Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2008 Heilsublað DV Ketilbjöllur eru eitt áhugaverðasta og árangursríkasta líkams- ræktarformið á íslandi í dag. Uppruni æfinganna kemur frá bændum í Rússlandi en hefur nú náð gríðarlegum vinsældum i hinum vestræna heimi. Vala Mörk kennir ketilbjölluæfingar fyrir byrjendur og lengra komna í Mjölni.^ rjm — * Framtíðin í líkamsrækt „Ég er búin að vera að kenna þetta í að verða eitt og hálft ár núna," segir Vala Mörk ketilbjölluþjálfari. Vala hefúr þjálfað líkamsrækt af ýmsum toga í átta ár og eru útskrifaður iðuþjálfi frá Ergo- og Fysioterapeut skolen í Óðinsvéum í Danmörku. Vala er einnig með einkaþjálfarapróf ffá FIA auk þess að vera með RKC- réttindi í ketilbjölluþjálfun. „Það fyrsta sem ég tók eftir með ketilbjöll- umar er hvað þetta var áberandi besta og árangursríkasta líkamsrækt sem ég hef stundað. Byrjaði á akrinum í Rússlandi Þetta kemur frá Rússlandi," segir Vala um uppmna ketilbjalla. „Lóðin vom notuð til þess að vigta alls kyns landbúnaðarafurðir á ökrunum eins og kom. Með tímanum urðu svo ýmsar æfingar með lóðum vinsælar keppnisgreinar á mörkuðum og svo þróaðist þetta koll af kolli," en Vala lærði listina á bak við ketilbjöllur af Rússanum Pavel Tsatsouline. „Þetta fór því ffá því að vera æfingatæki fátæka mannsins yfir í að vera heims- þekkt líkamsrækt," en stjömur á borð við Jennifer Lopez, Silvester Stallone og Peneplore Cmz notast meðal annars við ketilbjöllur. „Ég sá fyrst myndbönd af þessu á netinu og fór svo á námskeið með Pavel þegar hann kom til Danmerkur," en Pavel hefur séð um að kynna ketilbjölluþjálfun í Bandaríkjunum og víðar. „Síðan þá hef ég verið í þessu og er núna með námskeið hjá Mölni," en Mjölnir er bardagalistaklúbbur sem kennir meðal annars blandaðar bardagalistir. Pl LATES Betri líðan á nýju ári. Byrjenda- og framhaldsnámskeið hefjast 14 janúar. Upplýsingar og skráning í síma 867-2727 eða á kollapilates@hotmail.com www.pilates.is Alhliða þjálfun Vala segir að helsti kostur ketilbjallna séu að þær þjálfi styrk og þol bæði í einu. „Þegar þú þjálfar með ketilbjöllum þjálfarðu mismunandi vöðva til þess að vinna saman og þjálfar styrk og þol í einu. Því verðs æfingin og brennslan mun skilvirkari," en Vala segir þjálfunina einnig mun hagnýtari í daglegu lífi heldur en hin hefðbundna líkamsrækt. „Þegar þú lyftír lóðum venjulega ertu bara að æfa þig í þeirri tilteknu hreyfingu. Það er að segja styrkja til dæmis handlegginn í að beygja og rétta. Þetta er nokkuð sem hefur smitast úr vaxtarræktínni því vaxtarræktafólk þarf að æfa sérstaka vöðva en hinn almenni borgari hefur lítíð við það að gera," segir Vala og nefnir sem dæmi að þegar kemur að því að ýta bílnum úr snjóskafli eða bera sófa hjálpi hefðbundnar lyftingar ekki jafnmikið ogketilbjölluæfingarnar. „Auðvitað er mikið af hefðbundnum lyftingum og æfingum mjög góðar en mörg tæki og annað sem einangrar vöðva skila bara þjálfun þess tiltekna vöðva í þeirri hreyfingu." Líka fyrir almenning Vala segir að þó svo að mikil vakning hafi verið meðal íþróttafólks um gæði ketilbjölluæfinga séu æfing- arnar tilvaldar íýrir hvem sem er. „Margir af bestu júdómönnum landsins sem og boxurum æfa mikið með ketílbjöllur," segir Vala og má þar meðal annars nefna bardagamanninn Gunnar Nelson sem hefúr farið mikinn í blönduðum bardagalistum á erlendri gmndu að undanförnu. „Þá hafa fótboltamenn líka verið að taka þetta upp að undanförnu enda gagnast þessar æfingar öllu íþróttafólki. Þrátt fýrir það þarftu ekki að vera í hörkuformi til þess að geta gert þessar æfingar. Við erum með byrjendanámskeið og byrjendur og lengra komnir geta æft hlið við hlið. Þá emm við bara að tala um mismunandi þyngd og mislanga ti'maramma." Vala segir að hver ketilbjöllutími sé um 40 mínútur með upphitun, æfingum og teygjum. „Þú þarft bara ekkert meira. Það er mikill misskiln- ingur að árangurinn náist eftir því hvað þú ert lengi í salnum hverju sinni. Þetta snýst mun meira um gæði æfinganna," segir Vala að lokum og bendir áhugasömum á www.kettlebells.is. asgeir@dv.is Egill Einarsson ábyrgist árangur meö svokallaðri flarþjálfun: Fjórum til sjö sinnum ódýrara en einkaþjáljun „Núna í vikunni er ég að opna fjarthjalfún.is, sem hefúr verið að gera allt vitlaust undanfarið," segir Egill Einarssson, betur þekktur sem líkamsræktarfrömuðurinn Gillzen- egger. Egill hefúr um áraraðir starfað sem einkaþjálfari í Sporthúsinu, en nú skömmu fyrir jól söðlaði hann um og færði sig yfir í hina nýopnuðu líkamsræktarstöð HIO í Kórahverfi í Kópavoginum. „Fjarþjálfún er fyrirþað fólk sem vill komast í hrikalegt form, en getur ekki alveg staðið straum af 40-70 þúsund krónum í einkaþjálfara í hverjum mánuði. Fjarþjálfun kostar aðeins 10 þúsund krónur á mánuði og þar garantera ég sama árangur og í einkaþjálfún. Ég er svo stoltur af þessu að ég legg nafnið mitt við það," segir Neggerinn af sinni alkunnu hógværð. Egill segir fjölda fólks vilja koma sér í form svona eftir stórhátíðirnar, en því miður dugi metnaður og vilji þeirra skammt. „Vandamálið með Islend- inga er það að þegar þeir æfa, þá æfa þeir af hörku og passa upp á matar- æðið, en þegar þeir eru ekki að æfa er mataræðið í ruglinu. Fólk má ekki taka þetta í tömum og halda að tveggja mánaða skammtur af líkamsrækt sé nóg. Fólk þarf að vera í þessu jafnt og þétt yfir allt árið, þrisvar í viku, og þá kemur árangurinn, það er lykillinn," segir Egill og bendir fólki á að nota Egill Einarsson Lofar árangri með ódýrri fjarþjálfun. heilsugrillið ffá George Foreman og borða nægan kjúkling. Þeim, sem hafa áhuga á því að fara í fjarþjálfun hjá sjálfum G-manninum, er bent á heimasíðuna fjarthjalfun.is sem verður opnuð í vikunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.