Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 8
8 » «/ n < • H L A O l O Fimmtudagur 15. des. 1949 'IllMb íi Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar- Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Aakrlítxrgjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands. Ikr. 15.00 utanlands. í lausasðlu 10 aura eintaklð, 71 aura m«8 LeabéS, Hinn þriklofni flokkur Furubotns SÍÐAN að norski, kommúnistaflokkurinn beið hinn mikla ósigur sinn í Stórþingskosningunum í haust hefur allt logað í illindum innan hans. Hafa leiðtogar hans borist á bana- spjótum og sakað hverir aðra um hverskonar svik og flá- ræði. Það liggur nú opinberlega fyrir að norskir kommúnistar eru þríklofnir. í fyrsta lagi er flokksbrot Peder Furubotns, fyrrverandi aðalleiðtoga flokksins, en hann varð 'undir í étökunum, sem urðu eftir kosningarnar. Myndar þetta ílokksbrot nokkurskonar „miðflokk“ innan kommúnista- ilokks Noregs. Hyggst það berjast gegn stefnu Strand- Johanssen, sem náði undirtökunum við „hreinsunina“. Ann- að flokksbrotið er hópur þeirra Lövlien og Strand-Johans- sen. í því eru hreinir Stalinistar og þeir marka hina opin- beru stefnu flokksins. í fylgd með þeim er ritstjóri „Fri- heten“, Jörgen Vogt, en það er aðalmálgagn £lokksins. Þetta flokksbrot fylgir í einu og öllu Moskvalínunni og hefur Stalín fyrir sinn guð eins og sönnum kommúnistum sæmir. Nýtur það að sjálfsögðu stuðnings Kominform og Sovjetstjórnarinnar. Þriðja flokksbrotið heldur því fram að það boði hina einu sönnu og ómenguðu kenningu Lenins og Marx. Það álítur að Stalin hafi svikið Marxismann og að skipulag hans feli í sjer verstu ókosti „auðvaldsskipulagsins". í Rússlandi hafi undir forystu Stalins öllum framleiðslutækjum og fjármagni verið safnað saman í hendur ríkisvaldsins en alþýðan sje arðrænd. Þetta er myndin af ástandinu innan hins hrynjandi norska kommúnistaflokks, Hún er ófögur. Raunar má segja að flokkurinn sje í fullkominni upplausn eftir hrakfarir sínar í kosningunum og áfellisdóm norsku þjóðarinnar yfir fimmtu herdeild Stalins. Almennt er álitið að kommúnistaflokkurinn. sje hröðum skrefum að þurkast út úr norskum stjórnmálum. Almenn- ingur í Noregi lítur nú meðlimi hans sömu augum og Quislingana í síðustu styrjöld. Öll framkoma norskra komm- únista hefur sannað, að kommúnistar og Quislingar eru nákvæmlega sama manntegundin. Norðmenn eiga nú sameiginleg landamæri með Rússum. Sovjet-Rússland er þannig orðinn nágranni hinnar frið- sömu og frelsiselskandi norsku þjóðar. Hefur það átt sinn stóra þátt í hruni hins norska kommúnistaflokks. Norð- menn muna vel eftir afstöðu kommúnista þegar Rússar ásældust Svalbarða. Norski kommúnistaflokkurinn studdi þá kröfu Rússa af öllum mætti. Hann tók einnig undir hót- cnir Rússa þegar undirbúningurinn að þátttöku Norðmanna í Atlantshafsbandalaginu stóð yfir. Norðmenn vita að komm- únistaflokkur þeirra er ekkert annað en handbendi Rússa. Þeir vita einnig, að hann myndi snúast til liðs við rússneskt innrásarlið um leið og merki væri gefið, alveg eins og Quislingarnir gerðu á sínum tíma. Allt þetta hefur vakið' almennan viðbjóð og fyrirlitningu á kommúnistum í Noregi En í Noregi eins og hjer hafa þó kommúnistar reynt að varpa yfir sig sauðargæru „ættjarðarástar“ og „þjóðvarna“. En enginn heilvita maður leggur eyrun að þeim þvættingi. Til þess hefur norska þjóðin fylgst alltof vel með framkomu kommúnista bæði heima í landi hennar og í öðrum lönd- um á meginlandi Evrópu. I Noregi þýðir orðið kommúnisti fyrst og fremst þjóðsvikari. Þáð er hin almenna skoðun á hinu þríklofna flokksrifrildi marxista. Yfir það hefur hvorki Furubotn nje Strand- Johanesn getað breitt. Við Islendingar erum töluvert fjarlægari Sovjetskipulag- inu en frændur okkar Norðmenn. Við þekkjum heldur ekki eðli og tilgang