Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. maí 1955 — NÝI TÍMINN — (5 Grein sú sem hér er birt sýnir glöggt að hugmyndin um vinstri samvinnu á nú miklu og dagvaxandi fylgi að fagna. Hún er eftir Þórð Valdimars- son þjóðréttarfræðing, sem er Framsóknar- maður að skoðunum, en hann kveðst senða Nýja timanum greinina sökum þess að „uin þessar mundir eiga vinstrisinnaðir Fram- sóknarmenn erfitt með að fá birtar greinar í Tímanum sem ekki eru á alveg réttri línu eins og það er kallað, en sú lína Virðist vera band það sem leiðtogar Framsóknarflokksins láta íhaldið hafa sig í um þessar mundir". Þórður kveðst ef til vill munu senda Nýja tímanum fleiri greinar um viðhorf vinstrisinnaðra Framsóknarmanna til þjóðmálanna. íhaldið verðnr að víkja úr stjórn Framferði leiðtoga Framsókn- arflokksins undanfarin ár hefur verið kjósendum flokksins vax- andi áhyggjuefni. Samvinna þeirra við íhaldsflokkinn, erki- óvin allra frjálslyndra og um- bótasinnaðra afla í þjóðfélag- inu, hefur haft síður en svo bætandi áhrif á þá, auk þess sem þeir virðast hafa laðazt svo mjög að glæframönnunum í íhaldsflokknum að þeir geta ekki lengur án þeirra verið. Að vísu segjast leiðtogar Framsóknarflokksins fyrir- verða sig fyrir samvinnu sína við íhaldið og viðhafa svipuð afsökunarorð um hana og sjó- maður einn er staðinn var að því að koma út úr pútnahúsi í Hamborg. Hann sagði þessi orð sér til afsökunar: „111 nauðsyn rak mig inn í þetta spillingarbæli. Ég átti ekki í annað hús að venda. Eins og þú skilur þá er það neyðar- úrræði að heimsækja pútna- hús. Þú ferð vonandi ekki að segja konunni minni frá þessu“. Við svipaðan afsökunartón kveður einatt hjá leiðtogum Framsóknarflokksins þegar hina illræmdu stjórnarsam- vinnu þeirra við íhaldsflokkinn ber á góma. Pólitísk nauðsyn rak okkur yfrum til þeirra. Við áttum ekki í annað hús að venda. En því miður þá verður ekki anriað séð en að hrösun leið- toga Framsóknarfloksins með íhaldsmaddömunni sé alvar- legra fyrirbrigði en það sem henti íslenzka sjómanninn í Hamborg, því nú virðist svo komið með þá að þeir geta ekki hugsað sér að vera ann- arstaðar en í hinu pólitíska pútnahúsi íhaldsins. Það er engu líkara en að þeir hafi valið sér og flokknum það að samastað. Það stýrir ekki góðri lukku þegar óvandaðar gleði- konur fá siíkt vald yfir mönn- um. Það endar vanalega með skelfingu. — Raunsæismenn flokksins hafa komið auga á þá staðreynd að kjósendur hans til sjávar og sveita munu ekki sætta sig við það lengur að flokksleiðtogarnir flatmagi í vímu og aðgerðarleysi í flatsæng íhaldsins. Orð for- manns flokksins, Hermanns Jónassonar, og fleiri manna á seinasta flokksfundi bera það með sér að þeir vita hvað klukkan á framsóknarbæjun- um slær. Þeir hafa skilið rétt fyrirboðann sem felst í þeim óánægjukurr sem nú fer um sveitir landsins, og geymir í sér sama hljóminn er fylgdi bogastrengssliti því er átti sér stað er Ólafur Tryggvason spurði: „Hvað brast svo hátt?