Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 90
sport@frettabladid.is
50 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
27 28 1 2 3 4 5
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Haukar og KR mætast í
Iceland Express-deild kvenna.
19.15 Grindavík og Njarðvík mæt-
ast í Iceland Express-deild karla.
19.15 Höttur og Skallgrímur mæt-
ast í Iceland Express-deild karla.
19.15 Snæfell og KR mætast í
Iceland Express-deild karla.
19.15 ÍR og Haukar mætast í
Iceland Express-deild karla.
19.15 Hamar/Selfoss og Þór mæt-
ast í Iceland Express-deild karla.
19.15 Keflavík og Fjölnir mætast í
Iceland Express-deild karla.
■ ■ SJÓNVARP
16.20 England gegn Úrúgvæ á
Sýn. Endursýndur leikur.
21.00 Sterkasti maður heims á
Sýn.
22.00 A1 á Sýn.
Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102.
rafport@rafport.is www.rafport.is
Umboðsmenn um land allt
• Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl.
• Á CD/DVD diska, miðar úr plasti
• Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook
• Prentar merkiborða bæði á pappír og plast,
stærðir eftir vali, allt að eins meters langa
• Allt að 62mm breidd
• 50 miðar á mínútu*
• USB tenging
• Windows hugbúnaður
• Sjálfvirk klipping
• Heilar lengjur eða staðlaðar
*Staðlaðir póstfangamiðar
Fljótvirkasti miðaprentarinn
Umboðsaðili:
QL-550
Ti lboðsverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.43
„Í fyrsta skipti á ævinni ætla ég að láta
líkamann ráða en ekki hausinn. Ég
hefði átt að hætta árið 2001 eftir að
ég kom heim þá. Ég vildi að einhver
hefði ráðlagt mér að hætta þá en þetta
er vissulega að hluta til mér að kenna
líka,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson við
Fréttablaðið í gær en hann hefur nú
endanlega lagt skóna á hilluna eftir
farsælan feril í boltanum.
Bjarki sleit knattspyrnuskónum á Akra-
nesi þar sem hann varð Íslandsmeistari
áður en hann var seldur til Feyenoord
í Hollandi ásamt Arnari tvíburabróður
sínum. Bjarki hefur meðal annars leikið
sem atvinnumaður í Þýskalandi, Noregi
og Englandi en hann kom heim til KR
árið 1999 og átti þá frábært tímabil.
Bjarki hefur átt í meiðslavandræðum
æ síðan og á endanum var ákvörðunin
óumflýjanleg.
„Brynjólfur Jónsson læknir leit á
myndina af mjöðminni á mér í eina
sekúndu áður en hann vissi hvað
þyrfti að gera. Ég bað um kalt
mat og fékk það ískalt beint í
andlitið, hættu þessi Bjarki, var
niðurstaðan hjá honum,“ sagði
Skagamaðurinn sem er
meiddur á mjöðm en
hann á erfitt með að
skilja við boltann.
„Ég var orðinn virkilega
spenntur fyrir sumrinu,
ég hef verið að æfa
eins og vitleysingur og
það eru spennandi hlutir
í gangi hjá KR. Teitur er að
gera frábæra hluti og hann er virkilega
fær þjálfari og fleiri mættu taka hann til
fyrirmyndar,“ sagði Bjarki sem var með
þéttskipaða dagskrá fyrir framtíðina
sem nú hefur breyst.
„Ég ætlaði að enda ferilinn uppi á
Akranesi. Óneitanlega hefði það
verið frábært og ég ætlaði mér að
spila í nokkur ár til viðbótar enda
á besta aldri. Ég ætlaði ekki
að skilja við KR nema á
toppnum en það tókst því
miður ekki. Mér finnst ég
ekki alveg hafa lokið mínu
verki í Vesturbænum en
nú tekur golfið bara við, ég
stefni á að mæta á sem flest
mót í sumar,“ sagði Bjarki
sem er með 12 í forgjöf.
KNATTSPYRNUKAPPINN BJARKI GUNNLAUGSSON: ÞARF AÐ HÆTTA Í FÓTBOLTA VEGNA MEIÐSLA
Hefði átt að vera löngu hættur
> Heimasíða ársins?
