Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 7. október 1987 ! Tíminn 3 Borgarráö: Mikligarður fær tíu ár Mikligarður fær framlengingu á rekstrarleyfi til tíu ára fyrir stór- markað sinn í Holtagörðum. Petta var niðurstaða borgarráðs í gær, en þar voru málefni Miklagarðs til umræðu. Mikligarðurfékk ásínum tíma fimm ára rekstrarleyfi frá þáverandi vinstri meirihluta borg- arstjórnar. Borgarstjórn endurnýj- aði það leyfi til tveggja ára rétt fyrir síðustu kosningar. Margir í hópi sjálfstæðismanna hafa haft horn í síðu Miklagarðs á þeim forsendum að stórmarkaður- inn sé staðsettur á hafnarsvæði og þar ætti ekki að vera verslunar- starfsemi. Nú virðast þær raddir hafa hljóðnað. Núverandi rekstrar- leyfi gildir til ársloka 1988, þannig að ef borgarstjórn staðfestir ákvörðun borgarráðs mun Mikli- garður eiga möguleika á að starfa á hafnarsvæðinu all til loka ársins 1998 ef aðstandendur markaðsins kjósa það. -HM Gunnar Bjarnason formaður samtakanna „Skynsemin ræður“ bendir yfir hluta Trabantflotans, sem Gunnar líkir VÍð stóðrétt. (Timamynd Pélur) Trabant: Er eins og hestur - en hneggjar ekki „Þetta er eins og stóðrétt í Lýt- ingsstaðahreppi. Fimmtíu Tabantar sem bíða þess að eigendurnir sæki þá,“ sagði Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur um Tra- bantana sem lagt hafði verið í portið hjá Ingvari Helgasyni og biðu eftir því að Bifreiðaeftirlitið liti á vélbún- aðinn áður en kaupendurnir gætu ekið heim á langþráðum Trabant. Gunnar sem er formaður samtaka Trabanteigenda „Skynsemin ræður“ hefur átt Trabantbifreið í áraraðir, líkir þeim við hesta og segir metnað sinn fyrir Trabantbifreiðinni svipað- an og metnað fyrir reiðhest sinn. Ingvar Helgason hefur nú selt 200 Trabantbifreiðir á þessu ári og eru fjölmargir á biðlista eftir bílum, enda verðið á þeim nánast hlægilegt. Næsta sending mun koma til landsins eftir einn og hálfan mánuð, alls 50 bílar. Því lítur út fyrir að 250 nýjar Trabantbifreiðir komi á göturnar á þessu ári. -HM Hvalavinir vilja rannsókn: Hvalur hf. greiði skemmda bílsímann Hvalavinafélagið hefur farið fram á það við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að hún hefji opinbera rannsókn á atvikinu þegar starfsmaður Hvals hf. skar á burðarólar birgðapoka og öryggislínu hvalavinanna sem tóku hvalbát í gíslingu í Hvalfirði fyrir skömmu. Auk þess fer Hvalavinafélagið fram á það við Hval hf. að þeir greiði skaðabætur sem nemur tjóni því sem þeir urðu fyrir þegar þeir hlekkj- uðu sig fasta við hvalbát í Hvalfirði. Tjónið fólst aðallega í brotnum bíl- síma sem þeir tóku á leigu f þeim tilgangi að tala við samstarfsmenn sína í landi. Rannsóknarlögreglan hefur sent ríkissaksóknara málið til umsagnar. Slíkar skaðabætur yrðu væntanlega fjármagnaðar með sölu á hvalkjöti! -SÓL Erfiöleikar Kaupfélags V-Barðstrendinga: Greiðslustöðvun til 2. janúar nk. Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga á Patreksfirði hefur átt í miklum erfiðleikum að undanförnu, en hefur nú fengið grciðslustöðvun til 2. janúar nk. Höfuðorsök erfiðleik- anna er talin vera bygging sláturhúss sem boðið var upp á nauðungarupp- boði sl. vetur, auk þess sem fleiri verslunarferðir til Reykjavíkur gera sitt ógagn. Framkvæmdastjórn Sambandsins samþykkti nýverið á fundi sínum að afskrifa hluta af skuld kaupfélagsins við sig til að stuðla að því að komist verði hjá gjaldþroti. Um er að ræða rúmar 30 milljónir, en heildarskuld kaupfélagsins við Sambandið er um 70 milljónir. Afskriftir þessar eru þó háðar því að aðrir lánardrottnar afskrifi skuldir kaupfélagsins í sama hlutfalli. -SÓL Skotveiðifélag Reykjavíkur: Námskeið í rjúpnaveiði Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis efnir til tveggja kvölda námskeiðs í rjúpnaveiði fyrir byrj- endur í kvöld og annað kvöld og fer það fram í félagsheimilinu Veiðiseli Skemmuvegi 14 í Kópa- vogi. I kvöld verður m.a. fjallað um stofnstærð rjúpunnar, hvar veiða megi rjúpu og hvernig skuli haga ferðum til fjalla að vetrarlagi. Ann- að kvöld verður fjallað um vopn og aðferðir við að veiða rjúpu, skyndi- hjálp, hvernig búnaður og klæðn- aður sé hentugur fyrir rjúpnaveiði og svarað fyrirspurnum. Um leið vill Skotveiðifélagið minna alla á að virða rétt landeiganda og skjóta aldrei á heimalandi án leyfis og að kynna sér friðunarlöggjöfina, hvar skjóta megi rjúpu og fleira. Raðgreiðslur V/SA-, ódýr og þægilegur greiðslumáti Léttið greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðslum VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar.tryggingagjalda o.fl. Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferðalög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greioslumáta. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftir- farandi hlunnindi. Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga- þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gisti- þjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: Boðqreiðslur, Raogreiðslur, Símgreiðslur. V/SA STYRKTARADILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.