Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐJÐ FÖstudagur 8. des. 1939. Maltín Bruggið jólaölið tímanlega, þeim mun betra verður það. 51. í p/hiiun hkfuajjcjanqwi ejþlli ániÁ ^ökaupíélaqiá Vjelbálaeigendur. Smíðum togvindur í vjelbáta. Leitið upplýsinga hjá osá Vfelsmiðfan Hfeðinn, Símar 1365 (þrjár línur). * Islensk úrvalsljóð Nýtt bindi Steingrímur Thorsteinsson Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju, Bökunardropar Á. V. R. ' Rommdrnpar Vanilludropar Citrondropar Möndludropar Cardemommudropar. Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Oll glös með áskrúfaðri hettu. Áfengisverslun rfkisins. Fyrirliggfandi: H vciti í 50 kg. pokum, ódýr og góð tegund. Eggert Krtsffánsson & Co.h.f. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU Minningarorð um Björn Ey- steinsson, Grímstnngum F. 1. janúar 1849. D. 23. nóv. 1939. eð Birni Eysteinssyni er til raoldar genginn einn af þeim gömlu birkibeinum í hún- vetnskri bændastjett, og á hann að baki sjer einkennilegri sögu en nokkur annar Húnvetningur. Á sjerkennilegasti þáttur í sögu bans rætur sínar í tímabilinu 1881— 1887 — því tímabili er nú sjest aðeins í fjarska og í hinni óskrif- uðn sögu þjóðarinnar. Sýnir það tímabil ‘ glögt skapfestu, þraut- segju og sjálfsbjargarviðleitni. — Eftir að búpeningurinn var hrun- inn niður, fyrir langvarandi harð- indi, og hungurvofan vofði fyrir dyrum, vegna siglingateppu, rjeð- ust fjölda margir yngri og eldri í að flýja land vestur um haf, og nema land að nýju í óbygðum Kanada og víðar, treystandi hinu forna spakmæli: „Guð hjálpar þeim sem hjálpar sjer sjálfur“. Mitt í þessum harða hildarleik við erfiðleikana, afrjeði Björn að taka sig upp, en ættjörðina gat hann ekki yfirigefið — hjer hafði hann fyrst litið dagsljósið, og hjer vldi hann bera beinin. Eftir að húpeningur hans var að mestu fallinn, og engin sjáanleg leið að komast áfram af engin ramleik, yfirgaf hann bygðina og leitaði sjer og sínum athyarfs inni í hinni víðáttumiklu auðn óbygðanna, og mun það eins dæmi á þeim tíma. Frásagnir þær sem hjer fara á eftir, eru að mestu bygðar á æfi- sögubroti er hann sagði sjálfur, og ljet skrásetja 1914, og bið jeg að- standendur velvirðingar á að nota þær heimildir, og hefi ekki ann- að til afsökunar. en það, að þeim heimildum treysti jeg hest. Inn af húnvetnsku dölunum — Vatnsdal og Svínadal — langt inni í óbygðum — þriggja kl.st. gang frá fremsta bæ í Vatnsdal — er landsvæði eit.t er nefnist For- sæludalskvíslar — það myndar dalverpi — er þar unaðslega sum- arfagurt og landkostir miklir — þar nærri góð veiðivötn, grasa- tekja og fuglafang. Á mjög fögrum' stað við Fella- kvísl er lióll einn, er nefnist Rjett- arhóll, var á honum til forna leit- armannaskáli og síðar fjárrjett. Á þessum hól bygði Björn bæ sinn. — Nvi grípa hjer inn í frásagnir Björns, teknar á víð og dreif úr nefndu æfisögubroti: „Vet.urinn 1885—6 lagðist að með bjargarbanni er hjelst fram á sumar —---------- „--------Mjer þótti verst hvað konan mín var nauðug að fara, hana óaði við að fara svona langt inn á heiði. Jeg reyndi að gylla þetta fyrir henni, og sagði að guð myndi ekki síður vera okkur ná- lægur þar en í sveitaglaumnum. Annars fanst mjer, þegar jeg hugsaði um það með sjálfum- mjer, að jeg tækist mikinn vanda á Björn Eysteinsson. hendur, að fara einn af karlmönn- um til, með hana vanfæra, barn á fyrsta ári og Guðrúnu dóttur mína á 12. ári. Jeg harkaði það alt af mjer, og lragsaði að ann- að af tvennu yrði, að duga eða drepast. Jeg bygði á svokölluðum Rjettarhól, og ljet bæinn lieita eftir hólnum. Kunningjar mínir hjálpuðu mjer til að flytja bæði við og annað fram eftir, en