sæmundur, þegar hann var spurður hvert starfssvið blaða- fulltrúans væri. Þá sagði Sæmundur, að það væri einnig í verkahring fréttafulltrúans að liðsinna Pétri og Páli, sem hringdu til fyrirtækisins í leit að upplýsingum. Hann annast jafnframt sam- skipti við útgefendur tveggja tímarita (Við BLAÐAFULL TRUI hvað er nú það? * Blaðamannafélag Islands efnir til ráðstefnu um þrjár faggreinar, blaðamennsku, kynningarstarf og auglýsingastarf, laugardaginn 19. mars. Peir, sem munu fjalla um kynningarstarfið eru blaða- eða fréttafulltrúar þriggja ólxkra stofnana og fyrirtækja. Til þess að forvitnast örlítið um verksvið þessarar stéttar, leitaði Helgarpósturinn til fjögurra blaða- og fréttafulltrúa, sem reyndar eru allir gamlir blaðamenn, og bað þá að segja frá starfi sínu. Þeir eru Haukur Már Haraldsson, Kjartan Stefánsson, Sæmundur Guðvinsson og Vilborg Harðardóttir. fukur Már Haraldsson, Alþýöusam- ndi íslands: „Stundum voru lagðar á mig hendur og mér ýtt í burtu” Haukur Már Haraldsson hefur verið blaðafulltrúi Alþýðusam- bands íslands síðan um sólstöðu- samningana 1977, en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Áður starfaði hann sem blaðamaður á Alþýðu- blaðinu. „Ef við bindum okkur eingöngu við titilinn, þá er starfið fólgið í því að koma til fjölmiðla ályktunum og skoðunum ASÍ á því sem er að ger- ast i þjóðfélaginu, og aðstoða blaðamenn við að leita sér upplýs- inga um málefni, sem snerta ÁSÍ”, sagði Haukur Már um starfssvið sitt. Hann bætti því við, að blaðafulltrúastarfið væri aðeins hluti af starfinu, þar sem hann væri jafnframt ritstjóri Vinnunnar. Haukur Már sagði, að helstu eiginleikar blaðafulltrúans ættu að vera trú hans á það, sem hann væri að gera. „Hann þarf líka að geta unnið með öllum fjölmiðlamönnum, án tillits til pólitískra skoðana þeirra, og hann þarf að geta komið skammlausum texta frá sér”. Haukur Már sagði, að sú staða hefði ekki komið upp, að hann hefði verið ósammála forystumönnum ASÍ í veigamiklum málum. „En það er augljóst mál, að ef þú ert blaða- fulltrúi, þá ertu ráðinn til að túlka skoðanir samtakanna. Ef þú hefur aðra skoðun, verð- urðu að grafa hana, hún kemur málinu ekkert við”. — Er blaðafulltrúinn þá skoðanalaus mál- pípa? „Það er næstum hægt að segja það, þegar um þetta er að ræða”. Skemmtilegasta verkefni Hauks Más var jafnframt hans fyrsta verkefni sem blaðafull- trúi ASÍ, sólstöðusamningarnir 1977. „Þetta var í fyrsta skipti, sem ASÍ réð blaðafulltrúa og það kom Vinnuveitendasam- bandinu í opna skjöldu. Þeir fundu ekki mót- leik við því”, sagði hann. Hann sagði, að þetta hefðu verið mikil hlaup í síma til að koma skoðunum ASÍ á framfæri, og þá helst fyrir fréttir til þess að ekki væri hægt að hafa samband við mótherj- ana. „Þetta vakti mikla ólgu og það voru stund- um lagðar á mig hendur og mér ýtt í burtu”. samvinnuþýður og kunna að umgangast fólk úr ólíkum áttum. En hvað af þessu á við hann sjálfan? „Það er ekki mitt að dæma um það”. Þegar Kjartan var spurður hver hefði síð- asta orðið, ef kæmi til skoðanaágreinings á milli blaðafulltrúa og æðstu yfirmanna hans, sagði harín, að fræðilega gæti verið