Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANtJAR 1984 29 skálda“ árið 1954 af jafn vandlát- um bókmenntamanni og Magnúsi Ásgeirssyni, en mun vera ort árið áður, þegar ólafur var sautján ára: Mig hafði dreymt lengi hafði mig dreymt hinar björtu nætur og endalaust sumar sem enn var ekki til Það var vetur og ég gekk í garðinum á veginum í borginni — tróð óhreinan snjóinn og hugleiddi draum minn Þá kom einhver á móti mér Draumurinn kom á móti mér og brosti i sinni endalausu æsku. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er Vilborg Sigurðar- dóttir og eiga þau tvo syni, Jón og Halldór. Sfðari kona hans er Sig- rún Steingrímsdóttir og eiga þau eina dóttur, Valgerði. Ég votta aðstandendum öllum dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar og kveð að lokum minn kæra vin með þökk fyrir eftir- minnileg kynni — ekki síst okkar dýrmætu, brothættu og „enda- lausu æsku“. Gyin Gröndal Að glugga mínum hníga hljóðar öldur úr fjarska: köld stjarnljós í kyrru náttmyrkri — að glugga mínum: strönd minni. Umvafinn lífi ást, hamingju gleður mig og seiðir mig hið glitofna myrkur. Einn vaki ég. Klukkurnar slá. Þegar reiðarslag dynur yfir og orð skortir er gott að geta leitað til bókmennta, sem segja hið ósegjanlega og gefa form þeirri sammannlegu reynslu sem í má finna nokkra huggun. Og það geri ég nú þegar ég kveð vin minn Ólaf Jónsson, svo alltof snemma, svo alltof fyrirvaralaust, og reyni að skilja örlög hans. A vissan hátt fjalla allar bókmenntir um dauð- ann, og eru um leið tilraun manns- ins til að ná út yfir sjálfan sig og þetta undarlega og óskiljanlega líf sem honum er skammtað. Þær eru líka líf, og kannski raunverulegra en það sem við lifum, því að þær veita innsýn í hugarheima sem eru okkur að öllu jöfnu lokaðir og sýna samhengi mannlegra örlaga þar sem takast á fegurð og sorg, hlátur og kvöl. Vinátta okkar ólfs byggðist á sameiginlegum áhuga okkar á bókmenntum, og nú þegar hann er allur sakna ég ekki aðeins vinar, heldur einnig viðmælanda. Við ræddum mikið saman um það sem við vorum að vinna að, og einn íslenskra bókmenntafræðinga tók hann rannsóknir mínar á bók- menntum eftir konur alvarlega. Hefði hann ekki hvatt mig til þeirra í upphafi er raunar óvíst að nokkuð hefði úr þeim orðið. Þótt skoðanir okkar væru oft skiptar og það kæmi jafnvel fyrir að við deildum hart, var það alltaf af heilindum og í fyllsta trúnaði. En oftar kom það fyrir að umræður væru gefandi, skemmtilegar. Og margt var órætt, svo alltof margt. Að missa slíkan félaga og vin er þyngra en tárum taki, og ég veit að ég mun alltaf sakna hans. Inn yfir strönd mína óvissa nótt óvissan dag mun náttmyrkrið streyma — ekki stöðvast eins og nú á björtum glugga mínum en bylgjast hingað inn. Horfið frá ljósum sínum lokar það augum mínum. Myrkrið og stjörnurnar kveðjast. Sigrúnu og Völu litlu, Vilborgu, Jonna og Halldóri, Sollu og öðrum ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi ljóð Hannesar um ströndina sem snýr að nóttinni verða þeim einhver huggun í sárri sorg. Ólafi fylgja hjartans kveðjur — og óskir mín- ar hvar hann gengur. Helga Kress Persónuleg kynni tókust með okkur Ólafi Jónssyni fyrir tæpum 15 árum; tekin var saman bók vegna langafa okkar og okkur