Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JULI 1980 Ástandið ekki svo slæmt í áratugi — segir Matthías Bjarnason um frystihúsin á Vestfjörðum — ÁSTANDIÐ í frystihúsarekstri hefur ekki verið svona slæmt í áratuKÍ ok jafnvel vel rekin hús, sem ekki hafa lent í erfiðleikum, eiga nú við vanda að stríða, sagði Matthias Bjarnason alþinKÍsmaður er Mbl. spurði hann um ástand frystihúsa á Vestfjörðum. Þá furða ég mig á að ráðherrar skuli telja ísfiskmarkaðinn ónot- aðan þegar framleiðslan fer ekki út úr húsunum, en ef til eru fleiri markaðir þá eigum við ekki að kasta þeim frá okkur. — Sum frystihúsin á Vestfjörð- um hafa staðið framar mörgum öðrum á landinu þótt finna megi undantekningar, en ég sé ekki annað en það sé nú liðin tíð og ekki minni vandi hjá húsunum á Vestfjörðum en víðast hvar. Birgðasöfnunin er ekki allt vanda- málið, frystiiðnaðurinn er nú rek- inn með halla og hann hefur orðið að taka á sig heimatilbúinn vanda, sem hér hefur verið látinn þróast. Tilkostnaðurinn vex alltof hratt vegna rangrar stjórnarstefnu og þar er verðbólgan erfiðasti vand- inn. Allar ríkisstjórnir fram til þessa hafa gert tilraun til að halda í við verðbólguna, en ég hefi ekki séð neitt í þá átt hjá núverandi ríkisstjórn að öðru leyti en því að atvinnufyrirtækin fá ekki að hækka þjónustu sína þrátt fyrir að þau verði fyrir hækkunum og þar með stefnt í atvinnuleysi. SÍS styrkir „ár trésins“ Menningarsjóður Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefur gefið 2 milljónir króna vegna „árs trésins“. Formaður sjóðs- stjórnar Erlendur Einarsson, forstjóri afhenti Oddi Andréssyni, varaformanni Skógræktarfélags íslands þessa gjöf í gær. Myndin er tekin við það tækifæri. — Ljósm. Mbl.: Emilía. Verzlunarráð íslands um 200% hækkun fóðurbætisskatts: Fyrirsjáanlegur skortur á eggjum, fugla- og svínakjöti — auk þess, sem verð mun stórhækka á þessum neyzluvörum í TILEFNI af setningu bráða- birgðalaga um 200% fóðurbætis- skatt sendir Verzlunarráð ís- lands frá sér svohljóðandi álykt- un: Verzlunarráð íslands mótmæl- ir harðlega framkomnum bráða- birgðalögum um 200% fóðurbæt- isskatt, og vill benda á eftirfar- andi máli sinu til stuðnings: Þrátt fyrir, að yfirlýstur til- gangur laganna sé að draga úr mjólkurframleiðslu er ljóst, að skattlagning þessi kemur hvað harðast niður á búgreinum sem sízt skyldi. Með því að hækka 50% rekstrarkostnaðar fugla- og svína- bænda um helming verður núver- andi grundvelli kippt undan þess- um búgreinum. Verður slíkt að teljast afar óeðlileg ráðstöfun í ljósi þess að þessar þúgreinar hafa ætíð þurft að taka fulla ábyrgð á framleiðslumálum sínum án nokk- urs opinbers stuðnings og því ekki valdið neinum þjóðhagslegum vandamálum samfara framleiðslu sinni. í tilraun sinni til að koma að einhverju leyti til móts við bænd- ur í fugla- og svínarækt, hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins alið af sér afar flókið kerfi endurgreiðslu og fóðurskömmtun- ar, sem felur í sér afturhvarf Selá seld fyrir 350 milljónir kr. GENGIÐ hefur verið frá sölu á Selá. skipi Hafskips. til Austur- landa að sögn Ragnars Kjartans- sonar. framkvæmdastjóra og skipið verður afhent kaupendum um 20. júli n.k. Söluverð Selár er um 350 millj- ónir króna á gengi í dag, en skipið var byggt árið 1966. Skipið er 530 brúttótonn. Þá má geta þess að Hafskip mun formlega taka við RO-RO- skipunum, sem það hefur haft á leigu undanfarna mánuði, með haustinu, og verður félagið þá með sex skip í siglingum. 20—30 ár aftur í tímann. Auk þess að vera illframkvæmanlegt veldur þetta kerfi fóðurseljendum stór- auknu umstangi og kostnaði sem þeir eiga að bera samfara fyrir- sjáanlegum samdrætti í sölu og versnandi afkomu, enda hafa regl- ur þessar verið útbúnar án sam- ráðs við þessa aðila. Verður að telja slíkt óeðlileg vinnubrögð. Með því að kippa grundvelli undan framleiðslu eggja, fugla- og svínakjöts er fyrirsjáanlegur skortur á þessum neyzluvörum auk þess sem umrædd skattlagn- ing mun hafa í för með sér stórhækkað verð á þessum vörum til neytenda. Verzlunarráð Islands ítrekar því afdráttarlaus mótmæli gegn því að hægt sé með lagasetningu að grafa undan afkomu heilla atvinnugreina og tefla í tvísýnu lífsafkomu fjölda aðila, sem, á engan hátt geta talist eiga þátt í því