Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						62
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Svíþjóð:
Útflutningur jókst um
16% — innflutningur 19%
Fyrsta skipiö afgreitt
HAFSKIP opnaði eigin þjónustuskrifstofu í Hamborg 1. aprfl sl. Að sögn
Páls Braga Kristjónssonar, fjarinálastjóra félagsins, Mutti þad sig jafnframt
um set í höfninni til betri skilyrða frá því sem áður var.
Fyrsta skipið, sem afgreitt var
af hinni nýju skrifstofu og frá
nýrri víðlegu, var Rangá, sem Haf-
skip fékk afhent til eignar í
marzmánuði sl. Myndin var tekin
við komu Rangár til Hamborgar 5.
apríl sl., pegar Sveinn Kr. Péturs-
son, framkvæmdastjóri Hafskips í
Þýzkalandi, afhenti skipstjóran-
um, Sæmundi Sveinssyni, mynd
frá höfninni í Hamborg.
í  þessari  fyrstu  ferð  losaði
Rangá í Hamborg um 400 tonn af
kísilgúr fyrir þýzkan, austurrískan
og svissneskan markað, ennfremur
um 100 tonn af ferskum og frystum
fiski.
Að sögn Páls Braga halda tvö
skip Hafskips, Rangá og Skaftá,
uppi vikulegum ferðum milli Ham-
borgar og Reykjavíkur, með við-
komu í Rotterdam, Antwerpen og
Ipswich.
— Vöruskiptahalli
jókst verulega á
síðasta ári
ÚTFLUTNINGUR Svía jókst um 16%
i liðnu ári, þegar verðmæti hans var
alls 167.975 milljónir sænskra króna,
sem jafngildir 487.128 milljónum ís-
lenzkra króna. Innflutningur jókst
hins vegar um 19% á liðnu ári, þegar
verðmæti hans var samtals 173.525
railljónir sænskra króna, sem jafngild-
ir um 503.223 milljónum íslenzkra
króna.
Þessar upplýsingar voru gefnar út
af sænsku hagstofunni, sem sagði, að
vöruskiptahalli Svía hefði verið um
5.500 milljónir sænskra króna, sem
jafngildir um 15.950 milljónum ís-
lenzkra króna, en til samanburðar
var vöruskiptahalli Svía á árinu 1981
um 1.200 milljónir sænskra króna,
sem jafngilda um 3.480 milljónum
íslenzkra króna.
Á síðasta ári voru viðskipti Svía
jákvæð um 5.000 milljónir sænskra
króna, sem jafngildir um 14.500
milljónum íslenzkra króna, við sam-
starfsríki þeirra í EFTA og Norð-
menn eru komnir í 1. sæti yfir helztu
útflutningsmarkaði Svía. Viðskipti
Svía við EBE-löndin voru hins vegar
neikvæö á síðasta ári um 9.600 millj-
HELZTU VIÐSKIPTALÖND SVÍA 1982			
UTFLUTNINGUR		INNFLUTNINGUR	
Noregur	10,6%	Vestur-Þýzkaland	17,3%
V-Þýzkaland	10,5%	Bretland	12,3%
Bretland	10,0%	Bandaríkin	8,4%
Danmörk	7,7%	Noregur	7,2%
Bandaríkin	7,1%	Danmörk	5,8%
Finnland	6,5%	Finnland	5,7%
Frakkland	5,7%	Holland	4,5%
Holland	5,0%	Frakkland	4,0%
Belgía	3,6%	Japan	3,7%
Italía	3,1%	ítalía	3,1%
ónir sænskra króna, sem jafngildir
um 27.840 milljónum íslenzkra
króna. Viðskipti Svía voru hins veg-
ar neikvæð um 3.800 milljónir
sænskra króna við EBE-Iöndin á ár-
inu 1981, sem jafngildir um 11.020
milljónum íslenzkra króna.
Aðalástæðan fyrir þessum mikla
halla á viðskiptum Svía við EBE-
löndin er 12.400 milljóna sænskra
króna halli á viðskiptum Svía og
Vestur-Þjóðverja, sem jafngildir um
35.960 milljónum íslenzkra króna.