var falið að vera tilsjónarmenn verks- ins. Þá lærði ég að meta verðleika Ólafs. Síðar átti ég eftir að kynn- ast Ólafi sem ritstjóra Skírnis og loks áttum við náið samstarf í baráttu fyrir bættum hag stunda- kennara við Háskóla íslands. Þeir góðu eiginleikar Ólafs sem ég mat mest, fyrir utan gáfur hans og skarpskyggni, voru heiðarleiki, hófsemd og samviskusemi. Allir þessir verðleikar ollu vafalaust miklu um hversu áhrifamikill hann var sem gagnrýnandi. Skrif Ólafs vöktu oft sterk viðbrögð og stundum ólgu. Þessu olli vafalftið að ólafur talaði aldrei þvert um hug sér. En hon- um var aldrei eiginlegt að vera hvassyrtur og meinyrtur, stíll hans var hófstilltur, í senn fræði- legur og alþýðlegur. Áhrifamáttur hans var kannski ekki sfst fólginn í því að honum var sýnt um að draga fram kjarna hvers máls og rökvís var hann svo að skeikaði lítt eða ekki. ólafur var einn og hinn sami hvort sem var í grein í blaði eða í persónulegu spjalli, orð hans voru jafnan öguð og skoðanir yfirveg- aðar. í baráttu Samtaka stundakenn- ara við Háskóla Islands var ólaf- ur eins og sjálfkjörinn formælandi lengst af frá stofnun samtakanna. Orð hans máttu sín mikils, jafnan mest og hann reyndist bæði raun- sær og skynsamur. í hita barátt- unnar naut hann sín vel. í Skfrni á ég þrjár greinar sem Ólafur las í handriti af stakri kostgæfni og glöggskyggni. Slíkt kunni ég að meta og bætti þær mjög eftir ábendingum hans. Ég býst við að margir geti sagt svip- aða sögu um greinar sínar í Skírni. Ólafur var nákvæmur en öll smásmygli var honum fjarri skapi. Bestar minningar á ég um Ólaf úr heimsóknum til hans þar sem setið var að rólegu spjalli yfir kaffibolla. f öllu tali um menn og málefni var hann bæði hlýr og nærgætinn. Ég minnist góðra stunda hjá Ólafi og Vilborgu Sig- urðardóttur, fyrri konu hans, og, eftir að við kynntumst betur, mjög notalegra stunda á heimili þeirra Sigrúnar Steingrímsdóttur, seinni konu hans. Valgerður dóttir þeirra Sigrúnar var augasteinn föður síns og Jón og Halldór af fyrra hjónabandi áttu hauk í horni þar sem faðir þeirra var. Öll eiga þau, og Sólveig systir ólafs, mína dýpstu samúð. Eg á að sjá á bak góðum vini. Minningin um ólaf Jónsson mun verða mér kær. Helgi Þorláksson Það er ekki laust við að manni sé tregt tungu að hræra nú þegar grimm örlög lafa með skyndingu mikilli kvatt ólaf Jónsson á braut héðan. Hann 'rar einn fjölmennt- aðasti og , "faðasti bókmennta- maður þjóða inar og án nokkurs vafa mikilhæfasti listgagnrýnandi hennar eftir daga Bjarna frá Hofteigi og Ásgeirs Hjartarsonar. Því skal ekki neitað að dimmt er fyrir augum að sjá á bak slíkum manni í blóma lífsins og það á tímum óvissu og upplausnar þegar íslensk menning þarf á öllum sín- um liðsstyrk að halda. Kynni okkar ólafs Jónssonar urðu ekki mjög löng í árum talið. Störf okkar gerðu að verkum að fundum bar oft saman, en þar fyrir utan tókst með okkur vinátta sem varð æ traustari eftir því sem tíminn leið. Ég mun fyrst hafa gengið á fund hans ungur skóla- Að leiðarlokum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Frá upphafi var ólafur Jóns- son ákafur lesandi og skýrandi. í menntaskóla var hann þegar orðinn áhrifamikill, skáld og skriffinnur. Magnús Ásgeirsson birti eftir hann