Morgunblaðið - 04.10.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1953, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 40. árgangur 225. tbl. — Sunnudagur 4. október 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins 300 vistmenii hala dvaBizt að Reykjalundi frá byrjun Aðajbygging Vinnuheimilisins. Þar er sameiginlegur matsalur og dagstofa allra vistmanna og auk þess búa þar 50 þeirra en aðrir 40 í smáíbúðarhúsunum 11. Fremst á myndinni sést skógræktar- reitur Vinnuheimilisins. „Hættuleguistu óvinir ríkisin$“ dæmdir úr leik Yfirmaður tæknideilda kolanáma í Austur- Þýzkalandi hlýtur 15 ára fangelsi. F5ERLÍN — Austur-þýzka fréttastofan ADN hefur sent út frétta- skeyti þess efnis, að 8 leiðtogar og áhrifamenn í kolanámum Aust- ur-Þýzkalands hafi nýlega verið dæmdir í fangelsi fyirr „njósnir og skemmdarstarfsemi í þágu Bandaríkjanna", eins og komizt er að orði. Fengu þeir allt frá 5 og upp í 15 ára fangelsi. Rífaslt út af nýleudum ? HAAG, 3. okt. — Forsætisráð- herra Suður-Afríku, Daniel Mal- an, segir í viðtali við hollenzkan blaðamann sem birt var hér í borg í kvöld, að ósk hans sé sú, I að Suður-Afríka verði gerð að sjálfstæðu lýðveldi innan brezka ! samveldisins, áður en langt um líður. ★ Aðalmálgagn íhaldsmanna í Höfðaborg segist hafa það eftir j Malan, að Suður-Afríkum«nn krefjist þess, að Bretar innlimí nokkrar af nýlendum sínum í Suður-Afríku. — Reuter. í dag, d berklavarnardaginn — 15 dra af- mæli SIBS — sameinast allir Islendingai um mdlefni þess. Takmarkið er: Framkvæmd- um lokið að Reykjalundi í júm, 1956. NJOSNIR FYRIR BANDARÍKJAMENN Segir enn fremur í fréttinni, að hinir dæmdu hafi „veitt Banda- ríkjumönnum upplýsingar um kolaframleiðslu Austur-Þýzka- lands og nýjungar í framleiðsluf1 gerviefna úr kolum“. 15 ÁRA FANGELSI Fórsprakki hinna dæmdu er dr. Öttó Fleicher. Hann er yfir- maður allra tæknideilda kola- náma Austur-Þýzkalands og hef- ur hlotið „þjóðarverðlaunin" fyr ir starf sitt; hann var dæmdur í 15 ára fangelsi. Austur-þýzk blöð segja, að menn þessir hafi verið „hættu- legustu óvinir ríkisins". Adenauer hefur störf * r ■ ao nyju BADEN BADEN, 3. okt.: — Adenauer kanslari Þýzkalands er farinn héðan heim til Bonn til að hefja störf sín að nýju. — Hann hefur verið í sumarleyfi undanfarinn -hálfan mánuð til að ná sér eftir kosningarnar, sem mjög tóku á heilsu hans, enda er hann háaldraður maður orðinn. — Reuter. Utíör Retalers í gær BERLÍN, 3. okt.: — í dag var gerð að viðstöddu gífurlegu fjölmenni útför Reuters borgar- stjóra Berlínar, er lézt s.l. þriðju- dag. — Líkfylgdin gat varla kom- izt um göturnar, sem voru troðn- ar af syrgjandi Berlínarbúum, er kvöddu hinn ástsæla leiðtoga sinn hinnzta skipti. Meðal þeirra, sem fylgdu borgarstjóranum til grafar var Heuss forseti Þýzkalands og varakanslari landsins; Adenauer kanslari gat ekki verið viðstadd- ur vegna lasleika. Eisenhower sagði í dag, að mik ill skaði væri að hinum mikil- hæfa stjórnmálamanni, sem stað ið hefði eins og klettur úr hafinu og hafði árásir kommúnista og svívirðingar að engu. Sagði for- setinn, að með fráfalli Reuter hefði hinn frjálsi heimur misst einn styrkasta baráttumann sinn. — Reuter. Presfsvígsla í Ðóm- kiHijunni í dag í DAG verður prestsvígslu- messa í Dómkirkjunni, þar sem