vandamáli sem umræddri lagasetningu er ætlað að leysa. Verzlunarráðið skorar því á ríkis- stjórnina að hún taki setningu bráðabirgðalaga um 200% fóður- bætisskatt til tafarlausrar endur- skoðunar með það fyrir augum, að fella niður skattinn í núverandi mynd. Sölumiðstöð- in fær lóð í Bretlandi SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hefur fengið út- hlutað lóð í Bretlandi fyrir starfsemi sem fyrirtækið ákvað á síðasta aðalfundi sínum að hefja þar í landi. Er þar um að ræða lóð undir frystigeymslu og fisk- vinnsluaðstöðu. Að sögn Guðmundar H. Garðarssonar blaðafulltrúa SH hefur Sölumiðstöðinni borist skeyti um lóðaúthlut- unina í Grimsby, en undir- ritun samninga hefur ekki farið fram. Að henni frá- genginni hefjast fram- kvæmdir. Kvað hann fyrst myndu reista verða frysti- geymslu og síðar húsnæði undir aðra þá starfsemi sem ráðlegt þætti að fara út í í Bretlandi, en SH seldi þar í fyrra 15 þúsund tonn. Eimskipafélagið sel- ur Álafoss og Kljáfoss AÐ SÖGN Harðar Sigurgestssonar. forstjóra Eimskipafélags íslands, eru sölusamningar nú á lokastigi varóandi sölu á tveimur skipum félagsins, Álafossi og Kljáfossi, og verður væntanlega frá þessum samningum gengið í næstu viku. Kljáfoss verður seldur aðila London og verður skráður undir sýrlenzkum fána, en Kljáfoss er eitt elzta skip félagsins, smíðaður árið 1957. Kljáfoss verður afhent- ur í lok mánaðarins. Kljáfoss er 499 brúttótonn að stærð, eða 1065 svokölluð dauðvigtartonn. Sölu- Ekki á óvart — segir formaður BSRB — VIÐ teljum að sjálfsögðu að viðræðurnar eigi að halda áfram og að hér sé ekki um neitt úrslitaboð að ræða, en töldum okkur vera að stíga skref í áttina til samninga, þótt ég telji þá ekki hafa verið komna á lokastigið. sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í samtali við Mbl. í gær, er hann var inntur álits á greinargerð fjármálaráðherra við tilboði BSRB. — Mér komu viðbrögð ráð- herra ekki á óvart, en ég tel að við getum haldið áfram við- ræðum. Það er búið að ræða mikið um hvers kyns réttinda- mál og félagslegu hliðina, en við vorum svo til ekki byrjaðir að ræða um launaliðinn og því áreiðanlega mikið starf eftir áður en samningar takast. EINS og skýrt er frá í baksíðufrétt í blaðinu í dag beið sjötugur maður bana i umferðarslysi á gatnamótum Elliðavogar og Langholtsvegar i gær. Myndin sýnir slysstað. — Ljósm.: Július. verð skipsins er í kringum 75 milljónir króna, en í því sambandi ber að hafa í huga að hann verður seldur fyrir mikla yfirferð og endurnýjun. Kljáfoss hefur und- anfarin ár verið í siglingum til Weston Point í Bretlandi, Álafoss verður seldur til fyrir- tækis á Kýpur, en hann var smíðaður árið 1971 og keyptur til félagsins 1974. Álafoss er 499 brúttótonn að stærð, eða 1290 dauðviktartonn. Hann er nýkom- inn úr mikilli endurnýjun og yfirferð og söluverð hans er í kringum 600 milljónir króna. Að undanförnu hefur Álafoss verið í siglingum til Svíþjóðar og Noregs og fyrir hann mun koma annað skip af sömu stærð. Hann verður væntanlega afhentur í næsta mánuði. Þá má þess geta, að önnur tvö skip til viðbótar hafa verið á sölu undanfarið og verður unnið að þeim málum áfram. Slysavarnafélag íslands: Allir gúmbátar verði búnir neyðartalstöðvum „Á SÍÐASTA aðalfundi Slysa- varnafélagsins voru dregin saman i eina tillögu þau sjón- armið sem komið hafa fram um öryggisútbúnað á fiskiskipum,“ sagði Ilannes Þ. Ilafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Tillagan er í þremur liðum og er á þá leið að öllum gúmbátum sé pakkað i fíberglasshylki, verði húnir sjálfvirkum sleppikrókum sem opnast þegar bátur er kominn á ákveðið dýpi og séu lika hand- stýrðir, og að allir gúmbátar verði búnir sjálfvirkum neyðar- sendi sem sé pakkað með þeim.“ sagði Hannes. „Þannig að kom- ist enginn að bátunum þá á sjálfvirki sleppikrókurinn að virka þannig að bátarnir fljóti upp, neyðarsendingar byrji strax og auðveldi þannig leit að bátnum.“ Á undanförnum árum hafa hin ýmsu félagasamtök ályktað um þessi mál. auk Slysavarnafé- lagsins. Má þar nefna sjóslysa- nefnd og félagasamtök sjó- manna. Framangreind tillaga sem samþvkkt var á síðasta þingi SVFÍ var unnin upp úr þessum ályktunum og henni beint til samgönguráðuneytis- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.