Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2004, Blaðsíða 14
14 | 22.8.2004 en er þreytt á pólitísku argaþrasi. „Það er alveg fáránlegt hvað þetta er plássfrekt. Mín tillaga er þessi: Það er aðeins fleira á matseðlinum en pólitík; það eru fuglar og tré, fólk að segja brandara, fólk að deyja, fólk í garðyrkju, fólk á leið í vinnuna ... Stjórnmál eru ekki 95% af lífinu, þau eru kannski 2% og mér fannst bara – með þessari plötu – að ég þyrfti að styðja fjölbreytileika lífsins. Undirstrika að manns- sálin er á lífi með fullt af góðum hugmyndum og lífsþrótti sem snýst um fleira en að breyta heiminum í hvítt og svart.“ Hún varpar öndinni djúpt og hægt. „Ég meina, ef einhver er agressífur og eyðileggur eitthvað sem þú átt, þá ferðu ekki og skemmir eitthvað hjá honum heldur býrðu til eitthvað nýtt. Ég er ekki að tala um að bjóða hina kinnina, því ég er alls ekki kristin, heldur að það megi alveg skipta um um- ræðuefni.“ Fyrirmæli um ský Ræturnar á Medúllu eru þverþjóðlegar. Hin syngjandi Tanya Tagaq frá Cam- bridge-flóa í Kanada hefur áður unnið með Björk; á Vespertine og samnefndu hljómleikaferðalagi. Sérsvið hennar er svonefndur barkasöngur inúíta, menningar- arfur sem yfirleitt byggðist á spunasöng tveggja radda og Tagaq sveigir eftir sínu höfði. Þá er það rapparinn Rahzel (Godfather of Noyze), sem vandist því í upp- vextinum í Queens-hverfinu „að gera ýmislegt úr engu“. Hann líkir eftir hljóð- færum, nánast heilum hljómsveitum, með barka sínum og gómi og um hann hefur verið sagt að loki menn augum, gætu þeir hengt sig upp á að Rahzel væri útvarp. Þá er ónefndur Japaninn Dokaka, sem er gangandi trommusett, og þannig mætti áfram telja. Upptökustjóri Medúllu var Valgeir Sigurðsson, til fulltingis við forritun Mark Bell en mergurinn í öllu Björk sjálf; lagasmíðar, söngur, textagerð, kórútsetningar – jafnvel píanóleikur í eina laginu með hljóðfæraleik. Hm, eina laginu? „Það er að vísu eitt gong,“ hvíslar hún, en á það gong er leikið í upphafslaginu, Pleasure is All Mine. Hvergi annars staðar mun vera svindlað á reglunni sem Björk setti sér sjálf, að byggja allt úr röddum – jafnvel þótt ýmislegt veki grunsemdir, löng, þá afsakar hún það og styttir mál sitt. Gott ef hún roðnar ekki lítið eitt þegar farsíminn hennar hringir í miðju samtali, jeminn, gleymdi að slökkva og flýtir sér að segja við manneskjuna á línunni að hún sé í viðtali. „Ég var sko að bíða eftir símtali, en þetta var ekki það,“ útskýrir hún. Svo er þráðurinn tekinn upp. Í vögguvísunni sem þú flytur á plötunni, segir í texta Jakobínu að langt í burtu vaki „veröld stór“, tryllt „grimmum töfrum“. Tilfinningin er að þú syngir þar til dóttur þinnar, með augu „óttalaus og hrein“. Hefurðu áhyggjur af ástandi heimsins, fyrir hennar hönd? „Ég hef nú ekki áhyggjur, ef ég á að segja eins og er, en það þýðir samt ekki að við megum ekki gera eitthvað í málunum. Að við drögumst ekki inn í þessa æstu við- leitni fárra til að halda völdum, á meðan of margir þjást.“ Stutt þögn. „Annars er fyndið með lagið hennar Jórunnar, það átti sko að vera á Vespertine. Þá hafði ég fundið spiladósafyrirtæki – menn sem eru næstum 500 ára og búa í þorpi sem er lengst í burtu, næstum í Kanada og maður þarf að fara þangað á hestbaki. Þeir grafa holur í spiladósadiska eftir nótum sem maður sendir þeim. Ég sendi þeim eitt lag í einu og hver plata kom til baka eftir marga mánuði.