Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 1
— Fimm síðna blaðauki um Vfk í Mýrdal FJÖLBREYTTARA OG BEIRA BLAÐ! Fimmtudagur 10. nóvember1983 261. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15—Postnolf 370Reykjavik — Rirtstjorn86300- Auglysingar 18300— Afgreiðsta og askrift 86300 — Kvöidsimar 86387 cg 86306 Mikil stór- slysaalda: Alls hafa 18 farist síðustu 12 daga hér ■ Mikil storslysaalda hefur orðið á síðustu tólT dögum hérlcndis og hafa alls 18 manns farLst við strendur landsins á þeini tíma, nú síðast ijórir með þvrlu Landhelgisgæslunnar TF-RÁN. Fyrsta stórslysið á þessu tímahili varð er Sandey II hvolfdi við Engeyjarrif föstu- daginn 28. október og fórust þá fjórir af sex skipverjum skipsins. Tveim dögum síðar, eða sunnudaginn 31. október fórust svo þrír menn áf áhöfn Hafarnarins er báturinn sökk við Bjarnareyjar á Breiðafirði, en þremur tókst að bjarga. Þýska fiutningaskipið Kam- pen fórst svo um 60 mílur austan . við Vestmannaeyjar þriðjudaginn 1. nóv. og fórust með því sjö af þrettán manna áhöfn þess. í gærkvöldi fórst svo TF- RÁN þyrla Landhelgisgæsl- uttnar í Veiðileysufirði á Vest- fjörðum og með henni fjórir rnenn. -FRI ■ Varðskipið Óðinn og Guðný ÍS-266 á staðnum þar sem brakið úr TF-Rán fannst og talið er að þyrlan hafi hrapað í baksýn er Kvíarfjall. í sjóinn.Björgunarsveitarmenn eru í gúmbát milli skipanna. 'I'ímamynd Árni Sæberg. Arangurslaus leit ad fjögurra manna áhöfn þyrlunnar TF RAN: FLflK ÞYRLUNNAR ER TflUÐ UGGJA A 70 NIETRA DÝPI — enn engar skýringar á því hvad kom fyrir þyrluna ■ Fjórir menn fórust þegar TF- RÁN, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, hrapaði í sjóinn við Kvíarnóp milli Veiðileysufjarðar og Lóna- fjarðar á Jökuffjörðum rétt fyrir kl. 23.00 á þriðjudagskvöldið. Þrátt fyrir mjög ýtarlega leit á landi og sjó hefur ekkert fundist á svæðinu annað en brak ór þyrlunni og lausir hlutir. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði í sjóinn. Þyrlan fór í loftið frá varðskip- inu Óðni, sem statt var á Jökul- fjörðum. Þrem mínútum seinna heyrðist hljóðmerki í talstöð Óðins, sem nú er talið að hafi e.t.v. verið mayday nevðarkall. Varðskipið sigldi þá af stað. cn þegar ekKerl varð frekai vari við þyrluna var haft samband við björgunarsveit Slysavarnarfé- lagsins í Hnífsdal um kl. 23.40. Þá var strax hafist handa við að kalla út allar björgunarsveitir á svæðinu ogeinnigvar rækjubáta- flotanum og öðrum tiltækum skipum beint á staðinn. Fyrsta skipið á slysstaðinn var Orri ÍS-20 um kl. 11.10. Skömmu seinna fann hann brak og aðra hluti úr þyrlunni um hálfa sjómílu frá Kvíarfjalli. Þá var vindátt að landi. Það sem fannst var brot úr spaða og hjólahlíf, sjúkrakassi og 4 björg- unarvesti. Alls komu um 30 bátar á slysstaðinn, m.a. Guðný ÍS-266 og Hugrún ÍS-7 með björgunar- ■■ ■ Þeir sem saknað er eftir að TF-RÁN fórst eru Björn Jóns- son flugmaður, fæddur 10. 11. 1931 til heimilis að Eskihlíð 26, ■ Björn Jónsson. lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Sig- urjón Ingi Sigurjónsson stýri- maður, fæddur 24. 3. 1939, til ■ Bjarni Jóhannsson. heimilis að Laugavegi 49, lætur eftir sig þrjú börn. Bjarni Jó- hannsson flugvirki, fæddur 21. 3. 1947 til heimilis að Breiðvangi Sigurjón Ingi Sigurjónsson. ■ Þórhallur Karlsson. 41 í Hafnarfirði, lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Þór- hallur Karlsson fiugmaður, fæ- dur 20. 10. 1943, til heimilis Rauðahjalla 11, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. -FRI BKRaH wniii^. sveitarmenn frá ísafirði, Bolung- arvík og Hnífsdal auk manna úr Hjálparsveit skáta á ísafirði. 19 manns fóru í land og gengu fjörur undir Kvíarfjalli til kl. rúmlega fimm um nóttina. Einu sinni töldu leitarmenn í landi sig hafa orðið vara við spor en það reyndist ekki vera rétt. í gærmorgun var fengin þyrla frá danska eftirlitsskipinu Vædd- eren til leitar á svæðinu og um hádegisbilið í gær flutti Orri neðansjávarmyndavél frá ísa- firði á svæðið í von um að hægt yrði að finna flak þyrlunnar. Bandarískir kafarar af Keflavík- urfiugvelli fóru síðan vestur í1 gærdag með sérstök sónartæki sem nota átti til að finna hljóð- merki frá neyðarsendi þyrlunn- ar. Einnig fór maður frá loft- ferðaeftirlitinu á staðinn. Að sögn Þorsteins Þorsteins- sonar verkfræðings hjá Land- helgisgæslunni verður reynt að ná flaki þyrlunnar upp með öllu hugsanlegu móti. Það pæti revnst erfitt því talið er að flakið liggi á um 70 metra dypi en katarar í venjulegum búningum geta kaf- að á um 40 metra dýpi. GSH JHB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.