Eina „dýrustu“ heimasíðuna á netinu
gefur að finna á slóðinni heidmar.de.
Þar er hægt að fylgjast með Heiðmari
Felixsyni handboltakappa í máli og
myndum, sem og á tveim tungumálum.
Ekki ónýtt það. Óhætt er að mæla með
stúdíómyndum af Eyfirðingnum þar sem
hann sýnir meðal annars bringuhárin.
Einnig má lesa lofræður um Heiðmar á
íslensku og þýsku. Punkturinn fyrir ofan
i-ið er eiginhandaráritunarþjónustu
kappans en með því að senda
honum umslag fá menn
senda eiginhandar-
áritun til baka. Sómi
að þessu framtaki
Heiðmars og Logi
Geirsson má fara að
spýta í lófana ef hann ætlar
að halda sér á heimasíðu-
toppnum þar sem Heiðmar
er búinn að skjóta sér á
methraða.
HANDBOLTI Skyttan unga Arnór
Atlason, sem sló rækilega í gegn
á EM í Sviss, fór í speglun á hné á
miðvikudag þar sem hann var
með rifu í liðþófa. Verður Arnór
frá æfingum og keppni fram í
apríl hið minnsta vegna þessa.
Það sem vekur mesta athygli við
meiðsli Arnórs er sú staðreynd
að þau eru alls ekki ný af nálinni
og lék Arnór til að mynda alla
leikina á EM meiddur.
„Þetta gerðist í desember lík-
lega en liðþófinn fór endanlega í
fyrsta leik á EM,“ sagði Arnór en
af hverju lét hann ekki gera eitt-
hvað í meiðslunum strax? „Ég
vildi það ekki og sleppti því vilj-
andi að fara í ítarlega skoðun þar
sem ég vildi ekki missa af þessu
tækifæri að spila á EM. Þetta
háði mér nokkuð en með því að
hita lengur upp var þetta viðun-
andi ástand. Ég er samt þakklát-
ur fyrir að krossbönd eða eitt-
hvað fór ekki í kjölfarið,“ sagði
Arnór sem ætlar að spila með
Magdeburg í undanúrslitum
þýsku bikarkeppninnar sem hefj-
ast 8. apríl. - hbg
Harðjaxlinn Arnór Atlason spilaði alla leikina á EM meiddur og kvartaði ekki:
Vildi ekki láta skoða mig
ARNÓR ATLASON Sýndi af sér fádæma
hörku með því að spila alla leikina á EM
með rifinn liðþófa.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ingólfur ekki í framboð
Ingólfur Hannesson mun ekki bjóða
sig fram til forseta ÍSÍ eins og búist var
við. Fjöldi manna hafði hvatt Ingólf til
að fara fram en sökum anna í starfi, og
fleiri ástæðna, hefur Ingólfur ákveðið að
gefa ekki kost á sér í embættið en Ellert
B. Schram lætur senn af störfum.
HANDBOLTI Það var fín mæting og
flott stemning í Safamýrinni í gær
og skal engan undra þar sem þetta
var einn af úrslitaleikjum Íslands-
mótsins. Hart var tekist á en þó
heiðarlega. Eftir mikinn barning
og dramatíska lokamínútu fagnaði
heimaliðið eins marks sigri, 30-
29.
Það var nokkur skrekkur í
báðum liðum í upphafi leiks en
leikmenn voru fljótir að hrista af
sér mesta stressið. Valur komst
fyrst yfir en ekki leið á löngu áður
en Fram tók forystuna og henni
sleppti liðið aldrei. Mestur var
munurinn þrjú mörk á liðunum í
fyrri hálfleik en tveim mörkum
munaði á liðunum í leikhléi, 14-12.