biskup landsiis vígir tvo guð- fræðikandidata, Árna Sigurðsson til aðstoðarprests að Hvanneyri og Braga Friðriksson til safnaða Vestur-íslendinga í Lundar og Langruth. Guðsþjónustan hefst kl. 10,30 f. h. Sr. Óskar J. Þorláksson, dóm- kirkjuprestur, þjónar fyrir altari, en sr.Hálfdán Helgason prófastur, lýsir vígslu, en aðrir vígsluvottar eru: Björn Magnússon prófessor, sr. Eric Sigmar og sr. Sveinn Vík- ingur. Annar hinna nývígðu presta, Árni Sigurðsson, prédikar. KOHNIR HEIM BONN, 3. okt.: — í dag komu 11 þýzkir hershöfðingjar til Austur- Þýzkalands frá Rússlandi, þar 1 sem þeir hafa verið í haldi ásamt 70 öðrum þýzkum hershöfðingj- um, um 200 mílur fyrir sunnan Moskvu. — 9 þessara hershöfð- ingja eiga heima í Vestur-Þýzka- landi, hinir tveir í austur hlutan- um. — Reuter. Ætla að hlýða lögimum Sextíu þús. hafnarverkamenn í verkfalli. • NEW YORK, 3. okt.: — Sér- stök nefnd skipuð af Eisen- hower Bandaríkjaforseta vinnur nú að láusn verkfalls hafnar- verkamanna á austurströnd Bandaríkjanna. Verkfallið nær nú til um 60 þúsund verkamanna. Er til þess ætlazt, að nefndin skili for'setanuni áliti ekki síðar en n. k. mánudag. • Þegar hann hefur fengið álits gerðina í hendur, mun hann taka ákvörðun um það, hvort hann kemur í veg fyrir áfram- haldándi verkfall með Taft- Hartley ÍÖgunum, en verkfalls- menn hafá samþykkt að ganga ekki i berhögg við lögin, ef for- setinn neyðist til að grípa tiT þeirra. — ReUter. Stóðglöggt KAUPMANNAHÖFN, li okt. — Sem kunnugt er, ákváðu Radí- kalir að knýja ríkisstjórn Eriks Eriksens til þess að segja af sér. Stóð atkvæðagreiðslan þó svo glöggt, að sjö þingmenn radíkala vildu hafa stjórn Vinstrimanna og Konservatíva áfram, en sjö vildu heldur veita minni hluta stjórn jafnaðarmanna hlutleysi sitt; varð það úr, eftir langa fundi og mikið þóf. í DAG er hinn árlegi berkla- ] varnadagur, sem Samband ís- j lenzkra berklasjúklinga hefur j gengizt fyrir nú um 15 ára skeið. Öllum íslendingum er kunnugt I um, í hvaða tilgangi stofnað var upphaflega til þessa fjársöfnunar j dags. — Starfsemi SÍBS birtist hvergi greinilegar en í fram-! kvæmdum þeim, sem blasa við í Reykjalundi, þar sem hin stór- 1 merka stofnun, Vinnuheimili berklasjúklinga hefur risið upp á ótrúlega skömmum tíma. Það orkar ekki tvímælis, að hér er um að ræða stofnun, sem ekki á sér neinn líka, þó að víða sé leitað enda verður hver sá, sem heimsækir Reykjalund gripinn ánægjukenndri hrifningu yfir þeim undraverða og glæsilega árangri, sem náðst hefur af stór- hug og þrautsegju þeirra manna og kvenna, sem ekki hafa látið bugast í langri og örðugri sjúk- dómsbaráttu, heldur lagt ódeig á brattann í þágu háleitrar hug- sjónar. FRAMKVÆMDIR Á DÖFINNI Reykjalundur eins og hann er í dag hefur kostað mikið átak og þar er enn mikið ógert. Stjórn SÍBS bauð í fyrradag frétta- mönnum upp að Reykjalundi, sýndi þeim staðinn og skýrði fyrir þeim ýmsar ráðagerðir og framkvæmdir, sem uppi eru á teningnum nú á 15 ára afmæli sambandsins. Verðlaun fyrir píanóleik GENEVA, 3. okt.: — í dag fór fram hér í borg keppni í píanó- leik á 9. músikhátíðinni, sem hér er haldin. — Fyrstu verðlaun hlaut Brasilíumaðurinn Jocques Klein, önnur verðlaun Kurt Bruer frá Stuttgart og þriðju verðlaun Englendingurinn Peter Stone. Fyrstu verðlaun