Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2
M0RGUNBIA5>IÐ UVsUGARDAGUil .1. APRÍL 1989
Selfoss:
Veitustjóra gert
aðlátaafstörfum
Seifossi.
Veitustjórinn á Selfossi, J6n Örn Arnarson, sagði upp stðrfum í gær
eftir fund með formanni veitustiórnar og bæjarstióra og hættir strax.
Ástæða uppsagnarinnar er ágreiningur mUli veitustiórnar Selfossveitna
og veitustjóra um framkvæmdaatriði. Uppsögnin kom í kjölfar fundar
í veitustjórn þar sem samþykkt var samhljóða að bjóða veitustióra að
hætta strax.
Veitustjórn Selfossveitna sam-
þykkti á fundi sínum siðdegis í gær
að fela bæjarstjóra og formanni
veitustjórnar að ganga á fund veitu-
stjóra og ræða ágreiningsatriði við
hann. Niðurstaða af þeim fundi varð
sú að veitustjóri sagði starfi sínu
lausu og hættir strax.
Brynleifur H. Steingrímsson form-
aður veitustjórnar kvaðst vilja segja
eftirfarandi um málið á þessu stigi:
„Það hefur lengi verið ágreiningur á
milli veitustjórnar og veitustjóra um
framkvæmdir. Þó vill veitustjórn
taka fram að hún telur Jón Örn Arn-
arson hæfan fagmann. Samstarfið
hefur verið erfitt í vissum stjórnunar-
legum atriðum." Brynleifur sagði að
skilnaður hans og bæjarstjóra við Jón
Örn hefði verið í sátt og beiskjulaus
af beggja hálfu.
„Ég hef sagt upp störfum og
ástæðan fyrir því er að milli mín og
veitustjórnar hefur lengi verið
ágreiningur," sagði Jón Örn Arnar-
son. „Það sem fyllti mælinn er sú
staðreynd að ég hef verið með fríorku
sem hvergi hefur verið skráð. Því
var mér boðinn sá kostur að segja
upp og hætta'störfum strax og jafn-
framt að greiða áætlaða notkun um
eins og hálfs árs tímabil ellegar fara
í opinbert mál vegna þessa. Eg gekk
að þessari sameiginlegu ósk veitu-
stg'órnar og hætti strax enda búinn
að fá mig fullsaddan af gömlum
deilumálum veitnanna," sagði Jón
Örn Arnarson.          _ Sjg. jons.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá opnuninni, sem fram fór í
hinum nýja tengiskála milli K-
álniu og aðalbyggingar. Til
hægri er Davíð Á. Gunnarsson í
ræðustól. Á innfelldu myndinni
er Garðar Mýrdal, yfireðlis-
fræðingur krabbameinslækn-
ingadeildar, við nýja línuhraðal-
inn.
Til greinahöfunda
FRÁ áramótum hafa verið óvenju-
mikil þrengsli í Morgunblaðinu. Af
þeim sökum hafa greinar, sem
sendar eru blaðinu til birtingar,
orðið að bíða óhóflega lengi. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar á því.
Þar sem ekki er fyrirsjáanleg
breyting á þessum þrengslum og
fjölmargar greinar bíða enn birt-
ingar, eru það vinsamleg tilmæli
til greinahöfunda, að þeir stytti
mál sitt. Morgunbíaðið mun leggja
áherzlu á, að greinar, sem eru ekki
lengri en 2-3 blöð í stærð A4 (í
aðra hverja línu) fái skjóta birtingu.
Þeir sem senda blaðinu lengri
greinar mega búast við verulegum
töfum á birtingu.
Það skal tekið fram að lokum,
að Morgunblaðið fagnar síauknum
áhuga fólks um allt land á því að
birta greinar í blaðinu og efla þann-
ig skoðanaskipti í landinu.
Fyrsti áfangi K-álmu
Landspítala opnaður
FYRSTI áfangi nýrrar K-álmu
Landspítalans, geislameðferðar-
eining, var opnaður með viðhöfh
í gær. Með þessari nýju byggingu
breytist aðstaða til krabbameins-
Iækninga hér á landi til muna,
og munar þar mest um linuhrað-
al, þann fyrsta á íslandi og annað
Smyglaður bjór er nú afhentur ATVR;
Utsala á fimmtán þúsund
lítrum á Stuðlahálsi í dag
ALLAR bjórbirgðir, sem tollgæzlan gerir upptækar í smygli, hafa eft-
ir 1. marz verið afhentar Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins til ráðstöf-
unar. Áður en bjórinn var leyfður var smyglinu hins vegar komið í
verð með því að seMa það í millilandaskip. Áfengisverzlunin hefur í
dag útsöiu á smyglaða bjórnum, hátt á annað þúsund kössum, og kenn-
ir þar ýmissa grasa sem ekki sjást daglega í verzlunum ÁTVR. Ber
þar hæst 1.100 kassa af Heineken-bjór, sem voru í gámi, sem tollgæzl-
an gerði upptækan á dögunum.