Heimamenn skoruðu fyrstu tvö
mörk síðari hálfleiks en Valur kom
fljótt til baka og jafnaði, 18-18,
eftir 42 mínútna leik. Fram hélt
ávallt frumkvæðinu og Valur var
sífellt að elta. Þegar leið á hálf-
leikinn tognaði í sundur með lið-
unum og forskotið gat Fram þakk-
að frábærum sóknarleik en þeim
var ekki gert auðvelt fyrir enda
manni færri á löngum köflum í
síðari hálfleik. Liðsmunurinn
breytti engu og Fram gekk endan-
lega frá leiknum, 30-26, þegar 70
sekúndur voru eftir. Valur skoraði
þrjú mörk á næstu 60 sekúndum
og það var smá von þegar Fram
fór í sína síðustu sókn níu sekúnd-
um fyrir leikslok. Þorri Gunnars-
son gerði vel í að halda boltanum
og leiktíminn rann út.
„Við vildum ekki vinna með
miklum mun,“ sagði glaðbeittur
þjálfari Fram, Guðmundur Guð-
mundsson, á léttu nótunum. „Ann-
ars fannst mér við spila frábæran
leik hér í dag og þá sérstaklega í
sókn. Við buðum upp á lifandi og
fjölbreyttan sóknarleik sem Valur
réð ekki við.“
Jóhann G. Einarsson var frá-
bær í síðari hálfleik en hann bar
þá uppi sóknarleikinn. Sigfús
stýrði spilinu mjög vel og var
klókur í erfiðum stöðum og báðir
markverðir liðsins áttu sína
spretti. Sverrir batt síðan vörnina
saman af myndarskap.
Breiddina vantaði hjá Vals-
mönnum og það voru of fáir leik-
menn að leggja lóð sín á vogar-
skálarnar. Loutoufi var frábær en
þegar hann var tekinn út stigu
aðrir ekki upp nema kannski Fann-
ar. Einnig hefði Hlynur mátt koma
í markið mikið fyrr en hann gerði.
„Við vorum á hælunum eigin-
lega allan tímann og það datt allt
inn hjá þeim. Frammistaða dóm-
aranna hjálpaði okkur heldur ekki
mikið,“ sagði Valsarinn Sigurður
Eggertsson svekktur. „Við vorum
lélegir og getum betur. Það er
samt vonandi að spá Jóa Bjarna í
Fréttablaðinu gangi eftir,“ sagði
Sigurður og glotti en Jóhannes
Bjarnason spáði Val tapi í leiknum
en sagði að félagið yrði samt
Íslandsmeistari.
henry@frettabladid.is
Sanngjarn sigur Framara
Framarar nældu í tvö gríðarlega mikilvæg stig í Safamýri í gær þegar Valur
kom í heimsókn. Fram leiddi nánast allan tímann og átti sigurinn skilinn.
ALLT Í ÖLLU HJÁ VAL Stórleikur Frakkans Mohamadi Loutoufi dugði Val ekki til sigurs í gær.
Hér nær Framarinn Sverrir Björnsson að stöðva Frakkann en Sverrir öflugur í vörninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Körfuboltadrottningin
Anna María Sveinsdóttir lék
kveðjuleik sinn á ferlinum þegar
Keflavík lagði Breiðablik 98-62.
Leikurinn fer í sögubækurnar því
Anna María varð í gær fyrsta konan
til þess að skora yfir 5.000 stig á
ferlinum en hana vantaði aðeins
fjögur stig til þess að ná þeim
áfanga fyrir leikinn. Hún gerði gott
betur og skoraði fimm stig og lauk
því ferlinum með 5.001 stig.
„Það var svakaleg pressa á
manni að skora þessi 4 stig, og ég
hefði nú bara viljað klára þetta í
fyrri hálfeik og láta gott heita, en
þetta datt ekki fyrr en í lokin. Það
var dálítið stress í manni að ná
þessu marki en sem betur fer
tókst þetta og ég get hætt sátt,“
sagði Anna María kát. - hbg, - jd
Anna María Sveinsdóttir:
Fyrst kvenna
yfir 5.000 stig
SÖGULEG KARFA Anna María hleypur
hér brosmild til baka eftir að hafa skorað
körfuna sögulegu. MYND/VÍKURFRÉTTIR
DHL-deild karla:
FRAM-VALUR 30-29 (14-12)
Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 8/1
(11/3), Sergey Serenko 8 (16), Haraldur Þorvarð-
arson 5 (9), Sigfús Sigfússon 4 (6), Stefán Baldvin
Stefánsson 2 (5), Rúnar Kárason 1 (1).
