Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 1
J MPBUMilÐIÐ Aktu ekki út i évissuna aktuó Ingvar Helgason hf. Sævarhoföa2 Simi 91-67 4000 131. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR wmmmmmmmmmmammmmBm LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Jónína. Ómar. NÝIR RITSTJÓRAR PRESSUNNAR: Ritstjórar Pressunnar ásamt blaðamönnum blaðsins fengu uppsagn- arbréf í gærdag. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Biaðs hf., sagði að verið væri að endurskipuleggja rekstur Pressunnar og væru uppsagnirnar liður í þeirri endur- skipulagningu. Ritstjórarnir, Ómar Friðriksson og Jón- ína Leósdóttir munu stjórna blaðinu til 1. október. Þá munu koma til starfa nýir ritstjórar, þeir Gunnar Smári Egilsson sem kemur frá DV, og Kristján Þorvaldsson munu þá koma til starfa hjá blaðinu. FLUGLEIÐIR GLEYPA ARNARFLUG: Flugleiðir hafa að því er virðist gleypt Arnarflug, þ.e. það litla sem Arnarflug átti, sérleiðir til og frá Islandi til viðkomustaða í Evrópu. Flugleiðir lýsa því yfir að félagið hyggist taka við þjónustu á þeim leiðum sem Arnarflug annaðist áður. Flugleiðir hætta ánæstu dögum móttöku á farseðlum sem Arnarflug hefur gefið út. Arnarflugsmenn telja þetta brot á samkomulagi við ráðherra. Þeir líta á ástandið nú bráða- birgðaástand, meðan gengið er frá endurskipurlagningu fyrirtækisins. ÞORSKUR FYRIR LAX: Færeyingar vilja hætta að veiða laxinn okkar þegar hann leitar til sjávar. Fram kom í viðtali við Orra Vigfússon í kvöldfréttum útvarps að þeir vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn, — 400 tonn af íslensk- um þorski og eitthvert fé. Féð mun vera falt, en nú er það spurningin um kvótann. AUSTFIRÐINGAR SÚRIR: Austfirðingar telja sig hlunnfarna í sambandi við staðarvalfyrir nýtt álver. Verka- lýðsforingjar eystra sögðu í samtölum við fréttamenn út- varpsins í gær að svo væri að sjá að Austfirðir hefðu aldrei verið með í myndinni. Aðrir telja að fulltrúar Atlantsál muni koma innan skamms aftur og þá ræða málin við full- trúa Austfirðinga, — tími til þess hefði ekki gefist nú. ENN MUN BÆNDUM FÆKKA: Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda sagði á fundi sam- bandsins í gær að svo virtist sem framundan sé stórfelld fækkun framundan í bændastétt, trúlega um 800 ársverk bænda, auk annarra sem við landbúnað starfa beint og óbeint, alls um 2000 ársverk. Astæðan er síversnandi markaðsstaða sauðfjárbænda i landinu. ÍSLENDINGAR VILJA HVERGIFARA: Góðar fréttir bárust af lslendingunum í Kúvæt í gærkvöldi í sjónvarpinu. Svo virðist sem Islendingarnir vilji hvergi fara um sinn. Konum og börnum hefur verið boðið að fara úr landi með öðrum Norðurlandabúum, en kjósa að dvelja um kyrrt í hinu hersetna landi. PAPPÍRS PÉSI FRUMSÝNDUR í DAG: Fimmtíu milljón króna kvikmynd kvikmyndafélagsins Hrif hf. verð- ur frumsýnd í dag í Háskólabíói. Er þetta fyrsta myndin sem fyrirtækið framleiðir i fullri lengd. Fimm krakkar fara með hlutverkin í myndinni, fjögur úr Mosfellsbæ, þau Högni Snær Hauksson, Rannveig Jónsdóttir, Ingólf- ur Guðvarðarson og Rajeev Muru Kesvan, og Krist- mann Óskarssonúr Kópavogi. LEIDARINNIDAG Málflutningur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrir margt löngu átti ekki upp á pallborðið. Hann vildi að íslenskir bændur miðuðu framleiðslu sína við þarfir innlends markaðar. Nú, löngu síðar, sjá menn loks að Gylfi hafði rétt fyrir sér. Á meðan ekkert var aðhafst hefur vandi bænda orðið margfalt viðameiri en hann þurft að verða, ef farið hefði verið að góðum ráðum. Nú er þörf fyrir algjöra uppstokkun landbúnaðarkerfisins, og þá má ekki bera fyrir borð hag neytendanna. Heimsókn sem skilaði árangri Francois Mitterrand og hans ágæta föruneyti er nú farið til síns heima. Eftir standa samn- ingar, góður skilningur á mál- efnum íslands og vilji til að eiga gott samstarf. Heimsóknir þjóðhöfðingja gera gagn. Tannlækningar Llgeta verið varhugaverðar Tannlæknar á íslandi verða Iað gæta sín betur í sambandi við tilvísanir á ýmis lyf. Sumar aðgerða sem tannlæknar framkvæma geta leitt tilhjarta- þelsbólgu ef ekki eru gefin rétt lyf. Helmút með ° Ihausverk IV-þýski kanslarinn hefur vaxandi áhyggjur. Höfuðverk- ur hans er sá að A-Þýskaland virðist á barmi efnahagslegs hruns. Ástandið þar er miklum mun verra en menn hugðu. Fréttaskýring Glúms Baldvins- sonar. Nú birtir væntanlega yfir íslenska karlpeningnum því hingað eru komnar hollenskar sjóliðastúlkur í óopin- bera heimsókn til Reykjavíkur með fastaflota Atlantshafsbandalagsins. Hvort þær rekja ættir sínar til hollend- ingsins fljúgandi er ekki vitað en óneitanlega er það tilbreyting að fá kvensjóliða í heimsókn. Svo er bara að sjá hvort karlpeningurinn hópast niður á höfn. Á myndinni hér að ofan getur að líta hollensku kvensjóliðana gera klárt eftir aðlagst var að bryggju. Myndina tók Einar Ólason, blaðaljósmyndari Alþýðublaðsins. Hann flaug til móts við herskipin í gærmorgun en við stýr- ið sat hinn geðþekki Andrew Bretaprins eins og getur að líta á bls. 3. Alið er heitt — gœti orðið stjórnarslitamál, segir Karl Steinar Guðnason alþingismaður RITSTJÓRN r 681866 — 83320 • FAX 82019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR r 681866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.