Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 1
20. tölublað 2012 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 381 18. árg. Upplag 25.000 16 Bændafundir fram undan Bændur eru hvattir til að mæta á bændafundi sem auglýstir eru á bls. 37 í blaðinu. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir sam- eiginlega af Bændasamtökunum, Landssambandi kúabænda og Landssamtökum sauðfjárbænda. Rætt verður um nýja búnaðarlaga- samninginn og framlengda búvöru- samninga og gildi þeirra fyrir bændur. Auk þess verða breytingar á leiðbeiningaþjónustunni á dag- skrá, en aukabúnaðarþing kemur saman 29. október til þess að ákveða framhald þess máls. Atkvæða- greiðsla um búvöru samningana er fram undan, en kjör gögn verða send út til bænda á næstu vikum. Fyrsti fundur verður í Eyjafirði mánudaginn 22. október. Ítarlega er fjallað um samninga og fyrirkomulag kosninganna á bls. 36-37. Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því hvernig fé sem lenti í hremmingum norðanlands í óveðrinu í byrjun síðasta mánaðar mun vigtast. Hugsanlega mun meðalvigt falla eitthvað frá því sem nú er hjá Norðlenska á Húsavík, hjá KS á Sauðárkróki og hjá SHA afurðum á Blönduósi en það mun þó tæplega hafa teljandi áhrif. Meðalvigt á landinu um miðjan mánuðinn var tæpu hálfu kílói hærri en á sama tíma í fyrra. Þá var hún 15,95 kíló en er nú 16,4 kíló. Mest hækkun milli ára er hjá Norðlenska á Höfn í Hornafirði en vigtin er sem stendur 1,2 kílóum hærri en á sama tíma og í fyrra. Slátrun lýkur í næstu viku Bændablaðið hafði samband við nokkra stærri sláturleyfishafa landsins og tók stöðuna hjá þeim. Hjá KS á Sauðárkróki varð Ágúst Andrésson framkvæmdastjóri fyrir svörum. „Við erum að verða búnir að slátra um 4.000 kindum fleira en á sama tíma í fyrra en sjáum hins vegar að þetta er að verða nokkuð endasleppt. Ég geri ráð fyrir að næsta vika, síðasta vikan, verði minni umleikis en í fyrra. Meðalvigtin er einhverjum 200 grömmum meiri en í fyrra, á þessum tímapunkti. Ég er farinn að halda að fjöldinn verði kannski svona 5.000 fjár færra en í fyrra. Hugsanlegar skýringar á því eru að í fyrra var slátrað talsverðu af fullorðnu fé, menn tóku til í stofninum vegna heyforða. Aðalskýringin er hins vegar þetta óveður sem gekk yfir í september.“ Svipaður fjöldi á Hvammstanga Vel hefur gengið við slátrun á Hvammstanga að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, framkvæmdastjóra Sláturhúss KVH. „Mér sýnist að fjöldinn muni enda í nánast því sama og á síðasta ári, en þá slátruðum við um 88.000 fjár. Meðalvigtin er síðan töluvert meiri en í fyrra. Í fyrra var hún 16,2 kíló en hefur fram að þessu verið fast að 17 kílóum. Við sjáum að vísu að féð sem er að koma til slátrunar núna er léttara en fram að þessu, en meðalvigtin verður samt töluvert hærri en á síðasta ári. Ég sé alveg fyrir mér að hún lendi í 16,5-16,6 kílóum. Það er samt ekki hægt að fullyrða það fyrr en að lokinni sláturtíð.“ Í fyrra varð mikil aukning í slátrun á fullorðnu fé á Hvammstanga. „Árið 2010 vorum við að slátra í kringum 5.000 fullorðnum kindum en í fyrra fór það upp í 6.500. Það lágu ýmsar ástæður þar að baki, einhverjir voru að hætta og svo voru menn smeykir um að þeir ættu ekki næg hey. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í ár,“ segir Magnús. Meðalvigt ríflega kílói meiri á Höfn Norðlenska rekur tvö sláturhús, á Húsavík og á Höfn í Hornafirði. Sláturtíð á Húsavík hefur markast nokkuð af illviðrinu sem gekk yfir Norðurland og má að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, gera ráð fyrir að þau áhrif verði enn greinilegri nú í lok sláturtíðar. „Það er algjör óvissa um lokin á sláturtíð hjá okkur vegna aðstæðna sem sköpuðust við óveðrið hér á Norðurlandi. Við erum að gera ráðstafanir til að hætta degi eða tveimur fyrr en reiknað var með á Húsavík. Þar erum við að slátra um 2.200 fjár á dag, þannig að ef við fækkum dögunum gæti þetta orðið færra fé sem slátrað verður, sem því nemur. Á Höfn verður þetta hins vegar væntanlega svipað og verið hefur.“ Meðalvigtin á Húsavík er heilu kílói meiri en hún var í fyrra á sama tíma, 16,4 kíló núna. Sigmundur segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af því að hún geti farið niður núna í lokin. Á Höfn var meðalvigtin á sama tíma 16,5 kíló, sem er 1,2 kílóum meira en í fyrra. Góður gangur hjá SS Meðalvigt hjá SS var 10. október sl. 16,3 kíló en á sama tíma í fyrra var hún 15,8 kíló að sögn Steinþórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sláturfélagsins. Þar er slátrun enn í fullum gangi þótt fari að styttast í henni en of snemmt er að draga ályktanir af þessum tölum að mati Steinþórs. Hjá SAH afurðum á Blönduósi er reiknað með að eitthvað færra fé verði slátrað í ár en í fyrra vegna veðursins sem gekk yfir í byrjun september, segir Sigurður Jóhannesson framkvæmda- stjóri. „Meðalvigtin er mjög góð hjá okkur, hún er nálægt því að vera 16,4 kíló sem er á milli 400-500 grömmum hærra en í fyrra.“ /fr Mynd / smh Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra – Færra fé slátrað á Sauðárkróki, Blönduósi og Húsavík vegna óveðursins norðanlands 28 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Boðað til auka- búnaðarþings Boðað hefur verið til auka- búnaðarþings 29. október vegna breyt- inga á leið- b e i n i n g a - þ j ó n u s t u land búnaðar- ins. Verður þingið haldið í framhaldi af samþykkt síðasta búnaðar- þings, þar sem ályktað var um grundvallarbreytingar á starfseminni. Leiðbeiningaþjónusta á vegum samtaka bænda byggir á um 100 ára gömlum grunni en hefur tekið miklum breytingum á hverjum tíma í takti við aðstæður í landbúnaði. Síðustu meiriháttar breytingar voru gerðar árið 1998. Þá var markmiðið að leiðbeiningastöðvar væru ekki með færri en þrjá ráðunauta í starfi. Á árinu 2010 var leitað til systursamtaka BÍ í Danmörku til að vinna úttekt á starfseminni og lögðu þau til að gerðar yrðu á henni grundvallar breytingar. Eftir búnaðarþing í mars síðastliðnum var næsti áfangi að móta hina nýju starfsemi. Var Ágúst Þorbjörnsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Framsækni ehf. ráðinn verkefnisstjóri og kynnti hann tillögur sínar fyrir formanna- fundi aðildarfélaga BÍ í september. Tillögur hans eru nú til umræðu og mun stýrihópur, sem stjórn BÍ skipaði, leggja endanlegar tillögur sínar fyrir búnaðarþing. Í kjölfar þeirrar úttektar hefur farið fram mikil vinna sem miðar að því að flytja leiðbeiningaþjónustuna í sérstakt félag með eigin stjórn sem sem starfi sjálfstætt en verði eigi að síður í eigu bænda. 42

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.