Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 Bréfa- dálkar „Ég vel byrja á þvf að þakka gott efni, þó meira mætti vera kynnt af nýjum „góðum“ myndum. Og ég furða mig á því, að þið fáið ekki meira rými I blaðinu fyrir jafn vinsælt efni og kvikmyndir eru. Einnig vildi ég leggja fyrir ykkur nokkrar spurningar f von um góð svör eins og aðrir hafa fengið. 1) Hvað hefur Stanley Kubrick gert margar myndir og hvað heita þær? 2) Verða myndirnar Fat City, Cromwell og Don’t Look Now endursýndar? 3) Er Marlon Brando hættur að leika (hvað er hann gamall?)? 4) Verða myndir Liliana Cavani, The Night Porter og The Cannibals, sýndar hér? Hefur hún gert fleiri myndir? Arni H. Stefánsson. 1) Þessari sömu spurnirigu var svarað ítarlega hér á kvik- myndasíðunni 23. marz síðast- liðinn. Kubrick hefur gert 10 myndir og vinnur nú að þeirri elleftu er nefnist Barry Lyndon, en ekki Darry L. eins og misritaðist um daginn. Helstu myndir hans eru: Paths of Glory (1957), Lolita (1961), Dr. Strangelove (1963), 2001 (1968) og Cloekwork Orange (1971). 2) Samkv. upplýsingum Þor- varðar Þorvarðarsonar, for- stjóra Stjörnubíós, verður Fat City endursýnd fljótlega f 2—3 kvöld, en Crommwell er hins vegar ekki hægt að endursýna, þar eð sýningareintakið eyði- lagðist í brunanum i fyrravet- ur. Don’t Look Now verður endursýnd i Háskólabíó, en ekki er ákveðið hvenær. 3) Ég á anzi bágt með að trúa þvi, að Brando sé hættur, hvort sem hann hefur gefið þá yfir- lýsingu eða ekki. Hann er fædd- ur 3.4 1924 svo hann ætti þá að vera 51 árs. 4) Hafnarbió mun sýna The Night Porter, sennilega næsta haust, en ég veit ekki til þess, að Cannibals verði sýnd hér. Liliana Cavani hefur gert þó nokkuð af myndum, bæði fyrir kvikmyndahús og RAI — ítalska sjónvarpið. Þekktasta verk hennar fyrir sjónvarp var framhaldsþáttur um Saint Francis, en þessir þættir voru siðan klipptir saman i eina kvikmynd. Á eftir Cannibals (1970) geriri Cavani The Guest (1971), Night Porter (1973) og nú síðast Milarepa (1974). Eg þakka góð skrif um kvik- myndir og langar til að leggja fyrir þig eftirfarandi spurning- ar: 1) Hvað líður undirbúningi kvikmyndarinnar „Running Blind“, sem taka á hér á landi? 2) Verður Þjófur í Paradfs kvikmyndaður í sumar og ef svo er, hver er áætlaður kostnaður við kvikmyndatök- una? 3) Hve margar af skáldsögum Alistair McLean hafa verið kvikmyndaðar og hverjar eru í framleiðslu? 4) Hvaða kvikmyndum hefur John Sturges leikstýrt eftir 1960? 30.5,—’50 Charlotte Rampling f „Caravan to Vaccares”, en þessi mynd varð til þess, að ekkert verður úr fyrirhugaðri kvikmyndun á „Running Blind” hér á landi í sumar. 1) Sambandsaðili erlendu kvik- myndargerðarmannanna hér á landi er Víðsjá — kvikmynda- gerð og sagði Gisli Gestsson, sem rætt hefur við hina er- lendu aðila, að nokkur breyting hafi orðið á högum þeirra. Þess- ir sömu aðilar framleiddu í fyrra myndina „Caravan to Vaccares" en kostnaður við hana fór nokkuð fram úr áætl- un og þar eð Running Blind átti að vera í dýrara lagi, eru fram- leiðendurnir einfaldlega í pen- ingavandræðum. Myndin verð- ur því ekki tekin í sumar. En Gísli benti einnig á tvær ástæð- ur aðrar fyrir tregðu hinna er- lendu aðila til að gera myndina hér. 1 fyrsta lagi blöskrar þeim hið algera aðstöðuleysi, sem hefur i för með sér mjög mikinn aukakostnað fyrir þá (þeir þurfa t.d. að koma með öll tæki í stað þess að geta fengið eitthvað leigt). 1 öðru lagi er hin mikla verðbólga stór þröskuldur i vegi hinna er- lendu aðila. Caravan to Vaccares er gerð eftir sögu Alistair McLaen og er myndin komin til landsins fyrir þó nokkru, en Hafnarbíó mun sýna hana um leið og ís- lenskur texti verður komin við hana. Verður það væntanlega mjög fljótlega. Leikstjóri er Geoffrey Reeve. 