Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 1
32 SIÐIiR OG LESBOK 153. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 Prentsmiðja Morgublaðsins Ráðherra flýr Bólivíu Santiago, Chile 20 júlí. AP. TALSMAÐUR innanríkisráðu- neytis Chiie, sagði í gærkvöldi að ráðherra úr Bólivíustjórn, Ant onio Arguedas, hefði komið til Chile á föstudag og beðizt hælis sem pólitískur flóttamaður. Forseti Bólivíu, Rene Barrien- tos sagði á fundi með blaðamönn um fyrr um daginn, að Argu- eda,s hafi horfið eftir að herinn hafði borið honum á brýn að hafa komið dagbók skæruliða- foringjans „Che“ Guevara til Kúbu. Talsmaður innanríkisráðuneyt isins sagði, áð beiðni ráðherrans um hæli í Chile væri í athugun. Fundi Johnson og Thieu uð liúka liggl íí w iMmM :: 4^ Margir hafa notið sumarblíðunnar í Ilellisgerði að undanfömu. — I.jósm. Mbl. Sv. Þ. Sameiginleg ráðstetna Tékkóslóvakíu og Rússa um helgina Honolulu 20. júlí. NTB. AP. FORSETARNIR Lyndon John- son og Nguyen van Thieu héldu áfram viðræðum sínum á Hawaii í dag. Gert er ráð fyrir, að fundi þeirra ljúki fyrir kvöldið, senni lega nokkrum klukkustundum áður en búizt var við. Sameigin- leg tilkynning verður birt um viðræður þeirra í þann mund, að þeir halda heimleiðis. Þeir munu hafa verið sam- mála um, að Hanoistjórnin hafi ekki komið til móts við Banda- rikjamenn í neinu, eftix að tak- mörkun lofárása var ákveðin, og því verði árásunum haldið áfram enn um skeið. AP-fréttastofan skýrir frá því, að Ho Chi Minh, forseti Norður- Vietnam hafi haldfð útvarps- ræðu í gær, þar sem hann réðst harkalega á Bandaríkjamenn, og sagði að friður mundi komast á í landinu jafnskjótt og Banda- ríkjamenn hættu að fullu og öllu loftárásum á N-Vietnam, og hyrfu á brott með allar hersveit Framhald á bls. 31 Cernik segir að ekki verði horfið til fortíðarinnar Tékkóslóvakar vilja efla samvinnuna viS viðskipti vestur á bóginn - Rússar halda Prag og Moskvu, 20. júlí. NTB- AP. OLDRICH Cernik, forsætis- ráðherra Tékkóslóvakíu, sagði í útvarps- og sjónvarpsræðu í gærkvöld, að þótt sósíalismi væri eina stjórnarkerfið, sem til mála kæmi í Tékkóslóvak íu, hefði kommúnistaflokkur- inn ákveðið að binda í eitt skipti fyrir öll enda á kerfi, sem valdið hefðu óánægju meðal landsmanna og þjóðfé- lagslegu hættuástandi. Hann sagði, að Tékkóslóvakar vildu efla samvinnu við Sovétríkin en vildu um leið aukin við- skipti við kapítalistaríki. Allt bendir til þess að Tékkó- slóvakar hafi fallizt á tillögu Rússa um að æðstu leiðtogar kommúnistaflokka þjóðanna haldi fund með sér, og er talið að fundurinn verði haldinn á mánudaginn eða þriðjudaginn Stjórnmálasamband Mal- aysiu og Filippseyja oð rofna FORSETI Filippseyja, Ferdinand Marcos, kvaddi í dag heim frá Malaysiu, ambassador landsins þar og aðra sendiráðsstarfsmenn utan einn, sem á að hafa umsjón með sendiráðinu í Kuala Lump- ur. Stjórnmálafréttaritara líta þennan atburð alvarlegum aug- um og telja, að með þessu hafi stjórnmálasambandi rikjanna ó- formlega verið slltið. Ákvödðun þessi er tekin, vegna þess að Malaysia hefur neitað að verða vfð kröfum Filippsey- inga um að láta af hendi til þeirra ríkið Sabah (Norður Born eo) að því er segir í opinberri ■tilkynningu. Samningaviðræður fulltrúa í Bankok fóru út um þúfur á márau- dag, er Malaysiumenn neituðu eindregið að fallast á kröfur Filippseyinga og gengu úr fund- arsal. Þetta var þriðji fundurinn, sem Marcos hefur beitt sér fyrir, að haldinn er um þetta deilu- mál. Filippseyingar hafa reynt að fá samiþykkt að málinu verði skotfð til alþjóðadómstólsins í Haag, en til að svo megi verða þarf stuðning beggja hlutaðeig- andi ríkja. Malaysiumenn hafa ráðið Sabah síðan árið 1963, þegar Bret ar hurfu þaðan, en Filippseying ar byggja kröfur sínar á land- svæðasamningi frá 19. öld. Malaysiumenn tilkynntu að við- ræður um málið gætu ekki hafizt áð nýju, fyrr en einhver grund- völlur væri fyrir hendi. Sam- tímis því setti Malaysia fram til lögu um gagnkvæma samvinmu á sviði efnahags-, viðskipta og varnarmála. Rússa og auka áfram taugastríði í Moskvu, Kiev eða Lvov. Brottflutningur sovézka her- liðsins frá Tékkóslóvakíu held- ur áfram eftir áætlun, að sögn Ceteka, og allt bendir til þess að honum ljúki um helgina, að því er Reuter hefur eftir áreið- anlegum heimildum í Prag. Yfir- maður herafla Varsjárbanda- lagsins, sovézki marskálkurinn Iva Jakubovsky, sem hefur verið í Tékkóslóvakíu vegna tafanna á brottflutningnum, er nú kominn til Moskvu. Þangað er einnig komimn varnarmálaráðherra Sov étríkjanna Andrei A. Grechko marskálkur, sem hefur hætt við heimsókn sína í Algeirsborg. Forseti tékkóslóvakíska þjóð- þingsins, Jósef Smrkovsky, sagði í gærkvöld, að fulltrúar tékkó- slóvakíska flokksins mundu hitta sovézka kommúnistafulltrúa að Framhald á bls. 31 Flotaæfinpnum í noröurhöfum lokið Moskvu, 20. júlí. AP-NTB. FYRSTU flotaæfingum Varsjár- bandalagsins lauk í gærkvöld. Æfingarnar voru mjög umfangs- miklar og fóru fram á geysi- stóru svæði, allt frá strönd Eystrasalts, þar sem æfð var land setning hermanna með aðstoð flugvéla og herskipa, til hafn- svæðisins nálægt íslandi, þar sem æfður var hernaðu kaf- báta og beitiskipa. Auk æfinganna á Norður- Atlantshafi og Eystrasalt náðu æfingarnar til Noregshafs og Barentsihafs. Æfingar fóru fram í öllum tegundum sjóihern- aðar og í þeim tóku þátt flug- vélar, herskip og kafbátar frá Sovétríkjunum, Póllandi og' Austur-Þýzkalandi. Yfirmaður sovézka flotans, Sergei G. Gorchkov aðmíráll, til kynnti að æfingunum væri lok- ið, að því er Tass-fréttastofan skýrði frá í dag. 1 frétt Tass-fréttastofunnar sagði: „Sjóhðsforingjar og flota- stjórnir öðluðust hagnýta reynslu í áætlunum og skipu- lagningu nútíma sjóhernaðar, í eftirliti með hinum ýmsu verk- efnum, sem flotastyrkur verður að leysa þegar framkvæma verð ur flóknar flotaaðgerðir. Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.