“ Og fékk svarið: „Völdin úr hendi yðar, herra“. Gnýrinn í sveitum landsins er hærri og voldugri en þegar örlagabogi Ólafs Tryggvasonar brast forð- um daga, því að um dreifðar byggðir íslands er ekki einn heldur fjölmargir strengir að bresta, strengir sem hingað til hafa tengt sveitafólkið á fs- landi við Framsóknarflokkinn, strengir sem mundu hafa brost- ið fyrir löngu, hefði minning- in um afrek Framsóknarflokks- ins í stjórnarsamvinnu við aðra vinstrimenn á afrekstímabili flokksins ekki varðveitzt meðal sveitafólksins og alið af sér vonir um að flokkurinn mundi aftur halda inn á rétta braut eins og hann hefur lofað fyrir sérhverjar Alþingiskosningar. Flótti kjósenda Framsóknar- flokksins verður ekki stöðvaður nema með einu móti, sem sé því, að Framsóknarflokkurinn haldi gefin heit sín við kjós- endur og segi skilið við íhald- ið og beiti sér fyrir myndun jákvæðrar umbótastjórnar á- samt Alþýðuflokknum, Þjóð- varnarflokknum og Sósialista- flokknum. Það eina sem aftr- ar því að vinstri stjórn geti komizt á er tregða sumra Framsóknarmanna að slíta sig frá íhaldsflokknum. Ef Fram- sókn vanrækir þá ákjósanlegu möguleika sem nú eru á því að koma á vinstristjórn, þá get- ur það ekki stafað af öðru en því að pólitísk feigð sæki að Framsóknarflokknum af því að íhaldinu hafi tekizt að sigra hinn innanfrá. Ef Framsóknarflokkurinn læt- ur það ógert að kalla ráðherra sína úr íhaldsstjórn Ólafs Thors og mynda umbótastjórn með vinstriflokkunum þremur, þá stimplar hann sig þarmeð sem íhaldsflokk. Það stoðar hann lítið að tala fagurlega um vilja sinn til að safna um sig sundr- uðum öflum til að vinna bug á íhaldi og spillingu meðan verk hans tala um órjúfanlega tryggð og þjónustu við þau braskara- og afturhaldsöfl er hann nú leggur lag sitt við. Allt skraf málgagns Fram- sóknarmanna um að ógeming- ur sé að mynda stjórn með sósialistum vegna þess að þeir hati ekki Rússa, er fánýtt blekkingarraus sem enginn hugsandi Framsóknarmaður tekur minnsta mark á, ekki einu sinni þeir sem eru að myndast við að bera þessa vit- leysu á borð fyrir kjósendur Framsóknarflokksins. Þetta er svo mikil fásinna að það er blátt áfram móðgandi við skyn- semi Framsóknarmanna að reyna að hafa slíkar blekk- ingar i frammi. Það er hollt fyrir leiðandi menn Framsóknarflokksins að gera sér grein fyrir því, að kjósendur flokksins, sem eru allflestir frjálslyndir umbóta- og vinstrimenn, eru búnir að fá sig fullsadda af þeim leik foringjanna að lofa því fyrir hverjar kosningar að berjast kröftuglega á móti íhaldinu og láta það ekki henda sig fram- ar að mynda stjórn með því, en skriða svo í pólitíska flat- sæng með þessum erkióvinum íslenzku þjóðarinnar strax að afstöðnum kosningum og haga stjómarathöfnum sínum þann- ig, að vart verður á milli séð hvor er meiri íhaldsflokkur, Framsókn eða sjálft íhaldið. Hér þarf mikilla og skjótra breytinga við. Framsóknarkjósendur .rnvmu alls ekki sætta sig við lengur við áframhaldandi fóstbræðra- Effir Þórð Valdimarsson þjóðréttarfræðing lag Framsóknar við þjóðhættu- legasta og spilltasta flokk landsins. Framsóknarflokkur- inn hefur hingað til lifað á fornri frægð sem hann ávann sér í giftusamlegri samvinnu við Alþýðuflokkinn og önnur umbótaöfl er nú fylgja Sósial- istaflokknum og Þjóðvarnar- flokknum að málum. Árin sem samvinnan við íhaldið hefur varað, hafa verið einskonar niðurlægingar- og aðgerðar- leysistímabil í sögu