hins alþjóðlega kommúnistaflokks eins vel og þeir. Þessvegna eiga kommúnistar 9 þingmenn á Alþingi Islendinga. En örlög kommúnistaflokksins verða hin sömu hjer og í Noregi. Hann mun verða úti í ískaldri fyrirlitningu hinnar frelsisunnandi íslensku þjóðar. I hhuerji ihrifar: ÚE DAGLEGA LIFINU Skátarnir koma í KVÖLD og næstu kvöld fara skátar um bæinn á vegum Vetrarhjálparinnar, eins og venia hefur verið fyrir jólin undanfarin ár. Óþarfi er að hvetja Reykvík- inga til að taka vel á móti skátunum. — Bæjarbúar hafa jafnan gert það og munu ekki breyta út af þeirri góðu venju nú. — En á hitt er rjett að minna á, að heldur hefir þeim fjölgað en ihtt, sem þurfa á aðstoð og rausn samborgara sinna að halda núna fyrir jólin. • A annað hundrað gáfu sig fram strax SKRIFSTOFA Vetrarhjálpar- innar hafði ekki verið opin nema einn og hálfan dag er beiðnir höfðu borist frá á ann- að hundrað manns um aðstoð fyrir jólin. Það sýnir best, að farið er að harðna í ári hjá mörgum, því undantekningar munu það heita, að menn sæki um styrk frá Vetrarhjálpinni fyrir sjálfa sig eða aðra, nema að börf sje fyrir hjálpina. En þó er svo fyrir að þakka, að fjöldinn hefur það enn gott og hefur nóg að býta og brenna og þess meiri ástæða er til, að hjálpa þeim tiltölulega fáu. sem ekki geta veitt sjer lífsins gæði í fötum og fæði á jólunum. • Orlyndi Reykvíkinga OFT er minnst á örlyndi Reyk víkinga og sjaldan hafa þeir verið beðnir um, að veita bág- stöddum meðborgurum aðstoð svo að hún væri ekki rausn- arlega veitt. — Vetrarhjálpin hefur notið góðs af þessu ör- lyndi og skilningi þeirra bæj- arbúa, sem eitthvað eiga af- gangs. Það er óhætt að treysta því að svo verði einnig fyrir í hönd farandi iól. Það er bara að muna eftir bví. að skátarnir munu berja að dvrum hjá bæj arbúum í kvöid og næstu kvöld og hafa þá tilbúið, það, sem hver og einn ætlar að gefa í guðskistuna. Brjef frá Þrílegg ÞRÍLEGGUR. vinur vor bvr í Vest.mannaevjum og drepur á mer1úsmál í stuttu b’defi. — Hann seeir á bessa leið: ,.Kæri Víkverji: — Jeg get ekki stillt mig um að þakka þjer fyrir allt bað marga og þarfa, sem þú minnist á í skrif um þínum, en bað er fleira, sem Morgunblaðið flytur læsi- legt, en greinar þínar og þar á meðal eru tvaer greinar, sem nýlega hafa birts um sunnan- landssíldina, eftir þá Yngvar Pálmason og Sturlaug Böðvars- son, Akranesi. • Eftir hverju er beðið „MJER sýnist að þeir trúi því báðir, að hægt sje að gera veiðarfæri, sem síldin náist með. Vildi jeg því spyrja hvað það er, sem til barf og hvers- vegna ekki er hafist handa, t. d. fyrir tilstuðlan ríkisvalds- ins. — Það er ekki nóg að bíða eftir því, að einhverjir útlend- ingar finni einhverntíma upp veiðaríæri, sem okkur hentar. Við verðum s.iálfir að bera hita og þunga dagsins í þeim efn- ' um. Jeg fullyrði að fram hafa kornið hugmyndir um brúk- legt veiðarfæri hjá íslanding- uin, sem hægt væri að fram- kvæma, en talsvert fje þarf til að koma í framkvæmd. Þetta jmál þolir enga bið, segir Þrí- leggur og segir það satt. « Rafall setti upp jólabjölluna VEGNA misritunar á götu- númeri og til að fyrirbyggja miskilning, vil jeg geta þess, að það er Rafall á Vesturgötu 2, sem ljet setja hina skraut- legu og marglitu jólabjöllu upp yfir gatnamótum Vesturgötu og Aðalstrætis. Heiður þeim, sem heiður ber. • Nntknð í áttina NOKKITÐ má bað telja í rjetta átt. að húsrá^endur virðast viljugri, að hreinsa til hver fyr- ir sínum dvrum be=<=a dagana, °n venja hefur verið undan- farin ár eftir sníókomu. — Þó vantar enn mikið á, að allir geri þetta ,eða láti gera jafn sjálfsagt verk. En tekið hefi jeg eftir því. að brifnaður eins og hjer er minnst á. smitar frá sjer. I sumum íbúðarhverfum eru allar tröppur og traðir mokaðar og enginn hætta á beinbroti, þótt um sje gengið, en í öðrum hverfum er b'fs- hætta