Morgunblaðið - 28.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1966, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1966 2S FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER hundruSum ár aftur í tímann. Stundum missi ég allt tímaskyn. Og það er helmingurinn af ánægjunni. Nú, þegar hann var kominn í sín eigin föt og laus við dularklæðin, leit hann eins ólSrjálaður út og hver annar. Við gengum gegn um kerúba- salinn og hásætissalinn og út í ganginn. Hirðsveininn beið eftir okkur til að lýsa okkur niður stigann og yfir húsagarðinn, að hliðardyrunum. Það var einmitt hirðsveinninn, sem mér fannst nú vera þarna utangarna, ein- hver stássdrengur, klæddur til einhverar skrúðgöngu, og vegg- irnir í hertoga’nöllinni og þögu’l húsagarðurinn ekkert óhugnan- legri en hvert annað safn, þar sem ljósin voru slökkt. Við gengum út á steinlagða götuna og í áttina að flóðlýsingunni á Meiratorgi. Bíllinn stóð úti fyrir miðdyrunum, og hjá honum stóðu tveir vopnaðir verðir, eins og til að gæta að flökkurum. Ég hikaði, en Aldo hélt beint áifram. Annar þeirra opnaði bíldyrnar. Þá fyrst gekk ég til Aldos. — Allt rólegt? spurði bróðir minn. — Allt rólegt, Donati prófess- or, sagði maðurinn, sem hafði opnað bílinn. — Fáeinir stúdent- ar með enga útgöngumiða, en við erum búnir að sjá um þá. Flestir þeirra höguðu sér skyn- samlega. Þá langar til að skemmta sér næstu tvo daga. — Þeir gera það, sagði Aldo. — Góða nótt og góða veiði. — Góða nótt, prófessor. Ég settist við hliðina á honum og við ókum niður eftir Rossini- götu. Strætið var jafn þögult og það hafði verið, þegar ég kom þarna fyrir tæpri viku. En nú var þarna enginn ótímabær snjór til að minna á liðna vetur inn. Loftið var hlýtt og einhver mjúkur raki í því, sem kom frá Adríahafinu yfir fjallgarðinn. — Hvernig leizt þér á piltana mína? sagði Aldo. — Þeir eru þér til sóma, sagði ég. — Ég vildi að ég ætti tæki- færin þeirra. Enginn vakti yfir mér á stúdentsárunum mínum í Torino, eða æfði mig í lífvarða- listum og gerði mig að ofstopa- menni. Hann stanzaði er við komum að Lífstorginu. — Ofstopa- menni? Telurðu mig þá vera það? — Já, ertu það ekki? spurði ég. Bærinn var sannarlega dauð- ur. Kvikmyndahúsin voru lokuð. Göturápararnir voru farnir heim til sín. — Ég var það, sagði hann, — þegar ég var fyrst að safna sam an þessum piltum, og valdi þá eftir uppruna og umhverfi. í hverjum þeirra sá ég þig. Barn, sem skilið hafði verið eftir á einhverjum hólnum, sundur- tætt af kúlum eða sprengjum. En nú er þetta orðið öðruvísi. Maður venst hlutunum, þó að maður sætti sig kannski ekki við þá. Auk þess var þessari til- finningasemi minni á glæ kast- að eins og reynslan sýndi. Þú lifðir þetta af. Hann sneri nú inn í Mikjálsgötu og stanzaði við nr. 24. — Fóstraður af Þýzkur- um, Könum og Torinobúum, sagði hann, — til þess að lokum að blómstra upp sem fararstjóri hjá Sólskinsferðum. Þeir, sem guðirnir elska, verða langlífir. Ég var enn gripinn efasemd- um. Efasemdum og kvíða. Efa um, að maður, sem hæddist með svo miklum rétti, gæti verið brjálaður. Kvíða vegna þess, að það, sem hann hafði gert fyrir þessa munaðarlausu pilta væri fyrir mig gert. — Hvað verður nú? spurði ég. — Nú? át hann eftir. — Áttu