Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 Fréttir DV STEINÞÓR JÓNSSON Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður stjórnar Base ehf, sem keypti 22 byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar fyrir 715 milljónir króna. Steinþór er jafnframt einn af stofnendum Keilis ehf, sem keypti tvær fasteignir af Þróunarfélagi Keflavikur fyrir 320 milljónir króna. Hann er stofnandi, framkvæmdastjóri og prókúruhafi Hótels Keflavlkur sem er einn af stofnend- um Base ehf. Þá er hann varamaður í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf, sem er einn af stofnendum Keilis. Arni sigfússon Bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem ereinn stofnenda Háskólavalla ehf, sem keypti íbúðirnar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. Hann erjafnframt stjórnarmaður í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. Formaður stjórnar Keilis ehf, sem keypti tvær byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkur fyrir 320 milljónir króna. Formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf og fram- kvæmdastjóri Þróunarsjóðs Reykjanesbæjar hf, sem er einn af stofnendum Keilis ehf. BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar. Hún er varamaður í stjórn Keilis ehf, sem keypti tvær fasteignir af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. BJARNI BENEDIKTSSON Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnar N1, sem er eitt þeirra félaga sem koma að Base ehf, sem keypti 22 skemmur á Miðnesheiði fyrir rúmar 700 milljónir króna. eigenda í Háskólavöllum, sem keypti 1.660 íbúðir í 96 byggingum á Miðnesheiði fyrir rúma 14 milljarða króna. Þorgils er bróðir Árna Mathiesen flármálaráðherra. stofnenda Háskólavalla ehf, sem keypti (búðirnar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. Böðvar er jafnframt aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra. RUNÓLFURÁGÚSTSSON Framkvæmdastjóri og prókúruhafi Keilis ehf, sem keypti tvö hús af Þróunarfélaginu. Stofnandi, prókúruhafi og í framkvæmdastjórn Teigs ehf, eins stofnenda Háskóla- valla ehf, sem keypti af Þróunarfé- laginu fyrir 14 milljarða króna. Meðstjórnandi I Háskólavöllum. ÞORSTEINN ERLINGSSON Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og situr (stjórn Sparisjóðs Keflavíkur, eins stofnenda Base ehf, sem keypti 22 byggingar af Þróunarfé- laginu fyrir 715 milljónir króna. Sparisjóðurinn er einn stofnenda Keilis ehf, sem keypti tvær byggingar fyrir 320 milljónir króna. Þessir einstaklingar tengjast fasteignasölu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til Háskólavalla Base ehf og fleiri félaga. í \ -, 1 BÖÐVAR JÓNSSON W ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN fff I ] I Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í |g|œ ^ JH H Forsvarsmaður fjárfestingafélags- W\ I ■ •■ / . JJ MM t : |'£.|í '-■ ■ jr pÉS Jftk í' ' / '•••' SELJUM ALLT AFTUR fr) VALGEIR ORN RAGNARSSON bladamaður skrifar Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, var augljóslega vanhæfur þegar kom að sölu fasteigna á Mið- nesheiðinni og hefði átt að stíga til hliðar, að mati Atla Gíslasonar al- þingismanns vinstri grænna og hæstaréttarlögmanns. „Árni situr báðum megin við borðið. Hann er bæjarstjóri og um leið er hann stjórn- armaður í Þróunarfélaginu. Hann er í tvöfaldri stöðu vegna þess að Reykja- nesbær er einn