um tvenns konar ágreining að ræða. Annars vegar gæti það verið ágreiningur um starfsaðferðir og hins vegar um þau sjónarmið, sem sett væru fram. „I sumum tilvikum hefur blaðafulltrúinn úrslitavald um starfsaðferðir, en hjá okkur eru þessi mál ákveðin í góðri samvinnu. Blaða- fulltrúinn þarf að vera sammála grundvallar- stefnunni, annars lendir hann oft í árekstrum. í flestum málum verða skoðanir blaðafulltrú- ans að víkja, enda er starfið ekki til fyrir hann”, sagði Kjartan og ítrekaði, að ekki hefði reynt á þetta hjá honum. Hann er þó ekki á því, að blaðafulltrúar séu skoðanalausar málpípur, heldur sé það miklu frekar spurning um innræti þeirra, sem horfa á þetta utan frá og lýsa því. „Blaðafulltrúar hafa alltaf sínar skoðanir, en þeir væru ekki að rækja starf sitt, ef þeir töluðu ekki máli vinnuveitandans”. — Er þetta spennandi starf? „Þetta er fjölbreytilegt og ekki ósvipað blaðamennskunni, nema hvað framsetningin er dálítið einhliða. í blaðamennskunni eru alltaf tvær hliðar á hverju máli og blaðamað- urinn er hlutlaus. Nú er bara ein hlið og mað- ur er ekki hlutlaus, en grundvallaratriðin eru þau sömu og þegar maður skrifar frétt: ef hún er skýr og einföld, kemst hún til skila”. Kjartan sagði, að skemmtilegasti þáttur starfsins væri að sjá um útgáfuna, en einnig væri mjög skemmtilegt að taka á móti erlend- um mönnum, sem kæmu með ferskar og nýjar hugmyndir um þjóðfélagsmál. sem fljúgum og Atlantica), sem eru gefin út fyrir farþega félagsins, og enn annar hluti starfsins er að leggja áætlanir að kynningar- starfi félagsins í nánustu framtíð. — Hvaða eiginleikum þarf þá góður blaða- fulltrúi að vera gæddur? „Hann þarf að hafa lifandi áhuga á stofn- uninni, sem hann vinnur fyrir og þeirri starf- semi, sem þar fer fram. Og eins og í blaða- mennsku, verður hann að hafa ánægju af því að umgangast fólk. Hann verður að gera sér grein fyrir því, að honum er fyrst og fremst ætlað að kynna fyrirtækið, sem hann vinnur hjá, en ekki að koma sjálfum sér í sviðsljósið. Þess vegna hefði ég kannski ekki átt að sam- þykkja þetta viðtal. Síðan þarf hann að vera vel að sér í öllu er varðar fjölmiðla, vita hvern- ig þeir vinna og hugsa”. — Á þetta allt við þig? „É'g held, að það sé of mikið sagt, en þetta eru hlutir, sem maður verður að hafa í huga, og gera síðan eins vel og maður getur”. Hvað gerist þá ef ágreiningur kemur upp milli blaðafulltrúans og yfirmanna fyrirtæk- isins um kynningu á tilteknu máli? Sæmund- ur sagði, að æðstu yfirmenn bæru ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og þeir hefðu því síðasta orðið. „En ef sjónarmið blaðafulltrúans verða of- an á, ber hann ábyrgð á þeim, reynist þau röng.Þettahefurekkigerst og mérdyttiekki í hug að vinna hjá fyrirtæki, þar sem ég lenti í þrasi við yfirmennina”, sagði Sæmundur. — Er fréttafulltrúinn þá skoðanalaus mál- pípa annarra? „Nei. Fyrirtæki, sem ræður blaðafulltrúa aðeins sem málpípu er illa á vegi statt. Slíkur blaðafulltrúi gerir meira ógagn en gagn. Blaðamenn komast fljótt upp á lag með að sniðganga þá og leita til annarra í fyrirtæk- inu”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.