Varin skot: Egidijus Petkevicius 14/3, Magnús
Erlendsson 7.
Mörk Vals (skot): Mohamamdi Loutoufi 10 (16),
Fannar Friðgeirsson 7/4 (7/4), Elvar Friðriksson 3
(4/1), Sigurður Eggertsson 3 (8), Davíð Höskulds-
son 2 (2), Ingvar Árnason 2 (2), Hjalti Pálmason
2 (6/1).
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11/1, Pálmar Pét-
ursson 6.
ÍR-ÞÓR AK. 40-30 (23-12)
Mörk ÍR: Ragnar Helgason 7, Tryggvi Haraldsson
6, Ólafur Sigurjónsson 5, Ísleifur Sigurðsson 4,
Karl Gunnarsson 4, Davíð Georgsson 3, Björgvin
Hólmgeirsson 3, Þorleifur Björnsson 3,
Mörk Þórs: Arnór Þór Gunnarsson 12, Bjarni
Gunnar Bjarnason 4, Sindri Haraldsson 3, Rúnar
Sigtryggsson 3, Þorvaldur Sigurðsson 3, Sindri
Viðarsson 2.
FH-ÍBV 26-25
Mörk FH: Valur Arnarson 8, Sigursteinn Arndal 5,
Linas Kalasauskas 5, Hjörleifur Þórðarson 3.
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 6, M. Dostalik 6.
VÍKINGUR/FJÖLNIR-STJARNAN 30-31
Mörk V/F:Björn Guðmundsson 7, Sverri Her-
mannsson 7, Brynjar Hreggviðsson 6, Sæþór Fann-
berg 4, Pálmar Sigurjónsson 2, Brjánn Bjarnason
1, Sveinn Þorgeirsson 1, Brynjar Loftsson 1, Andri
Jakobsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 10, David
Kekelia 6, Kristján Kristjánsson 5, Tite Kalandadze
4, Björn Óli Guðmundsson 2, Arnar Theodórsson
2, Bjarni Gunnarsson 1, Patrekur Jóhannesson 1.
AFTURELDING-FYLKIR 26-29
HAUKAR-KA 39-28
STAÐA EFSTU LIÐA:
HAUKAR 18 14 1 3 550:488 29
FRAM 18 13 2 3 506:464 28
VALUR 18 12 1 5 550:499 25
FYLKIR 18 10 2 6 498:458 22
STJARNAN 17 9 4 4 498:467 22
KA 17 8 3 6 476:471 19
ÍR 18 8 2 8 584:560 18
HK 18 7 2 9 513:519 16
FH 18 7 1 10 495:502 15
AFTUREL. 18 6 3 9 453:471 15
Vináttulandsleikir:
ENGLAND-ÚRÚGVÆ 2-1
Crouch, Cole - Pouso.
RÚSSLAND-BRASILÍA 0-1
- Ronaldo (14.)
SENEGAL-NOREGUR 2-1
NDiaye, Gueye - Hagen.
TYRKLAND-TÉKKLAND 2-2
Umit 2 - Poborsky (víti), Stajner.
ÍSRAEL-DANMÖRK 0-2
- Perez, Skoubo.
ARGENTÍNA-KRÓATÍA 2-3
Tevez, Messi - Klasnic, Srna, Simic.
HOLLAND-EKVADOR 1-0
Dirk Kujit.
ÍRLAND-SVÍÞJÓÐ 3-0
Duff, Keane, Miller.
PORTÚGAL-SAUDI ARABÍA 3-0
Ronaldo 2, Maniche.
FRAKKLAND-SLÓVAKÍA 1-2
Wiltord, víti - Nemeth, Valachovic.
ÍTALÍA-ÞÝSKALAND 4-1
Gilardino, Toni, Rossi, Del Piero - Huth.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS