Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1994, Blaðsíða 1
VerUr. 13.900 Akureyri • Simi 23599 77. árg. Akureyri, þriðjudagur 22. nóvember 1994 224. tÖlublað ÚA frá SH yfir til íslenskra sjávarafurða? Ekki verið rætt ístjórnÚA - segir Halldór Jónsson, stjórnarformaður ÚA Halldór Jónsson, stjórnarfor- maður Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., segir það ekki hafa verið rætt í stjórn félagsins að flytja viðskipti frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna til ís- Ienskra sjávarafurða hf. Morgunblaóið greindi frá því sl. sunnudag að Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, hafi kynnt þá hugmynd á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag að Islenskar sjávaraf- urðir hf. flytji höfuðstöðvar sínar til Akureyrar gegn því að Útgcrð- arlélag Akureyringa hl’. selji af- Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra: Stjórn falið að koma með tillögu um framboðslista Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra var haldið á veitingastaðnum Við pollinn á Akureyri sl. laugardag. Þingið sótti um 60 manns auk þings- mannsins Sigbjörns Gunnars- sonar og formanns Alþýðu- flokksins, Jón Baldvins Hanni- balssonar, utanríkisráðherra. Samþykkt var að falla frá hug- myndum um opió prófkjör en fela þess í stað útvíkkaðri stjórn kjör- dæmisráðsins að koma fram með tillögu unt framboðslista Alþýóu- flokksins í kjördæntinu. Hópurinn hefur m.a. möguleika á að hafa skoðanakönnum eða lokað próf- kjör. Forntaður kjördæmisráðs er Gunnar Salomonsson á Húsavik. Með útvíkkaðri stjórn er átt við aðal- og varamenn í kjördæmis- ráði, auk fulltrúa frá ungum Jafn- aðarmönnum og fulltrúa frá Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Sigbjörn Gunn- arsson lýsti því yfir að hann sækt- ist eftir fyrsta sætinu og komu engar aðrar óskir fram um setu á framboðslistanum. GG urðir sínar í gegnum sölukerfi ís- lenskra sjávarafurða og gangi úr Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en þar er Útgeróarfélag Akureyr- inga hf. stærsti einstaki eignaraóil- inn. Halldór sagöi Ijóst að sjálfstætt kjörin stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. tæki ákvarðanir urn málefni fyrirtækisins og enginn annar. Varðandi sölumálin ntyndu hagsmunir ÚA ráða í einu og öllu. „I mínum huga er hér um aö ræöa tvö mál. Annars vegar að til bæj- arins flytji atvinnurekstur, sem er auðvitað gott mál, og hins vegar spurningin um hvort ÚA skipti við þennan eða hinn söluaðilann,“ sagði Halldór Jónsson. Stjórnarformenn bæði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Islenskra sjávarafurða eru afar fá- málir um þetta ntál. Haft var eftir Jóni Ingvarssyni, stjórnarformanni SH, á Bylgjunni í gær, að hann kannaóist við hugmyndir um að ÚA færói sig frá Sölumiðstöðinni yflr til Islenskra sjávarafurða en hins vegar vildu hvorki hann né Friðrik Pálsson, forstjóri SH, tjá sig um málið. Sama gildir um bæjarkerfið á Akureyri. Greinilegt er að þar á bæ er litió svo á að afar óheppilegt hafi verió að málið skyldi leka til fjölmiðla og mcnn foróast að ræða það. óþh Stæltir kroppar í Sjallanum A laugardag fór fram Islandsmótið í vaxtarrækt 1994 í Sjallanum á Akur- eyri. Mikið fjölmenni mætti til að fylgjast með glæsilegri sýningu, þar sem vel massaðir kcppendur sýndu stælta líkama sína. Hér má sjá íslandsmcist- arana í karla- og kvennaflokki, Magnús Bess og Margréti Sigurðardóttur, fagna sigrum sínum. Magnús cr til vinstri á myndinni. Nánar er fjallað um keppnina á bls. 9. Mynd: Robyn Svalbarðsstrandarhreppur út úr Hrafnagilsskóla? - málið rætt á fundi með íbúum nk. fimmtudagskvöld Breytingar gætu verið fram- undan á skólamálum íbúa á Svalbarðsströnd og í Eyjaíjarð- arsveit. Nú er tveimur elstu árgöngunum af Svalbarðs- strönd, nemendum í 9. og 10. bekk, kennt á Hrafnagili, en hrepparnir tveir eiga og annast rekstur skólans í sameiningu. Mjólkursamlag KEA: Yfir 30 þúsund lítrar af mjólk suður Asíðustu tveimur vikum hafa 33 þúsund lítrar af mjólk verið fluttir frá mjólkursamlagi KEA á höfuðborgarsvæðið. Skýring á þessum mjólkurflutn- ingum er sú að framleiðsla á Suðurlandi var í lágmarki og dugði ekki til að sjá höfuðborg- arbúum fyrir nægjanlegri mjólk. