Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 STOFNAÐ1987 M ál ve rk : Ú lf ar Ö rn einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Viktor Janúkóvítsj, forseti Úkraínu, sagði í gær að á neyðarfundi þings- ins í næstu viku yrði m.a. rætt um breytingar á ríkisstjórninni og end- urskoðun umdeildra laga gegn mót- mælum. Mótmælendur yfirtóku fjölda stjórnarbygginga í vest- urhluta landsins í gær og í Kíev voru víggirðingar færðar enn nær stjórnarskrifstofum forsetaembætt- isins. Janúkóvítsj hét því að halda áfram viðræðum við stjórnarand- stöðuna en varaði við því að ef ekki fyndist lausn í málinu myndi hann grípa til allra lagalegra úrræða til að greiða úr ástandinu. Mótmælendur tóku yfir stjórn- arbyggingar í Lviv-héraði á fimmtudag og í gær réðust þús- undir þeirra inn í stjórnarbygg- ingar í Ivano-Frankivsk-héraði og yfirtóku tvær hæðir, þrátt fyrir mótspyrnu lögreglu, sem beitti táragasi. Þá höfðu mótmælendur einnig tekið yfir byggingar í hér- uðunum Ternopil, Rivne, Khmel- nysky og Chernivtsi en þau eru öll í vesturhluta landsins. Óttasleginn um framtíðina Vopnahlé milli lögreglu og mót- mælenda í Kíev, sem stjórnarand- stöðuleiðtoginn og hnefaleikakapp- inn Vitali Klítsjkó átti milligöngu um, virtist halda í gær en stjórn- arandstaðan hefur átt í viðræðum við Janúkóvítsj um leiðir til að binda enda á átök í landinu. Afar ólíklegt þykir að andstæðingar for- setans muni láta sér nægja upp- stokkun á ríkisstjórninni eða laga- breytingar en margir þeirra vilja forsetann einfaldlega frá. Mótmæl- in, sem brutust út vegna ákvörð- unar forsetans um að skrifa ekki undir tímamótasamning við Evr- ópusambandið, endurspegla nú ekki síður almenna óánægju með valda- tíð forsetans, sem stjórnarandstæð- ingar segja hafa einkennst af spill- ingu og frænddrægni. Íklæddir hjálmum og varnarbún- aði unnu mótmælendur í Kíev að því að styrkja varnir sínar aðfara- nótt föstudags. Til þess notuðu þeir bæði bíldekk og snjófyllta sand- poka en miðja borgarinnar líkist nú einna helst rammgerðu virki. Þeir sem bjuggust við eftirgjöf af hálfu forsetans hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. „Mér finnst ég hafa verið svik- inn. Við biðum í allan dag eftir nið- urstöðum viðræðnanna og fengum ekkert,“ sagði hinn 26 ára gamli Yevgeny við AFP. „Ég er óttasleg- inn núna en ég er ennþá óttaslegn- ari um framtíðina,“ sagði hann. Lyubov, mótmælandi frá Ivano- Frankivsk, sagði hins vegar að það hefði lengi verið vitað að stjórnvöld vildu ekki komast að málamiðlun. Það þótti endurspegla afstöðu forsetans þegar hann réð Andriy Klyuyev sem starfsmannastjóra forsetaembættisins í gær. Klyuyev er þekktur harðlínumaður en for- veri hans var almennt talinn hóf- samur. AFP Ófriðarbál Myndband af óeirðalögreglu berja og niðurlægja nakinn mótmælanda hefur verið birt á netinu. Stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi kölluðu sendifulltrúa Úkraínu á sinn fund í gær vegna ofbeldis gegn mótmælendum. Boðar breytingar á stjórninni  Viktor Janúkóvítsj, forseti Úkraínu, boðar breytingar á ríkisstjórninni og endurskoðun umdeildra laga gegn mótmælum  Taka yfir stjórnarbyggingar Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði í gær að Japan og Kína væru „óaðskiljanleg“ og hvatti stjórnvöld í Peking til að ganga að viðræðuborð- inu. Abe ávarpaði þingmenn á japanska þinginu og sagðist ekki myndu gefa eftir hvað varðar yf- irráð Japans yfir hinum umdeildu Senkaku-eyj- um, sem Kínverjar kalla Diaoyus-eyjar. Hann ítrekaði hins vegar að ósætti ríkjanna í þessu máli ætti ekki að koma í veg fyrir að fulltrúar þeirra ættu viðræður. Talsmaður Abe þurfti í gær og á fimmtudag að svara fyrir ummæli sem