athyglisverð ljóð í Ljóðum ungra skálda, hann vakti umtal fyrir smásögu í Lífi og list og hann vann til verð- launa fyrir smásögu í Stefni. Ólafur Jónsson hefði eflaust get- að orðið dugmikið skáld, en hann valdi þá leið að skýra skáldskap annarra. Ekki ómerka leið. Það gleymist stundum að gagnrýn- andi er rithöfundur, túlkar í senn og skapar, gerist leiðsögu- maður, býr jafnvel til skáld. Góðir gagnrýnendur standa jafnfætis góðum rithöfundum. Þegar hugað er að bókmennta- störfum ólafs Jónssonar má ekki gleyma þýðingum hans. Hann þýddi Loftsiglingu Per Olafs Sundman og Tveir dagar, tvær nætur eftir sama höfund. Einnig þýddi hann margar bæk- ur þeirra hjóna Maj Sjöwall og Per Wahlöö úr hinum viðamikla flokki sem þau kölluðu Skáld- sögu um glæp. Þetta voru kjarnmiklar þýðingar og vitnuðu um sérkennilega máltilfinningu sem stundum gat virst sérvisku- leg og full af kækjum, en var fyrst og fremst trú karakter þýðandans. í málbeitingu hans var oft falin afstaða hans til bókmennta og ekki síst umhverf- is. Ég hygg að besta þýðing Ólafs sé þýðingin á hinni stuttu, en mögnuðu skáldsögu Tveir dagar, tvær nætur. Ólafur var að eðlisfari mjög gagnrýninn. Hann skorti hið frjálsa hugarflug, var meira fyrir að láta rökvísina njóta sín, óvenjulega glöggur á tölur. Það var að sumu leyti furðulegt að jafn jarðbundinn maður og Ólaf- ur skyldi gera bókmenntir að viðfangsefni sínu. Hæfileikar hans hefðu eflaust nýst eins vel á öðrum sviðum, í hvers kyns vísindum. Ólafur Jónsson var ákaflynd- ur. Bókmenntir voru honum ástríða sem hann komst ekki undan. Meðan hann skrifaði í Alþýðublaðið á sjöunda áratugn- um var enginn eins athafnasam- ur og hann í skrifum um bók- menntir og leiklist. Greinar hans urðu margar. Han var svo vakandi í þeirri viðleitni sinni að segja frá því sem var að gerast í íslensku menningarlífi að hann átti sér fáa líka. Hvort sem greinar Ólafs voru til lofs eða lasts vitnuðu þær allar um vilja hans til að láta að sér kveða. Þetta litla blað sem fáir lásu varð að stærra blaði vegna skrifa Ólafs Jónssonar. Blaðið hafði reyndar átt góða liðsmenn áður, eins og til að mynda Helga Sæmundsson, en enginn var jafn áræðinn og ólafur Jónsson. Stefnu sinni lýsti hann sjálfur 1964 í greininni Um gagnrýni: „Hér á landi kann að sinni að vera einna mest þörf á harðri og agasamri gagnrýni. í litlu hverfi, á útkjálka er jafnan hætt við nesjamennsku, undanslætti í smekk og viðhorfum; menn una því sem ekki er nema hálfgilt og hálfvolgt af því að annað betra er ekki á boðstólum; miðlungs- mennskan kemst í fyrirrúm af því að hún er jafnan fyrirferð- armest." Eftir að ólafur fór að skrifa i Vísi og síðan í Dagblaðið og loks í Dagblaðið Vísi varð staða hans meðal helstu gagnrýnenda óumdeilanleg. En ofurhugi hins litla málgagns jafnaðarstefn- unnar leit öðruvísi út í borgara- legu umhverfi, stundum eins og reiður ungur maður eða upp- reisnargjarnt barn í skjóli um- burðarlyndis. Ólafur Jónsson hafði lagt á það nokkra áherslu í skrifum sínum í Alþýðublaðinu að nýj- ungar í skáldskap og umbótavilji í stjórnmálum færu einatt sam- an. Ég var meðal þeirra sem átt- uðu sig ekki á þessu. En þótt Ólafur Jónsson tæki vel ýmsum vinstrisinnuðum höfundum, sér- staklega ef þeir skrifuðu