2) Ég hef ekki heyrt að kvik- mynda eigi Þjóf i Paradís, þvi síður í sumar, svo hér hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða. 3) Þetta liggur því miður ekki alveg á lausu, en sennilega eru það 8—10 myndir. Ég veit ekki til þess að nein sé í framleiðslu i augnablikinu, en hins vegar má það vel vera. 4) John Sturges hefur leikstýrt eftirfarandi myndum frá 1960: The Magnificent Seven, By Love Possesed, Sergeants Three, A Girl Named Tamiko, The Great Escape, The Satan Bug, The Hallelujah Trail, Hour of the Gun, Ice Station Zebra, Marooned, Joe Kidd, Vladez, The Halfbreed og McQ. SSP. Liliana Cavani leikstýrir Dirk Bogarde f Thc Night Porter. Þjófur kemur í kvöld- verö itií The Thief Who Came to Dinner, Austur- bæjarbíó. Bandarísk, gerd 1973, leikstjóri Bud Yorkin. Sagan um „heiðvirða” þjóf- inn, séntilmanninn og gárung- ann, sem aðeins stelur vel tryggðum skartgripum, þannig að tjónið lendir ekki persónu- lega á neinum, hefur oft verið sögð í kvikmyndum og alltaf verið sögð í gríni. Og þó þessi útgáfa, sé einnig í léttum dúr, blandast margt annað saman við, bæði þjóðfélagsádeila („Allir stela frá öllum og við vinnum við að koma þessari vit- leysu í tölvur”), tilfinninga- tengsl milli þjófsins og þess, sem eltir hann (notað eingöngu í brandaraskyni) og ástamál þjófsins, sem gera því miður ekki annað en að draga fram- vindu efnisins á langinn. Öllu þessu er blandað vendílega saman við aðaluppistöðuna, þjófnaóina og útkoman verður hvergí eins beinskeytt og skörp og efni standa til (The Hoi Rock var t.d. miklu stílhreinní og skarpari). Myndin er þó dá góð skemmtun og er það ekki síst að þakka Austin Pendleton. kvik munl mymýr /idQfl SŒBJÖRN VALDIMARSSON SIGURDUR SVERRIR PALSSON BLÓÐLEIKHÚ SIÐ 1 þessari viku eða á annan f hvítasunnu mun Nýja Bló hefja sýningar á mynd Bunuels, The Discreet Charm of ihe Bourgeoisie frá árinu 1972 og er þetta næst nýjasta mynd hins aldna meistara. Er óhætt að mæla með myndinni, bæði sem ágætis skemmtun og Ihugunarefni. Með aðalhlutverk fara Delphine Seyrig, Step- hane Audran, Fernando Ray, Paul Frankeur, Bulle Ogier og Jean-Pierre Cassel. mismunandi verkum. Þar eð hann fékk ekki verðlaun gagn- rýnenda, sem hann taldi sig eiga rétt á, ofsækir hann þá og drepur hvern á fætur öðrum á nákvæmlega sama hátt og mis- munandi persónur deyja i ýms- um leikritum Shakespeare. Honum tekst þó ekki að kála einum gagnrýnanda, en það er jafnframt eini gagnrýnandinn, sem aldrei vióurkennir að hann hafi dæmt rangt, jafnvel þó honum sé hótað lifláti. 1 lokin er það likan af verðlaununum, sem bjargar lifi hans,. tákn- mynd, sem ekki getur gefið annað til kynna, en að hann hafi rétt fyrir sér, þrátt fyrir allt. Annars er eitt atriði, sem mér þykir vert að benda á í auglýs- ingu þessa kvikmyndahúss, aó myndin er sögð bandarísk, þó hún sé i rauninni bresk. Þetta stafar trúlega af einhverjum misskilningi og sama er senni- lega að segja um Stjörnubió, sem kallar Investigation of a Citizen Above Suspicion „ítalska-ameriska” þó hún sé í rauninni „bara“ ítölsk. Þetta er leiðinleg ónákvæmni auk þess sem þessi tilhneiging til að kalla evrópskar myndir banda- rískar gætu vakið heilabrot hiá einhverjum. SSP. Ryan O’Neal sem meistaraþjófurinn I The Thief Who Came to Dinner. sem leikur skáksnillinginn at' mikilli taugaveiklun og inn- lifun. Warren Oates er mátu- lega kúgaður í hlutverki rann- sóknarmannsins frá trygginga- félaginu, mannsins, sem hatar starf sitt og öfundar þjófinn af frjálsræði hans. Undir lokin er hann þó að ná sér á strik, því hann yfirgefur tryggingafélag- ið og á leiðinni út mölvar hann rúðu í byggingunni og finnur sig stærri karl en nokkru sinni fyrr. Þegar hann er þannig bú- inn að losa sig út úr kerfinu, leysir hann jafnframt gátuna um „tafl-þjófinn", því nú stendur hann loksins jafnfætis þjófnum. SSP. if Theatre of Blood, Tónabíó. Bresk, 1973. Leikstjóri: Douglas Hickox. Ég get tekið hjartanlega undir auglýsingu kvikmynda- hússins hér i Mbl. og staóhæft, að undirrituðum gagnrýnanda líkaði ekki Blóðleikhúsið. Öll atburðarás er með mestu ólik- indum og virðast höfundar myndarinnar álíta trúgirni áhorfenda takmarkalausa, hvað hún ekki er. Allt handbragð myndarinnar er ákaflega mekanískt, atburðunum er raðað upp eins og í púsluspili án nokkurrar tilfinningar fyrir stíl. Allt gengur samkvæmt fyrirframgerðu plani, þar sem hvergi hleypur snurða á þráð inn. Vincent Price er hins vegar alltaf nokkuð skemmti- legur leikari og sem hefnigjarn Shakespeare-leikari tekur hann sig mjög vel út í brotum úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.