Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 79

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 79
RITSJÁ Jakobina Sigurðardóttir: Lifandi vatnið. Skuggsjá. 1974. Þessum fóu línum or ekki ætlað að vera neinn ritdómur um skáld- sögu Jakobinu Sigurðardóttur, Lif- andi vatnið, er út kom í nóvember s.l., heldur vildi ég færa Jakobinu þakkir fyrir þessa ágætu bók, enn eitt afrekið, sem hún vinnur. Mér v'rðist sem furðu hljótt hafi verið um þessa bók i blöðum og fjölmiðlum, en það er gamla sag- an, að góð list flæðir ekki ævin- lega viðstöðulaust yfir. Útkoma þessarar skáldsögu telst til meiri- háttar tíðinda, þegar lit ð er til bókmenntalegrar uppskeru hér á landi hin siðari ár, og á rithöfund- arferli Jakobinu mun hún óefað verða talinn merkur áfangi. Ég dáist mjög að þeim eigin- le ka í fari Jakobínu sem rithöf- undar, hve hún er ótrauð að leggja til atlögu við margvísleg form skáldskapar. Hún kvaddi sér hljóðs sem Ijóðskáld, hún hefur brugðið fyrir sig þjóðsögunni og ævintýrinu og smásagnagerð iðk- aði húri um hrið. Allt lék þetta i hóndum hennar, og siðan tekur hún til við skáldsagnagerð. Þrjár skáldsögur hefur hún sent frá sér, Dægurvísu, Snöruna og nú síðast L fandi vatnið. Allar eru þessar skáldsögur næsta ólíkar hvað stíl og aðferð við framsetningu áhrær- ir, og maður hlýtur að undrast þrek hennar 11 svo vandfýsinnar og kröfuharðrar bókmenntaiðju, þvi að hún velur sér ekki auðvelda leið og hefur ekki alténd setið í hægu sæti. Tapast hefur skjalataska, gull- næla, seðlaveski, köttur, miðaldra verkamaður. Sagan greinr frá því, að Pétur Pétursson verkamaður týnist einn góðan veðurdag. Hann á heima i H.-hverfi annarri götu númer fimmtán, þriggja barna fað- ir, vinnur þetta tiu til fjórtán tima á sólarhring, húseigandi, gefur upp hvern eyri til skatts, stendur í skilum, sefur heima hjá sér. Hann ætlar heim í sveitina sina þar sem hann ólst upp, og inn í frásögnina af ferðalagi hans fléttast þættir af fjölskyldu hans, myndir frá bernsku hans og æsku og sagt er frá fólki hans heima í sveitinni. Pétur er ekkert sérstakur enda ekki tekið eftir tilvist hans fyrr en hann týnist. „Rétt einn sem drepur sig og það verkamaður, þeim hefur aldrei I ðið eins vel, þurfa ekki einu sinni að hugsa, þeir hafa sína menn til að standa i kjarasamningamakkinu fyrir sig og segja þeim hvenær þeir eiga að samþykkja og hve- nær þeir eiga að fara í verkföll. Allt fá þeir upp í sig hakkað og tuggið, rétt þeir þurfa að kingja, ef það rennur þá ekki sjálf- krafa niður. Það er annað með okkur, það verður að taka tillit til sérmennt- aðra manna. Hver ætti að hugsa fyrir verkamenn, ef enginn vildi taka á sig erfiði og ábyrgð? Sjáum við þeim ekki fyrir tóm- stundagamni, sem hæfir þroska þeirra? Verkamenn verða að læra að viðurkenna verðgildi hugsunar okkar. Velferðarrikið kemst ekki af án hugsana, hálaunaðra hugs- ana." Þetta er bók um firringu og ein- semd nútímafólks hefur verið sagt um þessa skáldsögu, og er það vissulega rétt, en því fer fjarri, að fjallað sé um þau fyrirbæri ein sér og án þess að setja þau i stærra samhengi. Ekki fæ ég betur sé en Jakobína sé hér að segja okkur söguna af þróun róttækrar hreyf- ingar í okkar heimshluta hina síð- ari áratugi. Hún er hér að lýsa fjöl- þættum vandamálum verkalýðs- stéttarinnar, og velferðarþjóðfé- lagið svonefnda kryfur hún af miskunnarlausri nákvæmni. Þessir þættir bókarinnar eru mér ofar- lega í huga, þótt margt annað mætti einnig taka til umræðu. Segja má, að þetta sé heldur svartsýn bók, en unga stúlkan K!dda dóttir Péturs gefur vonina um, að ný viðmiðun, nýtt gildismat sé i mótun og deiglu. Þó að höf- undi virðist vera dimmt fyrir aug- um, er bókin sérlega góð aflestr- ar ,og þar er að finna slika íþrótt og listfengi, að lesand nn er högg- dofa frammi fyrir sumum köflum bókarinnar. Ég nefni aðeins kafl- ana, Það er kona í veröldinni, Maður er ekki lengur týndur og Ákall. Hörður móðurbróðir Péturs er persónugervingur þess hluta verkalýðsstéttarinnar, sem var á- kaflega róttækur á árunum m'lli heimsstyrjaldanna, nánar til tekið á kreppuárunum. Það kostaði harða baráttu að draga fram lifið. Allt lá Ijóst fyrir, og markmiðið var skýrt. Styrinn stóð um lifi- brauðið, og það fólk, sem bjó við skort og allsleysi, hafði allt að vinna í þeim átökum, er þé stóðu. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.