stofnandi Háskóla- valla ehf sem seldi Þróunarfélaginu 1.660 íbúðir," segir hann. Atli telur vanhæfi Árna algjörlega augljóst og bendir á að hann sé líka stjórnar- formaður Keilis ehf, sem keypti tvær „Upphafog endirþessa máls er hjá sjálfstæðis- mönnum í Reykjanesbæ." Eiga ekki að hafa neitt að fela Tvær vikur eru liðnar síðan ósk- að var eftir því að kaupsamningarn- ir yrðu gerðir opinberir, en það hefiir ekki gerst ennþá. Ekki náðist í Magn- ús Gunnarsson, stjórnarformann Þróunarfélags Keflavflcur í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Atli segir þennan tíma mjög óeðilegan. „Þeir hafa ekkert að fela nema eitthvað sé að, en þeir vilja ekki láta mig hafa kaupsamningana. Það eina sem þarf að gera til þess að eyða öllum grun- semdum er að koma með öll gögn upp á borðið. Upphaf og endir þessa máls er hjá sjáífstæðismönnum í Reykjanesbæ." Kaupverð fasteignanna er mjög umdeilt og hafa margar sögur geng- ið um að hærri tílboðum í fasteignir á svæðinu hafi verið hafnað. Þannig er Atla kunnugt um tilboð í eina af þeim tuttugu og tveimur skemm- um sem Base keyptí fyrir rúmar 700 milljónir króna. Það kauptilboð var margfalt hærra en kaupverð Base á skemmunum. Árni Sigfússon var algjörlega vanhæfur í fasteignakaupum Há- skólavalla og Base af Þróunarfélagi Keflavíkur, segir Atli Gíslason Hann vill að eignasalan verði endurtekin fyrir opnum tjöldum og skilur ekki hvers vegna hann hefur ekki fengið að sjá kaupsamn- inga. Málið var rætt á Alþingi í gær. Ríkisendurskoðun ætlar að gera stjórnsýsluúttekt á þjónustusamningi Þróunarfélagsins. Atli Gíslason „Árni situr báðum megin við borðið. Hann er bæjarstjóri og um leið er hann stjórnarmaður í Þróunarfé- laginu. Hann er í tvöfaldri stöðu vegna þess að Reykjanesbær er einn stofnandi Háskólavalla ehf sem seldi Þróunarfé- laginu 1.660 íbúðir." tilkynnt að Ríkisendurskoðun ætlaði að gera stjórnsýsluúttekt á þjónustu- samningnum sem Þróunarfélag- ið vinnur eftir. Rfldsendurskoðandi hyggst bæði skoða þau mál sem tengjast fjárhagnum og samninginn sem fjármálaráðuneytið og Þróunar- félagið gerðu. byggingar af Þróunarfélaginu. „Þetta er einfaldlega bullandi vanhæfi og mér finnst það mjög sorglegt að bæj- arstjóri sé ekki betur að sér í stjórn- sýslulögum en raun ber vitni." Þar sem Árni hafi verið vanhæfur í málinu verði að hefja söluferlið al- veg upp á nýtt fýrir opnum tjöldum. „Það er mín krafa að söluferlið verði endurtekið því þetta eru gríðarleg- ar eignir og gríðarlegir möguleikar. Ríkissjóður fór á mis við milljarða í þessu samhengi." Stjórnsýsluúttekt Eignasala Þróunarfélags Keflavík- ur á Miðnesheiði var rædd á Alþingi í gær og við upphaf þingfundar veitti Sturla Böðvarsson, forsetí Alþingis, Atla Gíslasyni tiltal fýrir að hafa bor- ið sig með röngum hætti eftir gögn- um um eignasöluna. Sturla tjáði Atla að hann hefði átt að fara í gegnum forsætísnefnd en ekki upplýsingasvið Alþingis til þess að óska eftír gögnum. Nokkrar umræð- ur urðu á Alþingi og var titringur inn- an þingsins. Nokkrir þingmenn úr öllum flokkum tóku undir að knýja þyrfti á um að kaupsamningarnir yrðu gerðir opinberir. Árni Mathie- sen fjármálaráðherra tilkynntí svo á fundinum að Atli gætí fengið að skoða gögn Ríkisendurskoðunar um málið, en gætí ekki fengið þau í sínar hendur. f gær var þingmönnum jafnffamt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.