„Eftir 1. marz fer allur bjór, sem
við tökum, til ÁTVR eins og annað
áfengi, en það er svo þeirra mál
hvað gert er við hann," sagði Her-
mann Guðmundsson, skrifstofustjóri
hjá tollgæzlustjóra. „Fyrir 1. marz
var bjórinn seldur í millilandaskip,
ef tókst að afgreiða mál á þeim tíma,
sem ætla mátti að bjórinn væri not-
hæfur. Ef ölið var ósöluhæft, var því
fargað."
Hermann sagði að fjöldi bjórteg-
unda væri gerður upptækur. „Heine-
ken er langalgengastur, einnig er
mikið um Carlsberg, Tuborg, Bud-
weiser og Beck's. Annars sjást flest-
ar útgáfur, þótt í litlum mæli sé, t.d.
páskabjór. Um daginn kom einn
kassi af Guinness-bjór, en sá bjór
hefur ekki sézt í mörg ár," sagði
Hermann.
Smyglgóssið, um 15.000 lítrar af
bjór, verður til sölu í bjórútsölu
ATVR á Stuðlahálsi í Árbæ frá kl.
10.00 til kl. 16.00 í dag, laugardag.
Bjórinn verður seldur í heilum köss-
um og verðlagning verður mismun-
andi eftir tegundum. Kassi af Hein-
eken-bjór í 33 cl dósum verður seld-
ur á um það bil 1800 krónur. Ekki
fékkst það gefíð upp hvað Guinn-
ess-kassinn góði muni kosta, ef hann
verður þá seldur á annað borð.
Búizt er við að birgðirnar klárist
strax í dag, svo ekki þurfi að halda
útsölunni áfram fyrr en aftur hafa
safnazt upp nægilegar birgðir af
smygli. Talsvert hefur dregið úr
smyglinu eftir að bjórinn var leyfð-
ur, og safnast bjórbirgðir því hægar
upp hjá tollgæzlunni.
tækið sinnar tegundar, sem sett
er upp í Evrópu. Tækið mun
koma meðferð gegn krabba-
meinssjúkdómum i nútímalegt
horf, að sögn Þórarins E. Sveins-
sonar, yfirlæknis krabbameins-
lækningadeildar. Lionsfélagar
söfnuðu fé til kaupa á línuhraðl-
inum og greiddu um helming
kostnaðar við hann, en tækið
kostar 45 milljónir króna á nú-
virði.
Framkvæmdir við K-bygginguna
hófust vorið 1985. Enn er aðeins
rúmur þriðjungur hússins risinn, en
fullbyggð mun K-byggingin hýsa
deildarrými krabbameinslækninga-
deildar, röntgen- og myndgreining-
ardeildar, skurðstofur og gjörgæzlu-
deild á alls 8.700 fermetrum á þrem-
ur hæðum. 3.400 fermetra tækni-
rými í kjallara mun þjóna hinum
hæðunum þremur.
Kostnaður við fyrri áfangann er
álls um 560 milljónir króna. Þar af
eru 30 milljónir króna vegna verk-
þátta, sem upphaflega áttu að til-
heyra síðari áfanga. 530 milljónirn-
ar, sem eftir standa, eru um 50
milljónum eða 11% meira fé en upp-
hafleg kostnaðaráætlun gerði ráð
fyrir. Að sögn Hallgríms Snorrason-
ar, sem er formaður yfirstjórnar
mannvirkjagerðar á Landspítalalóð,
má rekja þessa viðbót til breytinga
á upphaflegum áformum um fyrir-
komulag deildarinnar. Þá reyndist
smíði glerþaks yfir skálann, sem
tengir K-bygginguna við aðalbygg-
ingu Landspítalans, dýrari en ætlað
hafði verið.