við nú strax eða seinna? í nótt sofnar þú og lætur þig dreyma, ef þú kærir þig um það, um ung frú Raspa, hinumegin við göt- una. Á morgun geturðu ef þú vilt, ráfað um borgina og horft á undirbúninginn undir hátíðina. Svo borðarðu kvöldverð hjá mér. Síðan sjáum við til. Hann ýtti sér út úr bílnum. En um leið og ég fór út úr honum, mundi ég eftir bréfinu í vasa mínum og dró það upp. — Þú verður að lesa þetta, sagði ég. — Ég fann það fyrir □---------------□ 53 □---------------□ hreina tilviljun í dag. Innan i bók, þegar ég var að greina bækurnar í safninu. Það fjallar um þig. — Um mig? sagði hann. — Hvernig það? — Hvað þú varst myndarleg- ur krakki, sagði ég. — Hlustaðu á, ég skal lesa það fyrir þig, og svo máttu eiga það til að minna þig á þína eigin fjörugu bernsku. Ég hallaði mér ina um opinn gluggann og las bréfið upphátt. Þegar ég hafði lokið því, leit ég á hann brosandi, en fleygði svo bréfinu á hnén á honum. — Þetta er viðkvæmt, finnst þér ekki? Mikið hafa þeir verið hreyknir af þér! Hann svaraði engu. Sat graf- Jivert seml þér 1 fariö/ hvena ers emþérfariö hvem iig sen nþéi rferi list s,ii)gsnsr< - 3 ► feri lasl ysatrygging SMYRJIfl MEfl HylH*SMJÖRIÐ HDB fKKDDJLIT 0® « □st:a- og Smjorsalan s.f. kyrr, með hendurnar á stýrinu, starði beint fram fyrir sig og andlitið var sviplaust og náfölt. — Góða nótt, sagði hann snöiggt og áður en ég gæti nokkru svarað, skauzt bíllinn niður eftir Mikjálsgötu, og hvarf fyrir horn. Ég stóð bara og starði á eftir honum. 17. kafli. Hversvegna hafði bréfið ork- að svona á Aldo? Ég gat ekki um annað hugsað, hvorki þegar ég háttaði né heldur þegar ég vaknaði morguninn eftir. Ég gat nú ekki munað bréfið orði til orðs, en þar var nefndur „litli snáðinn okkar“ og framfarir hans og væntanlegur friðleiki, og svo var Luigi Speca þökkuð vinsamleg aðstoð hans á erfið- um tímum, sem nú voru, góðu heilli, að baki. Þar eð Luigi Speca hafði undirritað skírnar- bókina, réð ég, að hann hefði bæði verið skírnarvottur og að- stoðað við fæðingu drengsins, sem hlaut að hafa verið erfið, eins og þessi tvífærsla í bókina bar með sér, og Aldo hlaut að hafa verið að dauða kominn og móðirin ef til vill líka. Þetta hlaut að vera „erfiðu tímarnir", sem gat um í bréfinu. En hvað þyrfti Aldo að fást um það? Bréfið hafði að vísu hrært mig, en þó ekkert þessu líkt. Ég hafði búizt við, að hann mundi hlæja og jafnvel segja einhverja fyndni um að hafa verið talinn dauður. En í staðinn kom þetta harða, sviplausa andlit og þessi snögga brottför frá mér. Ég gerði mér ekkert far um að koma á réttum tíma í bóka- safnið. Við yrðum hvort sem væri að verða þar frameftir öllu, þar eð stúdentarnir og for- eldrar þeirra áttu að fá að skoða safnið í nýju húsakynnunum, en það skyldi formlega opnað eftir páskana. Ég var einn við morg- unverðarborðið, þar eð hinir leigjendurnir voru þegar farnir út. Rétt þegar ég var að ljúka við matinn, hringdi síminn og brátt kom frú Silvani og sagði, að það væri til mín. — Einhver, sem hetir Jacopo, sagði hún. — Hann vildi ekki biðja fyrir nein skilaboð. Hann sagði, að þú mundir kannast við sig. Ég fór fram í ganginn, með ákafan hjartslátt. Nú hafði eitt- hvað komið fyrir Aldo. Eitthvað í sambandi við bréfið í