Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Starfsstúlkan bauð
mig ?hjartanlega vel-
kominn? í gegnum stálgráan
talstaurinn ? 40 
»
reykjavík
reykjavík
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgis@mbl.is
FERTUGSAFMÆLI Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar er að renna upp, hann verður fertugur á
næsta ári. Hann á inni eina góða veislu og
ákveður að halda upp á afmælið með glæsibrag
en um leið að koma fram hefndum vegna Baugs-
málsins og þá fyrst og fremst á Davíð Oddssyni.
Til þess leitar hann til Kára Stefánssonar og bið-
ur hann um greiða,? segir Óttar M. Norðfjörð um
nýjustu bók sína, Jón Ásgeir og afmælisveislan,
sem er teiknimyndasaga með klippimyndaívafi. 
Óttar á að baki fjórar ljóðabækur og skáldsögu
og gaf út tveggja blaðsíðna ævisögu Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, Hannes ? nóttin er
blá. Tvö bindi eru enn óútgefin um ævi Hannesar,
í anda ritraðar Hannesar um Halldór Laxness. 
?Síðan býður hann frægu fólki, Tom Cruise og
Brad Pitt meðal annars, og líka Davíð Oddssyni
og Gísla Marteini, Sigurði Kára og fleirum, með
ákveðinn hrekk í huga,? heldur Óttar áfram. Dav-
íð og félagar ákveði að mæta í veisluna með það í
huga að eyðileggja hana. Því verði mikið loka-
uppgjör í veislunni með óvæntum endi. Óttar seg-
ir Jón Ásgeir nú þurfa að feta í fótspor stórlaxa á
borð við Hannes Smárason og Björgólf Thor
Björgólfsson með því að halda alvöru veislu. ?Þar
hafa verið Elton John og 50 Cent og aðrir miklir
skemmtikraftar. Hann fær því Michael Jackson
til að spila hjá sér. En svo þarf að vera loka-
atriði,? segir Óttar. Þar komi Davíð Oddsson við
sögu í mikilli hefnd Jóns Ásgeirs. Baugsmálið sé í
raun gert upp í afmælisveislunni. 
Baugsmálið í anda Shakespeares
?Maður náttúrlega spyr sig hvaða áhrif þetta
mál hefur haft á þessa grey menn, á sálina og lík-
amann, svefninn. Maður hefur það á tilfinning-
unni að þessu sé ekkert lokið,? segir Óttar alvar-
legur. Tvær sögur hafi verið sagðar af
Baugsmálinu undanfarin ár, önnur sé hin form-
lega fréttasaga en hin ?Séð og heyrt-sagan?. Í
þeirri síðarnefndu sé fjallað um að Jón Ásgeir
hafi gert sér dælt við eiginkonu Jóns Geralds,
snekkjur og ýmislegt fleira sápuóperulegt. Sú
saga sé í anda Shakespeares, sögur sagðar af
valdablokkum, deilandi fjölskyldum, kóngum og
prinsum. 
Í bókinni er Kári Stefánsson orðinn brjálaður
vísindamaður sem býr til klón daginn út og inn,
hefur m.a. breytt þingmanni Frjálslynda flokks-
ins, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, í Pólverja. 
Í haust kemur út önnur skáldsaga Óttars,
Hnífur Abrahams, sem Óttar segir ?rosalega?.
Abraham sé í raun faðir íslam, gyðingatrúar og
kristni. ?Ég fór að lesa mér til um Abraham og
komst að skemmtilegu leyndarmáli um hann og
syni hans tvo, sem er raunverulegt, trúarlegt fyr-
irbæri sem múslímar trúa en er í raun haldið
leyndu fyrir kristnum mönnum og gyðingum,?
segir Óttar. Þetta leyndarmál sé eiginlega hálf-
gert áfall fyrir kristna og gyðinga. Óttar vill ekki
greina blaðamanni frá leyndarmálinu, en segir
bókina í ?DaVinci?-stíl, vísar þar til DaVinci-
lykilsins.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Satíra Brad Pitt og Angelina Jolie eru á meðal þeirra sem koma við sögu í nýrri bók Óttars M. Norðfjörð rithöfundar og skálds.