I ávarpi sínu við opnunina sagði
Davíð A. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna, að K-byggingunni
væri ætlað að verða miðstöð eða
„hjarta" hátækniheilbrigðisþjónustu
á Islandi. Þar ætti að tryggja hæfu
starfsfólki búnað og aðstöðu til að
sigrast á flóknum vandamálum, sem
steðjuðu að heilsu manna. Það vek-
ur líka athygli, er gengið er um vist-
arverur í byggingunni, hversu mikið
af flóknum tæknibúnaði þar er að
finna. Meðal annars.hefur verið sett
upp tölvukerfi, þar sem skráðar eru
upplýsingar um sjúkdóma sjúklinga
og meðferð þeirra, auk fleiri verk-
efna, sem létta starfsfólki vinnuna.
Þróun hugbúnaðar fyrir kerfið var
framlag íslendinga í norrænu sam-
starfsverkefni um geislalækningar.
Nú hefur verið stofnað nýtt hug-
búnaðarfyrirtæki, Tölvuþekking,
sem er að hluta til í eigu Ríkisspítal-
anna og hefur hafið útflutning á
hugbúnaðinum til krabbameins-
lækningadeilda í nágrannalöndum.
K-álman verður opin og almenn-
ingi til sýnis frá kl. 14 til 16 í dag
og á morgun, sunnudag.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra:
„Með eindæmum htumannlegar
aðfarir menntamálaráðherra"
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Al-
þýðuflokksins, telur aðfarír Svavars Gestssonar, menntamálaráð-
herra með eindæmum lítíhuannlegar er hann ákvað að auglýsa stSðu
Sjafnar Sigurbjðrnsdóttur, skólastióra Ölduselsskóla, lausa til um-
sóknar, án nokkurs samráðs við fræðsluráð Reykjavíkur. Segir Jón
Baldvin að ekki sé útséð um hvaða dilk þessi aðför menntamálaráð-
herra kunni að draga á eftir sér.
„Mér þykja þetta með eindæm-
um lítilmannlegar aðfarir og segi
það umbúðalaust að mér finnst
menntamálaráðherrann fara hér
fram af ofstæki og með yfírgangi,"
sagði Jón Baldvin í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hann sagði að sjálfsagt mætti
margt segja um ágreiningsmál í
Ölduselsskóla að undanförnu, en á
þau legði hann engan dóm að svo
stöddu. „Hins vegar er mér kunn-
ugt um það, að Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir var fyrir sitt leyti tilbúin til
þess að gefa kost á friðsamlegri
lausn þessara deilumála og fór í
reynd ekki fram á annað en fá
stárfsfrið til þess að Húka þessu
skólaári. Því hafnaði menntamála-
ráðherra, og var greinilega búinn
að skuldbinda sig þessum undirróð-
ursklíkum, nafnlausum, um að
beita valdi til að flæma Sjöfn úr
starfí," sagði Jón Baldvin.
„Ég reyndi að koma vitinu fyrir
manninn," sagði formaður Alþýðu-
flokksins, er hann var spurður
hvort hann hygðist beita sér frekar
í þessu máli. „Eg skal ekkert segja
um það hvaða dilk þetta mál kann
að draga á eftir sér," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson.
Eiður Guðnason formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins segir þetta
mál ekki hafa verið rætt í þing-
flokknum. „Ég tel að hér sé um
mjög óvenjulega aðgerð að ræða
af hálfu ráðherra og mér finnst
pólitískur óþefur af málinu," sagði
Eiður.
Hlákan veld-
ur bilunum
í símkerfinu
HLÁKAN í gærdag olli nokkr-
um bilunum í símkerfinu á höf-
uðborgarsvæðinu. Þannig varð
algerlega símasambandslaust
við öU hús við Kársnesbrautina
í Kópavogi og við Flatírnar í
Garðabæ og miklar truflanir
voru víða á símalínum innan
borgarinnar. Viðgerð í Kópa-
vogi lauk í gærkvöldi en óvist
hvenær viðgerð líkur í Garðabæ.
Samkvæmt upplýsingum frá
Pósti og síma lýstu bilanir sér í
því að brak og skruðningar komu
inn á símtöl víða innan borgarinn-
ar. Ástæður þessa eru þær að þeg-
ar hlánar, eftir mikla snjókomu,
kemst vatn inn í tengikassa Pósts
og sima með fyrrgreindum afleið-
ingum. Bilanasími Pósts og
síma, 05, hringdi látlaust í gærdag
vegna þessara vandamála og sögð-
ust menn þar hafa tekið á móti
nokkur hundruð símtölum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48