hans. Eng- inn sannur Framsóknarmaður mun sætta sig lengur við á- framhald á sliku. Þeir munu heldur velja þann kostinn að stuðla að þjóðf-ylkingu vinstri- manna en horfa upp á það ár eftir ár, að leiðtogar Framsókn- arflokksins þjóni hagsmunum fjárglæframannanna í ihalds- flokknum. Sósíalistar hafa sýnt það margoft, og nú síðast í nýaf- stöðnu verkfalli, að þeir bera hag þjóðarheildarinnar fyrir brjósti og vilja ljá samtökum alþýðunnar allt það lið er þeir mega. Það er meira en hægt er að segja um Framsóknarflokk- inn sem hélt að sér höndum í verkfallinu og aðhafðist fátt nýtilegt. Ef við gerum saman- burð á því hvernig hann brást við þessu verkfalli og þeim er áttu sér stað þegar hann átti samleið með Alþýðuflokkn- um, sjáum við bezt hversu lam- andi áhrif íhaldssamvinnan hefur haft á hann. Svo mjög er hann breyttur frá því sem áður var. Meðan verkámenn og iðnað- armenn önzuðu bulli ihaldsins um að sósíalistar væru ósam- vinnuhæfir var Alþýðusam- bandið að mestu leyti óstarf- hæft, og áorkaði litlu til hags- bóta fyrir starfandi fólk. Eftir að falskenning íhaldsins var vegin og léttvæg fundin, og vinstri öflin innan Alþýðu- sambandsins tóku höndum sam- an, hefur það orðið máttur og megin vinnandi fólks og leitt það til sigurs i baráttu fyrir auknu kaupi og bættum hag. Það sama og skeð hefur á sam- takavettvangi alþýðunnar þarf að eiga sér stað í sölum Al- þingis. Vinstri menn á þingi þurfa að fylkja liði sínu um hagsmunamál þjóðarheildarinn- ar og binda endi á það ófremd- arástand sem á sér stað í ís- lenzkum stjórnmálum. Það er ekki seinna vænna. Engum ár- vökulum þingmanni getur blandazt hugur um að það er það sem þjóðin vill. Það velt- ur á Framsóknarflokknum hvort vinstristjórn verður að veruleika á þessu kjörtímabili. Samvinna vinstrimanna innan Alþýðusambandsins talar sínu máli um það að vinstrimenn þar og annarstaðar eru búnir að sjá í gegnum blekkingar- hjal íhaldsins um ímyndaða hættu af samstarfi við sósíal- ista. Það mun koma enn skýr- ar í ljós í næstu alþingiskosn- ingum að alþýða manna til sjávar og sveita er búin að fá sig fullsadda á því að veiga- lítill flokkur eins og íhaldið, sem aðeins hefur 36 prósent greiddra atkvæða á bak við sig og varla það mikið í næstu kosningum, fái að vaða hindr- unarlaust uppi í þjóðfélaginu, sölsa undir gæðiriga sína mik- inn hluta þjóðarteknanna, með meira eða minna óheiðarleg- um aðferðum, og nota ríkis- stjórnina sem skálkaskjól á- byrgðarsnauðra braskara, og það fyrir tilstilli flokks sem við Framsóknarkjósendur höfum í lengstu lög viljað trúa að væri ósvikinn umbóta- og vinstri- flokkur. Engum manni getur dulízt sú takmarkalausa spilling sem þrifst i stjórnmála- og efna- hagslífi þjóðarinnar. Blöndals- hneykslið og öll hin hneyksl- ismálin sem liafa orðið lýðum ljós undanfarna mánuði þrátt fyrir tilraunir rikisstjórnar og annarra opinberra aðila til að þegja þau i hel, hafa geíið fólki innsýn inn í þann heim spill- ingar og glæpamennsku sem dylst að tjaldabaki íslenzkra stjórnmála. Framsóknarflokk- urinn þykist vera hneykslaður á ástandiriu, en samt gerir hann ekkert jákvætt til að ráða bót á þvi. Honum er í lófa lag'ið að kveða niður