vel, freistaðist ég til þess að álíta að hann stæði í rauninni nær borg- aralegum viðhorfum. Þetta var kannski misskiiningur. En ólík- legt tel ég að ólafur Jónsson hafi fagnað höfundum fyrir það eitt að þeir væru vinstrisinnaðir. Þegar ég nú að leiðarlokum fletti bók Olafs Jónssonar: Líka líf (1979) sem í eru greinar hans um samtímabókmenntir 1963— 79, kemst ég ekki hjá að draga ýmsar ályktanir. I Eftirmála skrifar ólafur að bókin sé „tekin saman í þeirri trú, að bókmennt- ir, skáldskapur, skipti máli leng- ur en nemur fyrsta lestri og um- tali um nýútkomnar bækur og vert kunni að vera að prófa hversu endist og standist fyrsta reynsla bóka og höfunda. En annað né meira en þá reynslu eiga þessar greinar ekki að láta uppi.“ Það segir í raun og veru mikla sögu hvernig ólafur Jónsson valdi í þessa bók, Líka líf. Ljóst er að raunsæilegur, einkum hversdagslegur frásagnarmáti höfðaði mjög sterkt til hans. Einnig hið svokallaða ofurraun- sæi sem á rætur í absúrdisma. Hann dáðist að þeim höfundum sem gátu sameinað skilning á venjulegu líf og djúpa innsýn í manneskjuna og vanda hennar. Slíkir höfundar fá bestu einkunn í Líka líf. Kemur ekki á óvart að Svava Jakobsdóttir og Guðberg- ur Bergsson eru þeirra á meðal. í umsögn um Leigjandann eft- ir Svövu spyr ólafur: „Hvernig er okkar eigin frelsi og farsæld háttað í dag, einstaklings og samfélags? Hvar erum við niðurkomin í heiminum hvert og eitt? Þeirra spurninga spyr þessi saga Svövu Jakobsdóttur, meðal annarra, heimur sögunnar, slunginn kunnuglegum og raun- hæfum, fjarstæðum og fárán- legum þáttum, er okkar eigin heimur og okkar samtíðar, líf hennar okkar líf.“ Ólafur Jónsson var stundum eins konar samnefnari gagnrýn- enda, óli krítíker. Við elduðum saman grátt silfur. En þrátt fyrir allt gátum við talast við og fáa menn þekkti ég sem voru jafn góðir drengir og Ólafur þeg- ar öllum ágreiningsmálum var sleppt. Ég kunni því mátulega vel að eiga ólaf Jónsson sem andstæðing. Ég vona að hann hafi verið sama sinnis. Við létum stundum stór orð falla, en hvaða merkingu höfðu þau? Gagnrýni ólafs Jónssonar um bókmenntir var oft á tíðum óvægin. Hann gerði strangar og stundum ómannúðlegar kröfur til rithöfunda. En gagnrýni hans um leikhús og leiklist var enn harðari. Hún gat orðið miskunn- arlaus. ólafur Jónsson gekk frá því að hann var ungur maður um götur Reykjavíkur ofvaxið gáfnaljós með fyrirheit um annað og meira en hann gat staðið við. Hann valdi sér það hlutskipti að fylgjast með og dæma það sem aðrir voru að fást við. Gáfur hans voru meiri en margra ann- arra. Hann var ekki umburðar- lyndur. En í hverju felst meira umburðarlyndi en því að gefa gaum og taka mark á viðleitni annarra manna? Jóhann Hjálmarsson maður sem þurfti að finna rit- stjóra Skírnis að máli, en ekki leið á löngu áður en samskiptin urðu óformlegri og það varð nóg erindi heim til hans að vilja spjalla um sameiginleg hugðarefni. Voru móttökur hans og Sigrúnar Steingrímsdóttur konu hans ætíð með þeim hætti að oftast var setið lengi og komið víða við í fjörugum samræðum. Á seinni árum bar einnig nokkrum sinnum við að haldið væri saman á fjöll, en ólaf- ur var göngugarpur mikill og sótti sér alhliða endurnæringu í fjalla- loftið. Einkum höfðu þau Sigrún