gær- kvöldi. Ég tók símann. — Herra Beo? Röddin í Jacopo var stöðug og kenndi einskis kvíða í henni. — Ég er með skilaboð til yðar frá kafteininum, sagði hann. Dag- skránni fyrir kvöldið hefur verið breytt. Rektorin og frú Butali eru komin heim frá Róm. — Kafteinninn vildi gjarna, að þér lituð hér inn einhvern- tima í morgunmálið, hélt hann áfram. — Þakka þér fyrir, sagði ég, en áður en ég lagði simann, sagði ég: — Jacopo! — Já, herra. — Er allt í lagi með Aldo? Br hann með einhverjar áhyggj- Það varð sekúndu þögn eii þá sagði Jacopo: — Ég held, að kafteinninn hafi ekki búizt við Butlai prófessor svona snemma. Þau komu í gærkvöldi. Það var verið að bera farangurinn þeirra inn, þegar hann fór fram- hjá á heimleið, rétt fyrir klukk- an ellefu. — Þakka þér 'fyrir, Jacopo. Ég lagði símann. Fjörutíu ára gamla bréfið var nú orðið minnsta áhyggjuefni bróður míns. Sjúki maðurinn hafði tek- ið ráðin af læknunum sínum og var nú kominn heim, ef ekki til að stjórna, þá að minnsta kosti til að vera við höndina, til skrafs og ráðagerða. Ég heyrði, að frú Silvani var eitthvað á ferli í borðstofunni og flýtti mér út áður en hún gæti tekið mig tali. Ég varð einhvern veginn að ná í frú Butali á und- an Aldo. Ég varð að hvetja hana til að beita áhrifum sínum og reyna að afstýra hátíðinni, enda þótt guð mætti vita, hvaða átyllu hún gæti fundið til þess. Klukkan var háMtíu. Eftir þetta stranga ferðalag þeirra hjóna, var líklegt, að frúin væri heima — það gæti verið gott að koma þangað klukkan tíu. Ég labbaði áleiðis til Draumagötu. Það var þegar orðið heitt af sól og himinn heiður. Veðrið virtist ætla að verða eins og ég mundi það stundum frá bernsku minni, þegar fjarlægar hlíðarnar og dalirnir suðu í bláu mistri af hitanum og Ruffanobær, sem stóð svo hátt uppi, gnæfði yfir öllu umhverfinu, stoltur og hnarreistur. Ég kom að hliðinu í múrnum kring um gamla garðinn okkar, gekk að fordyrunum á húsinu og hringdi bjöllunni. Dyrnar opnuðust og þarna var stúlkan, sem ég kannaðist við, og hún þekkti mig líka. — Er mögulegt að fá að tala við frúna? spurði ég. Stúlkan setti upp einhvem efasemdasvip, og sagði eitthvað á þá leið, að frúin væri vant við látin — þau hjónin hefðu komið frá Róm seint í gærkvöldi. — Ég veit það, sagði ég, — en þetta er áríðandi. Hún hvarf upp stigann, en ég stóð þarna og beið og þá tók ég eftir því, að enn einusinni, var andrúmsloftið þarna í húsinu orðið breytt. Þetta sviplausa tóm frá mánudagsmorgninum var horfið. Hún var heima. Ekki aðeins lágu hanzkarnir hennar á borðinu og kápa hafði verið lauslega fleygt á stól, heldur lá' einhver ólýsanlegur ilmur í loft- inu, sem minnti á nærveru hennar. En nú var hún bara ekki ein síns liðs. f staðinn fyrir að geyma hana eina og verða þann ig dularfullt, freistandi, þannig að sá sem kom þangað í fyrsta sinn og síðan aftur á sunnu- dagsmorgun, ains og ég»hafði gert, varð fyrir einhverju leyni- legu aðdráttarafli, — þá geymdi húsið nú eiginmann hennar að auki. Stafurinn, sem stóð þarna í grindinni, var eins og einhver Indíánasúla til að segja heim- inum þetta. Yfirfrsikkinn, hatt- urinn og bókabögglarnir — og svo var þarna þefur, sem ekki hafði verið áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.