í píanóleik kvenna voru ekki af hent, en önnur verðlaun hlaut Ingirid Krebler frá Vínarborg. — Reuter. Verkfallsskipun kommúnisfa lífilsvirf PARÍS, 2. okt.: — Verkalýðssam- band kommúnista gaf félagsmönn um sínum í gær fyrirskipun um 24 klst. mótihælaverkfall við frönsku ríkisjárnbrautirnar. Það var Ijóst í kvöld, áð starfsménn hlýddu ekki þessari verkfalls- skipun. Þykja áhrif kommúnista innan verkalýðshreyfihgarinhar nú fara dvínandi. — Reuter. Verða að sfanda saman X WASHINGTON, 3. okt. — T Knowland forystumaður þingflokks repúblikana sagði í dag, er hann kom úr fimm vikna ferðalagi til 11 andkommúnískra landa, að hann hygðist ganga á fund forsetans og skýra honum frá ferðalagi sínu. — Það eina sem hann vildi segja við blaða- menn eftir heimkomu sína var: Öll lönd sem berjast gegn komm- únismahum verða að standa stýrlc sahta'n ög láta ékkí sundra sam- tökum sínum. — Reuter. Þegar hafa verið reist 11 smá- íbúðarhús, með samtals um 40 vistmönnum. Aðrir 50 búa í að- albyggingu vinnuheimilisins. TVEIR VINNUSKÁLAR Helztu framkvæmdir, sem nú standa yfir eru tveir stórir og vandaðir vinnuskálar. Var byrj- að á öðrum þeirra í júní 1952 og er áætlað, að hægt muni að taka hann í notkun um n.k. ára- mót. Á seinni skálanum var byrj- að síðastliðið vor, ári síðar en þeim fyrri og standa vonir til, að hægt verði að taka hann í notkun um mitt næsta ár, Auk þessara tveggja vinnuskála, sem nú eru í smíðum er í ráði að byggja aðra tvo til viðbótar af sömu stærð og gerð. Eru þetta aðal byggingarframkvæmdirnar, sem eftir eru að Reykjalundi. —• Áætlað er, að byggingarkostnað- ur þessara fjögurra vinnuskála muni nema 4—5 milljónum kr. Munu þeir leysa úr brýnni nauð- syn á vinnurúmi vistmanna, sem hingað til hefur verið í hermanna skálum og í sjálfri aðalbyggingu vinnuhælisins, þó að sú bygging væri ekki ætluð til þess upphaf- lega. FRAMKVÆMDUM LOKIÐ 3. JÚNÍ 1956 Upphaflega var áætlað að ljúka byggingaframkvæmdum að Reykjalundi á 10 árum eða fyrir 3. júní 1954. Sýnt er, að sú áætl- un muni ekki geta staðizt og hefur því verið sett það mark áð ljúka framkvæmdunum á 12 ár- um eða fyrir 3. júní 1956 óg standa vonir til, að það muni takast, ef leyfi fást til fram- kvæmdanna. 300 VISTMENN FRÁ BYRJUN Frá byrjun hafa komið að Reykjalundi yfir 300 vistmenn. ( Er þar nú rúm fyrir um 90 manns. Árlega eru útskrifaðir af ' vinnuheimilinu 35—50 vistmenn. Samanlagður vinnustundafjöidi s.l. ár var 100 þús. stundir. Að- allega er unnið við smíðar og I sauma og auk þess við skrifstofú- og heimilisstörf, útivinnu og vörzlu. Framleiðsluvörur eru að- allega vinnuföt, náttföt, skermar, leikföng úr tré ýmiss konar hús- gögn og húsgagnafjaðrir, sjúkra- rúm og barnarúm. MIKLAR VONIR BUNDNAR VIÐ PLASTIÐJUNA Á þessu ári keypti SÍBS 2 plast fyrirtæki, sem áður höfðit verið starfrækt í Reykjavík. Auk þess hefur verið útveguð frá Þýzkalandi ný vél, svoköllúð Extruder-vél, ásamt tilheyrandi tækjum og er von á henni hingað í þessum mánuði. Verður hún staðsett í hinum nýa vinnuskála og að líkindum tekin í notkun um n.k. áramót. Sams konar vél er ekki til hér á landi, enda er hér um að ræða nýjung í plast- iðnaði heimsins. Þáð sem hyggzt er að fram- leiða nfteð þessari vél’ er plast Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.