svo var vorið kalt, að ekki var orðið stunguþítt á hólnum fyr en 10 vikur af sumri. .Jeg flutti mig frameftir í 16. viku sumars — —“. „---------Jeg hafði undir hönd- um 34 ær, 4 gemlinga, 2 klára tamda og fáein tryppi —-------“. „---------Jeg bað drottinn minn að lána mjer efni mín aftur. Hann einn gat lijáljiað og hann einan gat, jeg beðið — lofaði jeg þá aftur á rnóti að jeg skyldi frekar gleðja en hryggja aumingja sem ættu bágt,------— Jeg stóð ró- legur upp frá bæninni, og átti víst að eitthvað myndi rætast. úr þessu, og fór til konu minnar og hugg- aði hana. — Síðar. —“ „Níu vikur af sumri fór fyrst að leysa af vötnunum. Fór þá strax með net. Það var greni rjett hjá vatninu. Fór á það um leið“. „Áður en jeg fór át jeg eins og vant var soðin’grös í vatni. Verst þótti mjer að vera tóbakslaus og úrlaus — iiafði látið úrið með fleiru upp í skuld------— Eftir 5 ára dvöl á Rjettarhól flutti Björn jiaðan með 180 fjár og 3 hross; hafð borgað upp allar skuldir; auk þess borgaði þá út 900 kr. til tengdaföður síns upp í jörðina Skárastaði, er hann seldi Birni. Búskapur Björns varð fljótt eft- ir þetta umfangsmikill, einkum eftir að hann flutti að Grímstung- um vorið 1899. Græddist honum þar fje, og var á tímabili einhver fjárflesti bóndi í Húnavatnssýslu. Björn var ölkær, og undir á- hrifum víns oft óheflaður í fram- göngu, en svo vanst. þá að því, að enga átti hann óvildarmenn, enda aldrei við deilumál riðinn. Hann var enginn skartmaður, en undir grófgerðu treyjunni sló hjarta hins drenglynda manns. Oft gaf liann snauðum fje á tvær hendur, en aldrei vildi hann heyra á það minst, aðeins að hann hefði borgað skuld. Björn var harðdrægur við sjálfan sig, en óhlutgengur í skift- um við aðra. Hann vildi vera sjálfum sjer nógur, afla úr skauti náttúrunnar, en eklri úr vasa ná- ungans. Hann var nægjusamur í kröfum, því hann þekti hvað var að komast; í þrot og hafa, sig upp aftur, enda lifði hann aldrei yfir efni fram. Björn var gáfaður, en eins og fleiri frá þeim tíma óupp- lýstur maður, meinfyndinn í orð- um og gamansamur. Frá Grímstungum flutti Björn 1910 að Orrastöðum, og eftirljet soniim sínum, Lárusi og Þorsteini, Grímstunguna; hafði hann þá keypt hana og litlu síðar Orra- staði. Björn var t.víkvæntur. Fyrri kona hans var Guðbjörg Jónas- dóttir frá Tindum, en seinni kona Helga Signrgeirsdóttir frá Skára- stöðum — þingeysk að ætt. Föð- urætt Björns er úr Kjósarsýslu, en móðurættin húnvetnsk — Orra- staðaætt. Af börnum hans lifa: Af fyrra hjónabandi: Jónas bóndi á Hóla- baki og Guðrún kona Páls á Guð- laugsstöðum. Af seinna hjóna- bandi: Lárus hóndi í Grímstung- um, Eysteini bónda að Guðrúnar- stöðum, Þorsteinn fyrrnm hóndi á Öxl og Yigdís kenslukona. Síðar átti Björn — eftir að hann varð ekkjumaður — 2 syni með ráðskonu sinni, Kristbjörgu Pjet- ursd., Martein verkfræðinema í Kaupmannahöfn og Erlend bæjar- stjóra á Seyðisfirði. Mörg síðustu ár æfi sinnar var Björn alblindur, en heilsan góð að öðru leyti, var hann að jafn- aði glaður og reifur. Eftir að hann hætti búskap var hann*á vegum Lárusar sonar síns í Grímstung- um. Þorsteinn Konráðsson. Góð bújðrð (höfuðból) á suðurlandi til sðlu. Miklar og vandaðar hyggingar. Mörg og mikli hlunnindi. Rafstöð til suðu og ljósa. Bílvegur heim í hlað. Einkasími. Vatnsleiðsla í hæ og peningshús. Góð fjárbeit, engin mæðiveiki eða garnaveiki. Verð 35 þúsund krónur. Útborg- un 12 þúsund krónur. Eignaskifti geta komið til greina. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Pálsson lögfræðingur Vífilsgötu 9, Reykjavík. KOLASALAN S.f. Ingólfihvoll, 2. hæð. Bímar 4514 og 1845.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.