Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 43 Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson FRAM til ársins 1966 var á Hjalteyri rekin ein stærsta síldarverksmiðja Evrópu. Eftir hvarf síldarinnar á 7. áratugnum gegndi byggingin ýmsum hlutverkum, en í fyrra hætti Samherji á Akureyri þar allri starfsemi. Og í eyðilegu húsnæðinu er eiginlega ekkert eftir nema slor- lyktin. Nú stefnir hins vegar allt í að verksmiðjan fái nýtt hlutverk því hópur listamanna hyggst gera úr henni menningarmiðstöð sem framleiða mun menningar- viðburði og vinnuaðstöðu. „Við erum ekki að finna upp hjólið með þessari hug- mynd, við vitum það,“ sagði Hlynur Hallsson myndlist- armaður sem talaði fyrir hönd hópsins á blaðamanna- fundi í gær. „Menningarverksmiðjur eru til um allan heim. Hins vegar vonumst við til að verða viðbót við það menningarlíf sem fyrir er á svæðinu auk þess að vinna að nýsköpun í atvinnumálum og stuðla þannig að jákvæðum búsetuskilyrðum.“ Auk Hlyns eru í hópnum: Gústav Geir Bollason, Að- alheiður S. Eysteinsdóttir, Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Þórarinn Blöndal, Nicolas Moulin, Clém- entine Roy, Véronique Legros, Jan Voss, Rúna Þorkels- dóttir, Henriette van Egten, Kristján Guðmundsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson og Lene Zachariassen. Þau Moulin og Roy tóku þátt í að stofna listamiðstöð- ina MARS í Kreuzberg-hverfinu í Berlín, sem upp- haflega var verksmiðja. Að sögn Hlyns verður Verk- smiðjan á Hjalteyri í samvinnu við MARS, auk menningarverksmiðju í Frakklandi. „Við erum ekki að fara að gera þetta í sjálfboðavinnu, við erum öll búin að fá nóg af því,“ segir Hlynur og hlær. „Við erum hins vegar ekki að fara að skapa 20 störf á morgun. Við reiknum með því að innan tíu ára verði fólk á launum í Verksmiðjunni, fólk sem kemur að þessu beint og óbeint. Til að byrja með mun fólk skapa sér sín störf og sínar aðstæður, en hér er kominn vettvangur, aðstaða, möguleikar og svo hleður það utan á sig.“ Hlyn- ur bendir jafnframt á að strax í upphafi verði til ýmis af- leidd störf í kringum sýningarhald, auk þess sem tekjur munu fást af námskeiðshaldi. Sýningarrýmið verður í upphafi um 1200 fermetrar. Fyrstu viðburðirnir fara fram í ágúst og hafa þegar feng- ist styrkir til sýninga frá einkaaðilum, Menningarráði Eyþings og Impru, Nýsköpunarmiðstöð. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Glæst fortíð Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri var sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og hið sögufræga fyrirtæki Kveldúlfur stóð þar fyrir starfsemi í áratugi. Liðsheild „Við erum öflugur hópur með mikla þekk- ingu og reynslu,“ segir Hlynur (í bláum jakka) um lista- mennina sem standa að verksmiðjunni. Menningarverksmiðja Setur upp grasrótarsýningu Nýló utan Reykjavíkur www.verksmidjan.blogspot.com 17. júní er framundan: Hver var maður dagsins? Jón Sigurðsson lifir í þjóðarsálinni. Kenningarnafn hans, forseti, var spásögn. Hann var raunverulega forseti íslensku þjóðarinnar löngu fyrir daga lýðveldisins. En hvað vitum við um þennan vestfirska útnesjamann, sem skyggði á hvaða konung sem var? Litla sögubókin um Jón Sigurðsson forseta segir frá lífi hans og persónu á skorinorðan og aðgengilegan hátt fyrir alla. Afar og ömmur, pabbar og mömmur, frændur og frænkur: Ungdómurinn þarf að eignast þessa litlu bók, lesa hana og læra utanað helstu æviatriði Jóns forseta. Svo er það ykkar að hlýða þeim yfir. Sumt af því sem menn lærðu í æsku muna margir ævilangt. Þá þarf ekkert að fletta því upp í tölvu! Auk þess hafa allir gott af því að læra eitthvað utanbókar. Ungur nemur, gamall temur! Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 390,- kr. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca frá kr. 49.990 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca 25. júní á einstökum kjör- um í 2 vikur. Mallorca er ein perla Miðjarðarhafsins og hér nýtur þú sumars- ins til hins ítrasta í sólinni og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Þú bókar flug og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. M bl 1 01 58 39 Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Stökktu tilboð 25. júní í 2 vikur. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 25. júní í 2 vikur. 25. júní í 2 vikur Stökktu til Síðustu sætin Hvar er Verksmiðjan? Á Hjalteyri í Arnarneshreppi, sem er þéttbýliskjarni um 20 kílómetrum utan við Akureyri. Hvað verður á boðstólnum í Verksmiðjunni? Meðal fastra liða verður menningarhátíð í ágústmánuði, en á fyrsta starfsári verður sýningin START í ágúst, lista- smiðjur fyrir börn og fullorðna og grasrótarsýning. Hverjir sýna á fyrstu sýningu Verksmiðjunnar? Þátttakendur á sýningunni START verða þau Alexander Steig, Arna Vals, Boekie Woekie, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Nicolas Moulins og Sigga Björg Sigurð- ardóttir. Hvernig verður grasrótarsýningin? Á sýningunni taka þátt ferskustu ræturnar í íslenskri myndlist í samvinnu við Nýlistasafnið. Grasrót hefur áunnið sér sess sem árleg sýning framsæknustu mynd- listarmanna yngstu kynslóðarinnar. Í ár verður sýningin í fyrsta skipti haldin utan höfuðborgarsvæðisins og það í Verksmiðjunni á Hjalteyri. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.