í hverju spori vegna slóðaskapar. | MEÐAL ANNARA ORÐA *" ii i n 1111111 nnnn»»tnt»irn»**n o*«i t j i<*****i i* * i > 1111111 n 111 m 1111 ii j iint iis ii 11 o 11»i i«i iinninimmmiituiiwf Kenslttbék í ofbeldi. TVÖ EINTÖK FRJÁLS STARFSEMI uppreisnarskóla kommúnistanna í Moskva þar sem ,,efnilegir“ flokksmenn frá ýmsum löndum hafa safn- ast saman til náms, hefur að ýmsu leyti verið lítt kunn Vestur-Evrópu-mönnum. Þar hafa, sem kunnugt er, ýmsir íslenskir kommúnista- broddar stundað nám, svo sem Þóroddur Guðmundsson á Siglufirði, Brynjólfur Bjarna- son og fleiri. Nýlega hefur ein af kennslu bókunum, sem notaðar hafa ver ið við ,,uppreisnar“- og of- beldisnámið í Rússlandi, borist ritstjóra „Dagens Nyheder“ í hendur. Bókin hefur verið þýdd, bæði á þýsku og finnsku, en ekki er kunnugt um nema tvö eintök, sem komist hafa út fyrir vjebönd flokksins. Svo gaumgæfilega er þeim „vísind- um“ haldið leyndum fyrir ut- anflokksmönnum. • • SAKLEYSIÐ SJÁLFT Höfundur bókarinnar er rússí,eskur maður herfor- ingjatitil, Ture Léhen að nafni. Hefur hann undanfarin ár ver ið í forystuliði flokksdeildar kommúnista í Finnlandi. Á síðastliðnu sumri stóð hann fyrir uppreisnartilraun hinnar finnsku flokksdeildar, er gerð var í sambandi við verkföll þau. sem kommúnist- ar efndu til. En sú tilraun mis- tókst, og runnu verkföllin út í sandinn. Þegar sænsku blöðin fóru að ympra á því í haust, að Léhen hershöfðingi hefði mikla trún- aðarstöðu hjá Moskva-stjórn- inni, birti aðalmálgagn flokks- deildarinnar í Svíþjóð langar afsökunargreinar, þar sem hann fullyrti, að hann væri ekki annað en óbreyttur liðs- maður kommúnistaflokksins og hefði lítið eitt lagt til málanna. • • FRÁSÖGN UM BÓKINA En bá svaraði ritsstjóri „Dag ens Nyheter“ með því, að birta frásögn af þessari kennslubók Léhens. Gaf sú frásögn nokkra innsýn í kennslu þá, sem fram fer í Leninskólanum í Moskva. og haldið hefur verið uppi þar, fyrir kommúnistaleiðtoga ís- lendinga, sem aðra. í ritstjórnargrein „Dagens Nyheter“ seigr m.a.: Við lestur kennslubókarinnar kemur það greinilega í Ijós, þrátt fyrir í- treknð mótmæli kommúnista, að þeir undirbúa skipulega skemmdarverk, ofbeldi og upp reisn, hvenær, sem stjórn Sovjetríkjanna hentar, og fyr- irskipun um það kemur fram. Jafnvel þó vopnuð uppreisn sje „ekki á dagskrá“ eiga flokks deildir 'kommúnista að vera reiðubúnar með ofbeldisaðgerð ir sínar. • • EFNISYFIRLIT Yfirlit yfir kafla bókarinnar gefiu' manni nokkra hugmynd um efni hennar. Þeir eru þess- ir: I. kap. Hvað er uppreisn og hvernig á að framkvæma hana. II. kap. Uppreisnarlist og hernaðarlist. Hernaðarþátt- urinn og hinn pólitíski þáttur. Herstjórnin og stjórn uppreisn armanna. Reelur uppreisnar- listarinnar. Hvernig velja á rjettan tíma til uppreisnar (þ. 30. mars s.l. hefur íslenska flokksdeildin verið of fljót á sjer). III. kap. Hvernig á að safna liði. IV. kap. Árás, hvað, sem hún kostar. V. kap. Að koma í veg fyrir að óvinirnir sjeu viðbúnir. VI. kap. Barátt- an um fylgi hersins. VII. kap. Búa þarf verkalýðinn vopnum. VIII. kap. Endalok. Lokabar- áttan. Eining fl^kksins. Loka- baráttan og vinnustöðvarnar. Flokkurinn á að dréifa áhrif- um sínum um allt. Starfið á meðal br'ra'aralegu flokkanna og liðssveita beirra). Hjer á landi er starf komm- únista innan annara flok.ka einkum innifahð í því, sem kunnugt er, að kommúnistar hafa sent liðsmenn sína inn í raðir ungra Framsóknar- manna. Vikið verður að efni bókar- innar h.ier síðar. En bent skal á, að þegar kommúnistar rændu völdunum í Tjekkóslóvakíu, höfðu þeir aðeins 14% þjóðar- innar að baki sjer. V. St. 400 heimilislausir . RIO DE JANEIRO: — Yfir 400 manns urðu nýlega heimilislaus- ir hjer í Rio de Janeiro, er mik- ill eldur kom upp í einu af hverf um borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.