?Jón Ásgeir hefnir sín?
Þá áttu U2-liðar lög í Mission
Impossible og James Bond-
myndinni Goldeneye þannig að
þetta kemur í raun alls ekkert á
óvart eftir allt saman. En samt ? 
Það er Julie Taymor Tony-
verðlaunahafi sem mun leikstýra
söngleiknum um ofurhetjuna og
þeir Bono og Edge sjá um alla tón-
list og texta. ?In the name of ? Spi-
derman? kyrjar Bono þá líklega í
sturtunni núna og spennandi verð-
ur að heyra hvurs lags hljómavef
þeir fóstbræður galdra fram fyrir
Lóa gamla. 
Upphafið að endalokunum gæti
einhver sagt en þá hefur því verið
haldið fram allt frá útgáfu Achtung
Baby og samt eru þeir enn að. 
HIÐ mjög svo áreiðanlega tónlist-
arfagrit Billboard greinir frá því að
Bono og The Edge, sem mynda öx-
ulinn í írsku hljómsveitinni U2,
vinni nú saman að tónlist fyrir
söngleikinn Spider-Man: The
Broadway Musical, eins og hann
nefnist upp á ensku. Bono hefur
lýst því yfir að í framtíðinni muni
hann og Edge ábyggilega vinna
meira saman en efni af þessu tagi
kemur eflaust mörgum í nokkuð
opna skjöldu, hljómar eiginlega
hálffáránlega. Og þó. 
Félagarnir hafa lagt annarri of-
urhetju lið, þegar þeir sömdu að-
allagið fyrir Batman Forever-
myndina (?Hold Me, Thrill Me, Kiss
Me, Kill Me?) árið 1995. 
Söngleikjaefni Kóngulóarmað-
urinn í kröppum dansi ... og söng.
Reuters
Klikkaðir? Þeir félagar Bono og The Edge á tónleikum í Melbourne á Ástr-
alíu. Þeir hyggjast nú reyna fyrir sér á söngleikjasviðinu.
Bono og The Edge semja
tónlist fyrir söngleik
L52159 Davíð Þór
Jónsson, spurn-
ingasmiður,
skemmtikraftur
og bloggari, situr
að eigin sögn
þessa dagana og
þýðir kvikmynd-
ina um Simpson-
fjölskylduna ?í
óþökk allra að
því er virðist.?
Hann skrifar meðal annars á
bloggsíðu sinni: ?Það er eins og það
sé almenn stemning fyrir því í þjóð-
félaginu að það sé beinlíns skaðlegt
fyrir tungu okkar og menningu að
þetta efni sé til á móðurmáli okk-
ar.?
Davíð Þór furðar sig á við-
brögðum fólks sem telur sjálfsagt
að verk á borð við Hringadrótt-
inssögu séu til á íslensku en ekki
megi hrófla við handriti um góð-
kunningjana frá Springfield, sem
ber hið fallega heiti Lindarhagi í
þýðingu Davíðs Þórs.
?Einu sinni þótti það eftirsókn-
arvert að sem flestar perlur heims-
bókmenntanna væru til í íslenskri
þýðingu. Einhvern tímann gerðist
það hins vegar að þýðendur urðu í
huga þjóðarinnar að menningar-
legum skemmdarvörgum. Nú virð-
ist það vera þannig að helstu perl-
urnar eigi ekki að menga með því
að snara þeim á fjósamannatung-
una sem við tölum.?
Davíð Þór endar svo færsluna á
orðunum: ?Það er í lagi að snara
drasli eins og Faðirvorinu en að
snerta gullkorn á borð við ?D-oh!?
og ?Hi-diddly-ho!? er hins vegar
sakkrílids.?
Já, það er sannarlega vandlifað.
Hi-diddly-ho!
Davíð Þór Jónsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44