Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1975
Stefanm að sigri
sagði Birgir Örn Birgirs
LEIKREYNDASTI       maður
Armannsliðsins sem leikur gegn
Playboys f kvöld er Birgir Örn
Birgirs. Birgir hefur leikið f m.fl.
f 17 ár, og hefur því gffurlega
reynslu að baki. Þrátt fyrir að
Birgir sé kominn á fertugsaldur-
Birgir örn Birgirs
inn er álit manna að hann hafi
ekki f langan tfma verið betri en
einmitt nú, enda æft mjög vel f
vetur.
„Undirbúningur okkar fyrir
þessa leiki hefur verið mjög
góður, við höfum æft mjög vel, og
það eina sem betur hefði mátt
fara er að við hófum aðeins getað
æft þrívegis í Laugardalshöll.
Mér þykir leitt að segja það, að
samskipti okkar við stjórn
Ármanns hafa ekki verið nógu
góð hvað þetta snertír, við skilj-
um það ekki að félagið geti ekki
útvegað okkur æfingar i Laugar-
dalshöll þegar við undirbúum
okkur fyrir svona stórt verkefni
eins og Evrópukeppni er, á sama
tíma og knattspyrnudeild félags-
ins hefur æfingar í höllinni.
Ég býst við spennandi viður-
eign i kvöld, við erum þó á heima-
velli og það ætti að koma okkur til
góða. Annars vil ég nota tæki-
færið og þakka þeim fjölmörgu
sem hafa styrkt okkur í sambandi
við þetta mikla fyrirtæki sem
þátttaka í Evrópukeppni óneitan-
lega er, og við hófum á því fullan
hug að þakka fyrir okkur á verð-
ugan hátt — með sigri yfir Play-
boys í kvöld."
Ætla að sjá um Canon
— sagði Jimmy Rogers
,,MÉR er ljóst, að ein af aðal-
ástæðum fyrir komu minni
hingað til Ármanns var fyrir-
huguð þátttaka liðsins i Evrópu-
keppninni. Þess vegna, sem og
hingað til, mun ég gera allt hvað
ég get til að við vinnum þennan
leik. Aðalhlutverk mitt í leiknum
verður að ég bezt veit að fást við
hinn hávaxna landa minn Ronnie
Canon (2,06m) en ég er hvergi
smeykur. Ég veit að ég fæ góðan
stuðning félaga minna í liðinu.
Mig langar til að biðja alla sem
tök hafa á að koma og hvetja
Armenninga til sigurs í þessum
leik. Ármann hefur sýnt það í
leikjum Reykjavíkurmótsins að
liðið leikur bezt þegar áhorfendur
eru með á nótunum og hvetja."
Jimmy Rogers

Verðum að stöðva
Mahalamaaki
— sagði Jón Sigurðsson
„PLAYBOYS eru engir viðvan-
ingar í körfuboltanum. fremur
enn finnsk lið yfirleitt, það hef ég
sjálfur reynt í Ieikjum mínum
með landsliðinu, sagði Jón Sig-
urðsson. Samt sem áður tel ég
sigurmöguleika okkar allmikla ef
okkur tekst að ná vel saman eins
og við höfum gert í haust í
Reykjavíkurmótinu. Eitt stærsta
hlutverk mitt verður að fást við
hinn snjalla bakvörð Mahala-
maaki sem er einn bezti bak-
vórður Finnlands. Ég ætla svo
sannarlega að reyna að halda
honum í skef jum í leiknum, og ef
það tekst þá er mikið unnið. Mig
langar að geta þess I leiðinni að
síðan ég hóf að iðka körfubolta
fyrir allmörgum árum hefur mér
aldrei fundizt eins mikil samstaða
innan Ármanns eins og við undir-
búning fyrir þessa leiki, og ég er
bjartsýnn á leikinn 1 kvöld."
Jón Sigurðsson
Færeyska landsliðið í badminton sem keppir við lslendinga I Laugardalshöllinni á föstudaginn: Frá
vinstri: Jan Joensen, Gudmund Niclasen, H. Steenberg, Per Andersen, landsliðsþjálfari, Svend Steens-
borg, Egil Lyngsöe, Poul Niclasen og Petur Hansen.
Landsleikur við Færejinga
í Höllinni á föstudagskvöld
tSLENDINGAR leika sinn þriðja landsleik I bad-
minton n.k. föstudag, 31. október og verða andstæð-
ingarnir nú frá Færeyjum. Hefst landskeppnin kl.
20.00 í Laugardalshöllinni og fara fram fimm leik-
ir, 3 í einliðaleik og 2 f tvfliðaleik.
Tveir fyrri badmintonlandsleikir tslendinga
hafa verið við Norðmenn og fór sá leikur fram I
Laugardalshöllinni og við Finna og var þá keppt I
Heisinki. Báðum þessum landsleikjum töpuðu Is-
lendingar, en veittu þó Norðmönnum töluverða
keppni. Búast má hins vegar við þvf, að tslendingar
vinni sigur f landskeppninni við Færeyjar á föstu-
dagskvöldið, en lftið er þó vitað um getu Færeying-
anna og framfarir þeirra, en að undanförnu hefur
danskur þjálfari starfað I Færeyjum, og hefur það
örugglega komið Færeyingum mjög til góða.