Útflutningur Svía til Bandarfkj-
anna jókst um 34% á síðasta ári,
þegar verðmæti hans var um 11.900
milljónir sænskra króna, sem jafn-
gildir um 34.510 milljónum íslenzkra
króna. Útflutningsaukningin til
Bandaríkjanna kemur aðallega fram
í gríðarlegri aukningu á útflutningi
sænskra bíla, SAAB og Volvo, til
Bandaríkjanna, en þeir eru orðnir
mjög vinsælir í Bandaríkjunum.
Viðskipti Svía við Austur-
Evrópu voru neikvæð um 4.700 millj-
ónir sænskra króna, sem jafngildir
um 13.630 milljónum íslenzkra
króna, en þau viðskipti voru neikvæð
um 1.200 milljónir króna á árinu
1981, sem jafngildir um 3.480 millj-
ónum íslenzkra króna.
Evrópskt ár lít-
illa og meðal-
stórra fyrirtækja
Vaxandi samkeppni f verklegum framkvæmdum:
Óeðlilega og óskynsam-
lega staðið að tilboðum
— segir Sambandsstjórn Landsambands iðnaðarmanna
í NÝJASTA fréttabréfi Landsambands
iðnaðarmanna segir, að nú sé að verða
almennt viðurkennt i Vesturlöndum,
að smá og meðalstór fyrirtæki gegni
ekki síður þýðingarmiklu hlutverki í
atvinnulífi einstakra landa heldur en
hin stærri.
„Segja má, að á undanförnum ár-
um hafi í sumum löndum orðið nán-
ast vakning í þessum efnum. Stjórn-
völd og almenningur hafa f sívax-
andi mæli hugað að því, hvernig
styrkja mætti stöðu minni fyrir-
tækjanna. Hefur jafnvel mátt ræða
um eins konar „smáfyrirtækja-
stefnu" í þessu sambandi," segir
ennfremur.
Þá segir, að með henni sé leitast
víð að setja fram hugmyndir um,
hvaða kröfur skuli gera til fyrir-
tækjanna sjálfra, jafnt stórra sem
lítilla, og til stjórnvalda, svo að
tryggja megi viðgang atvinnulffsins,
þar sem smá og meðalstór fyrirtæki
og stærri rekstrareiningar starfa á
jafnréttisgrundvelli hlið við hlið.
Gerðar eru tillögur um úrbætur á
flestum mikilvægum sviðum at-
vinnurekstrar beint, til dæmis
rekstrarform.
Þrátt fyrir viðleitni síðustu ára til
að eyða mismunun á milli stórra
fyrirtækja og hinna minni, er það
skoðun margra, að frekari aðgerða
sé þðrf í þessum efnum, og enn þurfi
að baeta almenn starfsskilyrði
smærri og meðastórra fyrirtækja.
Þess vegna hefur Evrópuþingið
ákveðið, að árið 1983 skuli sérstak-
lega helgað málefnum lítilla og með-
alstórra fyrirækja í öllum löndum
Efnahagsbandalags Evrópu. Af
hálfu EBE hefur verið samin ítarleg
áætlun um það, hvernig að þessu
verkefni skuli staðið.
Evrópskt ár lítilla og meðalstórra
fyrirtækja, eins og herferð þessi hef-
ur verið nefnd, var formlega sett í
Brussel 20. janúar sl. Systursamtök
Landsambands iðnaðarmanna á
Norðurlöndunum eru sérstakir
málssvarar lítilla og meðalstórra
fyrirtækja.
Á sambandsstjórnarfundi Land-
sambands iðnaðarmanna, sem hald-
inn var fyrir skömmu, urðu miklar
umræður um ástandið, sem um þess-
ar mundir ríkir á útboðs- og til-
boðsmarkaði hér i landi vegna
margvíslegra verklegra fram-
kvæmda.
Töldu fundarmenn greinilegt,
að vinna færi minnkandi, og ýmsir
byðu því í verk meira af kappi en
forsjá, og á stundum langt fyrir
neðan það sem eðlilegt og skyn-
samlegt gæti talizt.
Af þessu tilefni var eftirfarandi
tillaga flutt á fundinum og sam-
þykkt einróma: „Sambandsstjórn
Landsambands iðnaðarmanna tel-
ur, að vegna vaxandi samkeppni
um verkefni, komi nú fram tilboð,
sem eru verulega undir áætluðum
verkkostnaði. Augljóst er, að verði
framhald á þessari þróun, muni
það veikja mjög stöðu atvinnu-
rekstursins í landinu. Fundurinn
felur framkvæmdastjórn að safna
gögnum varðandi þá stöðu, sem
hér um ræðir, og í framhaldi af
því hvetur hann verktaka til að
vanda vel tilboðsgerðina."
