Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. desember 1986 9 MINNINGARORÐ: EMIL JÓNSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Við upphaf þingfundar í Samein- uðu þingi þriðjudaginn 2. desem- ber, flutti Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs þings, eftirfarandi minningarorð um Emil Jónsson, fyrrum forsætisráðherra: Emil Jónsson fyrrum alþingis- maður og ráðherra andaðist á dval- arheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag, 30. nóvem- ber, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Emil Jónsson var fæddur í Hafn- arfirði 27. október 1902. Foreldrar hans voru hjónin Jón múrarameist- ari þar Jónsson bónda í Sólheimum í Hrunamannahreppi Jónssonar og Sigurborg Sigurðardóttir bónda á Miðengi á Vatnsleysuströnd Árna- sonar. Hann lauk burtfararprófi úr Flensborgarskóla vorið 1917 og stúdentsprófi i Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1919. Þá um haust- ið, tæpra seytján ára að aldri, hóf hann nám við verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn. Lokaprófi þar lauk hann í janúar 1925. Hann var aðstoðarverkfræðingur bæjarverk- fræðingsins í Óðinsvéum á Fjóni 1925—1926, bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði 1926—1930 og bæjar- stjóri þar 1930—1937. Á árinu 1937 var hann skipaður vita- og hafna- málastjóri og fékk lausn frá því embætti snemmaárs 1959, en hafði þá gegnt embættinu með nokkrum frávikum vegna annarra starfa, einkum sem ráðherra. Hann var samgöngumálaráðherra 1944— 1947, viðskipta-; iðnaðar- og sam- göngumálaráðherra 1947—1949, utanríkisráðherra vegna veikinda- forfalla nokkrar vikur 1956, for- sætisráðherra frá því í desember 1958 fram í nóvember 1959, sjávar- útvegs- og félagsmálaráðherra 1959—1965, utanríkisráðherra 1965—1970, utanríkis- og félags- málaráðherra 1970—1971. Banka- stjóri Landsbanka íslands var hann 1957—1958. Hátt í fjóra áratugi átti hann sæti á Alþingi, var þingmaður Hafnfirðinga 1934—1937, 1942— 1953 og 1956—1959, landskjörinn þingmaður 1937—1942, 1953— 1956 og á sumarþinginu 1959 og loks þingmaður Reykjaneskjör- dæmis 1959—1971. Hann var for- seti neðri deildar á sumarþinginu 1942 og forseti sameinaðs Álþingis 1956—1958. Alls átti hann sæti á 44 þingum. Auk þeirra starfa, sem nú hafa verið talin, kom Emil Jónsson víða við sögu í félags- og þjóðmálum. Hann átti frumkvæði að stofnun iðnskóla í Hafnarfirði árið 1926 og var skólastjóri hans til 1944. í mið- stjórn Alþýðuflokksins var hann 1930—1952 og 1954—1971, for- maður flokksins 1956—1968. Bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði var hann 1930— 1962 og stjórnarformaður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 1931— 1957. Hann var formaður skólanefndar Flensborgarskólans 1930—1945, í stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna 1933—1945, í stjórn skipulagsnefndar atvinnu- mála frá 1934 og formaður hennar frá 1935. Hann var í stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar 1935—1957 og í landsbankanefnd 1936—1957. Stjórnarformaður Raftækjaverk- smiðjunnar í Hafnarfirði var hann um áratugi frá stofnun hennar 1936. Hann var í fiskimálanefnd 1938—1939, í skipulagsnefnd bæja, kauptúna og sjávarþorpa 1938— 1944 og 1950—1957, kosinn 1944 í milliþinganefnd í samgöngumálum Suðurlandsundirlendisins, skipað- ur 1946 í endurskoðunarnefnd laga um verðlagningu landbúnaðaraf- urða og fleira og kosinn í togara- nefnd 1954. I Norðurlandaráði átti hann sæti 1955—1959, í