bundið mikla tryggð við Þórs- mörkina, fóru þangað oft á ári og áttum við þar öll góða daga saman" á liðnu sumri. Minningarnar um allar þessar samverustundir varð- veitast nú í þakklátu hjarta, en víst er sárt til þess að hugsa að þær skuli ekki verða fleiri. Samband okkar ólafs Jónssonar byggðist aldrei á því að við værum sammála um alla hluti eða legðum okkur eftir því að dásama verk hvors annars. Við áttum hins veg- ar afar auðvelt með að skiptast á skoðunum í hreinskilni, vissum að við gætum látið hlutina flakka án þess að hinn sýndi viðkvæmni eða fyrtni. Okkur var báðum tamt að halda viðhorfum okkar til streitu, en aldrei minnist ég þess að við gætum ekki virt meiningar hvors annars þegar sameiginleg niður- staða varð ekki fundin. Enda þótt við værum hvor á sinn hátt full- trúar býsna ólíkra kynslóða sé ég nú eftir á að allur sá munur gerði ekki annað en auðga samskipti okkar. Ólafur var sjór af fróðleik um íslenska menningu síðustu áratuga, það mannlíf sem hafði dafnað í tengslum við hana, og margt af því sem hann sagði mér fannst mér auka við mína eigin reynslu, dýpka skilning minn á þeirri tíð sem við lifðum báðir. Smekkur okkar og mat á einstök- um höfundum og verkum fór ekki sýknt og heilagt saman, en undir niðri vissum við víst báðir að í list og skáldskap værum við að leita hins sama: einhvers sem hrifi okkur, fegurðar, skýrrar hugsun- ar, tilfinningalegrar einlægni. Ungur maður sem leggur út á erfiða braut gagnrýnandans fullur metnaðar og baráttugleði á alltaf margt ólært. ólafur Jónsson kenndi mér betur en nokkur annar hvað það kostar að vera gagnrýn- andi; hvílíkar kröfur um réttsýni, heiðarleika og vönduð vinnubrögð sá verður að gera til sín sem vill að rödd sín heyrist. Þegar ég bætt- ist í hóp gagnrýnenda fyrir nokkr- um árum tók hann mér strax opnum örmum og veit ég þó að hann hefur haft lúmskt gaman af því að horfa á þennan unga starfsbróður sinn hlaupa af sér hornin. Þá var hann sjálfur löngu búinn að ná þeim þroska að geta sett skoðanir sínar fram án alls hávaða en þó af þeirri einurð og festu að eftir þeim var ávallt tek- ið. Honum fannst víst nóg um kappsemi mína á stundum og eins lét ég hann finna þætti mér hann helstil linur; við vorum vanir að tala um slíka hluti í tóni sem gat hljómað svolítið hæðinn en var í eðli sínu ekkert annað en hlýleg glettni; um ágreining eða ósætti gat aldrei orðið að ræða. Sem lítið dæmi um hollustu hans við mig skal hér nefnt að einhverju sinni þegar honum þótti mér hafa skjátlast illa í mati á ónefndu leikriti hafði hann samband við mig og veitti mér rækilega ofaní- gjöf. Eg var víst ekki maður til að viðurkenna þá að hann hefði á réttu að standa, en gerði það þó síðar fyrir sjálfum mér og dró vonandi einhvern lærdóm af. Sem gagnrýnandi kaus ólafur Jónsson að standa utan þeirra sértrúarsafnaða menningarlífsins sem kenna sig við hægri og vinstri og þola yfirleitt ekki annað en það sem verður dregið í þeirra eigin dilka. Ég hygg að hann hafi al- mennt haft meiri samúð með þeim sem treysta á samhjálp og sam- stöðu fremur en óhefta gróðafíkn, en veit þó vel að í þeim efnum var hann gjörsamlega laus við tálsýn- ir og kreddur. Hann var einfald- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.