Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 306. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. des.  1956
Hákon  Bjarnason,  skógræktarsfjóri:
í LUNDI NÝRRA SKÓGA
//.
SITKAGRENI
1.
Árið 1937 komu hingað til
lands 100 sitkagreniplöntur frá
gróðrarstöðinni í Ekhaug við
Bergen. Voru plönturnar 5 eða 6
ára og um 30—40 sm á hæð. Að
öilum líkindum munu þær vera
vaxnar upp af fræi, er safnað var
rétt norðan við bæinn Sitka í
Alaska árið  1932  eða  1933.  Sá
s
2.
Á árunum 1938 og 1939 komu
hingað sitkagreniplöntur frá
sama stað en af öðrum uppruna.
Ýmislegt bendir til, að fræinu
hafi verið safnað á Kenaiskag-
anum í Alaska, en samt er það
ekki alveg víst. Plönturnar munu
ekki hafa verið meira en tveggja
og þriggja ára, er þær komu.
Varð að ala þær upp í dreifbeð-
'm^-mmti:-0;i^^ ~:'-       . :,:?¦<¦'         '¦¦¦¦¦      iMfVM'iWi-mMíiMZ
Sitkagreni í garði Sveinbjarnar Jónssonar hrlm. í Ártúnsbrekku
við Reykjavík. Hæstu trén eru yfir 6 metra og gróðursett 1937,
eu hin lægri eru sett síðar.                 Ljósm.: G. R. Ó.
staður er allmiklu sunnar en þeír
staðir, sem nú er sótt fræ til.
Af þessum trjám standa nú 12
í gróðrarstöð Skógræktar ríkis-
ins í Múlakoti. Þau voru upphaf-
lega 15, en 3 hafa verið felld.
Önnur 2 tré hafa orðið undir í
samkeppninni og ekki náð eðli-
legum þroska sakir skuggans,
sem á þau hefur fallið um all-
mörg ár.
í nóvember voru 10 tré mæld
og reyndist meðalhæðin 6,8
metrar. Hafa trén því vaxið um
34 sm að meðaltali á hverju ári.
Hæsta tréð reyndist 8,75 metrar
og er meðalvöxtur þess því um
44 sm. Þetta tré hefur misst topp-
sprotana tvívegis eða þrívegis í
austanrokum, en slíkt hefur
komið fyrir öll trén, og eru þau
því nokkru lægri en verið hefði,
ef þau hefðu staðið á skýldari
stað.
Meðalþvermál trjánna er 14
sm í 1,3 metra hæð frá jörðu, en
stærsta tréð er 20 sm. Sum
trjánna hafa borið köngla nokkr-
um sinnum og fræið hefur verið
fullþroska í þeim.
Af þeim 100 trjáplöntum, sem
komu hingað 1937, fékk Svein-
björn Jónsson lögmaður fáein í
garð sinn undir Ártúnsbrekk-
unni. Ennfremur fékk Guðmund-
uc heitinn Ásbjörnsson nokkur í
garð sinn við Fjölnisveg 9 í
Reykjavík. Hæsta tréð hjá Svein-
birni er nú tæpir 7 metrar, en
trén við Fjölnisveg hafa ekki
verið mæld.
staði í Fljótshlíð eru um 700 tré,
sem gróðursett voru 1944. Þau
voru mæld í haust, og er meðal-
hæðin 2,7 metrar en hæsta tréð
var 3,5 metrar, en þvermálið
orðið 6 sm.
Suður í Undirhlíðum er gömul
girðing, sem komið var upp fyrir
atbeina Ingvars Gunnarssonar
kennara. Árið 1938 var sett niður
töluvert af sitkagreni innan
hennar, og önnuðust börn úr
Barnaskóla Hafnarfjarðar gróð-
ursetninguna. Nú stendur þar
mjög fallegur lundur sitkagreni-
trjáa, og eru þau flest yfir mann-
hæð, en einstaka komin töluvert
á þriðja metra. Þessi tré eru af
sama stofni og þau, sem eru við
Tumastaði og í Fossvogi.
LERKI
1.
Á árunum 1900 til 1913 fluttist
hingað töluvert af síberísku lerki.
Kom það frá ýmsum stöðum, og
er með öllu ókunnugt um upp-
runa þess. Lítið var gróðursett
af lerki á Suður- og Vesturlandi,
en það, sem þar lifir, er bæði
lítils vaxtar og kræklótt í sam-
anburði við hitt, sem til er norð-
anlands og austan. Þó er margt
af lerki því, sem þar vex, mjög
ljótt að útliti, en ástæðan til hins
Þegar horft er yfir suðurhluta gróðrarstöðvarinnar á Hallormsstað
blasir við lundur lerkitrjáa. Þau eru öll gróðursett 1922 að einu
undanskildu, sem er 10 árum eldra en þó jafnhátt hinum. Hæsta
lerkið var orðið nokkuð á 13. meter í sumar, en þá brotnaði nokk-
uð ofan af því í ofsaroki í sumar, er leið.        Ljósm.: Þ. J.
um hér í nokkur ár, og voru þær
ekki gróðursettar fyrr en 1942 og
síðar.