Þingvalla- nefnd 1957—1972, í úthlutunar- nefnd atvinnuaukningarfjár 1959 —1961 og stjórn atvinnubótasjóðs, síðar atvinnujöfnunarsjóðs 1962 —1967. í bankaráði Seðlabanka ís- lands var hann 1968—1972. Emil Jónsson átti sér glæsilegan námsferil og langan og fjölbreyti- legan starfsferil. Ungur var hann kvaddur til starfa í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og naut bæjarfélagið þar góðrar menntunar hans, ósér- hlífni og úrræða á erfiðum tímum sem þá voru. Þar varð hann brátt mikill áhrifamaður um gang bæjar- mála og eflingu atvinnulífs. Hafn- firðingar kusu hann síðan þing- mann sinn rúmlega þrítugan. Hann gegndi embætti vita- og hafnar- málastjóra á miklum framfara- og framkvæmdatímum á þeim svið- um, vel menntur verkfræðingur og traustur embættismaður. Hæst ber þó feril hans á sviði stjórnmála og í ráðhérrastörfum. Hann var um ára- tugi meðal áhrifamestu manna í flokki sínum, Alþýðuflokknum. Hátt í tvo áratugi átti hann sæti í ríkisstjórn og sinnti þar ýmsum málaflokkum. Sjávarútvegsmál og iðnaðarmál voru aðaláhugamál hans á fyrstu þingmannsárunum ásamt stefnumálum Alþýðuflokks- ins og framfaramálum bæjarfélags- ins í Hafnarfirði. Ráðherrastörfum sem öðrum störfum gegndi hann af alúð og var traustur forustumaður í utanríkismálum síðustu árin í ráð- herrastól. Hann lifði mikla breyt- ingatíma í íslenskum þjóðmálum og ýmsar sviptingar í stjórnmálum. Hann var trúr þeirri stefnu sem hann markaði sér ungur maður, glöggskyggn á málefni og rökfastur í málflutningi. Síðustu æviárin lifði hann í rósemi við hnignandi heilsu. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Emils Jónssonar með því að rísa úr sætum. Á einum stað í minningaþáttum sínum rifjar Emil Jónsson upp kynni sín af samferðamönnum á námsárunum í Kaupmannahöfn og kemst þá svo að orði: „Ég eignaðist þar marga vini, sem ég enn i dag, þegar þetta er skrifað, hef samband við. Þeir voru allir vinsamlegir og góðgjarnir, margir vel gáfaðir og duglegir til verka“. Vel gáfaður og duglegur til verka. Eru það ekki orð, sem lýsa vel manninum Emil Jónssyni, og ævi- starfi hans? Það sem einkennir ævi- starf Emils er, hve vel honum var treyst til verka og hversu mikils trúnaðar hann naut meðal sam- starfsmanna. í æviminningum Crossmans er þess getið, að samráðherrar Har- olds Wilsons kölluðu hann „mann- inn með reiknistokkinn". Eftir gömlum krata úr Hafnarfirði heyrði ég nákvæmlega sömu um- mælin um Emil: Hann var maður- inn með reiknistokkinn — hann vann verk sín af nákvæmni og lagði lítt við hlustir, þegar farið var með skvaldur. Emil var enginn tríbúnus pópúlus; hann var hinn trausti verk- stjórnarmaður. Á langdregnum flokksstjórnarfundum sat hann fámáll í forsæti og tottaði pípu sína, — lét aðra tala. Þegar nóg var talað, dró hann saman aðalatriði og nið- urstöður og lét ganga til atkvæða. Hann hafði ekki óþarflega mörg orð um hlutina og lét ekki aukaatr- iðin vefjast fyrir sér. Starfsferill Emils lýsir mannin- um vel. Hann var annálaður náms- garpur í skóla; einhver yngsti stúd- ent sem Lærði skólinn hefur braut- skráð, sautján vetra. Hann var í fremstu röð þess fámenna hóps, sem lokið hafði verkfræðinámi á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Verk- fræðistörfum gegndi hann sem bæjarverkfræðingur í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og sem vita- og hafnarmálastjóri í rúma tvo ára- tugi. Ósvikinn áhugi hans á iðn- menntun þjóðarinnar og verkleg- um framkvæmdum birtist m.a. í því, að