Landslið lslands verður skipað eftirtöldum
mönnum: Haraldur Kornelfusson, TBR, Friðleifur
Stefánsson, KR, Óskar Guðmundsson, Sigfús Ægir
Arnason, TBK, og Ottð Guðjónsson, TBR.
I einliðaleiknum leikur Haraldur við Poul Mic-
helsen, Friðleifur við Hans D. Steenberg, og Óskar
við Petur Hansen. I tvfliðaleiknum keppa þeir
Haraldur og Steinar við Poul Michelsen og Petur
Hansen en Sigfús Ægir Arnason og Ottð Guðjóns-
son leika við Egil Lyngsöe og Svend Steensborg.
Auk landsleiksins munu Færeyingarnir svo taka
þátt í opnu badmintonmóti sem fram fer f íþrótta-
husi Garðahrepps laugardaginn 1. nóvember. I þvf
mðti munu einnig keppa allir beztu badminton-
menn landsins og nokkrir A-flokks menn. Þetta
mót hefst kl. 13.30 og verður keppt bæði í einliða-
og tvfliðaleik. -
Færeyingarnir koma hingað með veglegan bikar
sem keppt verður um I landskeppninni á föstudags-
kvöldið og er hann gefinn af Föroya Fiskasölu f
Þórshöfn. Er þetta farandbikar sem keppa á um
árlega næstu fimm árin, og er þar með tryggt að
landskeppni f badminton mun fara fram árlega
milli þessara þjóða.
Tekst Armenningum
að sigra Playboys?
KI. 20,30 í kvöld hefst í Laugar-
dalshöllinni fyrri leikur Ar-
manns og Playboys I Evrðpu-
bikarkeppni      bikarmeistara.
Greinilega hefur orðið vart við
mikinn áhuga á þessum leik
meðal fólks, enda má segja að nú
sé í fyrsta skipti að einhverju
leyti jafnræði með fslenzku liði
sem þátt tekur f Evrðpukeppni f
körfubolta og mótherjanum.
Hér er að sjálfsögðu átt við það,
að Armenningar leika nú með
Bandaríkjamann í liði sínu, en
þeir haf a nær alltaf leikið í liðum
andstæðinga okkar í Evrópu-
keppni og leikið okkar menn
grátt. Koma Jimmy Rogers f lið
Dómaranámskeið
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND fs-
lands hefur ákveðið að efna til
dómaranámskeiðs I kastgreinum.
Námskeiðið fer fram I ÍR-húsinu
við Túngötu og hefst n.k. mánu-
dagskvöld 3. nóvember kl.
20.30. Væntanlegir þátttakendur
eru beðnir að skrá sig á skrifstofu
ÍSf. slmi 83377. fyrir mánudags
kvöld. (Frétt frá FRf).
Armanns hefur haft góð áhrif á
Armannsliðið i haust, og liðið er
eins vel undir þessa leiki gegn
Playboys búið og frekast er hægt
á þessum tfma árs.
Ármenningar taka nú í fyrsta
skipti þátt í Evrópukeppni og í
fyrsta skipti gefst íslenzkum
áhorfendum tækifæri til að sjá
hér á landi viðureign tveggja
blökkumanna. Jimmy Rogers
verður ekki eini Bandaríkja-
maðurinn á fjölum Laugardals-
hallarinnar f kvöld, því Finnar
eru með einn slfkan í liði sínu,
Ronnie Canon, sem er 2,06 m á
hæð. Þá eru í finnska liðinu
nokkrir landsliðsmenn, og eru
þeirra frægastir Kaari Liimo, sem
er jafnframt þjálfari liðsins, og
bakvörðurinn Klaus Mahalam-
aaki, sem lék hér á Polar Cup
1968 og vakti mikla athygli.
Ármenningar treysta á að fólk
mæti á leikinn f kvöld og hvetji
liðið, ekki mun af veita gegn
Finnunum, og stuðningur áhorf-
enda í kvóld gerir möguleika Ár-
manns í leiknum vissulega tals-
verða.
Eins og fyrr sagði hefst leikur-
inn kl. 20,30.
Björn Magnússon
Sigurmöguleikar fyrir hendi
Björn Magnússon hefur vakið
mikla og verðskuldaða athygli
með liði Armanns I vetur fyrir
mjög góða leiki og er mjög vax-
andi leikmaður.
Björn hefur fengið það erfiða
hlutverk að fylla skarð Sfmonar
Ólafssonar miðherja sem hélt til
Bandarfkjanna til náms í haust.
Er víð spurðum Björn um álit
hans á leiknum f kvöld sagði
hann: „Ég bfð spenntur eftir að
leikurinn hefjist, og mitt álit er
að við eigum sigurmöguleika. Ef
við náum upp baráttu f liðinu og
allir leggja sig fram getur allt
gerzt en það verður ekki auðvelt
að fást við þessa risa," sagði
Björn að lokum. Sjálfur er hann
enginn dvergur, 1,99 m á hæð, og
hefur leikið fjölda unglinga-
landsleiki fyrir Island.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36