Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 1
«• . ...................' Leiguflug—Neyðarflua HVERTSEM ER HVENÆR SEAA ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 ÆNGIR" Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur —Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 $2 NESKAUPSTAÐUR: NÝJA BRÆÐSLAN VÆNTANLEGA TILBÚIN EFTIR TVÆR VIKUR FB—Reykjavik. Eftir um þaö bil tvær vikur má búast viö aö síldar- bræöslan á Noröfiröi taki til starfa á nýjan leik, en hún eyöi- lagðist eins og menn rekur minni til I snjóflóöunum i Neskaupstaö fyrir rúmu ári. Síldarbræöslan hefur nú veriö endurreist innst i botni Norðfjaröar. Timinn spuröi Ölaf Gunnarsson forstjóra bræöslunnar, hvernig framkvæmdum miöaöi við endur- reisn hennar. Hann sagði, að það hefði ekki verið fyrr en i júli i sumar, sem land hefði fengizt undir verksmiðjuna. Þá var strax hafizt handa, og farið að grafa grunna og setja undirstöður undir vélar og annað þvi um likt. í lok ágúst var byrjað að setja vélar inn i verksmiðjuna — en það var ekki fyrr en i lok október, að við komum þaki á húsið, sagði Ólaf- ur. — Það er búið að vinna að þessu af miklum krafti frá þvi i lok október og við teljum, að það séu vart meira en tvær vikur, þangað til að við getum tekið til starfa. Afköst verksmiðjunnar verða svipuð og afköst gömlu verksmiðjunnar, eða um 700 tonn á sólarhring. Þróarrými minnk- aði við það, að verksmiðjan var flutt inn á nýja hafnarstæðið inni i botni fjarðarins. Hluti af þróar- rýminu, sem var i gömlu verk- smiðjunni, 1300-1400 tonn, voru steyptar þrær, sem veröa að sjálfsögðu eftir. Minnkar þvi þróarrýmið um það. Við gerum hins vegar ráð fyrir að setja loðnu i grunninn af gömlu mjölgeymsl- unum, sem fóru i flóðinu. Þar ætti að vera hægt að koma um 2000 tonnum, sem siðan verður ekið i verksmiðjuna. — Þaö er unnið mikið við að koma verksmiðjunni i gang. Að meðaltali eru unnir um 30 timar i næturvinnu. Það er unnið alla laugardaga, og svo vinna menn þrjú kvöld i vikunni. Við höfum ekki breytt þvi, enda ekki skynsamlegt að vinna meira en það. — Viö erum orðnir anzi óróleg- ir, og vildum helzt geta farið að komast i gang, sérstaklega vegna þess að loðna er nú heldur fyrr á ferðinni en venjulega. Hún var að visu þetta snemma á ferð- inni I fyrra, og við erum svolitið smeykir um að hún verði þá lika farin fyrr frá okkur en ella. En ég á von á þvi, að þegar við förum að geta tekið við, þá munu þrær fljótt fyllast hjá okkur, þvi að þá verða liklega allar þrær orðnar fullar hér á næstu höfnum, svo við ættum að geta farið strax i gang, sagði Ólafur að lokum. Fullyrðingar Vil- mundar úr lausu lofti gripnar MÓ—Reykjavik — i gær lét dómsmálaráðuneytið frá sér fara greinargerð vegna skrifa Vilmundar Gylfasonar i dag- blaðiðVisi.Þar kemur fram, aö fullyrðingar Vilmundar eru al- gerlega úr lausu lofti gripnar, en Vilmundur heldur þvi fram, að dómsmálaráðuneytið hafi tvivegis stöövaö framgang rétt- visinnar meö afskiptum sinum af dómsmálum. Mál þau sem hér um ræöir eru „Geirfinnsmáliö" og ,.Klúbb- málið”. Saga þessara mála er rakin i greinargerðinni og sýnt fram á, að allar aðgerðir ráðu- neytisins hafa miðað aö þvi aö upplýsa þessi mál. i greinargerðinni eru birt mörg bréf, sem fjalla um málin, m.a. bréf það, sem dómsmála- ráöuneytiö skrifaði bæjarfó- getaembættinu i Keflavlk. Með þvi bréfi var ráðuneytið einung- is að gegna skyldu sinni og koma kvörtunum borgaranna á framfæri við bæjarfógetaemb- ættið. Hins vegar stofnaði ráðuneyt- ið samtimis til aukinnar rann- sóknar á smyglmálinu, sem bezt var fallið til að upplýsa alla þætti málsins. Þá