Hæsta tréð af þessum árgöng-
um mun standa við Vífilsgötu 6
í Reykjavík, en annars hafa mörg
falleg tré vaxið upp af þessum
plöntum víðs vegar um land, en
þó einkum á Suður- og Vestur-
landi. í Fossvogsstöðinni eru all-
mörg tré af þessum stofni, sem
gróðursett voru 1942. Við Tunia-
,. :   .,,. ..:..-.-  ,-.;:,   ¦   -    ¦  . .
.  ¦   ¦¦  .                              ' . ,                           ¦¦                      ..
¦¦:.¦¦'¦¦
Sitkagrenilundurinn á Tumastöðum í Fljótshlíð. Gróðursettur
1944. Myndin er tekin snemma vors 1954 er trén eru 10 ára. Lands-
nefnd lýðveldiskosninganna er að skoða lundinn, en hann var
gróðursettur sömu daga og gengið var til atkvæða um stofnun
lýiffveldisins. — Trén fremst á myndinni hafa verið sett þar síðar.
Ljósm.: G. R. Ó.
lélega vaxtar mun vera sú, að
trén hafa komið frá of suðlæg-
um stöðum. Sést það greinilega
af því, að til eru önnur lerkitré,
sem eru frábær að vexti og lög-
un, og standa þau sums staðar
við hlið hinna illa vöxnu, og sést
þá bezt að munurinn hlýtur að
liggja í kyninu en ekki í gróðr-
arskilyrðunum.
Árið 1913 kom hingað nokkuð
af lérkifræi, sem sáð var á Hall-
ormsstað. Frostaveturinn 1918
skemmdust lerkiplönturnar mjög,
svo að ekki var unnt að gróður-
setja þær fyrr en árið 1922. Þessi
árgangur hefur reynzt mjög vel
og upp af honum hafa vaxið
forkunnarfögur tré. Hæstu trén
frá þessum tíma eru nú um og
yfir 11 metra, og eru þau bein-
vaxin og jafnbola svo að af ber.
Hæsta tréð frá þessum tíma var
orðið yfir 12 metra á hæð, en
toppurinn brotnaði af því í ofsa-
roki sl. sumar.
Árið 1933 kom hingað eitt pund
af lerkifræi úr Arkangelskhéraði
í Rússlandi. Því var sáð að Hall-
ormsstað. Árið 1938 var lerkið
gróðursett á tvo staði í Hallorms-
staðaskógi. Á sl. vori var meðal-
hæð trjánna orðin 6,1 meter og
meðalþvermál 8,2 sentimetrar.
Hæsta tréð var þá 8,7 metrar.
Vöxtur lerkisins nemur nú um
5 teningsmetrum viðar á hektara
ísland var viði vaxið milli f jalls og f jöru. er það fannst, að sögn
Ara fróða, og allar seinni tíma rannsóknir styðja frásögn hans.
Björkin var hið eina skógartré, sem komst af á ísöldinni, og
fjarlægð iandsins olli því, að barrtré komust ekki hingað af
sjálfsdáðum. — Nú eru birkiskógarnir að mestu horfnir, og i
kjölfar skógaeyðingarinnar hefur gróðurmold landsins blásið
burt. Hið gróna land er aðeins helmingur þess, sem áður var, og
gæði Iandsins sem eftir er, miklu minni en þess upphaflega.
Ljósm: Þ. J.
lands, og verður ekki annað sagt,
en að slíkt sé framar öllum von-
um. Úr mörgum þeim trjám, sem
fella hefur þurft, hafa fengizt
tveir girðingarstaurar, og vænstu
trjánum mætti fletta í smáborð.
BLÁGRENI
1.
Árið 1905 eða 1906 var fáeinum
blágrenitrjám sáð eða plantað í
Mörkina á Hallormsstað. Til eru
nú 5 slík tré og er hæð þeirra
11,3 11,00, 9,6, 9,3 og 8,9 metrar.
Gildustu trén eru 30—35 senti-
metrar í þvermál, og hæsta tréð
er yfir 14 sentimetrar í 7 metra
hæð frá jörðu. í því tré er um
hálfur teningsmetri viðar, og
mætti rista það í mörg falleg borð
eða janfvel nota það sem síma-
staur. En slíkt verður auðvitað
ekki gert meðan við eigum ekki
fleiri tré af þessari tegund. Þrí-
vegis hafa tré þessi borið köngla
og þroskað f ræ, og til eru á annað
þúsund lítil blágreni, sem eru af-
kvæmi þessara trjáa og eru þau
fyrsta innlenda kynslóðin af
barrtrjám, ef undan eru skildar
fáeinar sjálfsánar fjallafurur á
Þingvelli og nokkrar ungar
broddfurur.
Töluvert hefur fengizt af blá-
greni hingað til lands á síðari ár-
um. Hefur það verið sett allvíða,
en við Króklæk í Hallormsstaða-
skógi eru nokkur *tré gróður-
sett 1936. Meðalhæð þeirra er nú
1,8 metrar en hæsta tréð er 4,S
Síberisku lerkitrén á Hallormsstað voru gróðursett 1922. Þau hafa
vaxið a1hrK.lt á hæðina en eru ekki eins gild og blágrenin, enda
um 17 árum yngri. Mörg þeirra eru nú milli 10 og 11 metrar, ea
fá undir 8,5 metrum. Lerkið er. kjörviður, og ef þess er kostur aí
fá hentugt fræ til landsins, munu fáar eða engar trjátegundir taka
lerkinu fram á Norður- og Austurlandi          Ljósm.: Þ. J,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48