hann var ekki fyrr kominn heim frá námi en hann stofnaði iðn- skóla í Hafnarfirði, sem hann stjórnaði, í hjáverkum með öðrum störfum, í tæpa tvo áratugi. Aðild hans að stofnun RAFHA í Hafnar- firði og Landssamtökum iðnaðar- manna, bera þessum áhuga hans og órækt vitni. Alþýðuflokkurinn valdi Emil Jónsson til ráðherrastarfa í ríkis- stjórnum í alls 17 ár. Frá 1944—49 og frá 1958—71. Hann var ráðherra samgöngu- og viðskiptamála; sjáv- arútvegs- og félagsmála; og loks forsætis- og utanríkisráðherra. Af ráðherraferli hans verður þess sér- staklega minnst, hversu vel minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins 1958—59, undir forsæti Emils Jónssonar, tókst til við að kveða niður víxlhækkanaverðbólgu, sem þá var að fara úr böndunum. Þetta ár, sem Emil var forsætisráðherra, hækkaði framfærsluvísitala um ná- kvæmlega ekki neitt á heilu ári. Geri aðrir betur. Það má heita merkilegt um mann, sem var fyrst og fremst tæknimenntaður, og vann störf sín framan af starfsævi á því sviði, hversu góðan skilning hann hafði á grundvallaratriðum utanríkis- og varnarmála. Til þess að leggja áherzlu á mikilvægi þessara mála og þá sérstöðu sem landfræðileg Iega landsins markar þjóð okkar í aðarmanna, þakka Emil Jónssyni langt og farsælt starf í þágu þjóðar- innar og Alþýðuflokksins. Fjöl- skyldu hans, niðjum og vinum, flyt ég samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. viðsjárverðum heimi, kallaði hann minningarþætti sína: „Á milli Was- hington og Moskvu". Einn eftirminnilegasti kaflinn í þeirri bók lýsir því, þegar Emil gekk fram á Hans Hedtoft, forsætisráð- herra Dana, á götu í Kaupmanna- höfn, nokkrum dögum fyrir valda- rán kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Samtal þessara tveggja full- trúa varnarlausra smáþjóða hafði greinilega mikil áhrif á Emil. Það átti sinn þátt í að móta afstöðu hans til spurningarinnar um aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu. Og þegar Emil Jónsson hafði tekið ákvörðun, sem hann taldi styðjast við yfirgnæfandi rök, var fátt lík- legt til að hnika henni. Fimbulfamb dönsku kratanna í varnarmálum hin seinni misserin hlýtur að hafa komið þeim Hedtoft og Emil spánskt fyrir sjónir. Áratugum saman var nafn Emils og fæðingarbæjar hans, Hafnar- fjarðar, gjarnan nefnt í sömu and- ránni. Emil var gjarnan fremstur meðal jafningja í hópi þeirra Hafn- arfjarðarkrata. Hafnarfjarðarkröt- um, eins og okkur ísafjarðarkröt- um, var eðlilegt að líta á Alþýðu- flokkinn sem meirihlutaafl. Van- metakennd var ekki til í þeirra fari. Þeir treystu sér vel til að stjórna, enda var þeim vel treyst til verka. Emil byrjaði pólitískan feril sinn sem bæjarstjóri, ráðinn af meiri- hlutamönnum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hann lauk ferli sínum sem ráðherra í Viðreisnarstjórn- inni, sem setið hefur lengur við völd samfellt en nokkur önnur ríkis- stjórn á íslandi. Ég hef grun um að honum hafi látið miklu betur að stjórna en að vera í stjórnarand- stöðu. Ég gæti því trúað að Emil Jónssyni hafi líkað allvel, þegar Guðmundur Árni og félagar endur- reistu meirihlutaveldi Alþýðu- flokksins við seinustu bæjarstjórn- arkosningar. Og þá hefur honum trúlega ekki þótt lakara, undir lok æviskeiðsins, að sjá flokk sinn byggjast upp að nýju sem verðandi landsstjórnarafl. Emil Jónsson var formaður Al- þýðuflokksins í 12 ár frá 1956—68. Hann tók við formennskunni af Haraldi Guðmundssyni og skilaði af sér í hendurnar á Gylfa Þ. Gísla- syni. Allt