Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1976, Blaðsíða 6
6 TiMINN Sunnudagur 1. febrúar 1976. Gamla kaupfélagshúsiö á Akureyri. Oddagata 1 á Akureyri, ösp (1975) „Bautinn” á Akureyri (gegnt KEA) 1975) Gamla kaupfélagshúsiö á Akureyri (1975) Byggt og búið í gamla daga 109 1 38. þætti, 8. sept. 1974, var birt mynd af gamla kaupfélags- húsinu á Akureyri, einlyftu timburhúsi, en það var fyrsta verzlunarhús Kaupfélags Eyfiröinga, reist 1892. Árið 1920 var hæð bætt ofan á og er birt hér mynd af byggingunni eftir breytinguna. Onnurmynd, tekin sl. haust, sýnir húsiö eins og þaö er nú meö skrifstofum Dags og tannlæknastofu Sonnenfelds. t grenndinn- sést Morgunblaðs- skýlið o. fl. Skammt þaðan ris „Bautinn”, sérkennilegt turn- hýsi, en snæfölduð Vaðlaheiðin og nokkrir bæir sjást handan Pollsins. Uppi á melbrekku- horni, ofurlítið utar, ofan Hafnarstrætis, ber hátt myndarlegt steinhús, Oddagötu 1, en haustgeislar leika i limi vöxtulegrar Alaskaaspar rétt þar hjá. Hús þetta mun Kristján Sigurðsson frá Dag- verðareyri hafa reist fýrir á aö gizka hálfri öld. Húsið er ekki bara steinkassi, heldur ber per- sónulegan svip. Timabil torfkirknanna er að mestu liðið, en fáeinar eru þó friðaðar og halda velli. í Eyja- firði stendur enn hin aldna Saurbæjarkirkja, reist árið 1858 og er nú I varðveizlu þjóðminja- varar. Sums staðar stóðu fyrrum hvassreistar timburkirkjur þar sem siðar var byggt úr torfi, einkum i fjölmennum sóknum. Svo komu timburkirkjur aftur og loks steinbyggingar. Myndirnar af kaupfélags- húsinu og Saurbæjarkirkju eru fengnar að láni i Minjasafni Akureyrar. Hinar hefur undir- ritaöur tekið, eins og fjölmargar aðrar, þar sem ljósmyndara er ekki getið eða heimildar og eru teknar eftir 1930. Saurbæjarkirkja I Eyjafiröi (byggð 1858)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.