Flutningsmiðlunin eykur þjónustu sfna:
Erum fyllilega samkeppnis-
færir við erlenda aðila
— segir Steinn Sveinsson, framkvæmda-
stjóri, sem segir fyrirtækið enn-
fremur vera gjaldeyrissparandi
FLUTNINGAMIÐLUNIN er þriggja ára um þessar mundir, en að sögn
Steins Sveinssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins hefur það í samvinnu
við samstarfsaðila sína erlendis séð um flutning og þjónustu á 8—9.000
vörusendingum fyrir 550—600 inn- og útflytjendur i þessum tíma.
„Helzta verksvið Flutningsmiðl-
unarinnar hefur verið að sjá um
að fylgja eftir pöntunum fyrir
inn- og útflytjendur, taka vöru-
sendingar við verksmiðjuvegg er-
lendis og sjá um flutning og alla
skylda þjónustu um borð í skip eða
flugvélar í þeim höfnum, sem
henta bezt hverju sinni. Ennfrem-
ur sjá samstarfsaðilar fyrirtækis-
ins um fjölda FOB-sendinga í hin-
um ýmsu erlendu höfnum. Útflytj-
endum hefur fyrirtækið boðið
sams  konar  þjónustu  til  enda-
stöðva," sagði  Steinn aðspurður
um verksvið fyrirtækisins.
„Flutningsmiðlunin hefur verið
og er eina íslenzka fyrirtækið, sem
sérhæfir sig í flutningum erlendis,
og hefur nú komið sér upp þétt-
riðnu þjónustuneti um allt megin-
land Evrópu, í Bretlandi og á
Norðurlöndunum. Það má segja,
að í framangreindum löndum sé
nærri hver bær og borg okkar
„viðkomuhöfn", þar sem að öllu
jöfnu er stutt í okkar menn til að
taka vörusendingar með skömm-
um fyrirvara og koma þeim til við-
komuhafna og heim. Þá má skjóta
því inn í, að Flutningsmiðlunin
hefur komizt í samband við aðila í
Norður-Ameríku og í Austurlönd-
um fjær, sem sjá um þjónustu sem
þessa.
Flutningsmiðlunin hefur alla
tíð átt í harðri samkeppni við er-
lenda flutningsmiðlara. Aðallega
er um að ræða aðila í Þýzkalandi,
Bretlandi og Skandinavíu, sem
bjóða upp á svipaða þjónustu er-
lendis, en hafa hins vegar ekki að-
stöðu hér á landi. Þá rennur sá
gjaldeyrir, sem greiddur er fyrir
þeirra þjónustu að sjálfsögðu úr
landi. Ég tel að Flutningsmiðlunin
geti í flestum tilvikum boðið upp á
jafngóða þjónustu og verð erlendis
og þessir aðilar, og oft betri, og
veitir síðan ýmis konar þjónustu á
staðnum, íslenzkum inn- og út-
flytjendum  að  kostnaðarlausu.
Þannig geta þeir sparað fé, tíma
og fyrirhöfn með því að láta okkur
fylgjast með vórusendingum og
gefa upplýsingar þar um, fengið
ráðgjöf og upplýsingar um hinar
ýmsu flutningaleiðir erlendis og
heim, og látið milliliðalaust leysa
úr þeim vandamálum, sem upp
kunna að koma varðandi pappíra
og þess háttar hluti. Þá er Flutn-
ingsmiðlunin síðast en ekki sízt
gjaldeyrisskapandi fyrirtæki eins
og ég sagði áður, því að í stað þess
að hinn erlendi flutningskostnað-
ur verði allur eftir erlendis, þá
skilar dágóður hluti hans sér
heim, þegar við eigum í hlut,"
sagði Steinn ennfremur.
Aðspurður um nýjungar eða
breytingar á starfi Flutningsmiðl-
unarinnar, sagði Steinn að ákveðið
hefði verið að auka þjónustuna við
inn- og útflytjendur með því að
taka að sér gerð aðflutnings- og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72