“ Lag Jórunnar var að sögn Bjarkar fullkomið í þetta form, fjögur erindi, hvert er- indi ein mínúta sem er einmitt sá tími sem heill hringur tekur í spiladósinni. „En frá þessu forna þorpi þar sem spiladósamennirnir búa, eru diskarnir með Vökuró ekki enn komnir. Vespertine kom út fyrir þremur árum þannig að þetta er ... aðeins á eftir áætlun.“ Hún nemur staðar í frásögninni og brosir. Síðar ákvað hún að taka lagið upp fyrir Medúllu, með íslenska kórnum. Hún hringdi í Jórunni Viðar og fékk góðfúslegt leyfi: „... og þá fór hún strax að tala um hvað ég væri undir fallegum áhrifum frá dóttur minni. Ég kom alveg af fjöllum, en áttaði mig svo á textanum,“ útskýrir Björk, en vögguvísan endar þannig: „...lokar augum blám / litla stúlkan mín.“ Hún hristir höfuðið. „Ég valdi þetta lag fyrir fjór- um eða fimm árum og þá hafði ég ekki græna glóru í öllum heiminum um að ég ætti eftir að eignast stúlku – með blá augu. Skrýtið með örlögin. Ég held líka að hlutirnir verði oft sannari ef maður notar heilann ekki of mikið.“ DÝPSTU BJARKAR RÆTUR unnar, frá bassatakti til bakgrunnshljóða, eru unnir úr mennskum raddböndum. Í fylkingarbrjósti Björk sjálf, vopnuð reynslu og óravíðu raddsviði, og í liðinu frum- legir og flinkir raddarar, eins konar mennsk bítbox. „Þegar ég byrjaði að stroka út hljóðfærin, fara til baka, langaði mig að skíra plöt- una eitthvað í ætt við sál eða blóð, samt aðeins meira fornt. Ég sá fyrir mér forfeður í helli að syngja saman, helst með skegg. Þá datt mér í hug að blóðið væri svart, um tíma fannst mér að hún gæti heitið Blek. En svo fékk ég mér rauðvín með Gabríelu [Friðriksdóttur, myndlistarmanni] og hún kom með þessa hugmynd – medulla – hún er svo fróð. Mergurinn rímaði við mína hugmynd um svartan vökva dýpst inní okkur, þetta er læknisfræði en samt næstum því fornleifafræði.“ Til viðbótar þótti þeim tilvalið að bæta kommu yfir u-ið, Medúlla. „Okkur fannst það eitthvað fynd- ið, þá var þetta orðið dúllulegt. Dúllulegur mergur.“ Og Björk brosir, breitt. Forsögulegt djamm Ef Debut tjáði borgarlíf, Post var framtíð, Homogenic var landslag og Vesper- tine undir sæng – og þessari greiningu má auðvitað andmæla á alla kanta – liggur beint við að íhuga hvar megi staðsetja Medúllu, bráðum ... Nú eiga allra handa spekingar eftir að lýsa þessari tónlist með löngum hugtökum, eftir að platan kemur út. Hvernig myndir þú lýsa henni sjálf? „Ég sé alltaf fyrir mér þennan helli. Fornmenn, áður en fólk skiptist í þjóðir, áður en trúarbrögð komu til sögunnar og settu allt í vesen. Bara fólk að syngja saman – diskólög – til þess að skemmta hvað öðru, hálfgerð baðstofustemning. Ég sé það allavega fyrir mér. Ég vildi líka sanna að sungin lög þurfa ekki að vera alvarleg þjóð- lög ...“ hún skýtur inn tóndæmi, Ísland farsælda frón, „heldur geta þau verið allur skalinn, diskó, erótík og allt.“ Og úr verður merkilega nútímalegur taktur, hið frumstæða hittir 21. öldina ... „Já. Takk. Ég held líka að þetta sé í fyrsta skipti sem ég vinn plötu þar sem póli- tíska ástandið í heiminum hefur aðeins áhrif,“ segir Björk hugsi. „Við lifum á merkilegum tímum, það er skrýtið, gamla karlmannaíhaldið virðist vera að kikna í hnjánum og spurning hvort þeir kikni alveg eða haldi völdum áfram. Ég er hvorki með eða á móti en ég sé bara að í löndunum þar sem ég hef mest verið, Bandaríkjunum, Eng- landi og Íslandi, gætu leiðtogarnir – Bush, Blair og Davíð – kolfallið í næstu kosning- um. Eða kolunnið.