formennskutímabil Emils var flokkurinn aðili að ríkisstjórn. Þetta var ekkert landvinningaskeið, en flokkurinn ávann sér traust af góðum verkum. Við leiðarlok vil ég, fyrir hönd Alþýðuflokksins og íslenskra jafn- Fregnin um lát Emils Jónssonar vekur minningar um glæsilegan stjórnmálaferil hans um tæpa 4 ára- tugi. Leið hans lá um bæjarstjóra- starf í Hafnarfirði til Alþingis, í ráðherrastól og um mörg ráðuneyti til forsætis ríkisstjórnar. Hann var ekki aðeins oddviti jafnaðarmanna í heimabyggð sinni, heldur og for- maður Alþýðuflokksins í áratug. Einstakir hæfileikar og menntun leiddu Emil inn á þessa óvenjulegu framabraut, og miklir mannkostir gerðu hann einn farsælasta stjórn- málamann þjóðarinnar. Hann naut almenns trausts og virðingar bæði meðal fylgismanna og pólitískra andstæðinga, enda tókst honum að leysa mörg vandamál og stýra þjóð- inni á umbrotatímum. Mörg minnisstæð tímabil má finna á ferli Emils. Stjórn Hafnar- fjarðar á kreppuárunum sýndi úr- ræði jafnaðarstefnunnar á örðug- ustu tímum. Atvinnumálanefndin og nýsköpunarstjórnin sýndu stór- huga tæknimann í uppbyggingar- starfi. Ríkisstjórn Emils 1958—59 sýndi traustar hendur í stórbreyt- ingum á högum þjóðarinnar. Stofnun atvinnuleysistrygginganna var djörf lausn á vinnudeilu og um leið félagslegur stórsigur vinnandi fólks. Það var mér og fleiri yngri mönn- um góður skóli að starfa með Emil í flokki og á þingi. í þeim efnum verður hann ógleymanlegur og for- dæmi hans seint fullþakkað. Per- sónulega var Emil ljúfmenni, víð- lesinn og vitur. Fregnin um lát Emils barst mér til Vínarborgar, þar sem ég sit friðar- ráðstefnu fyrir íslands hönd. Úr fjarlægð sendi ég þessa síðustu kveðju með þakklæti og virðingu. Benedikt Gröndal • 1. Emil Jónssyni kynntist ég ekki að ráði fyrr en ég tók sæti á Alþingi haustið 1946. Höfðum við þó setið saman í miðstjórn Alþýðuflokksins síðan 1942. Hann var þá ráðherra í nýsköpunarstjórninni svo nefndu, stjórn Sjálfstæðisflokks, Sósía- listaflokks og Alþýðuflokks. Ég var þá í hópi þeirra Alþýðuflokks- manna, sem ekki voru hrifnir af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og mér er minnisstætt, að ekki var laust við, að það vekti tortryggni mína, hversu vel Emil Jónsson lét af samstarfi við Ólaf Thors, sem þá var forsætisráðherra. Þetta var fyrsta ríkisstjórnin, sem Emil Jóns- son átti sæti í. Löngu síðar, eftir að samstarf okkar Ólafs Thors hófst í viðreisnarstjórninni svo nefndu, sagði Ólafur mér, að hann hefði ekki áður átt betra samstarf við nokkurn ráðherra, utan Sjálfstæð- isflokksins, en hann hafi átt við Emil Jónsson í nýsköpunarstjórn- inni. Við Áki Jakobsson, sem var atvinnumálaráðherra í nýsköpun- arstjórninni, urðum siðar nákunn- ugir. Hann fór ætíð miklum lofs- orðum um Emil Jónsson, og ekki man ég betur en að Brynjólfur Bjarnason hafi einu sinni sagt mér, að af ráðherrum samstarfsflokk- anna hafi hann metið Emil Jónsson sérlega mikils. Mjög er mér það og minnisstætt, að einhverju sinni á viðreisnarárunum, þegar Emil Jónsson var utanríkisráðherra og hart var deilt á hann fyrir ummæli varðandi landhelgismálið, sagði Bjarni Benediktsson við mig, að við skyldum engar áhyggjur hafa af þessum deilum. Fáir íslenzkir stjórnmálamenn nytu eða hefðu notið meiri virðingar en Emil Jons- son. Ef Emil hefði veitt kost á því að verða ráðherra i ríkisstjórn Her- manns Jónassonar 1956, hefði orð- ið um það algjör samstaða. En

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.