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA, segir aó vit- að hafl vcriö með nokkrum fyrir- vara að framleióslan syðra stefndi í lágmark og spurningin var sú hve botninni yrði neðarlega. Inn í þetta rnál spilar að fóður á Suður- landi er lélegt og því minni mjólk. Fyrir helgina var ekki útlit fyrir að af frekari mjólkurflutningum yrði í bráð. Aóspuróur hvort rjómaflutningar yrðu milli þessara landshluta eins og oft undanfarin ár sagði Þórarinn vafa leika á því vegna þess aó sölumynstrið hafi breyst og nú scljist meira af mögr- um vörum og þar af leiðandi verði meiri birgðir af rjóma. JÓH Sem kunnugt er hefur Sval- barðsstrandarhreppur verið með nýtt skólahús í byggingu á und- anförnum árum, sem reiknað er með að taka í notkun haustið 1996. Svo gæti farið að öll kennsla færist heim og hreppur- inn dragi sig þar með út úr Hrafnagilsskóla. Nk. fimmtudagskvöld eru íbúar Svalbarðsstrandarhrepps boðaðir á fund um þessi mál. Þar verður að sögn Gunnars Gíslasonar, skóla- stjóra Valsárskóla á Svalbarðs- strönd og oddvita Svalbarðs- strandarhrepps, miðlaó upplýsing- um um hvernig þetta gæti gerst og hversu mikið hvor leið um sig mundi kosta sveitarfélagið, þ.e. aó taka bckkina tvo heint eóa vera áfram með í rekstri Hrafnagils- skóla. „Við ætlum að velta upp kostum og göllum og gefa síóan fólki kost á því að segja sína skoóun á því hvaða tilfinningu það hafí fyrir þessu máli. Næsta skref er því í rauninni að fá þessar skoðanir almennings upp áður en sveitarstjórn tekur sína ákvörðun, sem væntanlega verður á næsta fundi,“ sagði Gunnar. Að hans sögn er það afar brýnt fyrir sveitarstjórn að ákvörðun geti legið fyrir sem fyrst. Unnið er aó hönnun nýja skólahússins á Svalbarðsströnd og endurhönnun gamla hússins og þetta mál er eitt af því sem þarf að liggja fyrir svo hægt sé að Ijúka því verki. Málið snertir að sjálfsögóu einnig Eyjafjarðarsveit, en verði elstu nemendunt Svalbarðsstrand- ar áfram kennt á Hrafnagili er bú- ist við því aö byggja þurfi við skólann. Eins liggur fyrir að ráó- ast þarf í talsvert viðhald. HA Eyjafjörður: Fjórtán tilboð í póst- flutninga Fjórtán tilboð bárust í póst- flutninga milli Akureyrar og Dalvíkur/Olafsfjarðar. Arsæll Magnússon, umdæmis- stjóri Pósts og síma á Akureyri, segir að ekki sé búið að taka ákvöróun um við hvern verði sam- ið. Hann sagði aó þeir tveir aóilar sem buðu lægst hafi fallið frá sín- um tilboðum og í ljósi þess væri málið nú í skoðun og þess vart að vænta að niðurstaóa fáist fyrr en í næstu viku. Arsæll sagði að farið hafí verió út í útboð á þessum flutningum vegna þess að sérlcyfishafinn, Ævar Klemenzson á Dalvík, hafi sagt upp gildandi póstflutnings- samningi. óþh Jólatréð frá Randers: Ljósin tendruð 10. desember - afhent með viðhöfn um síðustu helgi Hið glæsilega jólatré sem Randers í Danmörku, vina- bær Akureyrar, færir Akureyr- ingum að gjöf um hver jól, er nú á leiðinni til landsins. Það fór í skip sl. laugardag og er væntan- legt til landsins um mánaðamót- in. Tréð verður síðan reist skv. venju á Ráðhústorginu og laug- ardaginn 10. desember rennur hin stór stund upp þegar ljósin verða tendruð. Ibúar Randers alhentu tréó með viðhöfn fyrir framan gamla ráð- húsið í Randers. Þaó gerði borgar- stjórinn en konsúll Islendinga í Randers, O. H. Knudsen, tók á móti. Lúðrasveit spilaói af þessu tilefni og síðan var tréð flutt til skips. Þaö er um 10 daga á leið- inni og verður því væntanlega skipað upp á Akureyri unt mán- aðamótin. Það er jafnan stór stund þegar ljósin eru kveikt og það mun að þessu sinni veróa gert laugardaginn 10. desember. Að sögn Árna Steinars Jó- hannssonar, umhverfisstjóra Ak- ureyrarbæjar, er vinna vió upp- setningu jólaskrauts þegar hafin, enda ekki nema tæpur mánuður til jóla. Einnig er skipulagning starf- seminnar fyrir næsta ár í fullunt gangi. HA Kísiliðjan hf.: Bjarni Bjarnason ráðinn framkvæmdastjóri Bjarni Bjarnason, tæknistjóri Jarðborana hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar hf. í Mývatnssveit og var hann valinn úr hópi 32 um- sækjenda. Bjarni mun koma til starfa hjá Kísiliðjunni hf. í upp- hafí næsta árs. Bjarni lauk B.Sc í jarðfræöi nteð hlióargreinum í verkfræði frá Háskóla Islands 1981 og meistara- prófi (Tekniskt Licentiat) í náma- verkfræði frá Tæknisháskólanunt í Luleá í Svíþjóð 1986. Auk þess hefur hann vélstjóranám aö baki. Bjarni er kvæntur Björgu Árna- dóttur, blaðamanni, og eiga þau þrjú börn. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.