kemur einnig fram i grein- argerðinni, að sjálfur rannsókn- ardómarinn taldi, að niðurfell- ing lokunar Klúbbsins hefði engin áhrif á rannsókn málsins. GREINARGERÐ DOAASMALARAÐU NEYTISINS ER BIRT A BLS. 2 ÞEGAR TALAD ER TVEIAA TUNGUAA Hver stjórnar gegndarlausum innflulningi á alls konar vörum, sem ýmist viröast óþarfar. eöa eru þegar framleiddar hér á landi. Ilér eru tvær verksmiöjur sem framieiöa pilsner, en samt er flutt inn danskt pilsneröl. Tilbúiöpoppkorn er fluit inn. þýskt brauö. danskar smákökur. raspaöar danskar gulrætur. enskar niöur- soönar ávaxtakökur.... Já, hver stjórnar? Þorrakækur viðskiptaráðherrans Fyrir ári fengu ýmsir stjórnmálamenn þá flugu i höfuðiö, að efnahagsvandann mætti leysa með þvi að endurvekja haftakerfið. Meginástæðan fyrir hugmyndum af þessu tagi, var nokkuð umtöluð ræða, sem ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, hélt á fundi framsóknarfélaganna i Reykjavik. Engu er likara en haftahugmyndirnar séu ein- hvers konar þorrakækur hjá viðskiptaráðherra. Nú á að telja fólkinu trú um að tekið sé af festu á stjórn efnahagsmálanna með þvi að taka út af svo- nefndum frilista ýmis konar brauðvörur, kökur, kex og iburðarmeiri brauðvörur eins og það heitir á reglugerðarmáli. Þvi er haldið fram, að hér sé um „óþarfan" innflutning að ræða og af þeim sökum sé eðlilegt að fella hann undir haftakerfið. Að sjálfsögðu er matsatriði með hvaða fæðu skyn- samlegast er að kýla út vömbina, hvað er þarft og óþarft i þeim efnum. Þetta blað er hins vegar þeirr- ar skoðunar, að viðskiptaráðherra sé ekkert betur til þess fallinn en hver og einn óbreyttur borgari að meta það. Þetta er grundvallaratriði. Þessi var tónninn I Visi miðvikudaginn 21. janúar — heilsiöugrein með myndum um sama efni inni i blaðinu: Harölega var fordæmt að eyða gjaldeyri I óþarfa af þessu tagi. Þannig blésu aftur á vindar I forystugrein viku siðar, 28. janúar, þegar búiö var að taka kex, kökur og brauð af frilista: Dauöasök að draga úr gjaldeyriseyöslunni. SJA FORYSTUGREIN TtMANS í DAG. Álitsgerð um fram- kvæmdir við Kröflu væntanleg frd jarð- vísindamönnum V Orkustofnunarinnar SJ-Reykjavik Næstu daga munu jarðvlsindamenn, sem starfa hjá Orkustofnun, senda Iðnaðar- málaráðuneytinu álitsgerð um jarðskjálftana við Kröflu og framkvæmdir við jarðgufuvirkj- un þar. Að sögn Jakobs Gislason- ar orkumálastjóra kemur ekki fram i álitsgerðinni sérstök and- staða við þær framkvæmdir, sem nú standa yfir við Kröflu. — Við teljum að okkur beri skylda til að senda frá okkur álitsgerð um málið, sagði Jakob TJislason, þar sem við höfum hluta af væntan- legum framkvæmdum við virkj- unina með höndum. 1 áliti okkar er rakið, hvað gerzt hefur þarna nyrðra i veturog það borið saman við fyrri jarðskjálfta og eldgos á sömu slóðum. Þá er rætt um hvað þurfi að at- huga áður en komizt verður að niðurstöðu um hvort fresta skuli framkvæmdum eða ekki. — Að okkar áliti þarf fyrst og fremst að meta þá hættu. sem starfsfólkið við Kröflu er i, og sömuleiðis skaðleg áhrif, sem yfirvofandi náttúruhamfarir gætu haft á mannvirki. Gera þarf sér grein fyrir hvað getur gerzt þarna og þar er þá átt við jarðskjálfta, eldgos i Leir- hnjúk, eldgos annarsstaðar o.s.frv. Bent er á að gera þurfi ráðstafanir til að auka örvggið á hættusvæðinu, en ekki eru gerðar sérstakar tiliögur um nauðsyn- legar ráðstafanir. Samkvæmt áætlun eiga boranir á vegum Orkustofnunar að hefj- ast við Kröflu i byrjun marz. Jöt- unn, borinn, sem til þess á að nota. er nú að Laugalandi i Evja- firði og á að fara þaðan að Kröflu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.