forsætisráðherrann lét falla á efnahagsráðstefnunni í Davos sem lýkur í dag. Haft var eftir honum í erlendum fjölmiðlum að hann sæi samsvörun í samskiptum Japans og Kína nú og tengslum milli Þýskalands og Bret- lands árið 1914. Í ritstjórnargrein sem birtist í Financial Times í gær voru leiddar líkur að því að Abe hefði grip- ið til samlíkingarinnar til þess að leggja áherslu á alvarleika ríkjandi stöðu, þar sem tvö stærstu hagkerfi heimshlutans væru á öndverðum meiði hvað varðaði yfirráð yfir eyjunum og afstöðu til mannkynssögunnar. „En að forsætisráðherra Japans skuli leyfa að samanburður sé gerður við Evrópu árið 1914 er hrollvekjandi og æsandi,“ sagði í greininni. Talsmaður Abe, Yoshihide Suga, sagði hins vegar að ummæli ráðherrans hefðu verið rang- túlkuð og sagði að stjórnvöld í Tókýó hefðu skip- að sendiráðum sínum að útskýra ummælin fyrir fjölmiðlum. Hann sagði að Abe hefði ætlað að ítreka skuldbindingu sína um að feta ekki þann veg sem myndi leiða til átaka. Í ræðu sinni á efnahagsráðstefnunni skoraði forsætisráðherrann á ríki heims að draga úr fjár- veitingum til hernaðarmála og fara að hafrétti. Hefur áskorun hans verið túlkuð sem sneið til Kínverja en samskipti ríkjanna hafa farið versn- andi síðustu 18 mánuði vegna eyjadeilnanna. Þá olli það mikilli reiði í Kína þegar Abe heimsótti minnisvarða um fallna hermenn en meðal heiðr- aðra eru menn sem voru ábyrgir fyrir innrásum og hernámi Japana í Kína á síðustu öld og dauða milljóna Kínverja. holmfridur@mbl.is Vill viðræður við Kínverja  Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, segir Japan og Kína „óaðskiljanleg“  Vísaði til samskipta Þjóðverja og Breta 1914  Rangtúlkun, segir talsmaður Fimm voru látnir og þrjátíu var saknað eftir að hjúkrunarheimili fyrir aldraða brann til kaldra kola aðfaranótt fimmtudags í bænum L’Isle-Verte, 450 km norðaustur af Montreal í Kanada. Um það bil 60 eldri borgarar bjuggu á heimilinu og var helmingur þeirra eldri en 85 ára. Flestir notuðust við hjólastóla, göngugrindur eða voru rúmfastir og algjörlega bjargarlausir, sagði settur bæjarstjóri Ginette Caron. Eldsupptök voru ekki kunn í gær og björgunarstörf gengu erfiðlega, því vatnið sem notað var til að slökkva eldinn fraus undir morgun og myndaði íslag yfir rústunum. Svo virðist sem elsti hluti bygginga- samstæðunnar hafi ekki verið útbú- inn sjálfvirku úðakerfi. Eldurinn eyðilagði einnig nærliggjandi lyfja- verslun og þjónustumiðstöð. Stjórn- völd hafa heitið eftirlifendum og samfélaginu í bænum aðstoð. AFP Bruni Það eina sem stendur eftir af byggingunni eru eldföst lyftugöngin. 5 látnir og 30 sakn- að eftir eldsvoða KANADA Suðursúdanskir uppreisnarmenn sökuðu stjórn- arherinn í gær um að hafa stað- ið fyrir sam- ræmdum árás- um, aðeins nokkrum klukkustundum áður en umsamið vopnahlé átti að taka gildi. Stjórnvöld í Suður-Súdan og for- svarsmenn uppreisnarmanna hétu því á fimmtudag að leggja niður vopn innan 24 klukkustunda og binda þannig enda á fimm vikna átök, að minnsta kosti tímabundið. Báðir aðilar hafa lýst yfir efasemd- um um að hinn hafi fulla stjórn yfir sveitum sínum en þúsundir hafa lát- ist í skærum milli stuðningsmanna forsetans Salva Kiir og Riek Mach- ar, fyrrverandi varaforseta. Talsmaður forsetans, Ateny Wek Ateny, fullyrti í gær að friður ríkti og sagði að skipanir hefðu þegar verið gefnar um að hermenn skyldu láta af bardögum. Erkibiskup suð- ursúdönsku biskupakirkjunnar, Daniel Deng Bul, fagnaði vopna- hléinu en ítrekaði að þeir sem hefðu komið því í kring þyrftu að sjá til þess að því yrði fylgt eftir. Ásakanir um vopna- skak fyrir vopnahlé Riek Machar SUÐUR-SÚDAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.