spilling- una, og koma á endurskipu- lagningu i heildsölu- og út- flutningsmálum landsins með því að slíta hinni óvinsælu stjórnarsamvinnu sinni við í- haldið og taka höndum saman við hin heilbrigðu umbótaöflin í vinstriflokkunum. Enginn heiivita Framsóknarmaður læt- ur sér til hugar koma að það blómaskeið í efnahagsmálum þjóðarinnar sem er hugsjón Framsóknarfólks til sjávar og sveita, geti orðið að veruicika meðan Framsókn leggur lag sitt við íhaldið. Hvað er það eiginlega sem aftrar forkólfum Framsóknar- flokksins að slíta stjórnarsam- vinnunni við þann hinn spillta afturhaldsflokk er þeir við- urkenna sjálfir að sé sama eðlis og glæframannaflokkar þeir er standa Suður-Ameríku- mönnum mest fyrir þrifum? Hefur hin rika og holduga íhaldsmaddama notað dvalar- tíma leiðtoga Framsóknar- flokksins í hinni pólitísku flat-* sæng sinni til að fjötra þá svo mjög í gullsnöru sinni að þeir geti sig hvergi hreyft? Hefur henni tekizt að stinga þá eins- konar þyrnirósarsvefnþorni er gerir þá pólitískt óvirka um langt árabil, meðan gæðingar íhaldsins hafa þjóðina að fé- þúfu og nota rikisvaldið beint og óbeint sem tæki til að auðga sig og sína á kostnað fjöld- ans? Það er í meira lagi dul- arfullt hvernig íhaldinu hefur tekizt að draga allan framfara- mátt og manndóirisþrek úr Framsóknarflokknum og slökkva á hugsjónablysum hans. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins eru ekki eldri en svo að eðlilegt væri að þeir væru enn í fullu fjöri. Þeir eru flestir á svipuðu aldursskeiði og því sem margir stjórnmálamenn, innlendir og erlendir, hafa unn- ið sín stærstu afrek. Það er því flestum ráðgáta hversvegna þeir velja sér það auma hlut- skipti að setjast í heigan stein hjá íhaldsflokknum og dotta þar í vímu og aðgerðaleysi, þegar möguleikar hafa skap- azt á því fyrir þá að vinna enn stærri afrek en þau er þeir urðu frægir fyrir og ástsælir meðal ísl. bænda og unnin voru á því tímabili þegar þeir og Framsóknarflokkurinn áttu meira af hugsjónum en dölum og krónum. Það voru hinir góðu gömlu dagar sem flestir Framsóknarkjósendur minnást með eins miklum söknuði og þeir hugsa til hinnar niður- lægjandi íhaldssamvinnu flokksins með mikilli and- styggð. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins eru búnir að hanga svo lengi í skottinu á íhaldinu a5 úr því sem komið er dugar það ekkert fyrir þá að tala fjálg- lega um þrá sína eftir að kom- ast í vinstristjórn og geta skil- ið við íhaldið að fullu og ölju. Þeir verða að láta verkin tala„ ef þeir ætlast til að kjósendur þeirra haldi áfram að taka mark á þeim. Og fyrsta verki5 sem kjósendur þeirra ætlast til af þeim er það, að þeir bindt endi á stjórnarsamvinnuna vi5 íhaldið. Sá grundvöllur fyrir vinstristjórn sem Tíminn er stöðugt að óska sér er þegar fyrir hendi. Framsóknarkjós- endur sjá hann. Allir sjá hana er hafa augu i höfðinu og vilja til að nota þau. Þeir einu sera ekki koma auga á hann eru nokkrir Framsóknarleiðtogar sem ekki vilja sjá neina vinstrt samvinnu og eru staðráðnir [ því að halda áfram að stunda gróðabrall með höfuðandstæð- ingi kjósenda sinna í lengstu lög. Kenningin um óstarfhæfni Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.