“ Hún yppir öxlum, seg- ist síst ætla að vera með alhæfingar eða fara út í femínískar spekúlasjónir um karlaveldið,ÉG ÞEKKI FÓLK SEM FÆR GÆSAHÚÐ ÞEGAR ÞAÐ SÉR t.a.m. óskilgreind klingjandi í upphafi lagsins Desired Constellation ... Björk kinkar kolli og rekur hvernig það lag olli henni heilabrotum og hárreyt- ingum svo mánuðum skipti. Hún tók raddanir ítrekað upp með íslenska kórnum en var aldrei alveg ánægð. Þá sendi hún lagið til Oliviers Alary og á síðustu stundu barst til baka útgáfa sem henni líkaði. „Ég hringdi í náungann og spurði: Úr hverju í ósköpunum er þetta hljóð? Og hann svaraði: Úr röddinni þinni!“ Hún hristir höf- uðið og segist hafa hugsað: Af hverju gerði hann þetta ekki strax? Alary, sem unnið hefur með hljóðheim Bjarkar, hafði sem sé átt að endurhljóðblanda lagið Hidden Place af Vespertine á sínum tíma, en ekki orðið af. Úr laglínunni kokkaði hann hins vegar upp hið dularfulla „hljóðfæri“ í laginu Desired Constellation. Þannig er tækninni víða beitt og marglaga söngurinn, rödd á rödd ofan, gera hljóðheiminn á Medúllu svo enn flóknari. Eða einfaldari. Gerðirðu einhverjar stúdíur – lífeðlisfræðilegar eða tónsögulegar – á mannsrödd- inni fyrir þessa plötu, eða byggðirðu á þinni eigin reynslu? Björk brosir. „Af öllum þeim dellum sem ég hef fengið og rannsakað í rot – eins og eldgosabít á Homogenic og skordýrabít á Vespertine – er þetta fyrsta dellan þar sem ég er ekki alveg amatör sjálf. Mannsröddin er nokkuð sem ég hef haft áhuga á lengi og kann ýmislegt. Þess vegna fannst mér mjög gaman að vinna með öllum söngvurunum. Og í stúdíóinu vissi ég alveg: Aha, nú þarf hann vatnsglas, nú þarf hann að stoppa í klukkustund, nú þarf einhver að segja lélegan brandara, nú þarf hann að fara heim og koma aftur eftir þrjá daga. Ég vissi þetta því ég er söngkona sjálf og hef þurft að díla við þetta allt; að vera þurr í röddinni eða hás, finna hvenær er sungið frá hjartanu, hvenær ekki ... Bara, já, starfsreynsla.“ Hún rifjar upp að hafa ítrekað gefið fyrirmæli, ekki beinlínis sérfræðileg, við upptökur. „Ég hef verið í herbergi fullu af klassískum strengjaleikurum og hiklaust spurt hvort þau geti ekki spilað eins og ský, eða að það vanti meiri ávexti í einhvern kafla ... Þá hafa þau horft á mig og hugsað: Jæja, erum við bara komin á bangsa- deildina! En það hefur samt verið reynt, allir hafa verið rosalega almennilegir.“ Hún segist ekki hafa hlustað sig sérstaklega í gegnum tónlistarsöguna í leit að hugmyndum fyrir Medúllu. „Það sem ég hef heyrt í þessi þrjátíu og átta ár sem ég hef lifað var alveg nógur efniviður. Ég veit líka yfirleitt hvað ég vil ekki.“ Augu óttalaus Í sama bili er bankað á dyrnar og maður svífur inn með nýjan kaffibolla. Björk hlær og segir nokkur orð um hugsanaflutninga. „Hann veit alltaf hvenær mig lang- ar í nýtt kaffi, ég þarf aldrei að panta,“ segir hún og veifar til þjónsins sem hverfur aftur. Björk er kurteis. Hún tekur hrósi af hógværð, hún heilsar feimnislega og hún svarar samviskusamlega öllum spurningum. Og ef henni þykja svörin verða helst til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.